Dagur - 08.02.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 08.02.1934, Blaðsíða 1
D AGU R kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir l.des. • • • • • • • • • •••••< XVII. árj^ Akureyri 8. febrúar 1934. - 13. tbl. Fréttapistlar úr sveitum. ■■mNTJA BÍÓHHHW Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Móðurást (Den blonde Venus). Hljóm- og talmynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika: ? íMARLENB DIBTRICH, HERBERT MARSHALL og CARY ORANT. Mynd þessi, sem er lalin langbezta myndin, sem hin fræga leikkona MARLENE DIETRICH hefir leikið í, er ógleymanlegur lofsöngur til móðurinnar. Hún sýnir átakanlega hve móðurástin leggur allt í söl- urnar og hræðist hvorki hættur né þjáningar, þegar um velferð barns- ins er að ræða. — Myndin var sýnd sem páskamynd í Reykjavík í ________fyrra og hlaut fádæma aðsókn._ Sunnudaginn kl. 5. Alþýðusýning. Niðursett verð. UNGVERSKAR NÆTUR. tmr í SÍÐASTA SINN. 7B9 Innlendar fréttir. úr Húnavatnssýslu er m. a. skrifað: »Þá er nú Jóni i Stóradal loks að takast að sprengja Framsókn- arflokkinn, en ég vona að fá kjördæmi gjaldi þó slíkt afhroð sem Húnavatnssýsla, af því að Jón er hér búsettur og fjölda- margir fylgja honum af persónu- legum ástæðum. Framsóknarfé- lagið hér hélt fund milli jóla og nýjárs á Blönduósi. Stóð hann í 12—13 tíma. Voru báðir mættir, Jón og Hannes. Klofnuðum við þar í tvennt. Jón hafði heldur fleiri. Hann er nú alltaf duglegur og smalaði sveitungum sínum ó- spart. Runólfur á Korasá og Guð- mundur í Ási fóru með Jóni, og þótti okkur hinum napurt að sjá gamla og góða samherja rjúka svo upp til handa og fóta til fylg- is við flokksviðrini, sem stofnað er aðeins af persónupólitík, og þykjast betur komnir með því að hefja grimma hagsmunabaráttu, í stað þess að taka upp vinsamleg, gagnkvæm skipti við jafnaðar- menn, og leita að heppilegum grundvelli fyi’ir þá samvinnu, svo þar á eftir mætti takast að hnekkja íhaldinu. Mjög voru þeir kampakátir, Jón og Hannes, jrfir því að vera reknir úr Framsóknarflokknum. Þetta var ekki alveg ónýt beita á öngulinn, að þykjast hafa staðið sem hetjur til varnar því »að allt atvinnulíf yrði lagt í rústir«,* eins og Jón orðaði það, og fá það svo fyrir að vera reknir úr flokknum. Ótal margt mætti um þetta segja, en ég nenni því ekki, en svo mun fara að Jón slítur mikið frá íhaldinu. og er það að vísu dálítil sárabót«. Annar merkur og greindur bóndi úr Húnavatnssýslu skrifar m. a.: »Hér er ekki um annað meira talað nú en pólitík og þykir stofn- un Bændaflokksins svonefnda all- miklum tíðindum sæta. Lítur helzt út fyrir að Jón í Stóradal ætli að ná hér niðri enn á ný, því til hans og í Bændaflokkinn fellur nú í stríðum straum kjósenda- fylgi um Austur-Húnaþing, bæði úr íhalds- og framsóknaráttum. * ef gamningarnir hefðu tekizt við jafnaðamenn, Frændi Jóns og nafni, Jón á Akri, sem þóttist mikill sigurveg- ari í vor sem leið, gerist nú all- uggandi um þingmennskuvonir sínar, er fylkingar hans riðlast og tvístrast. Er mælt að nú treysti hann því helzt, að Skagstrending- ar reynist sér drengir á kjördegi í vor, vegna þingsályktunartillögu hans á þingi í vetur, um hafnar- gerð á Skagaströnd, og annara ó- maka, er þar að lúta. Hvernig fer veit ég ekki, en flestar líkur spá Jóni í Dal í vil. Eg hefi ver- ið Framsóknarmaður, og hefi ekki haft vistaskifti enn, enda virðist þessi bændaflokkur líkleg- ur til að verða nokkuð íhaldssam- ur. Efalaust hafa Framsóknar- menn hér mann í kjöri í vor, en hver það verður, er óráðið enn. Allt er að komast í háaloft út af hafnargerðinni á Skagaströnd. Rekur hver fundurinn annan, og brýnir þar maður mann. Okkur búandkörlum er sagt, að nú för- um við að réttast úr kútnum, þeg- ar síldargróðinn tekur sér ból- festu svo nærri. Eitthvað muni fljóta af honum í okkar vasa, beint og óbeint, og er ekki kyn þótt margir hugsi gott til. Og nú er Hafsteinn Pétursson á Gunn- steinsstöðum, hafnarnefndarfor- maður, »sigldur« til Reykjavíkur, til að sækja þangað gullið sem höfnina á að byggja fyrir. Það er kallað lán, en ábyrgðir vísar bæði hjá rikissjóði og sýslusjóði. Okkur er sagt að höfnin eigi að borga lánið sjálf, en til eru þeir menn, sem trúa því statt og stöð- ugt að þetta lánsbrask sé »hum- bug« og ríkisjóður eigi blátt á- fram að gefa okkur þetta mann- virki. — Jæja, öllu gamni fylgir nokkur alvara, og er þess að vænta, að höfnin verði að því gagni, sem henni er ætlað, bæði til sjávar og sveita. Og þá er þess ekki síður að vænta, að þegar verkið verður hafið, verði það rekið á annan veg og með meiri forsjá en rafveitubyggingin okk- ar sæla, sem er héraðsfræg, og máske landfræg að endemum og axarsköftum«. — Látinn er nýlega Valdemar Björns- son á Naustum við Akureyri, miðaldra maður, vel kynntur. Hann lætur eftir sig ekkju og fósturbörn, en eigi varð þeim hjónum barna auðið, Skjaldarglíma »Ármanns« var háð í Reykjavík í gærkvöldi, í 22. sinn. Keppendur voru sjö að þessu sinni. Skjöldinn vann Lár- us Salómonsson. Er þetta í þriðja sinn í röð er hann vinnur skjöld- inn og hefir því fengið hann til eignar. Fjórum sinnum hefir »Ár- mannsskjöldur alls verið unninn til eignar, tvisvar af Sigurjóni Péturssyni, einu sinni af Sigurði Thorarensen og einu sinni af Lárusi Salomonssyni. Hagstofa ríkisins las í gær út- varpinu nokkrar skýrslur frá ár- inu sem leið. Allskonar vörur fluttar inn í landið námu 44,416,614 krónum, en út voru fluttar vörur fyrir 46,844,980 krónur alls. Inn voru fluttar vör- ur svo að nam 10,3 milljónum kr. meira en árið 1932, en út voru fluttar vörur svo að nam aðeins 2,8 milljónum króna meira en ár- ið 1932. Innflutningur var því 31% meiri 1933 en árið áður, en útflutn. var aðeins rúmlega 2% meiri. Þrátt fyrir þetta var verzl- unarjöfnuður hagstæður Islandi árið sem leið, þar sem flutt var út fyrir 2,2 millj. kr. meira en inn var flutt. • * * Skipastóll íslenzkur telur hag- stofan að hafi verið þessi árið 1933: 83 gufuskip, 611 mótorskip og 4 seglskip, eða samtals 698 skip, 40,114 tonn brúttó. Fækkað hafði á árinu um 2 gufuskip og 9 mótorskip, eða alls um 11 skip, en þrátt fyrir það hafði tonna- tala þó aukizt um rúmlega 1000 tonn. Kom það til af því að á ár- inu bættust skipastólnum tvö all- stór gufuskip til farmflutnings. Var annað þeirra »Edda«, er strandaði við Hornafjörð um daginn. * * * J Gjaldþrot telur hagstofan að hafi orðið hér á landi 24 alls, árið sem leið, gegn 39 árið 1932. Af þeim voru 10 í Reykjavík en 6 í öðrum kaupstöðum landsins. Að 5 gjaldþrotunum stóðu hlutafélög, en samvinnufélög aðeins að einu. Ritstjóraskifti hafa orðið við »Unga Island«. Lætur Steingrím- ur Arason af ritstjórn, en við henni tekur ungfrú Kristín Thor- oddsen, yfirhjúkrunarkona. Þá hefir og Kennarafélagið tekið að sér ritstjórn »Mennta- mála«. Er enn óráðið hvort haldið verður áfram að gefa blaðið út sem sérstakt rit, eða það verður látið koma út sem einn hluti af nýju tímariti um uppeldismál og e. t. v. fleira, er nokkrir menn í Reykjavík eru að hugsa um að hleypa bráðlega af stokkunum. ísbreiða allmikil hefir verið á sveimi fyrir Vestfjörðum. Ensk- ur togari rakst á ísjaka undan Kögri og brotnaði, svo að inn féll sjór. Enginn fórst. 4 togarar leit- uðu undan ísnum inn á ísafjörð. Dimmviður var, svo að ógreini- lega sást um víðáttu breiðunnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.