Dagur - 25.01.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 25.01.1934, Blaðsíða 4
24 D AGTJR 7. tb!. háttað er skiftum »Bakkusar kon- ungs« ogþegnahans og hann virð- ist vona að lýsing hans geti orðið til þess, að Bakkusi verði steypt af stóli. Hann óskar að forfeður sínir hefðu bannlýst Bakkus löngu fyrir sinn dag, og hyggur að kvenþjóðin muni — er hún fæi fullan atkvæðisrétt — greiða Bakkusi það rothögg, er ríði hin- um aldraða konungi að fullu, og álit hans var, að kosningarréttur kvenna væri nauðsynlegur liður í þróun félagslífsins. Jú! þetta var álit margra fleiri en Jack Lon- don’s, en hvað segir reynslan, sannar hún þetta? Hefir kven- þjóðin yfirleitt beitt Bakkus kon- ung nokkru ofbeldi? Hefir hún beitt siðferðisþroska sínum til að ráða ríkin undan valdi hans? Eða hefir nokkur hluti hennar, »með glas í mund«, hyllt hann hásum rómi, kneift full hans, og ínælt: »Þitt sé ríkið, mátturinn og dýrð- in ?« Um þetta hefði Jack London getað sannfærzt, hefði hann lifað fram á síðustu ár. En um þetta getur hver sem vill sannfærzt, þó hann sé ekki jafn víðförull og Jack London var. Það sem gerist í San Francisco, Buenos Aires, Quarter Latin og Venizia, 1 skrautútgáfum, það reynum við að leggja okkur til hév á norðurhjaranum, eftir því, sem efnin leyfa; og okkur tekst oft dávcl! Við erum að eignast vasaútgáfur af æfintýrum »Bakk- usar konungs«. Konungs þess, sem Jack London segir að »Svipti dreymendur draumum, sjáendur sjón, lifendur lífi.----Sá sem er ofurseldur honum kveinar út í kolsvart náttmyrkrið: »Allt líf vort er tál, og hel er botnlaus hylur«! Sem allra flestir ættu að lesa »Bakkus konung« og vega og meta frásögn höf. með rólegri dómgreind; og þeir munu sann- færast um að það er nauðsyn að vinna Landið undan þeim kon- ungi, áður en það verður að gróðurlausri eyðimörk ófarnaðar og óþrífa. Því að í fótspor Bakk- usar fylgir sama bölvun og í slóð Attila Húnakonungs, — þar festir aidrei gróður. F. H. Bcrg. Vefnaðarvara nýkomin. IHöfum fengið nú með Brúarfossi mjög fjölbreytt úrval í allskonar metravöru og tilbúnum fatnaði. — Komið rak- Ieitt þangað sem verðið er sanngjarn- ast og úrvalið er smekklegast og fjölbreyttast. Brunatryggingar (hús, innbú vörur og fleira). Sjóvátryggingar (skip, bátar, vörur annar flutningur og fleira). f h. Sjóváfryggingarfólag íslands Umboð á Akureyri Kaupfélag Eyfirðinga. Jíýkomnar byggingaoörur Línoleum gólfdúkar. Pakpappi. Milli- veggjapappi. Málningavörur allskonar. Kaupfélag Eyfirðinga. Ilðifl Hvammur [ Hjaltfldal fæst til kaups og ábúðar næsta vor. Tún jarðarinnar er girt og að miklu leyti slétt. Gefur af sér mikið á fwiðja hundrað hesta. Útheysskapur alla jafna 500 hestar og í góðum grasár- um meira. Frekar snjólétt, útbeit góð. Bæjarhús sum nýieg önnur stæðileg. — Peningshús eru til yfir 180 fjár, 6 kýr og 14 hross, eru þau öll í ágætu lagi og hlöður allar líka. Mið- stöðvarhitun er í bænum og vatnsleiðsla í bæ og fjós. Bíl- fært er heim í hlað. Upprekstur á jörðin í afrétt. — Semja ber við undirritaðan eiganda og ábúanda jarðarinnar fyrir marzmánaðarlok næstk. Hvammi 10, janúar 1934. Stefán Sigurgeirsson. ALFA LAVAL Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. A. B. Separstor í Stokkhóimi er eitt af þeim fyrirfækjum Svía, er me3t og best hefir stutt ad því að gera sænsksn iðnað heimsfrægan. í meira en hálfa öld hafa ALFA LAVAL vélarnar verið viður- kenndar sem beztu og vðnduðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum, enda hefir verksmiðjan hlotið yfir 1300 FYRSTU VERÐLAUN FRÉTTIR. Framh. af 1. síðu. Þráðlaust talsamband við útlönd. »Nýja Dagblaðið« hermir, að land- símastjóra liafi tekizt að fá sérleyfi »Stóra Norræna« til þess að íslenzka ríkið geti komið upp þráðlausu tal- símasambandi við útlönd. Var orðin á þessu hin mesta nauð- syn. Verður sendistöð reist á Vatns- endahæðinni við Reykjavík, en mót- tökustöð í Gufunesi. Áætlaður kostnað- ur er 590 þúsund kr. Greiðsluskilmálar eru hentugir. 210 þúsund greiðist á fyrsta ári, en eftirstöðvarnar á 5 ár- um, um 80 þús. kr. á ári. Vextir eru 3xh%. Telur landsímastjóri að laná- síminn muni sjálfur geta innt af hendi allar þessar greiðslur með reksturs- afgangi sínum einum. Mikill hluti kostnaðarins, eða sern rmark ,miw "J s“m ™— framan hægra, biti framan ómarkad vinstrai Brennimark Orímsnes. Steingr. fónsson Orímsnesi Suður Þingeyjarsýslu. nemur 200.000 kr. verður venjuleg vinna við stöðvarbyggingarnar, og ætti Reykjavíkurbæ að muna nokkuð um þá atvinnubót. »Dettifoss« var að koma að sunnan um leið og Dagur fór til prentunar. Meðal farþega vitum vér um Magn- ús Guðmundsson dómsmálaráðherra, Friðfinn Guðjónsson leikara og Dóru Haraldsdóttur leikmey, Fundu.r verður haldinn í Ungm.st. Akurlilja nr. 2. sunnudaginn 28. þ. m. Kosning embættismanna. Reynsian, sem fengist hefir við að smíða meira en 4.000.000 Alfa Laval skilvindur, er notuð út í æsar til þess að knýja fratn nýjar og verðmætar endurbætur. Híð nýjasta á þessu sviði er: Algerlega ryðfríar skilkarlsskálar og algerlega sjálfvirk smurning. Vér höfum þessar tegundir af hinum nýju endurbættu ALFA LAVAL skilvindum á boðstóium: Alfa Laval Nr. 20 skiiur 60 iítra á klukkustund - 21 - 100 - - —— 22 - 150 — - - 23 - 525 - - — Varist að kaupa lélegar akilvindur. — Biðjið um ALFA LAVAL. Samband ísl. samvinnufólaga. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Auglýsið í »D E G 1« Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.