Dagur - 06.02.1934, Síða 1

Dagur - 06.02.1934, Síða 1
D AQUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- fögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII, Akureyri 6, febrúar 1934. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. 12. tbl. Erlendar fréttir. Bretaveldi. Tillaga hefir komið fram í brezka þinginu, að Englendingar yki mjög loftilota sinn, og var þess getið í því sambandi, að Frakkar hefðu nú 1210 vígar flugvélar, en Englendingar aðeins 420. I umræðunum var talið lik- legt að sambandsnýlendur Breta þrjár, Ástralía, Nýja-Sjáland og Suður-Afríka, myndu fáanlegar til að leggja álitlegan skerf til þessarar flugvélafjölgunar, gegn því að Englendingar lofuðu þeim loftflota sínum til styrktar, ef þeim bæri ófriður að höndum. * * * Þráðlaust talsamband milli Lundúna og Shanghai í Kína var opnað á laugardaginn var. Heyrð- ist ágætlega um þessa óraleið. 4* Frá London er símað, að mikið sé rætt í brezkum blöðum um bíl- slysin, er sífellt fari fjölgandi og nú séu orðin afartíð. Telja blöð- in, að þau séu orðin þjóðar- hneyksli, sökum þess að flest muni þau stafa af vitleysislegum hraða, er eigi beri til hans brýn nauðsyn, og þá líka hirðuleysi. Vilja helztu blöðin, að sett verði strangari lög um ökuhraða, og komi skilyrðislaus fangelsisrefs- ing fyrir brot gegn þeim, a. m. k. ef slys verður. Bandaríkin. Fyrir nokkru ákvað Banda- ríkjastjórn að taka 10 þúsund milljón dollara lán innanlands. Hefir nú verið boðið út eitt þús- und milljón dollara lán af þeirri upphæð og er talið vel ganga. 4« * * Rán eru tíðari í Bandaríkjun- um en í nokkru öðru landi. Á laugardaginn er símað að rænd- ir hafi verið 4 bankar og hafi ræningjarnir náð alls í 200.000 dollara. í einum bankanum, i borg nokkurri í Massachusetts- ríki, lögðu bankamenn til orustu við ræningjana, sem þó sluppu allir með feng sinn, en skildu eft- ir 4 bankastarfsmenn særða í valnum. * * * Þrátt fyrir allar umleitanir um afvopnun stórveldanna, virðast þau þó öll kappkosta að hervæð- ast sem hvatlegast. Bandaríkja- stjórn hefir nú ákveðið að smíða tafarlaust 120 ný herskip, og er það hið mesta er hún má, sam- kvæmt samningum við Japana og Breta. Og samkvæmt símfrétt á laugardaginn er nú komið fram í sambandsþinginu frumvarp um stórkostlega aukningu flugflotans. sh ❖ Atvinnumálaráðuneyti Banda- ríkjanna tilkynnir nú, að atvinnu- leysi hafi undanfarna mánuði farið töluvert rénandi, og telur víst að í þá átt muni miða fram- vegis. Þó eru samkvæmt op- inberum skýrslum 10.826.000 at- vinnuleysingjar þar enn, er hið opinbera verður að standa straum af, eða þá opinber góðgerðasemi. * $ * Töluverður gustur hefir orðið í sambandsþinginu út af greiðslu- tregðu skuldunauta Bandaríkj- anna. Eru margir þingmenn þeirrar skoðunar, að Bandaríkin eigi að ná sér niðri á þrjózkum skuldunautum með alvarlegum viðskiftahömlum. En samkvæmt opinberum skýrslum hafa ríkis- skuldir Bandaríkjanna aukizt um eitt þúsund milljónir dollara árið sem leið. Austurríki. Enn eru hinar mestu viðsjár með Austurríkismönnum og Þjóð- verjum. Á laugardaginn tilkynntí Austurríska stjórnin Neurath, ut- anríkisráðherra Þjóðverja, að hún væri knúin til þess að kvarta til Þjóðabandalagsins um afskifti þýzkra nazista. Telur hún þá vinna ósleitilega að æsingum í Austurríki, með vilja og vitund þýzkra stjórnarvalda, í því skyni- að fella Dolfuss-stjórnina, þrátt fyrir þau mótmæli er send hafi verið Þjóðverjum 13. janúar. Ennfremur kvartar austurríska stjórnin undan viðskiftahömlum þeim, er Þjóðverjar beiti stöðugt gegn Austurríki, þrátt fyrir ítrek- aðar umleitanir, að komast að samningum við Þjóðverja. Telur austurríska stjórnin þetta af ráði gert, af hálfu þýzkra nazista og í sama augnamiði: að koma Dol- fuss-stjórninni fyrir kattarnef. * * * Á ársafmæli Hitlers-stjórnar- innar urðu víða óeirðir í Austur- ríki. í bænum Zeekirchen voru allmargir nazistar settir í fang- elsi, en aðrir skoðanabræður þeirra gengu fylktu liði um göt- urnar, sungu Horst Wessel söng- inn (vígsöng þýzkra nazista) og hrópuðu: »Heil Hitler!«* í Wien gengu aftur á ipóti Dolfuss-sinn- ar fylktu liði og hrópuðu: »Niður með nazista!« 4= ❖ Síðara hluta vikunnar sem leið flykktist mikill fjöldi bænda, svo að talið er að nema mundi 100,000, til Wien. Voru þeir fyrstu nóttina í úthverfum borg- arinnar, en daginn eftir söfnuð- ust þeir saman fyrir framan stjórnarbyggingarnar til þess að hylla Dolfuss ríkiskanzlara. Ná- lega allur þessi skari voru ungir menn, og skyldi för þessi sýna, að sveitirnar stæðu einhuga á bak við kanzlarann og baráttu hans gegn nazistum. Danmörk. Frá Kalundborg er símað, að Lembcke höfuðsmaður, foringi danskra nazista, hafi verið dæmd- ur í 5 mánaða fangelsi og rit- stjóri »Angriff«, blaðs þeirra, í 6 mánaða fangelsi, fyrir ummæli um Stauning forsætisráðherra, þing og stjórn í Danmörku. * * * Poul Reumert og Anna Borg, kona hans, eiga að koma fram sem fulltrúar Danmerkur og ís- lands, á móti Norræna félagsins, er haldið verður í Osló. * Lifi Hitler. Lögð hefir verið fram áætlun hinna tveggja norsku verkfræð- inga, er fengnir voru í vor til þess að athuga möguleika á virkj- un Sogsins. Samkvæmt áliti þeirra ætti að virkja Ljósafoss, og telja þeir að allur kostnaður við virkjunina muni nema 6,830,000 krónum. Af því mundu rúmar 4 milljónir ganga til orku- stöðvar og stíflu. Mokfiski var á Akranesi nú í vikulokin. Allmiklar skemmdir hafa orðið á vegum á vatnasvæði Þjórsár og Hvítár. Hafði Þjórsá vaxið svo mikið, að kvísl úr henni rann vestur í Hvítá. Lungnadráp í sauðfé (smitandi lungnabólga en ekki ormaveiki) hefir breiðst víða út í þrem hér- uðum í Suður-Þingeyjarsýslu. — í ársriti Norræna félagsins, sem nýlega er komið út, er kvæði eftir Davíð Stefánsson og saga Halldórs Kiljan Laxness, Nebú- kadnesar Nebúkadnesarson, úr »Fótatak manna«. Frá Berlín var símað á laugar- daginn, að »Samband evrópiskra flugfélaga« hefði setzt á fund þar þann dag. Hitler hélt þar ræðu og kvaðst, meðal annars, álíta, að flugvélarnar ættu fyrst og fremst að vera menningartæki, en eigi morðvélar, eins og þó væri svo mikið um rætt. Á fundinum kom fram tillaga, að sambandið gæfi út farmiða er giltu í öllum lönd- um jafnt, þar sem sambandið næði til, og mundi það mjög greiða fyrir samgöngum um álf- una. Spanski j afnaðarmannaflokkur- inn hefir samþykkt, að leita sam- vinnuviðalla aðra róttæka flokka, þar á meðal kommúnista, um sameinaða baráttu gegn íhaldinu, er flokkurinn telur lýðræði Spán- ar öllu hættulegra. Þrátt fyrir þorrarigningarnar hér geysar hin mesta vetrarharka um Suður-Evrópu. Grimmdar- frost eru nú í Rúmeníu, og í Fen- eyjum er svo kalt, að menn óttast að skipaferðir muni stöðvast í Adríahafi norðanverðu sökum íss! Byrjaði veikin í Aðaldal, en hefir breiðst þaðan út á báða bóga, til Reykjahverfis og Reykjadals. — Hefir veikin tint upp flesta bæi í þessum sveitum, en óvíða drepið mjög mikið, flest um 10—11 kindur á einum bæ, víðast aðeins 1—2, en margar sýkst meira og minna. Sigurður E. Hlíðar dýra- læknir fór austur fyrir helgina, að ósk stjórnarráðsins. Hefir hann fyrirskipað einangrun hins sýkta fjár og vísað á meðal gegn veikinni. útvarpsfrétt hermdi svo frá á sunnudagskvöldið, að mjög mik- ið flóð hefði hlaupið í Skjálfanda- fljot, og hefðu ferðamenn lent í hrakningum, en annars var þess getið að fréttir væru ógreinileg- ar. »Dagur« hringdi í Fosshól sama kvöld, en þar hafði ekkert spurzt um slys eða hrakninga. Innlendar fréttir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.