Dagur - 03.02.1934, Side 1

Dagur - 03.02.1934, Side 1
D AGUR kemui' út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- lögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Iíaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júií. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. ► •• • • • Akureyri 3. febrúar 1934. 11. tbl. # # # # - Innlendar fréttir. Erlendar fréttir. Sveinn Björnsson, sendiherra, er nýlega farinn utan eftir nokkra dvöl í Reykjavík. Hafði hann verið þar til þess að ráðgast um við stjórnina hvernig helzt mætti auka innflutning frá Mið- jarðarhafslöndunum, í því skyni að tryggja þar enn betur markað fyrir íslenzkar vörur. Fyrsti söngleikur, er haldinn hefir verið á fslandi hljóp af stokkunum í Reykjavík um miðja þessa viku. Er það Meyjaskemm- an« og eru lögin öll tekin úr söng- ljóðum hins fræga tónskálds Franz Schuberts og leikurinn of- inn úr nokkrum sannsögulegum þáttum úr lífi hans sjálfs. Söng- leikur þessi var fyrst leikinn 1916 og hefir síðan farið um allan heim, og allstaðar átt mestu vin- sældum að fagna, var t. d. leikinn um 1000 kvöld í röð í Wien. — í Reykjavík lék aðalhlutverkið kvenmegin Jóhanna Jóhannsdótt- ir, söngkonan góðkunna, og önn- ur stór hlutverk Salbjörg Thorla- cius og Elín Júlíusdóttir. Kristján Kristjánsson, söngvari, lék Franz Schubert, og tvö önnur stór hlut- verk karlmanna Ragnar E. Kvar- an og Gestur Pálsson frá Hrísey. Önnur hlutverk leika m. a. Sig- urður Markan, Erling ólafsson og Gunnar Möller. Dr. Franz Mixa var söngstjóri en Ragnar E. Kvaran leikstjóri. Þýðinguna hafði gert Björn Franzson. 20 manna sveit frá Hljómlistaskóla Reykjavíkur lék undir. Búninga lánaði konunglega leikhusið í Kaupmannahöfn. Leiktjöld mál- aði Bjarni Björnsson, leikari og Lárus Ingólfsson. Leikritið gerist um 1826. Húsfyllir var fyrsta kvöldið í Reykjavík og leiknum óvenju vel fagnað af leikhúsgest- um. Asahláka og steypirigning með köflum gekk um land allt á mið- vikudaginn og fimmtudaginn. Urðu sumstaðar skemmdir af vatnavöxtum. Brú á Eystri-Rangá skemmdist mjög seinni daginn. Stóra-Laxá skemmdi vegi. Sömu- leiðis urðu vegaskemmdir við mót Hvítár og Norðurár í Borgar- firði. Herma útvarpsfréttir, að Norðurá hafi orðið jafnvel enn meiri nú en í flóðinu mikla í sum- ar, en tjón lítið annað en ofan- skráð. Frá Blönduósi er símað, að Vatnsdalur hafi verið sem stöðu- vatn hlíða á milli, en tjón þó eigi hlotizt af svo menn viti. — Hér í Eyjafirði er heldur eigi.kunn- ugt um tjón af vatnavöxtum, þótt miklir væru, en skriða féll úr Vaðlaheiði, hér beint á móti bæn- um, án þess þó heldur að gera nokkurn skaða. Frá Blönduósi er símað, að þar hafi í gær orðið 100 ára Lárus Erlendsson og sé furðanlega hress. Hann er tengdasonur Bólu- Hjálmars og hefir nú síðustu 30 árin dvalið hjá dóttur sinni, Ingi- björgu, og tengdasyni. Heim til hans fóru í gær 20 manns, og af- hentu honum 600 kr. að gjöf, en Blönduósþorp gefur honum V/2 kw. raforku á mán. meðan hann lifir. Frá Blönduósi er og símað að slys hafi orðið á Sauðanesi á Ás- um. Voru tveir drengir að leika sér nálægt benzíntunnu og hafa verið með eldspýtur, því að allt í einu sprakk botninn úr tunnunni og snart andlit eldra drengsins, Þórðar Pálssonar, 13 ára að aldri, svo að hann lá eftir meðvitundar- laus. Var hann fyrst fluttur heim, en í gær á sjúkrahúsið á Blöndu- ósi og er þar enn rænulaus á 3. sólarhring. Frá ísafirði er símað í gær, að afla- og gæftaleysi hafi verið þar undanfarið. Hafís sást í vikunni um 10 sjómílur út frá Stigahlíð, en eigi hafa frekari ísfregnir bor- izt síðan. Bílfært var í gær yfir Vaðla- heiði og alla leið til Ilúsavíkur. Félag verzlunar- og skrifstofufólks heldur fund í Skjaldborg, — samkomu- salnum — mánudaginn 5. febr. n. k. kl. 8%. Að afloknum venjulegum fund- arstörfum, sennilega kl. 9%, segir Sveinn Bjarman ferðasögu (Finnlands- för). Verzlunar- og skrifstofufólkí ut- anfélags er heimill aðgangur að ferða- sögunni, gegn 50 aura gjaldi. Zion. Samkomur sunnudaginn 4 febr. Kl. -10 f. h. Barnasamkoma; öll börn velkomin. Kl. 8V2 e. h. Almenn sam- koma. Allir velkomnir. Voröld heldur fund sunnudaginn 4. þ. m. að Hamarstíg 1, kl. 8 Vi, e. h, Afar miklar samningaumleit- anir um afvopniin hafa undan- farið átt sér stað meðal stórveld- anna. Þykja tiilögur Breta einna merkastar, og hafa allar þjóðir tekið þeim að mestu vel, nema Frakkar, er telja Þjóðverjum í- vilnað með þeim, meira en sér. Enn er þetta mál ekki komið á þann rekspöl, að langt mál sé um það skrifandi, en þó virðist held- ur hafa gengið saman með skiln- inginn síðustu dagana, jafnvel milli Frakka og Þjóðverja, um verulega takmörkun vopnabúnað- ar a. m. k. Annars skyldi haldin afvopnunarráðstefna í Lundúnum um eða eftir miðjan þenna mán- uð, en brezk útvarpsfrétt hermir í gær, að henni muni frestað, ef svo kynni að fara, að eitthvað liðkaðist frekar til, við þessar til- raunir stórveldanna, að ná skyn- samlegum samningsgrundvelli. — Bandaríkin. Frá London er símað, að Roose- velt forseti hafi nú undirritað lög um verðfestingu dollarsins, og hafi umræðurnar um frumvarpið aðeins staðið í 15 daga í þinginu. Dollarinn er verðfestur í 59.6 cent og fylgir þar með, að stjórn- in áskilur sér einni rétt til gull- kaupa. Þessi dollarstýfing mælist yfirleitt vel fyrir í öllum löndum, og vona nú margir að Englend- ingar verðfesti sterlingspundið í hlutfalli við dollarinn. Segir stór- blaðið New York Times, að ef Bretar ekki geri það, þá vinni þeir á móti festu viðskiftalífs um allan heim, er ella muni nást. Frönsk blöð taka þessu vel, en geta þess, að Frakkar muni ekki hverfa frá gullfæti. — Síðan Roosevelt samþykkti þessi lög, hefir mikið gull verið keypt frá Frakklandi til Lundúna og New York, eða um 500 milljónir gull- franka, en sér þó ekki högg á vatni, því að gullforði Frakka nemur 77 miljörðum (77 þúsund milljónum). * 4: ❖ Fjármálaráðherra Bandaríkj- anna gat þess á miðvikudaginn, að BandaríkjunuVn hefði brugðizt 300 milljón dala afborgun ófrið- arskulda frá 15 ríkjum. Vill ráðu- nejdið nú helzt leggja til, að þess- um skuldunautum verði gefnir eftir vextir að mestu eða öllu hér eftir, svo að þeim veitist auðveld- ara að greiða skuldir sínar. Suðurpólsleiðangri hins fræga pólfara, Byrd’s aðmíráls, hefir hlekkzt á. Hafa 4 menn orðið við- skila við meginhluta leiðangurs- ins, á ísspöng, er losnaði frá höf- uðísnum, og eru taldir í lífsháska, þar eð félagar þeirra eru fastir í ísnum á skipi sínu og geta því eigi komið þeim til hjálpar. Sömuleiðis hefir hlekkzt á leið- angri hins Ameríkumannsins, Lincoln Ellsworth, er flaug yfir Norðurpólinn með Nobile og A- mundsen hér um árið, og hefir hann, ásamt félögum sínum kom- izt við illan leik til Nýja Sjálands með laskaða flugvél, úr ísaríki Suðurheimskautsins. * * Stóriðjuhöldurinn Samuel In- sull, er flýði Bandaríkin, sakað- ur um fjárglæfra í sambandi við enn stórfenglegri gjaldþrot en Kreugers, og komst til Grikk- lands, átti að verða á burt þaðan í gær. En með því að hann hafði þá hvergi fengið friðland, sáu grískir dómstólar aumur á hon- um og framlengdu lítið eitt lands- vistarleyfi hans. Nú hafa vinir hans, mestu auðkýfingar Banda- ríkjanna, boðið stjórninni þar 50 milljónir dala, fái hann land- göngu þar, refsingarlaust. Enn er eigi vitað um svarið. Bretland. Brezka stjórnin hefir birt út- drátt úr hagskýrslum 1926—1933. Kveður hún árið 1926 hafa verið eitt hið hagstæðasta eftir ófrið- inn, en árin 1931—32 hin verstu, og farið síhrakandi. En í ársbyrj- un 1933 hafi farið að rofa til og vill þakka það aðgerðum sínum. Sýnt þykir að ullarframleiðsla í Bretaveldi verði minni í ár en um langa tíma áður, sérstaklega muni Ástralía framleiða mun minna en fyrr. Þó framleiðir Bretaveldi enn y4 af allri ull, er á heimsmarkaðinn kemur. * 4« Harða baráttu heyja embættis- menn brezkir við þjóðstjórnina að fá hækkuð laun sín aftur 1 hið sama, er þeir höfðu, áður en stjórnin lækkaði þau tilfinnan- lega í fyrra. En stjórnin hefir enn eigi látið undan. ❖ * * Fyrirspurn kom fram í gær f brezka þinginu, hvernig hefta mætti hungurgönguför atvinnu- leysingja til Lundúna og hindra

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.