Dagur - 30.01.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 30.01.1934, Blaðsíða 2
28 DAGUR Q.’tbl. Kartakór Akureyrar. Karlakór Akureyrar hefir hald- ið samsöngva tvo síðastliðna sunnudaga í Samkomuhúsi bæjar- ins, við góða aðsókn í bæði skift- in. Um kórið er ýmislegt gott að segja, og það því fremur, þegar þess er gætt, að flestir meðlim- irnir munu vera óvanir söng, svo nokkru nemi, og efniviðurinn þess utan af skornum skammti, sér- staklega tenórar. Það er auðsætt að söngstjórinn, Áskell Snorrason hefir haft öruggan skilning á þýðingarmestu undirstöðuatriðum kórsöngs, og fylgt þeim fram með elju og festu, og mun það verða kórinu til ómetanlegs gagns í framtíðinni. Tónmyndunin er þeg- ar orðin býsna góð, sérstaklega á það við um píano-sönginn, sem er náttúrlegur og óþvingaður, og laus við »sentimentalitet«. Texta- framburður er í óvanalega góðu lagi, og andardráttur sömuleiðis. Þó að tónhæfni sé nokkuð ábóta- vant, er kórið mestmegnis orðið laust við »glissando«-söng, sem kórum annars hættir mjög við, og þá sérstaklega bössum. - Söngstjórinn hefir auðsæilega mjög sjálfstæðar skoðanir um flutning verkefna, og er það hinn mesti kostur, ef í hóf er stillt. En í þetta skifti verður því varla Truin á ilt lyoinnar. Foringjar kommúnista hér í bæ hafa löngum miklast af trú sinni á mátt samtakanna. Þetta er í alla staði heilbrigð trú. En nú er það greinilega að koma í ljós, að þessi heilbrigða trú er að dofna hjá kommúnista-foringjun- um og þeir eru að setja aðra teg- und trúar í staðinn, sem þeir treysta fyrst og fremst á, en það er trúin á mátt lyginnar. í baráttunni um bæjarstjórnar- kosningarnar nýafstöðnu beindu foringjar kommúnista einkum vopnum sínum að öðrum manni á D-listanum, Vilhjálmi Þór, kaupfélagsstjóra. Þeim var mest í mun að spilla fyrir kosninga- fylgi hans, að líkindum fyrir þá sök að hann er óvenjulega glögg- skyggn og dugandi umbótamaður, sem er eitur í beinum »foringj- anna«, af því þeir telja allar um- bætur fjötur um fót byltinga- framkvæmda sinna, eins og líka er rétt. Og vopnin, sem þessir menn beittu, voru smíðuð úr ó- sannindum. Þannig lugu þeir því fyrst upp, að V. Þór hefði beitt kaupkúgun við hóp verkamanna hér í bænum. Verkamennirnir ráku ósannindin viðstöðulaust of- an í feður þeirra með yfirlýsingu, er birtist í þessu blaði og sem þeir komu fram með af frjálsum vilja og sjálfshvötum, án vitund- ar V. Þór. Þá gera foringjarnir sér hægt um hönd og smíða aðra lygi um það, að Vilhjálmur hafi kúgað verkamennina tíl að gefa þessa yfirlýsingu, og gerðu sig þannig að tvöföldum ósanninda- Pökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hjálp við andlát og útför Kristjönu Árnadóttur. Aðstandendur. Hjartanlegt þakklæti mitt, votta eg Stúdentafélaginu £ Akureyri fyrir hina höfðinglegu gjöf er félagar þess sendu mér þann 21. þ. m. Sjúkrabúsinu í Akureyri 24. janúar 1934. Jóhann Kr. Pétursson frá Ingvörum í Svarfaðardal. neitað, að það stóð mjög í vegi fyrir listanautn samsöngsins, hversu mikið sjálfræði hann tók sér í meðferð sumra laganna. Ýmist með því að brengla takt- eindum og hljóðfalli, (Þótt þú langförull legðir) eða með því að undirstrika svo miskunnarlaust, að úr öllu hlutfalli keyrði (Skarp- héðinn í brennunni, Ó, guð vors lands o. fl.). Rammi karlakórs- söngs er viðkvæmari og takmark- aðri en svo, að hann þoli sh'kar regináherzlur, sem líka eru þeim mun óþarfari, þar sem hvorki lag eða textar villa á sér heimildir, eða þarfnast svo skilmerkilegra útskýringa. Áheyrandi. mönnum, fyrst og fremst í augum viðkomandi verkamanna, sem vissu glögg skil á málinu. En allt kom fyrir ekki. Vopn lyginnar bitu ekki. Vilhjálmur Þór var kosinn bæjarfulltrúi með miklu meiri atkvæðafjölda en kommúnista mun hafa órað fyr- ir. Það sveið þeim sárt. En í staðinn fyrir að læra af reynsl- unni og láta sína fyrri flónsku sér að varnaði verða, halda þeir ósannindakeðju sinni áfram, eins og ekkert hafi í skorizt. Er það því fullkomlega sýnilegt, að for- ingjar kommúnista hafa alveg takmarkalausa og ódrepandi trú á mætti lyginnar. Nú hamra þeir fram þau ósannindi í blaði sínu, að V. Þór hafi haft forustu um og staðið fyrir því, að Brynleifuv Tobiasson yrði strikaður út af lista þeim, er hann var á. Þeir skirrast þannig ekki við að gera sig enn bera að ósannindum í augum að minnsta kosti þeirra 400 kjósenda, er hnigu til fylgis við D-listann, því þeim er það öllum fullkunnugt, a£S hér er um freklegustu ósannindi að ræða frá hendi »Verkamannsins«. Flutningaskipið Edda strand- aði á föstudagsnótt nál. Horna- firði. Mannbjörg varð. Slysavarnafélag íslands varð 6 ára í gærdag'og þess minnst í út- varpsræðu frá Reykjavík. t!!!V!!H!!!!!!!!!|!!IM| Kolafarmur 3 nýkominnl Pólsk kol kosta^kr. 36.00 smál. Hnetu kol kosta kr. 37.00 smál. - meðan á uppskipun stendur. - Pantið í tíma. — Kaupfélag Eyfirðinga. iiiisiiiiiiiiiiliiiiiiig Búnaðarfélög, kaupfélög, kaupmenn og hreppsfélög, sem ætla að kaupa tilbúinn áburð á komandi vori, eru beð- in að senda oss pantanir sínar sem allra fyrst og helst eigi síðar en fyrir lok fe rúarmánaðar. Verð áburðarins er áætlað þannig: Kalksaltpétur kr. 16,40 Superfosfat kr. 8,00 Kalkammonsaltp. » 1^.40 Kali 40°/o » 16,00 Nitrophoska » 33,40 Tröllamjöl » 16,40 allt miðað við 100 kg., komið á höfn, þar sem skip Eimskipafélags Islands og Skipaútgerðar Ríkisins hafa reglubundnar viðkomur. Pantendur eru beðnir að tilgreina greiniiega heim- iiisfang og hafnarstað. Aburðarsala Ríkisins. ímyndunarveikii). Eins og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu, verður farið að sýna imyndunai’veikina eftir Mo- liére hér á Akureyri nú úr mán- aðamótunum. Friðfinnur Guð- jónsson og Dóra litla Haralds- dóttir eru komin að sunnan og munu sýningarnar hefjast á föstudaginn kemur. Þeim mun verða hraðað vegna afskammtaðs tíma Friðfinns Guðjónssonar og er því sjálfsagt vissara fyrir þá, sem ætla sér að sjá þessa merki- legu sýningu, að draga það ekki þangað til það er orðið um sein- an. Þess skal einnig ' getið, að vegna forfalla eins leikandans hér, hefir Sigrún Magnúsdóttir, leikkona á 'Isafirði verið fengin hingað til þess að leika Angeliku, eldri dóttur Argans, en ungfrú Sigrún hefir áður leikið hlutverk- ið í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir hefir gengið á leikskóla Konunglega leikhúsins í Kaupmannahöfn og leikið síðan mörg hlutverk í Rvík hjá Leikfélagi Reykjavíkur þau tvö árin, sem hún starfaði með félaginu (1930—32). Hún hefir jafnan þótt hinn ágætasti liís- maður á leiksviðinu, bæði vegna góðrar söngraddar og kunnáttu í næðferð málsins. Hér bætist því einn gestur, ern í leikendahópinn nú í þetta sinn, — gestui’, sem Akureyringum og nærsveitamönnum mun leika for- vitni á að kynnast. Leikfélagið biður þess getið, að aðgöngumiða að frumsýningu sjónleiksins »ímyndunarveikin« megi panta fyrirfram í hljóðfæra- verzlun Gunnars Sigurgeirssonar. Hjónaband. Á laugardaginn var voru gefin saman í hjónaband ungfrú Sigríður Davíðsdóttir símamær og Zophónias Árnason, skipstjóri hér í bænum. Bændanámskeiðinu hér í bæn- um var lokið á laugardagskvöldið. Síðan hófst samskonar námskeið á Grenivík, þar á eftir í Svarfað- ardal og síðan á Hólum í Hjalta- dal. tL Meðal .farþega á Dettifossi var Þór- ólfur Sigurðsson frá Baldursheimi, er dvalið hefur í Reykjavík síðan um þingsetningu í haust. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Prentsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.