Dagur - 01.03.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 01.03.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÖB. Norðurgötu 3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin vift ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. ár 5 Akureyri 1. marz 1934. I n nlendar f rétti r. Slysfarir. Aðfaranótt mánudags sökk þýzkur togari suðvestur af Reykjanesi. Öll skipshöfnin bjarg- aðist í bátana. Leki hafði komið upp undir vélrúminu, og varð eigi stöðvaður. (ÚF.) Hendrik Oííóson rekinn. >Verklýðsblaðið« kveður Hendrik Ottó- 8on hafa verið rekinn úr Kommúnista- flokknum. Hafi hann brugðizt >þjóðernis- legri frelsisbaráttu< fiokksins, þingrofsvik- una og stundum gerzt málsvari >foringja allra verklýðssvikara<, Trotsky. Merk kona látin. Á þriðjudagskvöldið hermdi út- varpsfregn lát frú Bjargar C. Þorláksdóttur, er andazt hafði á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn, 60 ára að aldri. — Hin framliðna var einna þekktust íslenzkra sam- tíðarkvenna. Hún var dóttir Þor- Iáks hreppstjóra Þorlákssonar í Vesturhópshólum í Húnavatns- sýslu. Tók stúdentspróf í Kaup- mannahöfn og giftist Sigfúsi Blöndal, bókaverði, dr. phil. Með honum vann hún ósleitilega að hinni miklu íslenzk-dönsku orða- bók. Ennfremur lagði hún stund á heimspeki og sálræn vísindi og varð doktor við Sorbonneháskól- ann mikla og fræga í París, fyrir ritgerð um þau efni. Ennfremur skrifaði hún hina ágætu bók »Mataræði og þjóðþrif«, er einn- ig mun halda nafni hennar lengi á lofti. Mestan hluta æfi sinnar átti hún við illkynjaða lungna- berkla að stríða, svo að oft var henni ekki ætlað líf. Sögðu kunn- ingjar hennar stundum, að á vilj- anum einum til lífsins mundi hún lifa. Annars hefir heyrzt að krabbamein muni hafa dregið hana til dauða. — Fjölmargir ís- Ienzkir stúdentar munu þakklát- lega minnast gestrisni og alúðar þeirra hjóna, frú Bjargar og dr. Sigfúsar, er bæði voru eigi síður skemmtileg en gáfuð. — Þau hjón skildu fyrir allmörgum árum síð- an. — Skákmeisiari íslands, Ásmundur Ásgeirsson, tefldi í gærkvöldi 35 samtímaskákir í Samkomuhúsi bæjarins. Fóru svo leikar, að Ásmundur vann 21 tafl, tapaði 7, en gerði 7 jafntefli. Hann mun ætla heim til sín, á Mjóafjörð, með »Esju«, er senni- lega fer héðan í kvöld austur um. Fulltrúafundur. Á fimmtudaginn 2. febrúar var haldinn fundur á Akureyri með fulltrúum frá fiskifélagsdeildum Norðurlands. Tilefni fundarins var að ræða ýms mál, er útgerð- ina varða, en þó sérstaklega þau, er við koma Norðlendingum. Fundinn setti, í forföllum for- seta, varaforseti Stefán Jónasson og nefndi hann til fundarstjóra Pál Halldórsson, erindreka, og til ritara Jón Benediktsson. Fundinn sátu: Erindreki Fiski- félagsins, Páll Halldórsson og úr stjórn Fiskifélagsdeildar Norður- lands varaforseti Stefán Jónasson og gjaldkeri fjórðungsdeildanna og yfirfiskimatsmaður Jóhannes Jónasson. Auk þess voru mættir sem fulltrúar: Frá Akureyri: Haraldur Guðmundsson, útg.m. Jón Benediktsson, útgerðarstjóri. Malmquist Einarsson, útgerðarm. Frá Húsavík: Einar Sörensen, útgerðarmaður. Frá Árskógsströnd: Sigurvin Edilonsson, útgerðarm. Svanlaugur Þorsteinsson, útg.m. Frá Hrísey: Jón Sigurðsson, útgerðarmaður. Áður en gengið var til almennra fundarstarfa flutti erindreki Páll Halldórsson ítarlega ræðu um til- efni fundarins. Kvað hann hald- inn samkvæmt almennum óskum útgerðarmanna og sjómanna I verstöðvunum í grendinni og gat þess, að þótt fiskifélagsdeildirnar hefðu gengizt fyrir fulltrúakosn- ingu til fundarins, bæri þó að skoða fulltrúana mætta fyrir þessar stéttir í heild sinni, en ekki aðeins sem fulltrúa deild- anna. Tillaga kom fram um það, að erindrekinn og stjórnarmeð- limir Fiskifélagsdeildar Norður- lands, þeir Stefán Jónasson og Jóhannes Jónasson hefðu full réttindi á fundinum, þótt þeir ekki væru mættir sem kosnir full- trúar og var hún samþykkt ein- róma. Þessi mál voru tekin fyrir: 1. Fiskimat Framsögu í málinu hafði útgerðarmaður Svanlaugur Þorsteinsson. Eftir miklar um- ræður var samþykkt þessi tillaga frá framsögumanni: »Fundurinn væntir þess, að næsta Fiskiþing vilji beita sér fyrir því, að rýmk- að verði á reglum um fiskimat, þannig, að yfirfiskimatsmennirn- ir megi, þegar sérstaklega stend- ur á, votta mat á salt- og pressu- fiski, þótt aðeins einn maður hafi metið hann«. Þá var og samþykkt eftirfar- andi tillaga frá Jóni Sigurðssyni, sem áframhald fyrri tillögunnar: »Ennf remur lítur f undurinn þannig á, að æskilegt sé að kaup undirmatsmanna verði lækkað úr kr. 2.00 niður í kr. 1.75 á klukku- stund«. 2. Mótornámskeið á Húsavik. Einar Sörenson hafði framsögu í máli þessu. Lagði hann fram í málinu eftirfarandi tillögu, er var samþ. með öllum atkv.: Fundurinn leggur til, við Fiski- félag Islands, að það á næsta hausti, eða fyrri hluta vetrar, komi á mótornámskeiði á Húsa- vík, með svipuðu fyrirkomulagi eins og var á Húsavík 1930«. 3. Rekstrarlán handa smabátum. Erindreki Páll Halldórsson hóf umræður og lagði fram eftirfar- andi tillögu, er samþ. var í e. hlj. »Fundurinn skírskotar til sam- þykktar sameiginlegs fundar út- gerðarmanna í Norðlendinga- fjórðungi, er fylgir hér með í eft- irriti. Fundurinn telur ekki fengna úrlausn þessa máls ennþá og leyfir sér því að snúa sér til hins háttvirta Fiskifélags íslands, og háttv. milliþinganefndar í sjávarútvegsmálum, er nú situr að störfum, með beiðni um að þessir aðilar geri sitt ítrasta til að úr reksturslánaþörfinni verði bætt svo íljótt, sem u *~ móti er mögulegt«. Þegar hér var komið var fundi frestað, en kl. 9 var fundur sett- ur að nýju og voru þá mættir til viðbótar við fulltrúa þá, er áður voru komnir: Þorbjörn Áskelsson og Vilhelm Vigfússon frá Grenivík. Hermann Jónsson og Hinrik Sveinsson frá Flatey. Brynjólfur Jóhannesson frá Hrísey. Sigfús Þorleifsson frá Dalvík. Jóhann Þ. Kröyer frá ólafsfirði. 4. Fulltrúaval. Eftir miklar umræður um mál- ið kom fram eftirfarandi tillaga frá Páli Halldórssyni: I 22. tbl. Nýja-Bíó Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9 Dýzk tal og söngvamynd í 10 iiáttum. Aðalhlutveikin leika: Rolf Von Goth, Albert Paulig, Ernst Verebes, Paul Hörbiger ogsöngkonan Marta Eggerth. Myndin er full af fjöri og fyndni, enda leikin al pekktustu og vin- sælustu skopleikurum Djóflverja. Hljomleikarnir i myndinni eru eltir valsasnillinginn FRAHZ LEHAR. Fædd 8. maí 1849. Dáin 24. febr. 1934. Lund þín var Ijúf og auðug af læknisdómum þeim, er lífinu gefa gildi og græða hinn sjúka heim. En þeir eru góðvild og göfgi og gleði við þröngan kost; og varandi innri æska gegnum andviðri lífs og frost. Þú fæddist í fátæku ranni; namst fornan, íslenzkan sið; guðstrú, og hugsun hreina, og hélzt þessu jafnan við. Til handa öldnum og ungum þú áttir gjafa fjöld; þú býttir þeim fjársjóðnum fagra fram á þitt hinsta kvöld. Gjaldan1—-" ea: t'.r' -Mii Vit>, En gengi göfugrar sálar af góðverkum þróast og rís. F. H. B. »Fundurinn lýsir fullu trausti á Sölusamlagi ísl. fiskframleið- enda, en tjáir sig hinsvegar mjög óánægðan með að samlagsstjórn- in skuli hafa kvikað frá ákvörð- unum sínum i bréfi frá 22. des. f. á. um fulltrúa fyrir fjórðung- ana og skorar á hana að taka þá ákvörðun upp aftur til fram- kvæmda á þessu árk. (Framh.). - -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.