Dagur - 13.03.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 13.03.1934, Blaðsíða 2
DAGUR 27. tbl. 76 líkiungi sama húsinu á víxl, en gallinn er sá, að á því sviði virðist við- kvæmni og þröngsýni reisa fullar SVANA-VITAMIN-SMJÖRLIKI er smjörblanda, sem inniheldur 4.1 vitamíneiningar og jafngildir því dönsku sumar8mj0ri. Allar hyggnar húsmæður kaupa það. Kostar aðeins kr, 1.50 kg. JÓN GUÐMANN. M K Sjafnar sápa. í Sjafnar sápum eru einungis hrein og óblönduð olíu- efni. Notið eingöngu SJAFNAR SÁPUR, þær eru innlend framleiðsla, sem stendur fyllilega jafnfætis beztu erlendum sáputegund- um. Hvert stykki, sem selt er af Sjafnar sápum, sparar þjóðinni erlendan gjaldeyri og eykur alvinnu í landinu. Pað er þegar viðurkennt, að SJAFNAR SÁPAN er bæði ódýr og drjúg. Sjafnar handsápur gera húðina mjúka og eru tilbúnar fyrir hið viðkvæmasta hörund. Hver hyggin húsmóðir, sem vill fá hreinan og blæfallegan þvott, notar ein- göngu SJAFNAR PVOTTASÁPU, Sjöfn. Mörg ár eru síðan farið var að ræða um kirkjubyggingu hér á Akureyri, sem brýna nauðsyn, og þó máske sé einkennilegt, lætur nærri, að þörfin hafi getað virzt meiri þá en nú, þó fólki hafi fjölgað síðan og nýbyggðin færst í áttina frá kirkjunni. Ástæðan fyrir því, að þörfin sýnist litlu meiri nú, í bili að minnsta kosti, en var fyrir 12—15 árum, er sumpart sú, að útvarpið er komið og að hinu leytinu að áhugi al- mennings fer heldur dvínandi fyrir starfsemi kirkjunnar. Eins og nú standa sakir, virð- ist geta verið talsvert álitamál, svo ekki sé meira sagt, hvort nokkurt réttlæti sé í því, að bæj- arfélag, eða það opinbera yfir- leitt, kosti að mestu slíkar bygg- ingar, sem kirkjur nefnast, og hljóta þær raddir að verða æ há- værari, sem mótmæla því, ef halda á að öðru leyti í sama horfi og verið hefir, því það er stað- reynd, sem ekki verður mótmælt, að þeim fjölgar stöðugt, sem ekki hlusta nema með öðru eyra, eða hvorugu, á boðskap kirkjuþjón- anna, auk þess, sem nýir söfnuð- ir eru að vaxa upp, með sín eigin samkomuhús, og að fjöldi manna fær nú andlega fullnægingu gegn um útvarpið. Þegar svona er komið, verður að teljast rétt, að staldra við og athuga alla málavexti, áður hafizt er handa við byggingu stórhýsis á kostnað bæjarfélagsins hérna, að einhverju, eða mestu leyti, sem sýnilega verður alls ekkert notað af fjölda manna og mjög lítið af enn fleirum,en sem þó verða látn- ir taka þátt í kostnaði. Auk þessa vottar ljóslega fyrir aðkallandi þörf annara bygginga, sem ná- lega allir bæjarbúar geta þurft að nota og bærinn hlýtur að verða að beita sér fyrir fyrr eða síðar, eins og t. d. sjúkrahús, unglinga- skóla, barnaskóla (sem þegar er orðinn of lítill), bókasafnshús, ráðhús o. fl.). Vera má, að þeir, sem beita sér fyrir kirkjubyggingu, séu búnir að athuga það mál vel frá öllum hliðum, þó eg viti ekki, en cpinberlega mun það lítið eða ekki hafa verið rætt og hafa þó blöðin fjallað um lítilfjörlegri efni. Eitt af þeim málum, sem hlýtur að koma til umræðu og sennilega úrslita, áður langt líður, er að- skilnaður ríkis og kirkju. Komist sá skilnaður á, verður afleiðingin líklega sú, að þeir einir mynda trúarsöfnuði saman, sem líkar skoðanir hafa, og kosta þá sjálf- ir hús og prédikara við sitt hæfi. Væri þá óhentugt fyrir menn, með sundurleitar skoðanir og trú, að eiga dýr hús í félagi, sem þeir gætu naumast gert sér verð úr, eða skift á milli sín, þó ef til vill sé það ekki útilokað, því eins og eitt hús er nú notað til ýmiskon- ar fundahalda, eins mætti hafa hvers konar trúarsamkomur í skorður. Það má nú raunar segja, að margir séu svo fátækir, að þeir geti ekki lagt sinn skerf í þess- liáttar starfsemi, en hafi þó sömu þöi’f og þeir efnuðu, enda mun núverandi fyrirkomulag býggjast á þeirri hugsun, að þeim efnaðri beri að sjá hinum fyrir sálusorg- un, en bæði er, að þar gætir ekki fulls réttlætis eða samræmis, þar sem nefskatturinn er, sem engum öðrum en kirkjunni kemur nú orðið til hugar að beita, og svo er um mikið vafamál að ræða, hversu mikils virði það er, sem fæst, en á hinn bóginn engum blöðum um líkamlegu þarfirnar að fletta, sem á engan hátt verður undan skotið og er þar ærið verkefni fyrst um sinn, fyr- ir þá, sem betur mega, áður en þeim er viðunanlega fullnægt. Hér virðist nú geta verið um tvennt að ræða: annaðhvort að fresta kirkjubyggingunni enn um stund, og sjá hverju fram vindur á trúmálasvæðinu, en beinast á meðan að ótvíræðum þörfum, eða ef fleiri vilja endilega kirkju- byggingu fyrst og fremst, þá að breyta gersamlega um stryk og ætla henni miklu fjölbreyttara verkefni, en að standa auðri og tómri mestan tíma tilveru sinnar, eins og orðið heíir hlutskifti svo margra kirkna, því til þess erum við of fátæk og sárþurfandi fyrir ýmsar nauðsynjar, enda tel eg slíkt ekki lengur réttlætanlegt, nema á kostnað þeirra einna, sem kjósa að binda eigur sínar á þann hátt. Hvaða verkefni það væru önn- ur en venjulegar guðsþjónustur, sem ætla mætti kirkjunni, er ein- mitt það, sem eg óska eftir að rætt sé um, ef hún endilega á að byggjast, því þar gæti ýmislegt komið til greina. Sem dæmi mætti nefna: einhverskonar skóli, bóka- safn og lestrarstofur, leikhús, kvikmyndahús o. fl. Mig hefir oft undrað, að þær kreddur skuli ekki vera fyrir löngu úr sögunni, að ekki megi nota kirkju til neins annars en messugerða eins safnaðar, enda fækkar þeim óðum, sem hanga bókstaflega í því, og hefir óneit- anlega rýmkað þar allmikið um í mínu minni, í sumum byggðalög- um, að minnsta kosti. Heilbrigð skynsemi bendir ótví- rætt til þess, að slíkt sé firra ein, því ef sama fólkið, sem hlýðir á prestinn, má vera saman í skóla, horfa sameiginlega á sjónleik, eða kvikmynd, eða danza saman, svo dæmi séu tekin, hlyti þetta sama fólk að mega gera allt þetta undir sama þakinu, svo framarlega að ekki sé um viðurkennt siðferðis- eða lagabrot að ræða, en þá má heldur alls ekki fremja verknað- inn neinstaðar. Með efnisvali og meðferð verk- efna, mætti komast hjá því að hneyksla alla sæmilega víðsýna og frjálslynda menn, þó eitthvað af áðurgreindum athöfnum og anm að fleira, færi fram undir sama þaki og venjulegar guðsþjónustur. Enginn efi er á því, að mjög margir líta nú orðið sömu augum á þetta mál og að ofan greinir, þó ýmsir veigri sér við því að láta það uppskátt opinberlega, af einhverjum ástæðum, Vilji ein- hverjir kalla það guðleysi, og að það beri vott um illan hugsunar- hátt, að halda fram ofangreindum skoðunum og ganga þannig nokk- uð á snið við troðnar götur, er ekkert við því að segja, annað en það, að þeim mönnum beri þá að sýna það Ijóslega í verkinu, að þeir séu hinum betri, en því mið- ur verður ekki ætíð með sanni sagt, að mestu vandlætarar í orði séu hinum betri á borði, sem fyrir aðkastinu verða, svo oft má það í léttu rúmi liggja. S. E. ífÉllíWfeÍ # mjög fjölbreytt úrval. Beztu tegundir af enskum verkfærum: Hamrar, Sagir, Spor- járn, Axir, Pjalir, Hefl- ar, Tengur, Naglbítar, Skrúfjárn, Boraro. m.fl. Kaupfélag Eyfirðiuga. Járn- og glervörudeild. Línuœerki; °uit-rautt- grant Magnús fóhannsson Svínárnesi. Mannalát. Á laugardagsmorguninn var, lézt á sjúkrahúsinu hér á Akur- eyri Friðbjórn útgerðarmaður Björnsson, Jörundssonar frá Hrísey. Hann lætur eftir sig ekkju og nokkur börn, en annars höfðu þau hjón misst eitt barna sinna fyrir skömmu. Banamein Friðbjarnar heitins var lungna- bólga. Á laugardagsmorguninn var lézt í Reykjavík séra ólafur Ste- phensen, fyrrverandi prófastur, og prestur að Lágafelli og Bjarnanesi, rúmlega sjötugur að aldri. Krabbamein mun hafa dregið hann til dauða. Séra ólaf- ur var Magnússon, bónda í Viðey, ólafssonar sekretera, Magnússon- ar konferenzráðs. Foringi danskra nazista í bæn- um Tönder í Slésvík, hefir nýlega verið dæmdur í 80 kr. sekt fyrir það að ganga í einkennisbúningi Nazista. — (ÚF). Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Prentsmiðja Odds Bjömsscmar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.