Dagur - 15.02.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 15.02.1934, Blaðsíða 3
16. tbl. DAGUR 47 Vandamönnum og vinum tilkynnist hérmeð, að Jósep Helga- son, bóndi á Espihóli í Eyjafirði, andaðist á heimili sínu að kvöldi hins 11. þ. m. Jarðarförin er ákveðin að fari fram að Espihóli þriðjudaginn þann 20. þ. m. og hefst kl. 1 e. h. — Kransar eru afbeðnir. Espihóli 14. febrúar 1934. Guðný Helgadóttir. Kristinn Jakobsson. kvæmd, að greiða sveitamönnum lægra fyrir sömu vinnu en bæja- mönnum. Þegar hér var komið sögunni, var Jón með öllu ráðþrota og vörn hans lokið. Allir Framsókn- armenn á fundinum stóðu fast með þingmanni sínum og þótti hann hafa rösklega stuggað úr túninu. Þetta var merkilegur fundur að því leyti, að hér prófuðu klofn- ingsmenn í fyrsta sinni málstað sinn á opinberum fundi, og fengu ekki með sér eina einustu sál. — Jafnvel íhaldið þóttist ekki geta lagt þeim nokkurt lið. Fundarmaður. .íslendingur* e r n a t i n n við að tína upp úr blaðinu »Fram- sókn« brigzlyrði og hrakyrði Tryggva Þórhallssonar um fyrr- verandi samherja sinn og sam- verkamann, Jónas Jónsson. Er nú af sem áður var, er Tr. Þ. var í Framsóknarflokknum; þá nefndu íhaldsmenn hann jafnaðarlegast stóra núllið í óvirðingarskyni, en nú beita þeir honum sleitulaust sem áreiðanlegum heimildarmanni að allskonar ófrægingum um J. J. og aðra Framsóknarmenn. En úr því að »lsl.« og íhaldsblöðin yfir- leitt telja Tr. Þ. svona áreiðan- legan heildannann nú orðið, þá væri ekki úr vegi að minna þau á eitt ekki lítilsvert atriði, sem stóð í greininni »Móti straumnum«, er birtist í »Framsókn« 15. des. s. 1. Þar segir Tr. Þ. meðal annars: »Hvaða gagn hafa jafnaðar- mennirnir okkar nú af viðtölun- um við Sjálfstæðismenn um »rétt- lætismálin«? Ef við hinir hefðum ekki hjálpað þeim, þá hefðu Sjálf- stæðismenn stolið af þeim 1—2 uppbótarþingsætum, og ekki fund- ið til samvizkubits«. »ísl.« hefir ekki vitnað til þess- ara orða Tr. Þ., og íhaldsblöðin hafa þagað við þeim eins og þau væru múlbundin, hvort sem það hefir verið af samvizkubiti, sem Tr. Þ. gerir þó heldur lítið úr hjá íhaldsmönnum, eða einhverju öðru. MÖnnum er í fersku minni rétt- lætishjal íhaldsmanna í sambandi við kjördæmamálið. Mbl. skýrði nær daglega frá því, hvar »rétt- lætismálinu« væri nú komið. En svo endar þessi næma réttlætis- tilfinning á þeirri óheyrðu sví- virðu, að þeir »réttlátu« ætla xneð sjónhverfingum og brögðum að gerast pólitískir þjófar og stela uppbótarþingsætum frá Verka- mannaflokknum, að því er Tr. Þ. fullyrðir og getur áreiðanlega sannað. En Framsóknarmenn (»við hinir«, orðar Tr. Þ. það) skildu hvað átti að gerast og komu í veg fyrir mannastuldinn. Hér hafa nú verið -tilfærð nokk- ur orð um innræti »réttláta« fólksins á íhaldsheimilinu. Þau orð eru sönn og rituð af þeim manni, er »fsl.« er orðið svo tamt að vitna til sem heimildarmanns. En allar þær tilvitnanir hafa nú orðið þess valdandi, að íhalds- menn eiga um sárt að binda, þar sem þessi sami heimildarmaður »ísl.« vottar, að sjálfstæðismenn hefðu stolið uppbótarþingsætum, ef þeir hefðu mátt ráða, og það< án þess að finna til nokkurs sam- vizkubits. En mun Tr. Þ. ekki finnast það fremur ömurleg örlög, að vera nú gerður að hálfgildings átrúnaðar- goði af pólitískt þjófgefnum mönnum ? Að minnsta kosti finnst okkur, fyrrv. samherjum haris og vinum það átakanlega sorglegt. Aldrei áður hefir Tr. Þ. haft ríkari ástæðu til að taka sér í munn sitt gamla vígorð: »Allt er betra en íhaldið«. Dýravern(lariQn19.áí9l933. Það er undarlega hljótt um þetta rit. íslenzku ritdómararnir eyða hvorki tíma sínum, íhygglis- gáfu né ritföngum til að geta um það á prenti. Fátt íslenzkra bóka og rita kemur þó svo á bóka- markaðinn að ekki sé um það get- ið í blöðum og tímaritum, meira eða minna. Sumt, sem er heldur lítilsvert, er jafnvel hafið upp til skýja (eða upp fyrir ský) og vaggað þar í Ijósstrokum blásal- anna, unz fullvíst þykir að það fljúgi út í fólkið. En gagnleg rit sitja stundum hjá. Slíkt er auð- vitað ofur auðskilið, því það góða og gagnlega þarf engin meðmæli. En vel á minnzt, ég ætla ekki með þessum línum að fara að sétja of- an í við íslenzka ritdómara, það yrði sennilega ekki til annars en að koma þeim til að brosa. En mig langar aðeins til að geta of- urlítið um ofangreint rit, ef það skyldi verða til þess að einhverj- ir, sem ekki hafa litið það augum hingað til, fengju áhuga fyrir að Leikhúsið. Hinn ímyndunarveiki er óneit- anlega orðinn nokkuð bragðdauf- ur. Moliére hefir ekki tekizt að blása fyllilega sígildum lífsanda i nasir þessa afkvæmis síns. Per- sónurnar eru ekki gæddar því auðuga, litbrigðasnögga og marg- þætta sálarlífi, því þróttmikla lífsafli og heita blóði, sem Shake- speare auðnaðist að gefa persón- um sínum, svo að þær yrðu ó- dauðlegar. Hjá Moliére er hér að ræða um líkamnaða skaphöfn, persón- urnar svo bundnar við stund og stað, að þær koma oss í mörgu fyrir sjónir sem steingervingar, og því meiri, sem þær eru dregn- ar stórfelldari dráttum, sem leik- ritaskáldin verða alltaf að gera. Og enda þótt ímyndunarafl vort geti viðað að sér allmörgum hlið- stæðiun úr samtíðinni, misjafn- lega langt að sóttum, þá er erfitt með þess háttar »klassiskum« leikritum, að veita áhorfendum nútímans óblandna ánægju, sé elcki hver leikandi gæddur stór- mikilli leikgáfu, og þeir allir lýta- laust samþjálfaðir. Þar með er ekki sagt, að leik- flokkarnir hér eigi ekki hrós skil- ið fyrir meðferð leikritsins. Það er meira en virðingarvert, í raun og veru furðulegt, hvað leikstjóra og leikflokk hefir hér tekizt að inna af hendi, ekki sízt í því, að flytja áhorfendur á tímasvið höf- undarins og tjá þeim hið ytra snið þeirrar aldar, sem hér, með mörgum lítt vönum leikendum, mætti virðast sérstökum erfiðleik- um bundið. Hér verður, rúmsins vegna, ekki sem skyldi fjölyrt um hve vel hr. Friðfinnur Guðjónsson fer með aðalhlutverkið. íþrótt hans um framsögn er kunn í aðaldrátt- um, jafnvel hér. En ekki verður hjá því komizt, að benda á hið nána samræmi milli þeirra og hinna smærri drátta í fasi hans, handaburði, uppliti og öllum svip- brigðum, sem nauðsynlegt er, svo að sönn list verði úr. Það er með afburðum, hnitmiðað, örgrannt og aldrei ýkt; þessi svipleiftur, munnherkjurnar, neðri varar viprurnar, sítúlkandi, ekki síður en orðin, hvað inni fyrir býr. Hinn gesturinn, ungfrú Sigrún Magnúsdóttir, á einnig óblandað lof skilið. Hlutverkið gefur ekki efni til tilþrifa. En málfar og lát- kynnast því nánar. Dýraverndar- inn er gefinn út af Dýraverndun- arfélagi fslands. Átta tölublöð á ári í stóru fjögurra blaða broti og er hvert blað 8 síður auk vandaðrar kápu, og frágangur er allur hinn bezti. Tvö seinustu blöð síðasta árgangs hafa mér nýlega borizt. Blaðið hefir síðastliðið ár, sem að undanförnu, flutt úrvals dýrasögur, bæði innlendar og þýddar, auk ýmsra frásagna, kvæða og fjölda mynda og fleira smávegis. Af öllum þeim mörgu og góðu sögum, sem birzt hafa ! bragð er tamið, mjúkt og fagurt, og söngrödd prýðileg. Sérlega á- nægjulegur var söngleikur hennar á móti hr. Sigurjóni Sæmunds- syni, er gerði þar reglulega góð skil hlutverki sínu. En annars er ekki nema gott um hann að segja. Þefta er víst aðeins í annað sinn, sem hann kemur á leiksvið, og þótt hann sé enn nokkuð svifa- stirður, var það stórlýtalaust, og áberandi framför frá fyrsta skifti. Um ungfrú Elsu Friðfinnsson má einnig hið sama segja, þar er um áberandi framför að ræða, og má Ijúka á lofsorði, hve góð skil hún gerði Toinette, öðru stærsta hlutverkinu, er til alls er litið. Það sem sameiginlega er auðvitað að henni og hinum óvanari leik- endum, er skortur á leiksviðs- þjálfun, kunnáttu á að vita lát- bragði sínu, hreyfingum, og þó sérstaklega höndum — þessum á- steytingarsteini byrjenda — hæfi- legan stað. Og að þessu undan- skildu fór ungfrú Margrét Stein- grímsdóttir einnig furðu vel með hlutverk sitt, enda gervið. ágætt. Og svo að komið sé að hr. Á- gúst Kvaran, þá hafa Akureyr- ingar hér enn fengið sönnur fyrir því, hver missir væri að honum fyrir leiklist bæjarins, Það er tvímælalaust mjög mikið verk, að hafa í senn á hendi leik- stjórn og leika sjálfur. Hvort- tveggja var ágætlega af hendi leyst. Að vísu var »Tumi« hér færður háskalega nærri fábján- anum. En það er hann áreiðan- lega ekki frá höfundarins hendi. Hann er blátt áfram sérkennileg- ur menntaglópur, útdauð tegund nú, skulum við vona, en algeng á miðöldunum og raunar langt fram yfir tíma höfundarins. En eins og Kvaran tók að sér að túlka hann, gerði hann það skringilega vel. En þótt búningar væru fengnir að sunnan, og þótt ef til vill hafi hér verið unnið að einhverju leyti í samráði við gesti, þá næst ekki jafngott samræmi með svo mis- æfðum leikkröftum, nema um skilningsgóða og ötula eins manns leiðsögn sé að ræða. Leikstjórn hr. Ágústs Kvaran er auðsjáan- lega markviss, ákveðin og sam- vizkusöm. Um síðasta eiginleik- ann bera glöggan vott framfarir þeirra byrjenda hér, sem tilsagn- ar hans hafa notið. Megi nú á- hugi hans og starfsþol fá að njóta sín framvegis. síðasta árgangi finnst mér þó ein bera af öllum, það er: Jólagjöfin, þýdd úr dönsku — hrein og bein perla. Ritstjóri Dýraverndarans er hinn góðkunni maður Einar E. Sæmundsson, og er óhætt að treysta því að blaðinu verður ekki fisjað saman á meðan það er í hans höndum, og væri óskandi að það nyti hans við sem lengst. Dýravemdunarstarfsemi er svo sjálfsagður þáttur í menningar- lífi nútímans, að hver og einn maður ætti að hafa ánægju af að.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.