Dagur - 15.02.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 15.02.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. aaur Aigreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. deB. XVII . ár.J Akureyri 15. febrúar 1934. 16. tbl. Óeirðirnar í Austurríki. »Dagur« gat síðast aðeins fært þá frétt, að borgarastyrjöld væri í Wierí og Austurríki. Upphafið var það, að á mánudaginn lét Dolfuss hefja árás á ráðhúsið í Wien og jafnaðarmenn, og kvað orsökina þá, að þeir hefðu viðað að sér vopnabirgðum, en það er gagnstætt lögum. — Til þess að lesendur skilji betur hvað hér er að gerast, mun þurfa nokkurra skýringa. Fyrir ófriðinn mikla var Aust- urríki annað stærsta ríki í Norð- urálfu, 623.000 ferkílómetrar, með 53,000,000 íbúa. Eftir ófrið- inn var svo af því sneitt, að eftir eru aðeins rúmir 83.000 ferkm., með 6.733.000 íbúum (1932). Keisarinn sagði af sér vopna- hlésdaginn, 11. nóv. 1918, og dag- inn eftir var lýðveldi stofnað. Samkvæmt stjórnarskrá, 1. okt<5- ber 1920, var ríkið gert að sam- bandslýðveldi, voru þá 8 fylki í sambandinu: Neðra-Austurríki og Wien, Efra-Austurríki, Kárnten, Steiermark, Salzburg, Tirol, Vor- arlberg og Burgenland, en seinna var Wien skilin frá Neðra-Aust- urríki, svo að nú eru 9 fylki í sambandinu. Hvert fylki hefir sín eigin sérmál, en eigi eru þau víð- tæk, né sjálfstjórn þeirra innan sambandsins, og sitt eigið fylkis- þing. En löggjöfina hafa með höndum þjóðþingið (Nationalrat) og sambandsþingið (Bundesrat). Þjóðþingið sitja 178 menn, kosn- ir hlutfallskosningu af allri þjóð, inni, en kosningarétt hafa allir tvítugir. Er þjóðþingið áhrifa- mest um þjóðmálin, kýs það t, d. sambandsstjórnina eða setur hana af. Sambandsþingið sitja fulltrú- ar fylkjanna, kosnir af fylkis- þingunum. Eru sambandsþing- menn 46, kosnir í hlutfalli við í- búatölu einstakra fylkja, þó þann- ig, að ekkert fylki kýs fleiri en 12 og ekkert færri en 3. Bæði þessi þing koma saman, aðeins til þess að kjósa sambandsforsetann, sem kosinn er til 4 ára í senn, og má ei endurkjósa nema einu sinni, og til þess að taka ákvörðun um frið eða stríð ef svo ber undir. Forseti er dr. Wilhelm Miklas. Stjórnarformaður er ríkiskanzl- arinn, en það er nú dr. Engelbert Dolfuss (síðan 1932). Stærstu borgirnar í Austurríki eru Wien, með 1,824,912 íbúum (1932); Graz með 152,706 íb.} ynz, með 102,081 íb., og feröa- mannabærinn frægi, Innsbruck, með 56,401 íb. í fylkinu Wien hafa jafnaðar- menn verið langsterkasti flokkur- inn. Hefir jafnan verið grunnt á því góða milli þeirra og sam- bandsstjórnarinnar, en þó hafa þeir oft stutt hana, til þess að hnekkja Nazistum, er mjög hafa haft sig frammi, og vilja nú inn- lima Austurríki, eða sameina það Þýzkalandi. Jafnaðarmenn vilja vitanlega jaf naðarmanna-stjórn og pólitík, en Dolfuss, er verið hef- ir foringi einskonar milliflokks, mun hallast að einræðisstjórn, svipað því sem er á ftalíu, enda er hann í vinfengi við Mussolini, en vill þó halda Austurríki sjálf- stæðu. * * * Á mánudaginn lét Dolfuss til skarar skríða við jafnaðarmenn, eins og áður er sagt, og náði ráð- húsinu í Wien á sitt vald og lét fangelsa borgarstjórann. Herma útvarpsfregnir í gær, að hann hafi látizt í fangelsinu, fengið slag. Urðu nú blóðugir bardagar í borginni, rifnar upp götur, hlaðin vígi úr steinunum, þver- girt með gaddavír, o. s. frv. — Virðast jafnaðarmenn hafa verið ofurliði bornir og fullyrðir stjórnin,' að allt sé nú að komast í lag, ljós- síma- og vatnskerfi, er allt gekk úr lagi. Telur hún, að í Wien hafi af lögreglu- og herfiði fallið á tveimur dögum 51, en 175 særst. Kveðst hún hafa náð í ógrynni skotfæra af jafnaðarmönnum. — Blóðugir bardagar hafa orðið í Linz og víðar, og kveðst stjórnin allstaðar hafa sigrað, séu aðeins eftir sundraðir smáflokkar jafn- aðarmanna, á víð og dreif. Skor- ar stjórnin í gær, á alla verka- menn, að taka ei framar þátt í verkföllum og óeirðum, lofar að slíkt sem þetta skuli aldrei aftur henda, en kveður alla forustu- menn andstæðinganna miskunn- arlaust munu dregna fyrir her- rétt og skotna. Annars ber enn ekki saman fregnum um óeirðirnar. Frétta- ritari brezka stórblaðsins »Daily Telegraph«, sjónarvottur sjálfur, telur bardagann ægilegan, og enn aðrar fréttir kveða mannfallið muni hafa numið 1500. — Þýzk blöð kenna Dolfuss algjörlega um upphlaupið, en annars er Nazista aö engu getið í bessum óeirðum. Verkfallið á Frakklandi. Allsherjarverkfallið á Frakklandi hefir farið tiltölulega friðsamlega fram. Var það ¦ hafið gegn Dou- mergue-stjórninni, af toi'tryggni við það, að eigi myndi hún skera nógu djúpt til meinanna í sam- bandi við Stavinsky-hneykslið. — Mest hefir að verkfallinu kveðið í París og Marseille. í Marseille hefir ekki einn einasti verkfalls- brjótur sýnt sig enn, en fáeinir í París og hlutust nokkrar skær- ur af, en þó eigi alvarlegar. Eru báðir aðilar ánægðir með sinn hlut. Stjórnin þykist hafa verk- fallið í hendi sér, en verkamenn kveða þetta verkfall bera mátt- ugri vott um ósigrandi samtök verkalýðsins, en dæmi séu til und- anfarið þar í landi. Jafnaðar- menn neita Doumergue stuðningi og krefjast allsherjar kosninga. Jarðskjálftarnir á Indlandi. Brezka stjórnin hefir nú veitt 3% miljón sterlingspunda til þess að létta af aðeins allra verstu neyðinni á jarðskjálftasvæðinu á Indlandi. Opinberar skýrslur telja nú að farizt hafi í jarðskjálft- unum 6,582 menn, en um tölu særðra vita menn ekki. Síðustu útvarpsfregnir telja nýja jarð- skjálfta hafa nú riðið yfir, en um tjón er enn óvíst. Aðrar erlendar fréttir. útvarpsfregnir í gær herma lát Frederik Jensens, gáfaðasta al- þýðuskopleikara Dana, og vin- sælasta (»Danmarks egen Frede- rik«). Kannast allir Islendingar, er til Hafnar hafa farið, við hann. Rússneskir sérfræðingar hafa nú farið yfir athuganir vísinda- manna þeirra, er fórust með loft- farinu um.daginn, og telja mikið á þeim að græða, þótt sum at- hugunartækin hafi skemmzt mjög við fallið. M. a. var þess getið, hverjum litbrigðum himinhvolfið tæki á misunandi hæð. í 8500 m. sýndist það heiðblátt; í 10000 m. h. dökkblátt; í 11000 m. h. fjólu- blátt; í 13000 m. h. dökkfjólu- blátt, í 19000 m. h. gráfjólublátt og í 22000 m. h. grásvart. p Rún 59942208 - 1/, Bæjarstiornarfundur var á þriðjudaginn, frá kl. 4—11 síðd. Gunnar Schram, Helgi Páls- son og Elísabet Eiríksdóttir, varafulltrúar, mættu í stað Sig.E. Hlíðar, Jóns Sveinssonar og Stgr. Aðalsteinssonar, er fjarverandi eru. Að settum fundi bauð vara- forseti, Jón Guðmundsson, vel- kominn hinn nýja bæjarstjóra, Stein Steinsen. Um álit rafveitunefndar urðu töluverðar umræður. Meirihl. nefndarinnar vildi ráða Björn Ásgeirsson áfram næsta ár og hækka laun hans úr 5000 í 6500 kr. Gunnar Schram bar fram til- lögu um að fresta ráðningunni til næsta fundar, er ljóst væri orðið af reikningi rafveitunnar hvern- ig innheimtan hefði gengið á ár- inu. Kvað hann tekjurnar hafa verið um 120.000 kr. á ári und- anfarið, en til innheimtulauna væri helzt að sjá að kr. 11.000 hefðu gengið ásamt skrifstofu- kostnaði. Jóhann Frímann var samþykkur till. og vildi í sam- bandi við fyrirhugaða launahækk- un spyrjast fyrir um það, hvort grípa hefði þurft til ábyrgðar innheimtumanns, að hann greiddi það, er eigi heimtist. Erlingur Friðjónsson kvað ábyrgðinni þannig varið, að hún félli af inn- heimtumanni, ef hann tilkynnti rafveitustjóra að eigi fengist greiðsla hjá einhverjum og æskti þess, að af þeim manni var tek- ið rafmagnið, unz hann hefði lok- ið skuldinni. Um rafmagnsmælana deildu þeir töluvert Þorst. Þorst. og Erl. Friðjónsson. Átaldi Þorsteinn, að eigi væri búið að afskrifa gömlu mælana og kenndi það því einu, að miklu af gjöldunum fyrir þá, er annars hefðu nægt til að af- skrifa þá alveg, hefði í stað þess verið varið til að kaupa nýja mæla. Jóhann Frímann áleit einn- ig, að meira hefði mátt afskrifa af mælunum, en annars taldi hann óviðkunnanlegt að afla fyr- irtæki tekna með því, að selja mælinguna á vöru þeirri, er hún verzlaði með. Svo fór að till. um frestunina var samþ. í einu hljóði. Þá var samþ. tillaga frá fjár- hagsnefnd um að nota þá 30.000 kr. lánsheimild, er samþ. var á síðasta bæjarstjórnarfundi. Bæjarstjórn hafði, við sam- þykkt fjárhagsáæltunarnæstaárs, (Framh, & 4. síðu)>

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.