Dagur - 27.02.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 27.02.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhaims- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. aaur Afgreiðslan er hjá JONI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin viö ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. ár •j Akureyri 27. febrúar 1934. t 21. tbl. i m.0j$.m m ln n lendar f réttir. Togari strandar. Á aðfaranótt laugai'dags strand- aði enskur togari nálægt Höfnum á Reykjanesi. Stórviðri og brim var, en togarinn mun hafa slamp- ast inn fyrir versta skerjagarð- inn, svo að hann þraukaði af sjó- ina, án þess að liðast í sundur. Kl. 10 á laugardagsmorgun varð varðskipið »óðinn« frá að hverfa fyrir brimi, en kl. 17 sama dag var lokið við að koma öllum mönnum í iand á streng. Fórst þarna enginn og mun skipið enn heilt. Verkamannafélagið »Dags- brún« í Reykjavík hefir nýlega samþykkt að leyfa engum verka- manni inngöngu í félagið, nema hann hafi áður unnið einn mán- uð í bænum að minnsta kosti. — Ennfremur hefir stjórn félagsins lagt blátt bann fyrir það, að fé- lagsmenn vinni að nokkru verki með öðrum en félagsbundnum verkamönnum. »Fiskifélag íslands« hélt aðal- fund sinn á föstudaginn var. Meðal annars var samþykkt til- laga frá formanni, Kristjáni Bergssyni, þess efnis, að skora á stjórnina, að láta fram fara rann- sókn á höfnunum Reykjafirði og Skagaströnd við Húnaflóa og á Siglufirði, og skyldi að lokinni rannsókn, byggja síldarbræðslu- verksmiðju á þeirri þessara hafna, er hentugust þætti. -— ósk- ar Halldórsson bar upp þá tillögu, í sambandi við þessa, að eigi skyldi þó ákveðinn staður við rflúnaflóa fyrir síldarbræðslu fyrr en rannsökuð væri Hindisvík á Vatnsnesi. Þá lýsti fundurinn yfir megnri óanægju með norsku samningana, og samþykkti tillögu þess efnis, að skora á stjórnina, að segja upp samningunum fyrir 1. desem- ber 1934. Af Seltjarnarnesi skrifar einn fréttaritari »Nýja Dagblaðsins«, að fuglalíf hafi verið með óvenju- legum hætti syðra í vetur, og tel- ur það stafa af veðurblíðunni. Virðist svo, sem margir fuglar hafi ekki áttað sig á því, að vet- urinn sé að fullu kominn. Lundi, . segir fregnin, að sjáist venjulega ekki eftir októberlok, en hafi sézt í allan vetur. Lóuhópar séu enn á nesinu, og ennfremur hafi í vet- ur haldið þar til hegrar, sem ann- ars 'eru mjög sjaldgæfir hér á landi, skógarþrestir og stelkar. Fregn úr Borgarfirði syðra hermir, að sunnudaginn 4. þ. m. hafi verið bálhvasst og hellirign- ing um Borgarfjörð. Hafi þann dag fallið fimm skriður á land jarðarinnar Gullberast. í Lunda- reykjadal, en þar féll einnig skriða á túnið 7. september í haust. Nú hafi fallið tVær skriður á túnið sjálft, enda sé helmingur þess undir stórgrýti leir og sandi. En hinar þrjár skriðurnar, er nú féllu, hafi mjög skemmt land ut- an túns. Sömu fregnir herma, að á 20 bæi af 28 í Reykholtshreppi, séu nú komin útvarpstæki. sinni til portvínskassans á þá leið, að hann álíti, að samkvæmt forsendum og niðurstöðu dómsins í málinu við Áfengisverzlunina, er á skjólstæðing hans féll, hljóti innflutningur Spánarvína að vera öllum frjáls. Til þess að prófa, hvort önnur stjórnarvöld og dómstólar væru þessu sammála, hafi hann pantað portvínskass- ann, til þess að sjá, hvernig mál- ið snerist, og hafi hann tilkynnt stjórnarráði og lögreglustjóra þetta, áður en »Gullfoss« kom, og boðið tollgreiðslu við komuna, tollstjóra og stjórnarráði, en henni verið hafnað. Er hér því auðsjáanlega ekki um smygl að ræða. Kæran er um ólöglegan inn- flutning, og kveðst L. J. vona eftir sektardómi, er hann telur hinu málinu til styrktar. Nýja-Bíó G5 Þriðjudagskvöld kl. 9. ARSÉNE LUPIN Leynilögreglumynd 110 páttum. Aðalhlutverkin leika frægustu »karakter«-leikarar heimsins, bræðurnir John og Lionel Barrymore Myndin um meixlarapioíinn URSÉNE LUPIN, sem slelur frá rika lólkinu, til Dess að gela pvilátæka. Listavel leikin og Iránærlega spennandi mynd. Stranglega bönnuð börnum Lárus Jóhannesson hrm. hefir opinberlega skýrt frá afstöðu Lögreglustjórastaðan í Bolung- arvík er nú laus. Föst laun eru 2000 k'r. úr ríkissjóði, en 1200 kr. frá umdæminu. Erlendar fréttir. Hungurgöngur í Bretlandi. útvarpsfréttir frá London herma, að á föstudaginn var hafi þar verið teknir fastir tveir menn fyrir að halda opinberar æsinga- ræður í sambandi við hungur- göngur. Hafa stjórninni borizt áskoranir um að láta þá ekki lausa að sinni, heldur hegna þeim fyrir tiltækið. Útvarpsfrétt frá London seint í gærkvöldi hermir, að í gærdag hafi farið fram hungur- og kröfu- ganga atvinnuleysingja til Hyde Park* í London, þar sem skotið var á fundi undir beru lofti. Var til þess tekið að gangan og fund- urinn hefði farið fram með full- komnum friði og spekt. ýmsum verzlunargreinum minnk- að um einn þriðja eða jafnvel allt að helmingi síðan 1929. Þó telja skýrslur þessar að af öllum löndum muni Bretland vera næst því að rétta við. varp til slíkra bannlaga lá einnig fyrir þingi fríríkisins irska á laugardaginn var. Á móti frum- varpinu talaði Liam MacCosgair, fyrrverandi stjórnarforseti, og færði það til, að þessu frumvarpi væri sýnilega aðeins beint gegn »blástökkunum« .írsku (nazist- um). Búast nú sumir við því, að þetta sé fyrirboði þess, að Mac Cosgair muni ætla að snúast í lið með O'Duffy og »blástökkum« hans. Mun það ekki auka vin- áttuna milli de Valera og Mac Cosgair, en hún hefir, sem kunn- ugt er, verið með minnsta móti. ChurchillogÞjóðverjar. Heimwehr og Dollfuss. Versnandi viðskifii. Lundúnafrétt á laugardaginn hermir að samkvæmt opinberum skýrslum Þjóðabandalagsins, hafi viðskiftakreppan farið síversn- andi síðastliðið ár. Hafi veltan f Hinn nafnkunni brezki stjórn- málamaður Winston Churchill, flutti erindi við Oxford háskóla á föstudaginn, um ástand og horfur Evrópu. Stóð þá upp stú- dent einn, og spurði hvort Chur- chill vildi halda því fram í alvöru og af fullri sannfæringu, að þýzka þjóðin hefði átt sök á ó- friðnum mikla. Eftir nokkra um- hugsun svaraði Churchill játandi. Gullu þá við fagnaðaróp frá á- heyrendum, en stúdentinn hneykslaðist svo á svarinu, að hann gekk út. Herma útvarps- fregnir, að þessi yfirlýsing Chur- chill's og fagnaðarlæti Oxford- stúdenta yfir henni, hafi vakið mjög mikið umtal á Englandi. * Hressingargarður í miðri Lundúna- borg, um V/2 ferkílómeter að stærð. Þar erufrá fornu fari haldnir alls- konar fundir undir beru lofti. Einkennisbúningar. í brezka þinginu hafa farið fram umræður um, hvort banna skyldi einkennisbúninga stjórn- málaflokka eða ekki. — Frum- útvarpsfréttir á laugardaginn geta þess, að þegar sé f arið að ¦ brydda á ósamkomulagi á milli »Heimwehr«-flokksins í Austur- ríki og Döllfuss kanzlara. Eigi telur fréttin það þó alvarlegt, en sem komið er. Ástæuan er sú, að að »Heimwehr« hefir krafizt þess að margir flokksmanna sinna yrðu skipaðir í valda og virð- ingarstöður hinar helztu, er tekn- ar hafa verið af jafnaðarmönn- um, en Dollfuss vill eigi verða' við þeim kröfum. Hefir hann þó skipað einn landsstjórann (fylk- isstjóra) úr flokki »Heimwehr«- manna, en aðrar virðingarstöður allar eru skipaðar úr flokki »kristilegra jafnaðarmanna« og áhangendum Dollfuss sjálfs. Annars hafa ítalskir, ungversk- ir og austurrískir stjórnmála- menn setið á ráðstefnu í Buda- Pest undanfarið. Lauk þeirri ráð- stefnu á föstudaginn og vita menn lítið af henni annað en það,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.