Dagur - 27.02.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 27.02.1934, Blaðsíða 2
60 DAGUR 21. tbl. Neðri-Vindheimar á Þelamörk er laus til ábúðar í næstu fardögum. Umsóknir sendist hreppstjóra Glæsibæjarhrepps fyrir 20. marz. Benediki Gudjónsson. L\l M K Sjaínar sápa. í Sjafnar sápum eru einungis hrein og óblönduð olíu- efni. Notið eingöngu SJAFNAR SÁPUR, þær eru innlend framleiðsla, sem stendur fyllilega jafnfætis beztu erlendum sáputegund- um. Hvert stykki, sem selt er af Sjafnar sápum, sparar þjóðinni erlendan gjaldeyri og eykur atvinnu í landinu. Pað er þegar viðurkennt, að SJAFNAR SÁPAN er bæði ódýr og drjúg. Sjafnar handsápur gera húðina mjúka og eru tilbúnar fyrir hið viðkvæmasta hörund. Hver hyggin húsmóðir, sem vill fá hreinan og blæfallegan þvott, notar ein- göngu SJAFNAR ÞVOTTASÁPU, Sjöfn. Sjóvátryggingarfélag tr Islands h. f. Al-íslenzkt félag Sióvátryggingar. Brunatryggingar. /L0, w, Umboð á Akureyri: Kaupfélag Eyfirðinga. Það tilkynnist hér með vin- um og vandamönnum. að Hólmi fríður Jónsdóttir, Gróðrarstöð- inni, Akureyri, andaðist fimtu- daginn 22. þ. m. Jarðarförin er ákveðin laugar- daginn 3. marz n. k. og hefst með húskveðju á heimili hinnar Iátnu, kl. 1 e. h. Aðstandendur. Hjartans þakkiæti ölium þeim, er auðsýndu samúð við fráfall og út- för Ouðrúnar sál. Guðmundsdóttur. Systkinin. Pökkum auðsýnda alúð og hlut- tekningu við andlát og jarðarfðr Kristinar Pálsdóttur frá Kotá. Aðstandendur. að þeir Dollfuss og Gömbös, for- sætisráðherra Ungverja, eiga að hittast í miðjum marzmánuði, til þess að ræða frekar ýms atriði, um samkomulag og vináttusam- band Mið- og Suðaustur-Evrópu- ríkjanna. — Þetta virðist ótvírætt benda í þá átt, að Mussolini standi hér á bak við, og að ætlun þessara stjórnmálamanna sé, að greiða fasismanum götuna til öndvegis í þessum ríkjum. En sjálfsagt eiga Frakkar, sem eru lánardrottnar flestra smáþjóðanna af þessum, eftir að láta eitthvað til sín heyra. Afli i Noregi. Síðustu útvarpsfregnir herma, að veður hafi batnandi farið í Lo- foten um tíma, og gæftir séu nú góðar. Þó er afli minni en í fyrra. Hafa að þessu veiðst um 5.3 mill- jón kíló þorskfiska. Áfram, áfram! James R. Wedell, einn af nafn- kunnustu fluggörpum Bandaríkj- anna, ætlar nú að láta smíða flug- vél, er flogið geti 440 enskar míl- ur (708 km.) á klukkustund. Ætl- ar hann að nota hana í kappflug frá Englandi til Ástralíu er fram fer í október í haust og er búizt við að verðlaunin verði um 20,000 sterlingspund, eða um 443.000 kr. útvarpsfrétt á fimmtudaginn hermir að uppreisn hafi orðið í Argentínu. Virðist hún þó ekki hafa verið sérlega blóðug, því að fréttin getur aðeins um 16 fallna. LEIÐRÉTTING. Hvítárbrúin, sem skemmdist, var ekki á Hvítá í Borgarfirði, heldur á Hvítá eystri, á Brúar- hlöðum. Prentsmiðja Odds Bjömssonar, Bæjarstiórnarfyndur. (Framh.). 1. og 2. liður voru felldir. 3., 4, og 5. liður samþykktir, Gat Jó- hann Frímann þess, að óskirnar um vinnunótur, vikulega greiðslu vinnulauna og skýli og vanhús á aðalvinnustöðvum bæjarins, séu svo sjálfsagðar, að eigi hefði átt að þurfa að leita opinberrar sam- þykktar um slíkt. 5. liður var felldur, en í sam- bandi við hann lét Jóhann Frí- mann þess getið, að hann væri því fylgjandi, að í atvinnubóta- nefnd væru 5 menn, og kysi bæj- arstjórn tvo af þeim, þannig, að annar væri úr »Verkamannafé- laginu« en hinn úr »Verklýðsfé- laginu«. Skyldi hvort félagið til- nefna nokkra menn úr sínum flokki, en bæjarstjórnin síðan ráða við sig hvern hún kysi úr hvoru félaginu. Annars komu fram nokkrar til- lögur, í sambandi við ofangreint erindi »Verkamannafélags Akur- eyrar«, frá þeim Vilhjálmi Þór og Jóhanni Frímann. Frá Vilhjálmi Þór komu þessar: »Bæjarstjórn leggur fyrir þær nefndii', sem ráða yfir verkleg- um framkvæmdum bæjarins, að láta vinna nú strax og áfram meðan atvinnuleysið er mest í bænum, alla þá vinnu, sem fé er veitt til á fjárhagsáætlun yfir- standandi árs og hægt er að framkvæma vegna tíðarfars. Ennfremur samþykkir bæjar- stjórnin, að láta nú þegar, eða strax og kostur er á, byrja á að jafna hina væntanlegu kirkjulóð og gera annan undirbúning að kirkjubyggingunni, í atvinnubóta- skyni og verja til þess 10 til 15 þús kr. Atvinnubótanefnd ráði menn til atvinnubótavinnunnar og hlutist til um, í samráði við bæjarverk- stjóra og bæjarstjóra, að jafnan séu í vinnunni svo margir verka- menn, sem frekast er kostur á. iJafnhliða ályktar bæjarstjórn- in, að fela bæjarstjóra, að sækja um til ríkisstjórnarinnar, að þá vinnu, við kirkjubygginguna, sem unnin verður sem atvinnubóta- vinna, fái bærinn greidda úr rík- issjóði sem atvinnubótastyrk«. (Frh.). Slórlelld sjóðpurð i Veslmannaeyjum. »Nýja Dagblaðið« hermir 20. þ. m., að fyrir nokkru hafi gjald- kerinn við útibú útvegsbankans í Vestmannaeyj., Sigurður Snorra- son, tekið inn eitur, en verið bjargað með læknishjálp. Hafi þá grunur sprottið, að ekki væri allt með felldu, og eftir rann- sókn útibússt'jórans, Viggó Björnssonar, hafi Björn Steffen- sen, endurskoðandi verið sendur suður og uppgötvað fjárdrátt er nemi 35.000 kr. — »Morgunblað- ið« 23. þ. m., kveður hann þó nema 60.000 kr. og hafa átt sér stað síðan 1924. Dýr hrið i dýrtið. Veturinn hefir verið afar-harð- ur í Norður-Ameríku. »Heims- kringla« skýrir svo frá, að síð- ustu 10 dagana í desember hafi mátt heita óslitinn blindbylur og brunakuldi. — í Bandaríkjunum hefir veturinn eigi verið betri hlutfallslega. Hefir »Dagur« get- ið þess áður. En nýlega hafa geysibyljir gengið um norðaustur- ströndina. í Cincinnatiríki var snjórinn 3 metrar á dýpt. f New York komust menn eigi á kaup- höllina daginn eftir bylinn, en snjómoksturinn eftir hann kost- aði borgina 2y% milljón dollara (nærri ellefu milljón króna). Dýr hríð! Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs fré Höfnurn,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.