Dagur - 27.01.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 27.01.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- lögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII • ¦ **•••••«••• • m • ¦• • • • ? ? •••?••••••••••••»•••••• -» • ••••»•••?••?•••••??•• -?"?-- . ár. t Akureyri 27. janúar 1934. ? 8. tbl. Bæiarstiórnarfundurinn. fréttir. Sieinn Steinsen verkfrœðingur kosinn bœjarstióri. Hin nýkosna bæjarstjórn koni í fyrsta sinn saman í gærdag, kl. 4 síðdegis. Fyrst lá fyrir að kjósa forseta bæjarstjórnar. Var kosinn Sig. E. Hlíðar með 6 atkvæðum, en fimm seðlar voru auðir. Varaforseti var kosinn Jón Guðmundsson með 4 atkv., en 7 seðlar voru auðir. Skrifarar voru kosnir Jóhannes Jónasson og Jón Guðlaugsson. Þá lá fyrir að kjósa bæjarstjóra. Auk þeirra er nefndir hafa verið í »Degi«, höfðu sótt Stefán lög- fræðingur Stefánsson frá Fagra- skógi og fráfarandi bæjarstjóri. — Kosningu hlaut Steinn Stein- sen, verkfræðingur, með 7 at- kvæðum; Jón Sveinsson hlaut 3 atkv., en einn seðill var auður. Samþykkt var því næst till. frá Jóni Guðmundssyni að veita frá- farandi bæjarstjóra full laun til 1. júlí, meðan hann væri að skila af sér starfinu Var þetta samþ. með 7 atkv. gegn 2. — Þá var samþykkt till. að Jón Sveinsson yrði settur bæjarstjóri unz Steinn Steinsen gæti komizt norður til embættisins, sem gizkað var á að mundi verða um 10. febrúar. Eigi er rúm að sinni að telja fleira en nefndakosningar, og fara þær hér á eftir. I fjárhagsnefnd hlutu kosningu Vilhjálmur Þór, Jón Guðlaugsson og Jón Guðmundsson. Kosningu í fátækranefnd hlutu Jóhann Frímann, Jóhannes Jón- asson, Steingrímur Aðalsteins- son, Jón Guðlaugsson og Stefán Jónasson. í Vatnsveitunefnd Erl. Frið- jónsson, Sigurður Hlíðar og Jón Sveinsson. f Veganefnd Jóhannes Jónasson, Jón Guðlaugsson og Sigurður Hlíðar. f Rafveit/unefnd Erlingur Frið- jónsson, Jónas Þór, Þorsteinn Þorsteinsson, Stefán Jónasson og Jón Sveinsson. f Sundnefnd Jóhann Frímann, Þorsteinn Þorsteinsson og Jón Sveinsson. í Jarðeignanefnd Jóhannes Jón- asson, Erlingur Friðjónsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Sigurður Hliðar og ólafur Jónsson, gróðr- arstöðvaratjóri. í Húseignanefnd Vilhjálmur Þór, Jón Guðmundsson og Sig- urður Hlíðar. f Brunaviálanefnd Jóh. Jónas- son, Jóh. Frímann, Jón Guð- mundsson og Stefán Jónasson. I' Ellistyrktarsjóðsnefnd Jóh. Jónasson, Jón Guðlaugsson og Stefán Jónasson. í Kjörskrárnefnd Jóh. Frímann, Jóh. Jónasson og Sig. Hlíðar. í búffárræktarnefnd Jóh. Jón- asson, Jóh. Frímann og Jón Sveinsson. í Sóttvarnanefnd (ásamt hér- aðslækni og bæjarfógeta) Sig. Hlíðar. í heilbrigðisnefnd Jón Sveins- son. f V erðlagsskrárnefnd Jón Guð- mundsson. f Caroline Rest-nefnd Vilhjáim- ur Þór, Magnús Gíslason, múrari, og Jón Guðmundsson. í hafnarnefnd Erlingur Frið- jónsson, Jón Sveinsson, Árni Jó- hannsson, gjaldkeri og Jakob Karlsson. í bygginganefnd Jóh. Frímann, Jón Guðmundsson, Tryggvi Jóna- tansson og ólafur Ágústsson. í Spítalanefnd Vilhjálmur Þór, 'Þorsteinn Þorsteinsson og Gísli R. Magnússon. Þá var samþykkt tillaga frá Steingr. Aðalsteinssyni að kjósa úr bæjarstjórn 3ja manna dt- vinnubótanefnd. Tillaga um að leyfa 2 mönnum utan bæjarstjórnar sæti í at- vinnubótanefnd og jöfn réttindi þar við bæjarstjórnarnefndar- menn, var felld með 5 atkv. gegn 5. Með tillögunni greiddu atkv. Þorst. Þorst., Stgr. Aðalst., Erl. Friðj., Jón Guðm. og Jóh. Frí- mann, en gegn henni Jóh. Jónas- son, Sig. Hlíðar, St. Jónasson, Jón Sveinsson og Jón Guðlaugss. Vilhjálmur Þór greiddi ekki atkv. Kosningu í atvinnubótanefnd hlutu Erl. Friðjónsson, Stefán Jónasson og Jón Guðmundsson. EndurskoSendur bæjarreikning- inganna voru kosnir Svanbjörn Frímannsson og Karl Nikulásson, en til vara Sigtryggur Þorsteins- son og Einar Gunnarsson. Karlakór Akureyrar syngur 1 Sam- komuhúsinu á morgun kl. 8%. NIÐ- URSETT VERÐ. Innlendar, Bændanámskeiö það, er um var get- ið í þessu blaði á laugardaginn var að haldið yrði hér á Akureyri þessa dag- ana, hefir evrið vel sótt og hefir þar verið á annað hundrað manns, þegar flest hefir verið. Hingað til hafa fram farið á námskeiðinu eingöngu fyrir- lestrar og fyrirspurnir í samhandi við þá, en umræðufundur mun ákveðinn seinni partinn í dag. Fyrirlesarar á námskeiðinu hafa verið: Erindrekar Búnaðarfélags íslands, þeir Árni Ey- land og Pálmi Einarsson, ólafur Jóns- son, framkvæmdastjóri, Björn Símonar- son, mælingamaður og Steindór Stein- dórsson, kennari. Námskeiðið fer fram í Akureyrar Bíó. Zion. Samkoma sunnud. 28. jan. kl. 10 f. h. Barnaguðsþjónusta kl. 8% e.h. Almenn samkoma. Sjómannadagurinn. — Allir velkomnir. Tvxr greinar eftir dr. Helga Péturss hafa nýlega birzt í erlendum tímarit- um, önnur í hinu kunna enska tíma- riti s>Light«, en hin í þýzku tímariti. Ræðir sú grein vim merkilegan draum, er höfundur telur innsýn í framtíðina. Getur tímaritið dr. H. P. sem hins víð- kunna, íslenzka fræðimanns, er kunnur sé orðinn, sem höfundur hinnar merki- legu kenningar um sambandið hnatta á milli. Ungmennafélag Akureyrar var 28 ára 7. þ. m. Eins og kunn- ugt er; var það frumkvoðull að þeirri hreyfingu, er nú hefir breiðst um allar sýslur landsins. Það hefir jafnan látið mikið til sín taka í ýmsum framfara- málum og lagði fram á s. 1. ári, nær tveim þúsundum króna til sundlaugar bæjarins. Félagið hefur nú 60 félaga. Hjónaband. Ungfrú Margrét Sigfús- dóttir og Guðjón Mana'sesson blaðsali voru gefin saman í hjónaband síðastl. laugardag. Samkvæmt »Nýja Dágblaðinu« eru útvarpsnotendur nú 7367 á landinu, en af þeim aðeins 1900 í sveitum. Ríkisútvarpið er aðeins þriggja ára; notendur 6,69 af hverju hundraði landsmanna og stendur ísland því framarlega í röð Norðurálfubúa um útvarps- notkun. útvarpsstjóri telur rétt að var- ið sé nokkru af ágóða viðtækja- verzlunarinnar til þess áð greiða fyrir útvarpsnotum almennings í landinu og til þess að jafna getu manna til þess að fá sér tæki,1 sérstaklega í hinum afskekktari sveitum. Erlendar: Sjálfstæðisafsal Nýfundnalands. Eins og kunnugt er, hefir Ný- fundnaland verið sjálfstætt sam- bandsríki Bretlands, eins og Can- ada, Ástralía, Suður-Afríka og Nýja-Sjáland. En er leið á árið 1933 kom það í ljós við rannsókn brezkra sérfræðinga um fjármál, aö fjárhagur landsins var kom- inn í þá botnlausa óreiðu að þingið á Nýfundnalandi sá ekki annað fært, en að landið af- salaði sér sjálfstæði sínu og gengi Bretlandi á hönd, sem hver önnur sjálfréttindalaus nýlenda, í von um að Bretum takist að rétta við fjárhaginn. Verður nú stjórn og þing þar í landi lagt niður, en fjárráðin falin séx manna nefnd. Eru þrír af þeim brezkir en þrír Nýfundnalendingar. — Þessa stórkostlegu fjárhagsóreiðu telja brezk blöð beina afleiðingu 6- hreinnar flokkapólitíkur, og alls- konar hrossakaupa í því sam- bandi. f tilefni af námuslysinu ógur- lega í Czechoslóvakíu fer nú fram rannsókn og er hún falin sér- stakri nefnd. Hafa tíu embættis- menn námufélagsins verið teknir höndum. Er afar mikil gremja meðal almennings út af þessu slysi, og talið að það muni hafa orsakazt af glæpsamlegu skeyt- ingarleysi. CAVALCADB. Cavalcade er elfur tímans. Eitt augnablik eilífðarinnar setjumst vér á bakkann og horfum á strauminn. Ca- valcade er saga einnar fjölskyldu og heillar þjóðar, en einnig örvæntingar- óp mæðranna gegn ófriðnum, menning- arspillinum smitnæma og pestþrungna. Noel Coward, snilldarskáldið, höfund- ur »Cavalcade«, kaus leikritinu að eink- unarorði hin ógleymanlegu orð Edith Cavell, píslarvottsins, »Ættjarðarástin er eigi nóg!« Verk hans er líka vold- ugt sem mannkynssagan sjálf. Líkamsþróttur og sálarstríð einkenn- ir þessa filmsögu, er gerist á einum 30 árum. Vér heyrum kirkjuklukkurnar hringja 19. öldina í garð. Robert og Jane Marryot drekka skál komandi árs á heimili sínu, og þakka hrærðu hjarta hvort Öðru ást og tryggðir. En í fjarska þruma fallbyssurnar. Bretar eiga í ófriði við Búa og Robert Marryot á að ganga í sjálfboðasveitina »City Imperials Volunteers«. Á heimili bryta hans syrtir einnig aá af ófriðarskýinu. Alfred Bridges hlýtur að fara frá konu sinni, Ellen, og Fanney litlu, dóttur þeirra, til SuÖur-AfrIk«, fyrir fðður-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.