Dagur - 13.03.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 13.03.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júií. XVII 4 ár. | Afgieiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞOR. Norðurgötuö. Talsfmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 13. marz 1934. J 27. tbl. Innlendar fréttir Bankarannsóknin. Eftir seðlahvarfið í Landsbank- anum, er getið var um í »Degi« um daginn, mun hafa verið á- kveðiö að hefja almenna rann- sókn og endurskoðun á rekstrin- um. Voru hinir og aðrir starfs- menn bankans og útibúanna syðra fluttir til, en meðal annars var aðalgjaldkera Landsbankans, veitt lausn frá störfum um þriggja mánaða tíma. Til þess að gegna starfi hans á meðan var settur Hilmar Stefánsson, for- stjóri útibúsins á Selfossi. útvarpsfrétt á sunnudagskvöld hermir síðan frá því, að aðal- gjaldkeri Landsbankans, Guð- mundur Guðmundsson, hafi verið settur í gæzluvarðhald, en ástæð- an sé sú, að vart hafi orðið við misfellur á bókfærslu hans, er farið var að rannsaka rekstur bankans í sambandi við seðla- hvarfið. En um seðlahvarfið sjálft eru menn engu fróðari. Atvinnuleysið í Reykjavik. Samkvæmt skýrslum hagstof- unnar voru 1. febrúar í Reykja- vík 544 atvinnulausir menn. I fyrra um sama leyti voru þeir 623, en í hittifyrra 550. — Nú voru einnig taldar konur. — Af þessum 544 atvinnuleysingjum voru verkamenn 451, sjómenn 69 og iðnlærðir 24. Af þessum 544 voru ennfremur 340 ómagamenn, með 788 ómaga á framfæri. — Mestur hluti atvinnuleysingjanna hafa enga atvinnu haft meirihluta síðasta ársfjórðungs, en 89 allan tímann. Hraðfrysting Espholins. »Nýja Dagblaðið« skýrir frá því, að Ingólfur G. S. Espholin hafi í sumar látið smíða mjög hagkvæmar frystivélar eftir sinni fyrirsögn, ætlaðar til skyrfryst- ingar, með útlendan markað fyrir augum. Vélin er smíðuð í sjálf- stæðum hlutum og hver þeirra af- kastar ákveðnu magni á dag. Vél- ina er auðvelt að auka, með því að bæta nýjum hluta við. Hefir Espholin fengið einkaleyfi á vél þessari og var byrjað að frysta I haust. Var stofnkostnaður stöðv- arinnar 32.000 kr. og veitti ríkið styrk til hennar. í vetur hefir Espholin mest fryst fisk. Áður en fiskurinn er frystur, er hann flattur, allur dálkurinn tekinn afturúr og himnur af þunnildum, fínum pappír vafið um fiskinn og hann svo látinn í pönnurnar. Þeim er síðan staflað inn í frystivélina og spýtist þá klorcalciumlögur á þær að ofan og neðan. Við þetta gegn- frýs fiskurinn á klukkutíma, eða vart það. Vélin, sem nú er notuð, getur fryst um 100 kg. af fiski á dag. Farið er að selja þenna fisk í Reykjavík, og gengur ágætlega. 4 daga vikuvinna. Johnson yfirhershöfðingi, hægri hönd Roosevelts forseta og fram- kvæmdastjóri N. R. A. (endur- reisnarlöggjafarinnar) hefir ný- lega lagt til við framkvæmdaráð sitt, að vinnuvikan skyldi stytt í 4 daga og kaup þó hækka um 10%, til atvinnuleysisbóta. Komu á mánudaginn til fundar við Johnson 200 helztu fulltrúar hans til ráða um þetta o. fl. Stendur nú svo á, að á enda er samnings- tími 4 milljón verkamanna, er N. R. A. hefir hjálpað til at- vinnu, og á þessi fundur a. m. k. að reyna að koma í veg fyrir að þeir lendi aftur í atvinnuleysi, og um leið auðvitað, að reyna að fá atvinnu handa fleirum, því enn er af meira en nógu að taka- Bretland. Verzlunarsamningarnir við Rússa hafa nýlega verið til um- ræðu í lávarðadeild brezka þings- ins. Mæltu ýmsir lávarðanna á móti þeim. Aðrir vildu binda þá því skilyrði, að sovjetstjórnin lof- aði að greiða skuldir allar frá dögum zarveldisins og að láta lausa pólitíska fanga. Meðal þeirra, er skilyrðislaust vildu semja um verzlunarviðskipti voru hinir stórmerku stjórnmálamenn, lávarðarnir Ponsonby og Reading. — Reading lávarður var fyrrum háyfirdómari Stórbretalands og síðar vísikonungur á Indlandi. Hann er Gyðingur að ætt, eins og Dísraeli, lord Beaconsfield, og hét Rufus Daniel Isaacs áður en hann var aðlaður, en í aðalstigninni Ekkert hefir enn verið sent út, nema sýnishorn til Danmerkur, Englands og Sviss og hafa líkað vel. Hefir Ingólfur fengið loforð um styrk til utanferðar í mark- aðsleit, en stendur á ríkinu að greiða styrkinn. Mun tilætlunin vera sú, að selja stórfiskinn út, en smærri fisk í bæinn. »Dagur« telur líklegt, að hér sé um arðvænlegt fyrirtæki að ræða. Ameríkumenn urðu fyrstir til þess, sem margs annars, að búa snyrtilega um fisk, kældan og saltan, í smáskömmtum, er hús- mæðrum sá umbúnaður afar þægilegur, enda selja matvöru- búðir vestra feiknin öll af slíkum vörum. hefir hann risið stig af stigi, unz hann 1926 var gerður að mark- greifa (Marquess) af Reading. — Póstmenn á Englandi hafa fyr- ir póstmálaráðherra lagt kröfu um styttingu . vinnutíma í 40 stundir á viku. — Ráðherrann svaraði því, að nú ynnu póst- menn tæpar 44 stundir á viku, en aðrar stéttir ynnu almerint 46— 48 stundir vikulega. Sæi hann því ekki ástæðu til þess að verða við þessari kröfu, enda mundi hún auka ríkissjóði útgjöld um 10 milljónir sterlingspunda. — Á þessa árs fjárlögum Breta er 561/2 milljón sterlingspunda ætluð til vígbúnaðar og er það 3 millj. punda meira en árið sem leið. Hungurgöngumenn, er til Lund- úna gengu frá Skotlandi, lögðu heimleiðis aftur á miðvikudaginn, eftir 10 daga dvöl í Lundúnum. Fór bæði gangan og dvölin að öllu friðsamlega fram. Rússland. útvarpsfregnir frá Rússlandi herma, að þar eigi að stofna til alþjóðafundar á þessu ári, er fjalla skuli um háloftsrannsókn- ir. Rannsóknirnar eiga að beinast að rafmagni gufuhvolfsins, hugs- anlegri notkun geimgeisla o. s. frv. Undirbúningsfundur starfar nú í Rússlandi undir forystu Voroshiloffs hermálaráðherra. Rússar, Bandaríkjamenn, Belg- ir og Englendingar standa einna fremstir um háloftsrannsóknir, en prófessor Pícard í Belgíu og róss- neskir vísindamenn hafa langhæst [allra manna svifið í loft upp til 'rannsóknanna. — Rússar eru nú að búa út stór- kostlegan vísindaleiðangur, er fást skal við allskonar háfjalla- rannsóknir. Er leiðangrinum beint að Stalinfjalli, sem er fjalla hæst í hinum volduga Pamír-fjall- garði, en Pamír þýðir »þak heimsins«. Skal leiðangurinn ráð- ast til uppgöngu á fjallið frá 40 stöðum. (ÚF). Frá Þýzkalandi kemur sú fregn, að þar sé verið að gera tilraunir með járnbrautarlestir knúðar skrúfum eins og flugvélar. Er nokkuð síðan byrjað var á þessu og vænta margir sér mikila af tilraununum. Frakkar eru nú að leggja til nýrrar baráttu í Atlasfjöllum, til þess að undiroka fullkomlega ýmisa þjóðflokka, er þar búa og þeim hafa reynzt sérlega erfiðir og herskáir. Óeirðir á Spáni. Á Spáni hafa lengi staðið yfir verkföll og óeirðir. Snemma í síð- ustu viku höfðu 100,000 verka- menn hætt vinnu, og í gærkveldi herma útvarpsfregnir að verk- fallsmönnum sé stöðugt að fjölga. Dularfullur stórþjófnaður. Nýleg voru sendir gullkólfar, (ómyntað gull) svo milljónum króna skipti að verðmæti, frá Buluwayo í Suður-Afríku til Eng- landsbanka í London. En Bulu- wayo er í einhverju mesta gull- námuhéraði veraldarinnar. Gull- kólfarnir voru sendir í kassa, er var veginn í Buluwayo, sendur til skips og komið þar fyrir, allt í margra votta viðurvist. Strang- lega var kassans gætt á skipinu og á allri leið til Lundúna. Þar var hann opnaður, að mörgum viðstöddum, sem illilega brá í brún. f kassanum var þá ekkert annað en sement og járnarusl. Ekkert benti til þess að kassinn hefði verið opnaður á leiðinni. Einkennilegast við þessa fregn er það, að kassinn reyndist nákvæm- lega jafn þungur, er hann var opnaður í London og þegar hon- um var lokað í Buluwayo. — Brjóta nú Bretar heilann um hvarfið. — Erlendar fréttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.