Dagur - 22.02.1934, Page 1

Dagur - 22.02.1934, Page 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII . í,\ « * • ♦ ♦ - Akureyri 22. febrúar 1934. - ♦ ♦ ♦ - ♦- ♦ « - ♦ ♦ ♦ « ♦ I n n Ien dar f rétti r. Erlendar fréttir. Að því er »Tíminn« skýrir frá, 12. þ. m., hefir Ásgeir Ásgeirsson, forsætisráðherra, á fundi í kjör- dæmi sínu lýst yfir því, að hann muni ekki, að óbreyttri aðstöðu, bjóða sig fram fyrir Framsókn- arflokkinn við næstu kosningar, og að hann muni ekki heldur verða í framboði fyrir neinn ann- an flokk. Að því er útvarpsfrétt hermir, tók hið nýja sjúkrahús »Hvíta- bandsins til starfa á þriðjudag- inn. Byrjað var að byggja húsið í janúar 1932 og var fullgert að öllu um síðustu helgi. Húsið hef- ir félagið byggt á sinn kostnað og verður rekstur þess einnig á kostnað félagsins. En húsið hefir kostað kr. 180.000. Er þetta al- mennt sjúkrahús fyrir karla og konur. Hefir það rúm fyrir 40 sjúklinga á eins, tveggja og þriggja og fjögra manna stofum, en alls eru sjúkrastofurnar 14, og með öllum nýtízku þægindum. Húsgögn eru öll úr stáli. Hring- ingartæki og hlustunartæki fyr- ir útvarp eru við hvert rúm. Rannsóknarstofur og læknastof- ur eru þarna, búnar nýjustu tækjum. Húsgögn í margar stof- ur hafa ættingjar, vinir og starfs- félagar gefið til minningar um merka menn og konur. Stofnendur »Hvítabandsins« voru þær merk.u frændkonur, Þorbjörg Sveinsdóttir og systur- dóttir hennar, ólafía Jóhanns-' dóttir. Hanga myndir þeirra f forsal sjúkrahússins. Forstöðu- kona þess er ungfrú Guðlaug Bergsdóttir. Á mánudagskvöldið kvað út- varpið hvassviðri og stórbrim við Faxaflóa. Vélbátinn Kjartan ól- afsson frá Akranesi sleit upp og rak á annan vélbát, og brotnaði mikið. Tókst samt að ná honum og koma honum til Reykjavíkur í aðgerð. Gengisverð um síðustu helgi var: fslenzk gullkróna, miðuð við gull- franka franskan 51.10, Sterlings- pund 22.15, dollar 4.36 %, ríkis- mark (þýzkt) 170.08, franki 28.63, líra 38.55, finnskt mark 9.93, peseta 59.28, sænsk króna 114,41, norsk króna 111.44 og dönsk króna 100.00. Slysavarnafélag íslands hélt að- alfund sinn um síðustu helgi í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu forseta drukknuðu 80 manns hér á landi árið sem leið. 68 íslenzkir og 15 erlendir menn hafa bjarg- azt úr sjávarháska. Meðal ann- arra framkvæmda félagsins má telja, að þrem björgunarstöðvum var komið upp á árinu, einni í Vík í Mýrdal, annarri við Skaft- árós og þi'iðju við Harðbak á Sléttu. 83 sinnum hefir verið leit- að til félagsins um hjálp, t. d. að svipast eftir skipum frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Þýzkalandi og Englandi. Félags- mönnum hefir fjölgað nærri um helming á árinu og eru þeir nú um 6000. Samþykkt var á fundin- um tillaga um að fela stjórn fé- lagsins að undirbúa byggingu björgunarskútu við Faxaflóa. Ungmennafélagið »Grettir« í Ytri-Torfustaðahreppi í Húna- vatnssýslu, hefir komið sér upp allstóru samkomuhúsi austan Mið- fjarðarár. Húsið er einlyft og kjallari undir. Samkomusalur er uppi, en niðri borðsalur, eldhús og búningsklefar. Húsið er úr steinsteypu og talið að það muni kosta um 10—12000 krónur. Verður það einnig notað sem barnaskóli fyrst um sinn. Útvarpsfrétt á þriðjudagskvöld kvað einn tollþjónanna í Reykja- vík hafa fundið kassa af portvíni í »Gullfossi«, merktan sem hann hefði inni að halda aðra vöru, en skráðan til afhendingar Lárusi Jóhannessyni hæstaréttarmála- flutningsmanni. Kærði tollþjónn- inn þegar Lárus og bíður málið nú dóms. Hjörtur Líndal, hreppstjóri, á Efra-Núpi í Miðfirði varð átt- ræður 6. f. m. Héldu sveitungar hans honum samsæti föstudaginn 8. febrúar, að heimili hans og af- hentu honum vandaðan göngustaf með áletrun. Heiðursgestinn á- vörpuðu Halldór Jóhannsson, bóndi að Haugi, Björn Jónsson, bóndi að Núpsdalstungu og Magn- ús Jónsson, bóndi að Torfustöð- um. Hjörtur Líndal hefir verið hreppstjóri í 54 ár og er það enn, en sýslunefndarmaður var hann í 38 ár, en ságði því starfi lausu fyrir 8 árum. Belgíukonungur hrapar til bana. útvarpsfréttir á mánudags- kvöldið skýrðu svo frá, að á laug- ardaginn síðdegis hefði Albert Belgíukonungur hrapað til bana á fjallgöngu í Ardennafjöllum, er liggja í suðausturhorni Belgíu. Hafði konungur verið einn á ferð í bíl með þjóni sínum, og sagt honum að bíða sín, meðan hann gengi til fjalls. Gerði þjónninn viðvart, er honum þótti konungi seinka vonum framar. Var hans leitað alla nóttina og sunnudag- inn, og fannst að kvöldi þess dags, undir klettabelti 40 metra háu, með molað höfuð. Þóttust menn sjá þess merki, að lausa- grjót hefði skriðið með hann of- an fyrir hamrana. Albert Belgíukonungur var vafalaust einhver mikilhæfasti og merkasti konungborinn maður sinnar samtíðar. Hann var fædd- ur 8. apríl 1875 og var bróður- sonur Leopolds 2. Belgíukonungs, og eigi borinn til ríkiserfða. Að vísu lézt einkasonur Leópolds 2. barn að aldri, 1869, en Baldvin, eldri bróðir Alberts, stóð þá næst- ur ríkiserfðum. En hann lézt einnig á unga aldri, 1891. Albert fékk ágætt uppeldi og var bæði gáfaður og mannkostamaður. Kom það bezt í ljós í ófriðnum mikla 1914, er Þjóðverjar rudd- ust inn í Belgíu. Tók hann þá við yfirstjórn hersins, — en til ríkis kom hann 17. des. 1909 — og þótti forysta hans ágæt, en still- ing og ljúfmennska með afbrigð- um, bæði þá og síðar, er friður var fenginn. Drotting hans, Elísa- bet, bæversk prinsessa, var hon- um mjög samhent, enda hin rcesta ágætiskona. Hafði hún ung lokið læknisprófi með lofi, og hafði unnið ótrauðlega að lækn- isstörfum og hafði yfirumsjón líknarstarfs við hersveitir Belgja í ófriðnum. Þrjú börn eignuðust þau hjón, tvo syni, Leópold ríkis- erfingja, Charles Theodore og eina dóttur, Marie-José, er giftist Umberto, ríkiserfingja ítala, árið 1930. Jarðarför Alberts konungs fer fram í dag í Briissel. Kon- ungshjón íslands og Danmerkur verða þar viðstödd, ólafur, ríkis- erfingi Norðmanna, Svíakonung- ur eða ríkiserfingi, Játvarður prins af Wales o. fl. stórmenni. Er talið, að um tíu þjóðhöfðingj- ar muni fylgja konungi til graf- ar, og er það sjaldgæft, enda var Albert konungur allra þjóðhöfð- ingja vinsælastur. Var t. d. kveð- ið svo að orði í franska þinginu, er lát hans fréttist, að hverjum einasta frönskum manni mundi finnast sem þjóðarsorg hefði bar- ið að sínum dyrum. Gert er ráð fyrir að Leópold ríkiserfingi verði krýndur á morgun. Að vísu herma útvarps- fréttir að kommúnistar muni krefjast lýðveldis, en eigi er tal- ið líklegt að sú krafa fá mikinn byr. Leópold ríkiserfingi er gift- ur Ástríði Svíaprinsessu og eiga þau tvö börn, dóttur, 6 ára gamla og son, þriggja ára. — Óeirðir á Spáni. Á Spáni urðu nokkurar óeirðir um síðustu helgi. Er talið að þær muni standa í sambandi við borg- arastyrjöldina í Austurríki. Hafa jafnaðarmenn á Spáni mótmælt af alefli, í ræðu, riti og með flokkgöngum, aðförum Dollfuss, sem og mælast illa fyrir um menntaðan heim, þar sem ekki er talinn efi á því, að hann hafi að litlu tilefni ráðizt á friðsama jafnaðarmannastjórn í Wienar- borg og með því hafið borgara- styrjöld í eigin landi, til þess eins að gerast alræðismaður, líkt og Mussolini. Nýja-Bíó Föstudags- laugardags- og sunnu- úagskvöld kl. 9. Sóknin mikla (Den store Parade) Hljómmynd í 12 þáttum. Aðalhlutverkin leika John Gilbert og Renee Adoree. »Sóknin miklac var sýnd hér fyrir nokkrum árum og hlaut þá óvenju mikla aðsókn. Þó öll- um sé þessi áhrifaríka friðarmynd og hrífandi fagra ástarsaga ó- gleymanleg, mun enginn láta tækifærið ónotað, til þess að sjá hana aftur í nýrri útgáfu. Sunnudag kl. 5. Alpýðusýning. Niðursett verð. Kvikmyndaœði. Harold Lloyd.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.