Dagur


Dagur - 01.02.1934, Qupperneq 1

Dagur - 01.02.1934, Qupperneq 1
5 DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. • •«••• -• • •• XVII. ár.^ Akureyri 1. febrúar 1934. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir l.dee. • •-• • - 10. tbl. Furðuleg málafærsla. í »Alþýðumanninum« 28. des. 1933 eru m. a. þau ummæli, að með Jóni Sveinssyni verði »tveir sótsvai’tir íhaldsmenn næstir á lista«. 9. janúar gerir »Alþm.« hlægilega þjáningardrættina á ásjónum þeirra nafna, J. Sv. og J. Guðl., er hafa »túlkað á átak- anlegan hátt hvað þeir líða nú um tíma af ást til verkamannsins«. Og 13. jan. telur »Alþm.« C-list- ann »vaxinn úr jarðvegi eigin- hagsmunahyggju« o. s. frv. — Þetta er allt í bærilegu samræmi við þann þokka, er blað Erlings Friðjónssonar hafði við fyrri bæjarstjómarkosningar látið í ljós í garð fyrrverandi bæjar- stjóra, Jóns Sveinssonar. Þrátt fyrir þessi ummæli varð þeim, er eigi höfðu áður trúað, Ijóst við bæjarstjórakosninguna á föstudaginn, að Erlingur Frið- jónsson væri orðinn sæmilega traustur fylgismaður fyrrv. bæj- arstjóra. Þetta er staðfest í þung- um móð í »Alþm.«, 30. janúar. Almenningi hér er kunnugt, að frá því að fyrst fréttist að Steinn Steinsen þætti líklegur til þess að ná kosningu sem bæjarstjóri, hafa iðnar tungur gert sér títt um ímyndaða eiginleika hans og hæfileika, með það fyrir augum að snúa almenningsálitinu gegn honum, vafalaust í þeirri von að fyrrv. bæjai-stjóri myndi græða á því. Síðasta blað »Alþm.« leggur fram drjúgt og geðslegt sýnis- horn af þessum toga spunnið með greininni »Frá bæjarstjórnar- fundk. Frá allri greininni rís í fang lesandans fyrirlitningin á »Steini nokkrum* * Steinsen«, en »Steinsen þessi* er alóþekktur maður hér norðurfrá, jafnt þeim sem kusu hann og öðrum«, að því er »A1- þýðum.« segir. Þá telur blaðið í feitletraðri aukafyrirsögn, »Jón Sveinsson ráðinn kennara hins nýja bxjarstjóra með fullum launum í SEX MÁNUÐI. Enda hafi þeir bæjarfulltrúar, er kosið höfðu Steinsen »undir því yfir- skini að þeir væru að ráða handa bænum ráðsmann, sem hæfari væri til starfans en Jón Sveins- son«, talið honum (Steinsen) »nauðsynlegt að njóta kennslu J. Sv. fram á mitt sumar og eyða til þess skólahalds* allhárri upphæð * Auðkennt hér. úr bæjarsjóðk. Telur blaðið þetta traustsyfirlýsingu til J. Sv. Þá reisir blaðið launastiga á grundvellinum góðkunna »Fullyrt er« og »Þarf því ekki að efa«, en niðurstaðan af þessum gráhærðu og virðfngarverðu forsendum er sú, að bærinn muni á bæjarstjóra- skiftunum skaðast um 20—25 þúsund krónur,** þótt St. St. fylli sæti J. Sv., »sem vitanlega er á allan hátt óvíst um, þó ekki sé dýpra tekið í árinnw* Þá er heldur ekki gleymt að geta um áskorunina til bæjar- stjórnar, með um 700 kjósenda- nöfnum undir, að hún ráði J. Sv. aftur bæjarstjóra. — * * * Svo vikið sé fyrst að áskorun- inni og ókunnugleikanum gagn- vart hinum nýja bæjarstjóra, þá er það um hið fyrra að segja, að það getur tæplega talizt tillits- verð áskorun um ráðningu fyrrv. bæjarstjóra, er tæpur /3 kjósenda hefir fengizt til að rita undir, þrátt fyrir góða smölun, og þegar hins er þá líka gætt að bæjar- stjórnarkosningarnar snerust að- allega um hann. Enda álitu þeir nafnar hana auðsjáanlega . ekki verðmætari í því efni en svo, að hún var ekki lögð fram við um- ræður um bæjarstjórakosninguna, þótt hennar væri getið. Um síðara atriðið er það að segja, að ekki allfáir bæjarmenn þekkja Stein Steinsen af afspurn og nokkrir þeirra þekkja hann persónulega, þar á meðal tveir bæjarfulltrúar a. m. k. og er annar þeirra ein- mitt fráfarandi bæjarstjóri, sem er skólabróðir lians. Er leitt að »Alþm.« og E. F. skuli ekki hafa verið þetta kunnugt, svo að frá- farandi bæjarstjóri skuli ekki hafa átt kost á því að firra eftir- mann sinn og skólabróður fyrir- litningarlestri blaðsins og bæjar- fulltrúans. En hefði nú svo verið, að enginn bæjarfulltrúanna er kusu Stein Steinsen hefðu nokkuð til hans þekkt, þá virðast það satt að segja ekki sérleg meðmæli frá- farandi bæjarstjóra til handa, að kjósa heldur en hann bráðókunn- ugan mann. En svo vikið sé að »skólagöng- unni« og »kennslukaupinu«, þá mun þeim furðuleg málafærsla ** Auðkennt í »Alþm.« * Auðkennt hér. þykja, er sátu síðasta bæjarstj.- fund, að sjá nú á prenti þessa ill- gjörnu afturgöngu úr ræðu E. F. bæjarfulltr. Svo rækilega var það skraf um skólagönguna kveðið niður af öðrum bæjarfulltrúa, Vilhjálmi Þór. Hann gat þess, að hann væri ekki viss um að frá- farandi bæjarstjóra væri nokkur greiði gerður, með því að E. F. reyndi að leiða umræðurnar um laun J. Sv. inn á það svið, að til- löguna um þau bæri að skilja sem nokkurn minnsta vott vantrausts á Stein Steinsen. Hitt myndi held- ur, að frá skjalfestingum og skil- ríkjum öllum myndi ekki svo glögglega gengið, af hálfu frá- farandi bæjarstjóra, að af mundi veita, að áliti meirihluta bæjar- fulltrúa, að ætla honum nokkurn tíma til þess að geta skilað þeim í hendur eftirmanns síns og bæj- arstjórnar. E. F. virtist ekki treysta sér til andmæla gegn þessu á fundinum. l>ví furðulegra er nú að sjá getsakir hans á prenti. Þær bæta áreiðanlega ekk- ert fyrir fráfarandi bæjarstjóra. Ekki mun heldur til þess verða hugarflugið um tap bæjarins á bæj arstj óraskif tunum, skáldskap- urinn um að St. St. muni greidd 20 þús. kr. hærri laun en J. Sv. hefir verið greitt fyrir sama starf. Mundi ekki sanni nær, að ætla blátt áfram, að þeir sjö bæj- arfulltrúar, er kusu St. St., til ekki lakari kjara en fráfarandi bæjarstjóri hefir haft, hafi álitið Sukces' i flere Aar CITTAAU'4R.,výfl>1í4 A ■ __ _ i í Berlín var þessi hrífandi fagra söngmynd sýnd í 13 vikur á Ufa-Palast. Hin heimsfræga hljómsveit DAJOS BELA’S spilar í allri myndinni. það borga sig, að fá vel metinn verkfi-æðing í bæjarstjórastöðu, í stað hins. Því það er nokkurnveg- inn víst, að meirihluti kjósenda og bæjarfulltrúa óskaði ekki leng- ur að njóta starfskrafta fráfar- andi bæjarstjóra. Hefði engu skift í því sambandi hvort St. St. hefði sótt eða ekki. En því til- gangssnauðari og óviðurkvæmi- legra er allt niðrandi skraf um hann í sambandi við fyrrv. bæj- arstjóra. Hér og þar. □ Rún 5934268 = 5. Ásgeir Sig’urðsson, ræðismaður Breta hefir sent Menntaskólanum hér höfð- inglega gjöf, 100 bækur enskar, allar bundnar. Þar á meðal sögu Skotlands £ 8 bindum, bækur um hagfræði og heim- speki, auk skáldskaparrita, t. d. W. Scott’s í fyrirmyndarbandi, o. m. fl. Á Lagarfossi fundu tollverðir í Rvfk ákavítisflösku og eitthvað af whisky. Ásmundur Ásgeirsson, taflkappi, bíð- ur hér skákþingsins. Tefldi hann 31 skák við Taflfélag Menntaskólans, vann 18, tapaði 6, en gerði 7 jafntefli. Páll Zophóníasson hefir nú fengið bóluefni gegn lungnapest í kindum, náði því úr lungum á pestdauðri kind. Sunnudaginn 28. jan. s. 1. voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum séra Benjamín Kristjánssyni, þau ung- frú Lára Jóhannesdóttir, Gilsá, og Magnús Tryggvason frá Jórunnarstöð- um. Kjartan Thors hefir verið skipaður ítalskur konsúll í Rvík. — Erlendar fréttir. Nýtt met. Rússneskt Ioftfar setti met í hæðarflugi í fyrradag, komst 22 kílómetra í loft upp, eða um 6 km. hærra en prófessor Picard. En í gær fórst loftfarið við nýja til-‘ raun. Fannst karfan með þrem líkum, en belgurinn er ófundinn. * # * „•! Annað nýtt met! . Roosevelt Bandaríkjaforseta bárUst 250,000 heillaóskarskeyti nýlega á afmæli sínu. Undir einu skeyti, frá Alabamaríki, • stóðu 40.000 nöfn. Er þetta vafalaust mesta óskaflóð er nokkrum manni þefir borizt.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.