Dagur - 08.03.1934, Side 1

Dagur - 08.03.1934, Side 1
D AOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. ofe. XVIL ár. | Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötuö. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 8. marz 1934. 25. tbl. Bæjarstjórnarfundurinn. Tilraunir nokkurra verkamanna úr flokki kommúnista til þess að i'.gna bæjarstjórn, með því að slá hring um hana og ætla sér að varna henni útgöngu, eftir að þeir höfðu hleypt upp fundinum, unz hún hefði breytt samþykktum sínum að geðþótta þeirra, mun mælast misjafnlega fyrir, þegar litið er á alla málavöxtu. Þeir, sem utan við standa, munu álíta að til þess að réttlætt verði slík framkoma, hefði bæjarstjórnin orðið að gera sig bera að meira en litlum fjandskap í garð verka- mannanna. Aðalkrafan skilst oss að sé at- vinnubótavinna handa 100 manns. Þótt bæjarstjórn hafi hafnað henni, mun meira en hæpið að fullyrða að það sé af fjandskap við verkamenn- Hitt mun sanni nær, að hún álíti sig hafa yfir æði takmörkuðu fé að ráða til atvinnubóta, eigi hún ekki að hleypa á kaf í skuldafenið, svo takmörkuðu, að hún sjái sér eigi fært að ganga skilyrðislaust að þessari kröfu. Á hinn bóginn er vitanlegt, að fyrir þrem vikum samþykkti bæj- arstjórn í þessu sambandi nokkr- ar tillögur; í aðalatriðum þessar: Að leggja fyrir .nefndir verklegra framkvæmda að láta vinna strax og áfram, meðan atvinnuleysi er, alla vinnu, sem fé er veitt til á fjárhagsáætlun og möguleg er vegna tíðarfars; byrja að jafna til væntanlega kirkjulóð og veita til undirbúnings að kirkjubygg- ingu allt að 10—15 þús. kr., og að fela atvinnubótanefnd í sam- ráði við bæjarstjóra og bæjar- verkstjóra að sjá um, að jafnan vinni svo margir verkamenn, sem frekast er kostur á. Enginn neitar því, að slæmt er, að eigi er enn meira komið í framkvæmd af þessum tillögum en raun er á. »Verkamaðurinn« kennir um blekkingum, svikum og fjandskap bæjarstjórnar við verkalýðinn. Þetta er vitanlega hugarburður. Ástæðan er ekkert leyndarmál; blátt áfram sú, að bæ'jarstjórnin er eigi sjálfráð í þessu efni. Uppdrættir að kirkju eða sjúkrahúsi eru eigi fyrir hendi. Það kom skýrt í ljós, var tekið fram af bæjarfulltrúa V. Þór á bæjarstjómarfundinum s. I þriðjudag, að leitað hefir verið til húsameistara ríkisins, hvort eigi mætti vinna að grunni og undir- búningi, þótt ei væri gengið frá endanlegum mælingum, en það svar fengizt, að það væri eigi mögulegt, fyrr en húsameistari kæmi. Jafnvel vafalaust að bygg- ingarstaður verður ekki ákveðinn til fulls af hans hálfu, fyrr en hann er hingað kominn. Þá mun og hafa verið beðið um lauslegt riss að stærð kirkjunnar, en húsa- meistari eigi viðbúinn að láta það í té, fyrr en hann kemur. Er það og líka skiljanlegt, hafi sóknar- nefnd ákveðið að hafa kirkjuna minni en til var ætlazt í fyrstu. Hefir bæjarstjórn tvímælalaust gert það sem í hennar valdi stóð, til þess að hrinda af stað fram- kvæmdum, enda svo komið að nú stendur einungis á komu húsa- meistara ríkisins, en hans er von innan fárra daga. Verður at- vinnubótavinnan þá vafalaust þegar hafin. Því má bæta við, að við Glerár- garðinn hefir eigi verið hægt að vinna, sökum ísleysis á eyrum er hindrar grjótdrátt á sleðum og skara í ánni, er hindra grjótakst- ur á bílum. Að þessu öllu athuguðu, sem og hinu, að bæjarstjórn skipa nú að miklu leyti nýir menn, er sam- kvæmt því, sem hér er að framan sagt, eigi með nokkurri sanngirni verður fullyrt um að enn hafi gert sig bera að »blekkingum, svikum og fjandskap« við verka- lýð Akureyrar, mun fæstum virð- ast fullgild ástæðan til ógnananna og upphleypingar bæjarstjórnar- fundar, heldur hitt, að hér hafi af æstum huga verið óhöndulega stefnt til meiri alvöru en nauðsyn bar til. Fjölmargra samúð er vís góðum málstað, þótt með festu sé fram borin. En fámennur flokkur þarf eigi að ætla sér þá dul að kúga menn til fylgis við sig með reiddum hnefum einum. Sú leiðin er vísastur vegur til sameinaðrar andúðar, og til vakningar þeim öflum, sem óþarflegust leynast með einstaklingum og þjóðfélög- um, og líklega eigi síður hér á íslandi en annarstaðar, svo sem skaphöfn vorri og aldagömlu upp- eldi er farið. * * * Bæjarstjórninni var boðin lög- regluaðstoð í fyrrakvöld- Til þess gat virzt full ástæða. Og það er nokkurnveginn segin saga, að í hverju öðru landi hefði hún þótt sjálfsögð og verið með þökkum þegin, er svo horfði við. En bæj- arstjórn Akureyrar á allt lof skil- ið fyrir að hafna því tilboði, eins og á stóð. Fullkomin stilling og æðruleysi er oft langt um drýgra lögregluvaldinu, þegar hugir eru svo æstirjS&ð jafnvel einföld varn- arráðstöfun mundi álitin ögrun. Og hafi svo verið, sem sjálfsagt er enn að álíta, að hér hafi frem- ur en ólátahugur að verki verið afvegaleidd tortryggni og æst ó- þolinmæði, sökum dráttar á sam- þykktum framkvæmdum, dráttar, sem þó var óhjákvæmilegur, eins og glöggt hefir komið í ljós, þá var skynsamlega og rétt ráðið. Athugasemd verð ég að gera við þau ummæli vors góðkunna vinar, Steingríms læknis Matthíassonar, er hann í grein sinni »Jörð og aðrar stjörn- ur« tekur til orða um »þjóðsög- urnar afarmörgu, sem Þorst. M. yfirfylli markaðinn með, svo að kvæðabækur og skáldsögur ungu skáldanna hverfa og gleymast í bingnum«. Fyrst er nú það, að þjóðsögur og listaskáldskapur eru svo hæfi- lega fjarlægar bókmenntagreinir hvor annarri, að eigi verður í fljótu bragði séð, að önnur útgáf- an spilli fyrir hinni. En þótt svo væri, virðist ekki maklegt að á- saka Þorstein M- Jónsson, heldur þvert á móti. Að vísu hefir hann gefið út þjóðsögur. En það hafa fleiri gert og gera. Af sex þjóð- sagnasöfnum, er út komu síðast- liðið ár, gaf hann einungis út eitt. Um það má lengi deila, hvenær sé of mikið af þjóðsögum komið á markaðinn. Enn kennir ekki neinnar ólystar kaupenda sökum offylli. Og eigi þarf hér að fjöl- yrða um gildi þjóðsagna, játað af öllum siðmenningarþjóðum. En einmitt í sambandi við kvæðabækur og skáldsögur hinna yngri skálda, á ekki við að haga svo máli sínu, að skilja megi lítt kunnugir, að Þorsteinn beri meiri umhygju fyrir þjóðsögunum en skáldritunum. Því að eigi nokkur íslenzkur bókaútgefandi óskorað- ar þakkir skáldritahneigðra ís- lendinga skilið, þá er það einmitt Þorsteinn M. Jónsson. Hefir hann ekki óslitið gefið út Ijóð og sögur ágætra og efnilegra skálda, hinna yngstu sem hinna yngri? Nægir En fari svo, að hleypa eigi upp hv.erjum fundinum á fætur öðr- um með hótunum eða sífelldum truflunum, og fyrir ekki meiri sakir, þá þarf engan að undra, þótt bæjarstjórnin vilji einhverj- ar varnarráðstafanir gera til þess að sjá dagskrá sinni farborða og firra sig jafn aðgöngulum heim- sóknum. En annars er skemmra að bíða en svo, að ófriði taki, unz stað- reyndirnar skera úr því hvorir hafi meira til síns máls, þeir, sem einungis trúa blekkingum, lygum og svikum á hina nýju bæjar- stjórn, eða hinir, sem trúa henni til heilinda í þessu máli. þar að benda á nokkur nöfn: Hulda, Davíð Stefánsson, frá Fagraskógi, Jóhannes úr Kötlum, Friðrik Á. Brekkan, Jóhann Frí- mann, Guðmundur G- Hagalín, Halldór Kiljan Laxness. Mér þætti fróðlegt að vita, hver ís- lenzkra útgefanda hefði meiri viðleitni sýnt til þess í senn, að velja sér verðmæt yngri skáld til útgáfu og koma þeim á fram- færi, er hann teldi líklegt að mættu verða sér og þjóð sinni til sæmdar. Suma þessa höfunda, sem nú eru þjóðkunnir orðnir að makleg- leikum, hefir hann gefið út frá byrjun, t. d. Brekkan og Haga- lín, en tryggt sér æ meira af verkum annara hinna beztu. Eg fjölyrði ekki frekar um þetta. Veit, að Steingrímur hefir verið dálítið viðutan, er hann hleypti þessari setningu inn í grein sína, að honum er vafa- laust jafn Ijóst og mér, hve mikið vor bær og vér allir eigum upp að inna jafn merkilegum og sér- stæðum bókaútgefanda og Þor- steini M. Jónssyni. Akureyri 8. marz 1934. S. Halldórs frá Höfnum. Tveir nefndarbændur 1 Engi- hlíðarhreppi í Húnavatnssýslu eru nýlátnir, að því er útvarps- fregnir herma, Einar Guðmunds- son á Neðri-Mýrum í Refasveit og Ari Erlendsson á Móbergi í Langadal. Báðir höfðu þeir gegnt hreppsnefndarstörfum og bjuggu myndarlega- Ari heitinn var nafn- kunnur þjóðhagasmiður, enda ber Móberg þess vott, gestum og gangandi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.