Dagur - 03.03.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 03.03.1934, Blaðsíða 2
66 DAGUR 23. tb!. mál hnyttilega í einni af sögum sínum: »Unga stúlku langar til, en þor- ir ekki, að verða við öllum óskum kærastans. Hún gjörir bæn sína til Maríu guðsmóður um kvöldið: »ódauðlega mey! Þú sem þungað- ist án þess að syndga; virztu í náð þinni að unna mér þess að syndga án þess að þungast! En guðsmóðir heyrði ekki bæn henn- ar«. — Þannig segist skáldinu frá, og hefur þessi bænagjörð hneykslað katólska klerka, en lúterska síður. »Dusprichst ja fast wie ein Fran- zos!« mundu þeir máske segja með Goethe, ef Anatole væri ekki sannur Frakki, hreinskilinn og mannúðlegur. Hvernig sem því nú er háttað með ástalífið á öðrum stjörnum, þá er dr. Helgi nokkuð viss í því, að lífgeislinn okkar ratar sína leið yfir um. Hann fer við- stöðulaust, eins og dreginn af huldu segulafli, einmitt til þeirrar stjörnu, þar sem hinn framliðni hefur sjálfur unnið til að búa. Líkur sækir líkan heim. Góður maður fer þangað þar sem góðir eru fyrir, en vondur til vondra; — og vei þeim vesalingum, — því þar kveljast þeir svipuðum kvölum og klerkar (fyrrum) kenndu um kvalir fordæmdra í helvíti. Og helvítin eru mörg, segir dr. Helgi, og heldur því fram, að auki, að margir séu í vítisvist þegar hér á jörðu, í þessu lífi (virðist þá hart að- göngu að eiga von á öðru lífi með öðru vítinu til, eða fleirum verrí seinna). En huggunin er sú, að kvölin varir ekki eilíflega og stjörnurnar eru margar og má með yfirþót komast úr verri stöð- um til betri. Áður en ég fylgi dr. Helga lengra, vil ég segja, að mér finnst hann helzt til harðvítugur í kenningunum. Og sérstaklega tekur mig sárt, hvað hann talar illa um okkar jarðneska líkama, þó forgengilegur sé og gallaður. Það er eins og honum hafi aldrei þótt vænt um sinn eigin fríða vöxt og góðu vöðva. Eg veit þó, að svo þótti honum einu sinni, al- veg eins og mér. Það var á okkar Hafnarárum. Og þó ég sé nú orð- inn gamall nokkuð, og ekki neitt glæsilegur í augum stúlknanna, þá þykir mér fyrir mitt leyti enn þá svo vænt um mitt eigið andans musteri, að eg mundi, að minnsta kosti í bili, harma viðskilnaðinn álíka sárt og söguhetjurnar gera í Hómers kvæðum. Þar segir skáld- ið t. d. bæði um viðskilnað Patro- klusar og Hektors: »------en sál- in fór til Hadesar-heims, harm- andi forlög sín, er hún þurfti að skilja við þroskann og æskuna«. Ennfremur vil eg segja, að úr því dr. Helgi telur víst, að við getum í einum rykk liðið fram til annarar stjörnu og líkamað okkur þar, til að lifa aftur í nýju holdi, sem kann að vera bæði langtum haldbetra og fullkomn- ara en það, sem við nú eigum, þá er óþarfi að skæla. Aftur þykir mér að hinu leyt- -♦ • • • m- 4 Kaupfélag Eyfirðinga — Járn- og Glervörudeildin. — Fulltrúafundur jflijj), tveggja herbergja, ásamt eld- húsi, er til leigu frá 14. mai á Eyrarlandsveg 1Q. inu sárt, að þurfa endilega að skilja alveg við þessa jörð og þjóta strax til stjörnunnar, að henni ólastaðri. Því þó eg, líkt og ólafur í Brekku, hafi farið til ellifu landa, eða jafnvel fleiri, þá fyndist mér afar skemmtilegt, að mega enn fara til langtum fleiri landa, þar á meðal í rúss- nesku dýrðina og líkamast ein- hvernveginn hvað eftir annað hér og hvar, þar til eg væri orðinn alveg saddur á jörðinni og henn- ar lystisemdum. Eg hugsasemsvo, eilífðin er löng, og liggur ekkert á að fara til Síríusar o. s. frv. Eg felli mig hér miklu betur við kenningu Odds Björnssonar, sem segir að við munum endurholdg- ast hér a jörðu hvað eftir annað, enduriifna og endurvakna aptur og aptur í okkar afkomendum, og frændakyni, mann fram af manni, og læra smámsaman meira og meira í reynzluskóla jarðvistar- innar, svo að líkamir okkar í framtíðinni geti orðið æ full- komnari og fullkomnari og ef til vill líði ekki á löngu þangað til við getum lyft okkur og svifið yf- ir láð og lög í léttum og liðugum líkömum, flugvélalaust, í ítur- vöxnum líkömum, sem eru hrein- ir og mjúkir, en styrkir sem stál- fjöður og yndislegir og eldfljótir í öllum hreyfingum. Og þá þurf- um við ekki alltaf að vera að eta allskonar óhollustufæði og drekka okkur til dómsáfellis og eitrast og óróast af neinum meltingargerl- um og þeirra djöfullegu truflun- um, því líffæri vor verða það fullkomnari orðin, að við sækjum alla lífsnæringu úr heiðloptinu tæra og blessuðu sólskininu. (Framh.). Steingr. Matthiasson. Bæjarfréttir. Messur. Messað verðui- á morgun kl. 12 á hádegi í Lögmannshlíð. Aðalfundur Framsóknarfélagsins á Akureyri, var haldinn í gærkvöldi. Stjórnin var endurkosin. Fundinn sátu margir félagsmenn og var hann hinn fjörUgasti, stóð fram til miðnættis, þótt eigi væru mörg mál á dagskrá, né ágreiningur meðal félagsmanna. Prédikun í Aðventkirkjunni sunnu- daginn kl. 8 síðdegis. Félagar. Munið eftir aðalfundi F. V. S. A. kl. 1 e. h. á morgun, í Skjaldborg. Voröld heldur fund næstk. sunnudag kl. 8% síðd. á Hamarstíg 1. Zíon. Samkomur á morgun: Kl. 10 f. h. Barnasamkoma. Öll börn velkomin. Kl. 8Vz e. h. Almenn samkoma. Allir velkomnir. K. F. U. M. fundur mánud. kl. 8% e. h. í Zíon. — Allir ungir menn vel- komnir. Hljómsveit Akureyrar efnir til hljóm- leika næstkomandi fimmtudag í Nýja Bíó. Á hlutverkaskránni verða meðal annars lög, sem allur almenningur kannast við. (Framh.). Ennfremur kom fram svohljóð- andi tillaga frá Jóni Sigurðssyni og var hún samþ. einróma: »Fundurinn skorar á stjórn sölusamlagsins að halda fund einu sinni á ári með minnst 5 fulltrú- um úr hverjum landsfjórðungi, þar sem mál samlagsins væru ít- arlega rædd og teknar ákvarðan- ir um framtíðarstarfsemi þess«. Þegar hér var komið var fundi frestað til næsta dags. — Var þá tekið fyrir: 5. Ráðningarkjör sjómanna. Framsögumaður þessa máls var litgerðarmaður Jón Sigurðsson. Lagði hann fram nefndarálit með stuttri ræðu. Um málið urðu fjörugar umræður og hnigu þær í þá átt að halda fast við álykt- anir þær, er gerðar voru á full- trúafundi 9. jan. 1931, en á því hafði reynzt brestur að undan- förnu. í málinu kom fram svo- hljóðandi tillaga frá Jóni Sig- urðssyni: »Fundurinn mælir eindregið með því að allstaðar beri að koma á almennum hlutaskiptum á alla báta, stærri sem smærri, eins og tíðkast hjá Siglfirðingum, Hrís- eyingum og byrjað er hjá ólafs- fírðingum og er í samræmi við fundarsamþykkt, er gerð var á fulltrúafundi, sem haldinn var á Akureyri 9. jan. 1931«. Tillagan var samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum. Ennfremur svohljóðandi tillága frá Páli Halldórssyni: »Fundurinn telur nauðsynlegt að kaupgjald kvenna við fiskút- gerð verði miðað við hlutdeild í afla eða prósentur, að svo miklu leyti, sem við verður komið á hverjum stað, eins og tíðkast á sumum stöðum, til dæmis í Ólafs- firþi«. Tillaga þessi var samþ. m. öllum greiddum atkv. Þá var tekið fyrir: 6. Olíuinnkaup: Útgerðarmaður Jón Sigurðsson reifaði málið og benti á möguleika til olíukaupa frá Rússum. Eftir fjörugar um- ræður kom fram svohljóðandi f undarályktun: wr Tapast hefir karlmanns armbandsúr á götum bæjarins. Fundarlaunum heitið þeim, sem finnur. Bernharð Laxdal, klæðskeri. Þjóðjörðin BAKKI í Svarfaðardal (að tveim þriðju hlutum) er Iaus til ábúðar í -næstu fardögum. Umsækjendui snúi sér til hrepp- stjórans í Svarfaðardalshreppi fyrir 1. apríl n. k. Tjörn, 26. febrúar 1934. Þórarinn Eldjárn. 1 strðnoar ai M\míl merktir Karl Árnason. Vaði, töpuðust af bíl á veginum frá Akureyri að Skógum 21. febr. s. i. Finnandi beð- inn að gera aðvart Tómasi Sigurgeirs- syni, Eyrarlandi, Kaupangssveit. »Fundurinn ályktar að kjósa þriggja manna nefnd, er starfí fyrst um sinn að því, að reyna að þrýsta niður söluverði á olíum og bensíni til útgerðarinnar, og í sambandi þar við að leita verðtil- boða hvar sem hún getur«. Fund- arálit þetta var samþykkt í einu hljóði og var síðan kosin nefndin og hlutu kosningu þeir: Jón Sig- urðsson, Stefán Jónasson og Þor- valdur Friðfinnsson. 7. Lifrarbræðsla. Framsögu- maður málsins, Vilhelm Vigfús- son reifaði það. Var sþ. eftirfar- andi fundarályktun: (Framh.). Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Prentsmiöja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.