Dagur - 30.01.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 30.01.1934, Blaðsíða 1
DAOUR kenrur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeii: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. B O O • * • XVII . ár. I Akureyri 30. janúar 1934. ? 9. tbl. Erlendar fréttir. Skilja írar við Breia? Grunnt hefir ætíð verið á góðu milli sjálfstæðisríkisins írska og Bretlands. Irska þingið vill ekki sverja Bretakonungi hollustueið við þingsetningu. Um mánaða- mótin nóv.—dez. ritaði Eamonn de Valera, forseti fra, brezku stjórninni bréf, og baðst ákveð- ins svars, hvort Bretar hugsuðu sér að beita valdi, ef írar segðu skilið við þá að fullu og öllu. Utanríkisráðherra Breta, J. H. Thomas, las þetta bréf og svar sitt í brezka þinginu 5. des. Svar- ið var á þá leið, að hann áliti spurninguna hégóma; gæti hann ekki hugsað sér að í alvöru væri spurt um hvað Bretland gerði, ef eitthvert sambandsríki þess ryfi. samninga sína við það. Spurning- unni yrði því eigi svarað af hálfu Bretlands. Féllst þingið á þetta svar utanríkisráðherrans. írum þykir svarið loðið og þó í raun réttri hótun um ófrið, ef þeir segi sig úr samveldinu brezka. Talað er um að De Valera muni láta kosningarnar skera úr skilnaðarfýsi íra og þá ef til vill leggja á tæpasta vaðið. Frakkland. Eigendur vefnaðarverksmiðja á Frakklandi hafa kvartað til frönsku stjórnarinnar um sam- keppni Japana, er ómögulegt sé að standast á Frakklandi, sökum láglauna verkalýðs í Japan. Sker- ist franska stjórnin ekki í leikinn, verksmiðjum á Frakklandi til hjálpar, segja eigendur að þær muni neyðast til þess að hætta bráðlega. Franska stjórnin hefir orðið að segja af sér, sökum Stavinsky- hneykslisins mikla. Er nú komið á daginn, að Stavinsky, er skot- inn var af lögreglunni, hefir haft langan glæpaferil að baki. Brezk blöð telja sérstaklega óheppilegt að franska stjórnin skuli neyðast til fráfara, sökum þess, að mjög líklega hefði litið út, að henni mundi hafa tekizt að afgreiða fjárlögin hallalaust að þessu sinni. fréttaburð um hernaðarráðstaf- anir þeirra. Kveður Japan ekkert vilja annað en friðinn. Flotamálaráðherra Japana hef- ir komið fram með nýjar tillögur um endurskoðun samninga þeirra, er enn eru í gildi, um flotastærð Japana, Breta og Bandaríkja- manna, en þeir mæla svo fyrir, að Japanar hafi 3 herskip á móti hverjum 5, er hinir hafa hvor um sig. Kveður hann Japana hafa í huga að krefjast jafnvígs flota, er samningur þessi sé á enda. * * * Japanska stjórriin hefir sent í- tölsku stjórninni mótmæli gegn ræðu, er Mussolini nýlega hélt um »gulu hættuna«. Kveða þeir ummæli hans ómakleg og í alla staði villandi. * * * Japanar hafa nýlega haldið stórfenglegar heræfingar, þar sem 600 flugvélar æfðu sig ásamt neðansj ávarbátum. Japan. Hermálaráðherra Japana ásak- ar Sovjet-Rússland fyrir ýkju- Rússland. Sovietstjórnin tilkynnir að höf- uðstaður Ukranje verði framveg- is Kieff (Kænugarður forfeðra vorra), í stað Kharkoff, er verið hefir. — Líklega er ástæðan til þessarar breytingar sú, að Kieff er um 400 kílómetrum vestar í landi en Kharkoff, og að Rússar álíti Ukranjestjórnina því betur setta þar til þess að hafa hendur í hári sendimanna þeirra, er hún fullyrðir að hinir þýzku Nazistar hafi undanfarið gert út til þess að æsa Ukranjebúa til uppreisn- ar gegn Soviet-sambandinu og til samningsrofa við það. * * * Sovietstjórnin og rússnesk blöð kveða friðaryfirlýsingu Japana yfirdrepsskap einan; segja að So- viet-Rússland hafi leitað samn- inga við þá, að leggja hugsanleg deiluefni alvarleg í gerðardóm framvegis, en Japanar hafi hafn- að því. Ennfremur telja Rússar vígbúnað Japana engu minni en fullyrt hafi verið áður. # * # Rússneskur húsasmiður hefir fundið upp nýja tegund spegla, er taka öllum áður kunnum speglum fram um skyggingu, og geta auk þess eigi brotnað. Pólland. Pólverjar auka nú mjög fjár- framlög til hersins. Frakkar sömuleiðis, aðallega til ramlegra víggirðinga á austur-Iandamær- unum.- Belgir víggirða sig einnig sem öruggast að austan. Lítur eigi friðvænlega út í heiminum. # * # Pólverjar og Þjóðverjar hafa gert með sér 10 ára hlutleysis- samning. Þessu er vel tekið af pólskum og þýskum blöðum, en misjafnlega í frönskum. En Frakkar eiga, sem kunnugt er, væna hönk fjárhagslega upp í bakið á Pólverjum. breytt farvegi, enn einu sinni. Er helzt kennt um jarðskjálftum. óg- urlegt vatnsflóð vellur um lág- lendið og er talið að margar þús- undir manna hafi þegar drukkn- að. — Hungursneyð geysar á Cuba. Bandaríkjastjórn hefir þegar sent matvæli fyrir 2.000.000 dali. Brezka blaðið »The Spectator«, kveður undirmál muni eiga sér stað mflli Þjóðverja og Japana um vopnabúnað, er aðallega muni beinast að Rússum og Klnverj- um. Annarstaðar að: Síldarverð fer hækkandi í Noregi, að þvi Gula fljótið (Hwangho) í Kína er útvarpsfréttir þaðan herma í hefir brotið bakkastíflur sínar og gær. Innlendar fréttir. Árekstur varð milli tveggja enskra togara, 7J4 sjómílu út af mynni Dýrafjarðar. Skar stefni annars togarans inn úr byrðing, og inn í kolarúm á hinum, er fylltist þegar af sjó og sökk á 3 mínútum. Flestir skipsverjar voru undir þiljum. Alls fórust tólf menn. Tveimur eða þremur varð bjargað og fluttir til Þing- eyrar við Dýrafjörð. Frá Norðfirði er símað, að þar sé allt fullt af síld, og landburð- ur af öllum bátum. Togari fyllti sig á þrem dægrum. Talið útlit fyrir að þessi uppgripaveiði muni haldast. listi (Sjálfst.) fékk 203 atkv. og kom að fjórum mönnum. jB-listi (komm.) fékk 34 atkv. og kom engum að, en C-listi (Alþfl. og Framsókn) fékk 263 atkv. og kom að 5 mönnum. Kosnir voru af A: Eyjólfur Jónsson, Sigurður Arn- gr/msson, Theodór Blöndal og Jón Jónsson, en af C: Haraldur Guð- mundsson, Karl Finnbogason, Gunnlaugur Jónsson, Elín Jóns- dóttir og Guðmundur Benedikts- son. Dómur í máli Lárusar Jóhannessonar. Með mikilli óþreyju hafa menn beðið dóms í máli því, er Lárus Jóhannesson hæstaréttarmála- flutningsmaður höfðaðifyrirhönd viðskiftamanns eins gegn Guð- brandi Magnússyni fyrir hönd Á- fengisverzlunarinnar og Ásgeiri Ásgeirssyni fyrir hönd ríkissjóðs. Er nú undirréttardómur fallinn f málinu og eru stefndir sýkn- aðir af máli þessu, en kæran var sú, að árin 1928—1931 hefði á- f engisverzlunin . lagt 12,41— 33,66% hærra á vín, en lögin leyfa. — Málskostnaður fellur niður. — Forsendur dómsins er eigi búið að birta. Kæra frá Oddgeiri Bárðarsyni er komin fram á hendur Her- manni Jónassyni lögreglustjóra í Reykjavík fyrir að hafa skotið æðarfugl í landi bæjarins. Dóms- málaráðuneytið hefir skipað rannsóknardómara Arnljót Jóns- son lögfræðing. Bæjarstjórnarkosningar á Seyðisfirði fóru svo# að A- Hér og þar. Söngfélagið »Vísir« á Siglufirði, hélt 10 ára afmæli .sitt á laugardaginn og sátu þar veizlu 200 manns. Fyrir minn- um töluðu Sophus Blöndal, Guðmundur Hannesson bæjarfógeti, Egill Stefáns- son, Friðrik Hjartar, Aage Schiöth, Þormóður Eyjólfsson. Heiðursmeðlimir voru kjörnir prð- fessor, sr. Bjarni Þorsteinsson, Sigurð- ur Þórðarson, söngstjóri, Björgvin Guðmundsson, Sigurður Birkis, Tryggvi Kristinsson. Fyrsti formaður »Vísis« var Halldór Halldórsson frá Bolungarvík, einn helzti stofnandinn. Núverandi söng- stjóri, Þormóður Eyjólfsson, tók við starfinu. 1929.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.