Dagur - 17.02.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 17.02.1934, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- lögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhauns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júli. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. * • • • • •■_• • •-• * *-♦ *-*--* i XVII. ár. "j Akureyri 17. febrúar 1934. 17. tbl. Erlendar fréttir. I n nIen dar Siórkostlegir vatnavextir Hlákan mikla, er haldizt hefir síðan á sunnudagskvöld, hefir valdið g-eysimiklum vatnavöxtum víða. útvarpið í gær hermir eftir vegamálastjóra, að vöxtur i Eystri-Rang'á hafi engu minni orðið en í flóðunum um daginn, er ,,»Dagur« gat um þá, og hafi hún nú eyðilagt að mestu viðgerð- ina frá þeim tíma. Vestari-Rang- á hafði og vaxið gífurlega, brotið skarð í fyrirhleðsluna skammt frá Djúpósi, og flæðir nú vestur alla flóa og sanda, svo að Þykkvi- bær er alveg umflotinn af vatni. Fréttir frá Blönduósi herma, að í Blöndu hafi ekki ægilegri vöxtur hlaupið en nú. Þá hljóp og hroðavöxtur í Vatnsdalsá, svo að hún flæðir yfir allan dalinn hlíða á milli og um Þing og víða heim á tún. Bærinn Hnausar er alveg umflotinn, Steinbrú tók af litlu kvíslinni sem rennur úr Hnausa- tjörn með Vatnsdalsfjalli og.þjóð- vegurinn í kafi og skemmdur á kafla. Mörg hundruð hesta af heyi, er standa á engjum þar og í Þingi síðan í sumar, eru í kafi og álitið að allt það hey muni ó- nýtast. Afarmikil varð Eyjafjarð- ará á mánudaginn, svo að flæddi á löngum kafla yfir þjóðveginn, Kaupangsmegin, og mun hann eitthvað hafa skemmzt, þó ei til muna. Og í fyrrinótt varð hún aftur afar mikil í rigningunni. Frá Blönduósi er símað, að drengurinn í Sauðanesi á Ásum, er fyrir sprengingunni varð um daginn, sé nú á góðum batavegi. Nýr ræðismaður. Svíar hafa sent hingað nýjan aðalræðismann, N. L. Jansson, og kom hann til Reykjavíkur 7. þ. m. Hefir hann áður verið erind- reki Svía í Þýzkalandi, Canada og Bandaríkjunum. Kveður hann sig lengi hafa langað til íslands, enda hafi hann kynnzt fornbókmennt- um vorum á námsárum sínum og á síðari árum reynt að fylgjast með nýrri bókmenntum íslenzk- um. f viðtali við »Nýja Dagblað- ið« óskar aðalræðismaðurinn að mögulegt yrði að koma á »sænskri viku« í Reykjavík. Frá landbúna'ðarháskólanum danska er nýkominn til Reykja- víkur prófessor Ferdinantsen, til f rétti r. d þess að flytja við háskólann fyr- irlestra um jurtasjúkdóma, aðal- lega um kartöflusýkina. Flokksþing Framsóknarmanna kemur saman í Reykjavík laugar- daginn 17. marz n. k. Líkbrennsla í Reykjavík. Bálfarafélag var stofnað í Rvík 6. þ. m. Var kosin 5 manna stjórn og skipa hana: Gunnlaugur Claes- sen, dr. med., Benedikt Gröndal, verkfræðingur, Björn ólafsson, stórkaupmaður, Ágúst Jósefsson, heilbrigðisfulltrúi og Gunnar Ein- arsson, prentsmiðjustjóri. Er fé- laginu ætlað að ná til manna hvar á landinu sem er, en árstillag er 3 krónur. Fyrst var vakið máls á lík- brennslu hér á landi af þeim Guð- mundi Björnssyni, fyrrv. land- lækni og Steingrími lækni Matt- híassyni, er skrifuðu um hana I Skírni 1905 og 1913. En dr. G. Claessen hélt fyrirlestur um bál- stofur í Reykjavík 1915 og mun síðan manna mest hafa hvatt til framkvæmda í þessu efni. Ibúatala Siglufjarðar var um síðustu áramót 2329 eða um 150 manns fleiri en um næstu áramót á undan. »Nýja Dagblaðið« hermir að Snorrasafni í Reykholti hafi ný- lega borizt myndarleg bókasend- ing, nálega 50 bindi, frá norsk- amerískum manni, að nafni Ein- ar Hilsen. Margar bækurnar eru mjög verðmætar, sumar ófáanleg- ar með öllu. Meðal bókanna er ís- lenzk útgáfa af Heimskringlu frá 1816—1829 og hin fræga, norska útgáfa Gustavs Storms frá 1899, ‘auk 4 annara gamalla. Ennfrem- ur eru þar fleiri rit, er snerta ís- lenzk og norsk fræði, sem safninu er mikill fengur að. Sláturfélag Suðurlands keypti um síðustu áramót ullarverk- smiðjuna »Framtíðina« af Boga Þórðarsyni á Lágafelli, er stofn- aði hana 1925. Vélar verksmiðj- unnar eru nýlegar og vandaðar. g Rún 59342208 - 1.*, r Oeirðirnar i Ausiurriki segir stjórnin nú að séu að mestu hættar. í Wien sé allt komið í samt lag í gærdag, gaddavírsgirð- ingar teknar upp og umferðar- hömlum létt; kaffi og matsölu- nús opnuð o. s. frv. Þrír menn hafa verið dæmdir til dauða af herrétti og tveir þeirra teknir af, en einn náðaður. í 150 bæjum í Austurríki, þar sem jafnaðar- menn hafa verið í meirihluta, hafa bæjarstjórnirnar verið leyst- ar upp. Búizt er við fleiri her- réttardómum, og að allt verði það dauðadómar. Stjórnin telur nú að fallið hafi í Wien 20 lögreglu- menn, 20 »Heimwehr«-menn, 7 hermenn og 6 sjálfboðaliðar. Afvopnunin. Stöðugt er þrefað um afvopn- un, og nú mest af Frökkum og Þjóðverjum. Kveðast Frakkar vilja veita Þjóðverjum jafnrétti með vopnabúnað, en alls ekki komi það þó til mála, fyrr en full- treysta megi því, að þeir misnoti ekki það jafnrétti. En langt sé frá því að þeim sé enn treystandi, því að vitanlegt sé. að allar í- þróttasveitir landsms séu æfðar af reyndum liðþjálfum og her- foringjum, og að vísu til víga- starfsins engu síður en til íþrótta. Þessu mótmæla Þjóðverjar. Ofsaveður. , útvarpsfregnir i gær herma að ofsastormur hafi gengið um At- lantshaf undafarið og mörg stór hafskip komizt í hann krappann. Brezk-rússneskir samningar. Viðskiftasamníngar milli Rússa og Breta voru undirskrifaðir í gær. Er þess getið að engin sér- stök hátíðahöld hafi fram farið í sambandi við það, en að undir- skrifuðum samningum hafi full- trúar beggja ríkja tekizt mjög innilega í hendur. Þessir samn- ingar er sagt að séu nokkuð frá- brugðnir samningunum, er þessar þjóðir gerðu með sér 1930. Er talið að þeir muni leiða til meiri viðskiftajafnaðar, en í fyrra var hann eigi sem beztur, er Bretar fluttu inn rússneskar vörur fyrir 171/2 milljón sterlingspunda, en Rússar fluttu aðeins inn brezkar vömr fyrir 4>/2 milljón. ♦ * * Ný fimm ára áœtlun. Framkvæmdaráð Sovjetstjórn- arinnar kom nýlega saman í Mos- kva og lagði formaður þess fram næstu fimm ára áætlun og kvað mesta áherzlu verða lagða á sam- göngubætur, og þá einkanlega á sjó og fljótum. Einnig skyldi mjög aukin véla- og olíufram- leiðsla og framleiðsla allskonar matvæla. Kvað hann Sovjet-Rúss- land á öruggri leið til sigursundir merkjum Marx- og Leninismans. * * * Merk uppfynding. Kornungur rússneskur verk- fræðingur, Jamoltsjuk að nafni, nýútskrifaður, hefir fundið upp nýja járnbrautargerð, er hann og aðrir landar hans telja að gjör- breyta muni járnbrautarsamgöng- um. Járnbrautarlest hans gengur ekki á hjólum, heldur rennur hver járnbrautarvagn á tveimur kúlum. f fremstu kúlunni er hreyfill, er knýr lestina áfram. Lestin hreyfist á einni rennibraut en ekki tveimur og má byggja hana úr steinsteypu, tré eða öðru ódýru efni. Hafa tilraunir verið gerðar með þessa uppfyndingu og gefizt svo vel, að í ráði er að byggja slíka braut frá Moskva íil Noginsk fyrir október í haust. Gerir Jamoltsjuk ráð fyrir að lestin geti farið um 300 kílómetra á klukkustund eða um helmingi hraðar en allra hröðustu járn- brautarlestir er nú þekkjast. 0 Bæjarfréttir. Á sleáhþingirm lauk svo biðskákunum frá fjórðu umferð, er tefldar voru á fimmtudaginn, að Eiður gerði jafn- tefli við Stefán, en Asmundur va-nn Aðalstein. Á fimmtudagskvöldið fór svo í 5. umferð 1. flokks, að Þráinn vann Eið, Ásmundur vann Svein, Sigurður vann Guðmund, Páll vann Stefán, Jónas vann Aðalstein og Jóel vann Guðbjart. í gærkvöldi fór 6. umferð svo, að Stefán vann Þráinn, Guðmundur vana

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.