Dagur - 06.03.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 06.03.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. Júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin vift ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. ár. T Akureyri 6. marz 1934. h m-m- -•'?'••••¦•• • • • * ^ m-m * m m ,m m m.-m. m m-m m * ~m-~&-m—m~&-*~m~& HE-#- í 24. tbl. Erlendar fréttir. Afvopnunin. Stöðugt þrefa stórveldin um af- vopnunartillögur sínar, og gengur lítið né rekur. Þó telja síðustu fréttir heldur hafa blásið byrleg- ar síðustu viku, með því að Þjóð- verjar og ítalir virðist nú sæmi- lega fúsir til þess að ganga að afvopnunartillögum Breta, er meðal annars ganga í þá átt, að engin stórþjóðanna skuli hafa meira en 200.000 vígbúinna her- manna á hvaða tíma sem er og skuli þá eigi litið til þess að mis- munur sé fólksfjölda í stórríkjun- um. Helzt stendur á Frökkum, er telja eigi brezku tillögurnar setja nægilegar skorður vígbún- aði Þjóðverja, og telja, að t. d. öll íþróttafélög þeirra séu þjálfuð til allskonar hermennsku, þótt ei sé það látið í veðri vaka. Annars er engu minna rætt um vaxandi vígbúnað, er fjöldi manna óttast að fari í hönd, og eigi að ástæðulausu, þrátt fyrir allt afvopnunarskrafið. I" brezka þinginu báru jafnaðarmenn fram tillögu um að -banna einkafyrir- tækjum allt hergagnasmíði. En stjórnin lagðist á móti þeirri til- lögu, kvað hana eigi myndi ná til- gangi sínum. Væri enn eigi frið- vænlegra en svo, að öll ríki yrðu jafnan að vera reiðubúin til hins ýtrasta og yrði afleiðingin þá sú ein, ef einkafyrirtæki eigi mættu starfa að hergagnasmíði, að þá yrði ríkið sjálft að taka það að sér. Var tillagan felld. — Þá hef- ir og Beatty, hinn nafnfrægi brezki aðmíráll, krafizt þess, að flotinn yrði aukinn að stórum mun. Aðrar kröfur hafa og kom- ið fram meðal Breta, að auka mjög flugflotann og er vissa fyr- ir því, að það verður gert. * * • Mjög mikið var selt á iðnsýn- ingunni brezku síðastliðna viku. Vænta Bretar sér góðs af og telja þetta, ásamt öðru, t. d. 9l/2 millj. sterlingspunda veitingunni til Cunnard skipasmíðisins, ótvíræð- an vott þess, að nú sé loks að rakna fram úr kreppunni. hún muni einhverju ljósi geta varpað á starfsemi og glæpaferil manns síns. Annars telja frönsk blöð, að stöðugt komi nýtt og nýtt í ljós, er bendi til þess, að Stavi- sky hafi verið við miklu fleiri stórkostlega glæpi riðinn, en fjár- svikahneykslið. T. d. telja þau sum, að hann muni hafa verið foringi íkveikjufélags, er víða hafi kveikt í, til þess að fá greidda vátryggingu, þar á meðal stórskipsins »Laplandic«, er mjög var talað um á sínum tíma. Stavisky-hneykslið. er stöðugt undir rannsókn í Prakklandi og einna tíðræddast mál á dagskrá. Hefir frú Stavi- sky nú verið kölluð fyrir rann- sóknarnefnd, er væntir þess, að Lausn Dimitroffs. Illa mæltist fyrir í flestum stórblöðum erlendra ríkja, fang- elsisvist Dimitroffs og félaga hans, löngu eftir að þeir voru dæmdir sýknir saka af ríkisrétt- inum. Var margs til getið hvað valda mundi. Opinberlega var sagt, að ástæðan væri sú, að þeir hefðu verið sviptir ríkisborgara- rétti í föðurlandi sínu, Búlgaríu. En annars var Göhring kennt um varðhaldið, en talið að Goebbels og Hitler vildu hlýða dómsúr- skurðinum. Þykir mörgum þetta hafa sannazt nú, er þeir félagar voru svo skyndilega lausir látnir og meðal annars benda til þess, að Göhring muni brátt verða að láta í minni pokann fyrir Hitler, er þyki hann orðinn helzt til um- svifamikill, enda muni Hitler ætla að losa sig við Göhring, með því að skipa hann sendiherra til ftal- íu, líkt og Mussolini fór með fyrr- verandi ástvin sinn, Balbo, er hann gerði hann að landstjóra í Afríku, svo að hann skyldi eigi vaxa sér yfir höfuð í lýðhyllinni, eftir flugferðina frægu til Amer- íku í sumar. Söderbloms minnst. Alveg nýlega er út komið í Svíþjóð minningarrit um Na- than* Söderblom, erkibiskup. — Hafa 70 nafnkenndir menn er- lendir skrifað um hann, allir full- ir aðdáunar á gáfum hans, dreng- lyndi, f jöri og trúarstyrk. — Sö- derblom var heimsfrægur maður fyrir kirkjulega starfsemi, enda vafalaust langtum glæsilegastur kirkjuhöfðingi sinnar samtíðar. í ÉÉ í fltaíi. Nýja-Bíó þriðjudagskvöld kl. 9. Alpýðusýnino NiðurseU verfl. flrséne Lupin. John og Lionel Barrymore. Miðvikudagskvöld kl. 9 Línuvindur. Smá-mótorbátum — trillum — er alltaf að fjölga við strendur landsins. Hingað til hafa þessir bátar ekki notað. línuvindur eins og stærri bátar og skip. Vélaverkstæðið »Oddi« hér í bænum (eigendur Jón Þorsteins- son og Gunnlaugur Jónsson) hefir byrjað að smíða^entugar, litlar vindur í »trillur«, sem eins og línuvindur í stórum mótorbátum er snúið af hreyfli bátsins. Vind- ur þessar eru gerðar eftir ná- kvæmar athuganir á þörfum bát- anna hér við land og verða seldar við mjög sanngjörnu verði. Er það mikill hægðarauki fyrir »trillu«-eigendur, að geta fengið þessi nauðsynlegu áhöld hér hjá verkstæði, sem er þekkt að því, að vanda sem bezt öll sín verk, í stað þess að þurfa að panta þau frá útlendum, óþekktum verk- smiðjum með löngum fyrirvara. Vélaverkstæðið »Oddi« sendir þessi tæki fullgerð hvert á land sem er gegn póstkröfu, og ann- ast einnig um niðursetning þeirra í báta hér á staðnum. Línuvindur þessar eru þannig gerðar, að mjög auðvelt er að breyta þeim í * vindu þá, sem Sveinbjörn Jónsson hefir fundið upp og reynd var í ólafsfirði í fyrrasumar af Þorsteini Þor- steinssyni. Er sú vinda þannig ¦ l Dýzk tal og söngvamynit i 10 pðttum. Myndin er lull af tjðri og ffyndni, enda leikin at pekktustu og vin- sælustu skopleikurum Hjúðverja. Hljömleikarnir í myndinni eru eltir valsasnillinginn FRANZ LEHAR. gerð að hún, auk þess að draga línuna úr sjónum, sleppir henni sjálfkrafa og hringar hana niður í línustampana. Vinda þessi spar- ar þannig eins manns verk fram yfir aðrar vindur. Þessi uppfynd- ing verður reynd til fullnustu nú á vormánuðunum af 3—4 »trillu«- bátum hér við Eyjafjörð. En með vorinu mun þessi »dráttarmaður« koma á markaðinn fyrir smábáta og síðar fyrir stærri báta og línu- veiðara. Geta þá þeir, sem hafa fengið línuvindur hjá vélaverk- stæðinu »Oddi«, með mjög lítilli fyrirhöfn breytt þeim í þessar nýju vindur, sem sjálfar hringa línuna niður. Sv. * Hann var annars ekki skýrður Na- than, en kallaði sig svo. Skírður var hann Lars Olaf Jonathan. Bæjarfréttir. Árshátlð Menntaskólans var haldin á laugardaginn var, á messu hiris heilaga Jóns, sem venja er orðin. Hafði hinn blessaði biskup gefið gott veður á há- tíðina, enda fór hún að öllu hið bezta fram. Þórarinn Björnsson meistarl flutti stutt, en fróðlegt og skemmtilegt erindi um »Le Rire« (»Hláturinn«) eft- ir Bergson. Skólameistari talaði tvisvar f allega, bauð gesti velkomna og þakkaði, fyrir minni skólans. Fyrir minni hins blessaða biskups mælti óskar Magnús- son frá Tungunesi, 6. bekk, Bárður Jakobsson 5. bekk, fyrir minni skólans og Árni Jónsson, 3. bekk, fyrir minni kvenna og þótti öllum segjast ágæta vel. Steingrímur Jónsson, bæjarfógeti þakkaði hlýjum orðum og fögrum árn- aðaróskum, skóla og nemendum fyrir hönd gesta. Ragnar Jóhannesson, 6. bekk, hafði ort einkar skemmtileg og græzkulaus kvseði, til söngs undir borð- um; var og margt fleira sungið. Tvö- faldur kvartett, undir stjórn Guðmund- ar Matthiassonar frá Grímsey, söng, og urðu margt að endurtaka. En er borð voru upp tekin, var stiginn dillandi dans, undir fiðlu Karls Runólfssonar og píanóleik Gunnars Sigurgeirssonar, en á milli sungu skólasveinar undir leiðsögu Björgvins Guðmundssonar. — Skólinn var mjög fagurlega skreyttur og lýstur, í samræmi "við lit veggja og ganga. Höfðu listfengir skólasveinar að því starfað undir forystu Steinþórs Sigurðssonar, meistara. Kökur allar höfðu skólasveinar bakað sjálfir, önn- uðust þeir veitingar, einkennisklæddir, að loknu borðhaldi. Blaöið hefir verið beðið að geta þess, að aðgöngumiðar að árshátíð félags verzlunar- og skrifstofufólks verði af- hentir í Ryels B-deild fimmtudag og föstudag og alls ekki eftir kl, 7 &. föstudagskvöld,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.