Dagur - 13.02.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 13.02.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- lögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. • •-•-•-• XVII. • -•-•- ár.l Akureyri 13. febrúar 1934. í 15. tbl. Innlendar fréttir. Magnús Jónsson, prófessor í lögum hefir fengið lausn frá kennslustörfum í háskólanum um sinn, og fer til útlanda um tíma, en Þórður Eyjólfsson, lögfræð- ingur, hefir verið settur laga- kennari í hans stað á meðan. Veg er verið að gera frá braut- inni austan við Þrastalund á Þingvallaveginn neðan við Gjá- bakka. Er gert ráð fyrir að hann verði fullgerður að Miðfelli í Þingvallasveit í sumar. Þá er og verið að leggja bílfæran veg með Þingvallavatni, frá Heiðarbæ að Nesjavöllum. Er þetta mjög fall- eg leið, vatnið á aðra hönd en kjarrbrekkur á hina. Nobelsverðlaunaskáldið heims- fræga, Romain Rolland, er nær því jafn þekktur tónlistarfræðing- ur, enda var hann um skeið pró- fessor í tónlist við Sorbonnehá- skólann mikla í París. Hefir hann ritað merkilegar æfisögur tónlist- arjötnanna Beethovens og Hán- dels. Að því er blaðið »Vísir« hermir hefir hann nýlega, að gefnu tilefni, ritað íslenzka tón- skáldinu Jóni Leifs svohljóðandi bréf: Kæri herra Jón 'Leifs. Eg þakka yður hjartanlega lög- in fyrir söng og píanó, sem þér voruð svo góður að láta forleggj- ara yðar senda mér og ég sam- fagna yður vegna þeirra. Þau sýna Jcarlmannlegan frumleik (mále originalité); fallandinn og hljómarnir eru hvorttveggja í senn mjög gamlir og mjög nýir, það er stundum hægt að segja: miðaldalegir og framtíðarlegir — með undirtónum úthafsins. Þetta er algerlega norræn tónlist, — eins og hún á að vera. Eg heilsa hinni miklu eyju, sem endur- hljómar í yðar list. Yðar einlægur Romain Rolland. Má bréf þetta teljast mikill sæmdarauki hinu unga tónskáldi. Róstusamt varð innbyrðis hjá hinum ungu Nazistum í Reykja- vík fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar þar. Ruddust nokkrir E- listamenn undir forystu Helga E. Jónssonar, er efstur var á þess- um lista þjóðernissinna, inn á skrifstofu félaga sinna, er ekki sunu' hafa viljað styrkja Helga og þá til framboðsins. Slitu vík- ingar þarna talsímataugina og stjökuðu skrifstofustúlkunni. Eigi varð hún þó skelfdari en svo, að hún kallaði á lögregluna, er tók skýrslu af henni og Gísla Sigur- björnssyni, er þeir Helgi munu hafa haft augastað á. Kynsjúkdómahœtian. Eftir því sem sunnanblöðin skýra frá, virðist kynsjúkdóma- bölið fara sívaxandi í Reykjavík, þrátt fyrir ötula starfsemi kyn- sjúkdómalækna, 'enda hefir vant- að sérstaka kynsjúkdómadeild við sjúkrahúsin, en nú er hún í smíð- um. Hvorugur kynsjúkdómurinn hefir farið rénandi, heldur er þvert á móti syfilis talinn að mun útbreiddari í vetur þar syðra en í fyrravetur. En sorglegasti vott- urinn um útbreiðslu þessara voða- sjúkdóma, og heimsku og hirðu- leysi í sambandi við þá er það, að uppvíst hefir orðið, að nokkur börn í barnaskólanum hafa tekið aðra veikina (lekanda), og mun þó óvíst hvort enn sé rannsakað að fullu. Veðrátta er mjög umhleypinga- söm um þessar mundir. Þegar eft- ir rigningarnar og flóðin miklu um daginn, gekk hér að með logn- muggu meiri og minni á nálega hverjum degi. Var mikill snjór kominn um allt á sunnudaginn og hlóð niður til kl. 4 síðdegis. En þá hlýnaði svo skyndilega á klukkutíma, að mælirinn brá sér úr 0° í 7°. Kom suðvestanvindur með þessa asahláku, en um kvöld- ið var hér 10 stiga hiti, og þeyr- inn svo óður, að alautt var lág- lendi um háttatíma, nema í laut- um. Og nú, er þetta er ritað, á mánudag síðdegis, er hér suðvest- anrok, en ár velta fram kolmó- rauðar. —————»— —'-"—"-mir—r Skipafregnir. s>Goðafoss« fór á sunnu- dag en »ísland« í gærmorgun. Meðal farþega með »íslandi« voru þau hjðn frú Jónína Björnsdóttir og séra Benja- mín Kristjánsson; fyrrverandi bæj- arstjóri, Jón Sveinsson, öll á leið til Reykjavíkur. En til útlanda tóku sér far: Sigurður E. Hlíðar, dýralæknir, Balduin Ryel, kaupm., 0. C. Thoraren- sen, lyfsali, og frú, — Esja kom á sunnudagirai, og með henni frá Húsa- vík frú Ásta Valentíns og Sigurður S. Bjarklind, kcmpfélagsstjóri. Uppreist í Wien i gær. Blóðugir götubardagar. Allsherjarverkfall í Frakklandi útaf Stavinsky-málinu. Bæjarfréttir. Kappsund þreyttu á sunnudaginn Menntaskólinn á Akureyri og Knatt- spyrnufélag Akureyrar. Var synt boð- sund. Sex keppendur voru í hvorri sveit og synti hver 70 metra. Lauk svo að Mennta-skólinn vann glæsilegan sig- ur, urðu um 30 metrum á undan að leikslokum. Af hálfu sigurvegaranna kepptu Bragi Eiríksson frá ísafirði, 6. bekk, Erlendur Konráðsson frá Laug- um, 3 bekk, Guðmundur Matthíasson frá Grímsey, Jóhann Havsteen frá Húsavík, 6. bekk, Jóhann Lárus Jó- hannesson, Skagfirðingur, 5. bekk og Kristján Jónasson frá Sauðárkróki, 6. bekk. Af hálfu Knattspyrnufélags Ak- ureyrar kepptu: Einar Halldórsson, Helgi Schiöth, Jakob Þorsteinsson, Jón Norðfjörð, Magnús Ólafsson og Páll Pálsson. — Kappsund eru nauðsynleg til þess að auka áhuga fyrir þessari ágætu íþrótt, og boðsundin eru einkar skemmtileg, ef nokkuð er jafnleikið. En að þessu sinni hafði eigi verið svo auglýst, sem skyldi. Mundu annars fleiri áhorfendur hafa farið, þrátt fyr- ir lognmugguna. Séra Friörik J. Rafnar mun annast nauðsynleg prestsverk í Grundarþing- um meðan séra Benjamin Kristjánsson er fjærverandi. Hr. Friðfinni Guðjónssyni barst sú sorgarfregn á föstudaginn, að látizt hefði sonur hans, uppkominn, í Reykja- vík. En að vísu voru þessi tíðindi eigi óvænt, því hinn ungi maður var ban- vænn eftir langan sjúkdóm, þótt ef til vill hafi eigi verið búizt við svo skjót- um endalokum. Á föstudaginn var bilaði hin mikla vatnsrás við rafvirkjunarstöðina hér. Lagðist leiðslustokkurinn saman á 9 metra lengd, af loftþrýstingi, er stokk- urinn var tæmdur. Var bærinn ljóslaus allt kveldið og sátu allir við kertaljós fram til kl. 11, er hreyfli stöðvarinnar var komið af stað. En svo rösklega var gengið að endurbótunum, að bærinn fékk þegar það rafmagn er hann þurfti á laugardaginn. — Á sunnudaginn slokknuöu aftur ljós um kvöldiö, svo að hætta varð við kvikmyndasýningu, en eigi var þó bærinn mjög lengi í myrkri. — Mun það hafa stafað af hlákunni miklu. Leikhúsið. — ímyndunarveikin, með Friðfinn Guðjónsson í aðalhlutverkinu, sem nú hefir verið leikin sex sinnum fyrir troðfullu húsi, verður leikin á laugardaginn og sunnudaginn kemur og þá fyrir lækkað verð. Verður það síðasta helgin, sem leikurinn verður sýndur, því Friðfinnur og Dóra litla eru þá á förum suður. Friðfinnur Guðjónsson. Stjóm Leik- félags Akureyrar og framkvæmdastjóri þess, hafa ákveðið að halda Friðfinni Guðjónssyni samsæti hér í bænum á fimmtudagskvöldið. Öllum er heim.il þátttaka, og mun listi til áskriftar liggja frammi í Hljóðfæraverzlun Gunnars Sigurgeirssonar, ásamt öðrum upplýsingum, — til miðvikudagskvölds. Skákþingið. Að tilhlutun skáksambands ís- lands er að þessu sinni keppt um meistaratignina hér á Akureyri. Skákstjóri er Björn Halldórsson, málafærslumaður. Þessir keppa: / meistara- og l.-flokki: Aðalsteinn Þorsteinssón, Skákfél. Ak. Ásmundur Ásgeirsson, skákmeistari lslands, skákfél. »Fjölnir«, Rvík. Eiður Jónsson, Skákfél. Ak. Guðbjwtur Vigfússon, Skákfél. Húsav. Guðmundur Guðlaugsson, Skákfél. Ak. Jóel Hjálmarsson, Skákfél. Ak. Jónas Jónsson, Skákfél. Siglufjarðar. Páll Einarsson, Skákfél. Siglufjarðar. . Sigurður Lárusson, Skákfél. Siglufj. Stefán Sveinsson, Skákfél. Ak. Sveinn Þorvaldsson, Skákfél. Siglufj. Þráinn Sigurðsson, Skákfél. Siglufj. / 2. flokki: Arnljótur Ólafsson, Skákfél. Ak. Baldur Kristjánsson, skákfél. »Þjálfi«, Öngulsstaðahreppi. Björn Axfjörð, Skákfél. Ak. Daníel Þórhallsson, Skákfél. Siglufj. Haukur Snorrason, Skákfél. Ak.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.