Dagur - 20.02.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 20.02.1934, Blaðsíða 1
D A GU R kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugax- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. aaur Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu 3. TaJsfmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVIL ár.t Akureyri 20. febrúar 1934. i 18. tbl. Erlendat fréttir. Oeirðirnar i Austurriki má nú víst telja á enda, og virð- ist stjórnin hafa gjörsigrað jafn- aðarmenn. Hafa nú fjórir jafn- aðarmannaforingjar verið teknir af lífi, að undangengnum herrétt- ardómi. Dimitroff hinn búlgarski, er heimsfrægur varð af vörn þeirri, er hann hélt uppi fyrir sig og landa sína tvo, í brennumálinu nafnfræga fyrir ríkisréttinum þýzka, hefir nú lengi legið hættulega veikur, og haldinn í fangelsi, þrátt fyrir það, að hann og félagar hans voru dæmdir sýknir saka. Hefir þetta mælzt illa fyrir út um heim og þótt óskiljanlegt. Á laugardaginn hófst rússneska sendisveitin í Berlín handa og krafðist þess af þýzku stjórninni, að hún léti þá félaga tafarlaust lausa, þar sem búið væri að veita þeim rússnesk borgararétt- indi. Hermir útvarpsfregnin, að talið sé líklegt, að þeim verði nú hleypt yfir landamærin til Rúss- lands. Lundúnaútvarpið tilkynnti á laugardagskvöldið, að alla síðustu viku hefði Bandaríkjastjórn hald- ið áfram gullkaupum í Evrópu. Þá viku keypti hún guil fyrir 36.000.000 sterlingspunda (um 800,000,000 kr.). Af þeirri upp- hæð voru .27,000,000 sterlings- punda keypt af Frökkum. Djarfleg ummœli. Háskólafélag brezkra verkalýðs-^ sinna hélt í janúar ársfund sinn i] borginni Nottingham. Afarmikið umtal vakti ræða, er fyrrverandi ríkissaksóknari, Sir Stafford Cripps, hélt þar. Kvað hann svo að orði, að þegar jafnaðarmenn kæmust til valda á Englandi, yrðu þeir að taka skjótt og hiklaust til sinna ráða. Yrðu þeir að vera viðbúnir öflugri mótstöðu frá Buckingham-höllinni* og víðar, en þá mótstöðu yrðu þeir að yf- irbuga. Kvaðst hann ekki vera því hlynntur, að borgarar mynd- uðu herflokka, en ef fasistar kæmu á fót herliði, þá yrðu jafn- aðarmenn og kommúnistar að sýna sama lit. Þessi ummæli Sir Stafford Cripps um Buckingham-höllina, hafa mælzt mjög illa fyrir meðal þegnhollra borgara á Englandi, og hefir hann því síðar skýrt þau svo, að þau bæri á engan hátt að skilja sem sneið til konungsins, heldur til hirðmanna hans. Bróðir Henry Fords gjaldþrota. Bróðir Henry Fords, William Ford, hefir nýlega lýst sig gjald- þrota. Telur hann skuldir sínar nema tveim milljónum króna, en eignir upp í þær alls óvissar. Hann var áður forstjóri félags- ins »Wm. Ford & Co., er fram- leiddi dráttarbíla og jarðyrkju- vélar í verksmiðjum sinum í bæn- um Dearborn. Markverð tillaga. Sovjet-Rússand og Pólland hafa í sameiningu farið þess á leit við Eystrasaltslöndin, að öll þessi lönd skyldu í sameiningu lýsa því yfir, að pólitískt sjálfstæði Finn- lands og Eystrasaltslandanna væri svo mikilvægt í augum Rússa og Pólverja, að þeir væru reiðubúnir að grípa til vopna þeim til varnar, væri á þau ráð- izt. Ekki hafa þó samningar kom- izt á um þetta. Finnland hefir hafnað slíkri yfirlýsingu, með því ð telja hana óþarfa, þar sem þegar lægi fyrir samningar um það, að hvorugir skuli á aðra ;Jráða, Rússar og Finnar. Eystra- saltslöndin hafa engu svarað, en gert er þó ráð fyrir að þau muni fallast á slíka yfirlýsingu, ef Þýzkaland, Frakkland og Eng- land vilji samþykkja hana. * aðsetursstað Bretakonungs í Lund- ónuaii Nazistakálfurinn. f smáþorpinu Stellau í Slésvík- Holstein urðu þau tákn og stór- merki, rétt upp úr nýárinu, að þar fæddist rauðskjöldóttur kálf- ur með stóran hvítan hakakross á enni. Ekki var nóg með þetta, heldur hrúgaði forsjónin öðru undrinu ofan á, — á annari lend kálfsins sáu glöggir menn tákn- aðann Örninn úr þýzka skjaldar- merkinu, en þó eigi eins greini- lega og krossinn. Frétt þessi kemur frá Ham- borg og bætir því við, að hrepps- nefndin í þorpinu hafi verið í efa um, hvort viðeigandi gæti tal- izt, að sýna undrakálf þenna fyr- ir peninga, og fór því slíks á leit við stjórnina í Berlín. Fékk hreppsnefndin það svar um hæl, að ekkert væri því til fyrirstöðu. Streymdu nú kvikmyndasmiðir og fregnritarar blaða að, til þess að víðfrægja »nazistakálfinn«, er svo var nefndur, og ferðamenn úr öll- um áttum, að svala forvitni sinni og veita skepnunni viðeigandi lotningu. — Nýja-Bíó Þriðjudagskvöld kl. 9. KVIKMYNDAO Sprenghlægileg gamanmynd í 10 þáttum. — Aðalhlutverkið leikur konungur gamanleikaranna, Harold Lloyd. Öll Akureyri hlær að Harold Lloyd næstu kvöld, því að nú er »ímyndunarveikin« í rénun í bænum. Landplága. Fyrir 30 árum keypti stórbóndi í Bæheimi, er var áhugamaður um loðdýrarækt, fern loðrottu- hjón* frá Montreal í Canada. — Loðrottan heldur til við vötn og ár, syndir framúrskarandi vel, og er í lifnaðarháttum að mörgu leyti svipuð bifurnum eða bjórn- um. Brátt fjölgaði rottunum svo, að þær komust út úr landareign stórbónda þessa, og eru nú komn- ar um alla Mið-Evrópu, svo milj- ónum skiftir, og eru því hin versta landplága. Hafa þær hvað eftir annað valdið stórskemmdum á stíflum og flóðgörðum á Þýzka- landi og eru hinn voðalegasti meinvættur í fiskivötnum, og * Loðrottan er á Norðurlandamálum og þýzku kölluð Bisamrotta, á ensku mush-rat. spellvirkjar á ökrum. Þær eru miklu stærri en venjulegar rott- ur, á stærð við litla kanínu. Ekki hafast þær þó við í mannahíbýl- um. Nú eru þær komnar svo víða, að Danir, Finnar og Svíar eru orðnir dauðhræddir um að þær muni þá og þegar brjótast inn til þeirra, en telja alveg ómögulegt að útrýma þeim, nái þær einu sinni fótfestu. Því verri gestir eru þær í Mið-Evrópu, sem af þeim fæst þar aðeins lélegt skinn og lítilsvirði, þótt í Canada fáist af þeim ágæt loðskinn, vegna hins mikla vetrarkulda. Vér Is- lendingar erum þó vel settir gagnvart þessum meinvætti, ef vér aðeins höldum svo viti á þessari miklu loðdýraöld, að vér sjálfir eigi flytjum þær inn, því að þær fara aldrei landa á milli á skipum, eins og hinar venju- legu rottur gera. Innlendar fréttir. Vatnavextir. Víðar hafa stórfelldir vatna- vextir orðið, en getið var um i »Degi« síðast. Sá óhemju-vöxtur hljóp í ölfusá, að hún flæddi inn í Tryggvaskála. Hefir það víst aðeins einu sinni komið fyrir áð- ur. Ekki varð þó manntjón, og ekki annar skaði en sá, að ljósa- stöðvarstíflan bilaði, svo að ljós- laust varð. — Hrokaflóð kom í Miðfjarðará. Braut hún símalínu og tók með sér tvo staura til sjávar. varpsfregn, að tveir menn hafi látizt úr henni. Illkynjuð kvefsótt hefir undan- farið gengið víða um Norður- Þingeyjarsýslu og hermir út- Hreður í Reykjavik. Á laugardaginn var sagði út- varpið frá hreðum í Reykjavík, en eigi Jheyrðist greinilega um þær, sökum truflana. Mun aðal- lega hafa orðið fyrir hnjaski Gísli Sigurbjörnsson frá Ási við Reykjavík. Hafði hann komið út af »Hótel fsland«, og hópur manna þá veitt honum eftirför og þeim er með honum voru, unz laust í bardaga. Hefir heyrzt að Gísli muni hafa verið nefbrotinn, og hefir hann kært þessa árás fyrir lögreglunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.