Dagur - 15.03.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 15.03.1934, Blaðsíða 2
78 DAGUR 28. tbl. Kaupfélag Eyfirðinga. Aðalfundur K. E. A. var hald- in dagana 9. og 10. marz sl. í Nýja Bíó. Fundinn setti formaður félagsins, Einar Árnason, alþm. Að aflokinni rannsókn kjörbréfa fulltrúa kvaddi hann til fundar- stjóra Hólmgeir Þorsteinsson á Hrafnagili og var það samþykkt. Þórhallur Ásgrímsson á Þrastar- hóli var kjörinn varafundarstjóri, en ritarar fundarins voru kosnir Björn Jóhannsson á Laugalandi og Sigtryggur Þorsteinsson á Ak- ureyri. Auk fulltrúanna mætti öll fé- lagsstjórnin á fundinum, fram- kvæmdastjóri, endurskoðendur, útibússtjórinn á Dalvík og fjöldi annara félagsmanna. Skal nú getið helztu mála er fundurinn hafði til meðferðar: Skýrsla stjórnarinnar: Formaður félagsins gaf fyrir hönd stjórnarinnar skýrslu um helztu framkvæmdir og starfsemi þess á síðastl. ári. Meðal annars skýrði hann frá því, að félagið hefði, ásamt Kaupfélagi Sval- barðseyrar, keypt eignina Sval- barðseyri. Ástæðan til kaupa á eign þessari taldi formaður þær, að fyrirsjáanlegt hefði verið að erfiðara mundi með rekstur frystihúss þess, sem félögin keyptu þar á árinu 1932, ef grunneignin tilheyrði ekki jafn- framt félögunum. Þá gat formað- ur þess, að félagið hefði komið upp rafstöð í Hrísey og sett á stofn kælihús í sambandi við hana. Var mikil nauðsyn á þessu til þæginda fyrir atvinnurekstur eyjarskeggja. Formaður skýrði frá því, að stjórn félagsins hefði ásamt stjórn Samb. ísl. sámvinnufélaga látið gera rannsóknir nokkrar um virkjun Djúpadalsár í Eyjafirði. Útvegaðar höfðu verið upplýsing- ar og drög til áætlunar frá verk- fróðum mönnum. Enda þótt at- huganir þessar og rannsóknir væru enn á frumstigi, mundi þó hægt að fullyrða, að úr ánni full- virkjaðri mundu fást 13—18 hundruð hestöfl rafmagns og er hærri talan miðuð við vatnsmiðl- un. Þá upplýsti formaður það, að stjórnin hefði á síðastl. hausti ráðið dr. Kristin Guðmundsson, kennara, til að hafa á hendi dag- lega endurskoðun á bókfærslu og reikningshaldi félagsins. Þá skýrði form. frá því, að vegna mjög ófullnægjandi húsa- kynna kjötbúðarinnar og þrengsla hjá Mjólkursamlaginu hefði stjórnin tekið á leigu lóðina við Hafnarstræti 89, óg væri nú þeg- ar hafinn undirbúningur undir byggingu þar, svo að bætt yrði úr þessu. Væri ætlunin, að kjöt- búðin yrði flutt í þessa nýbygg- ingu, svo og brauðbúð sú, sem nú er í Hafnarstræti 91, til þess að rýma fyrir vefnaðarvörudeild fé- lagsins.— Ráðinn hafði verið sér- stakur pylsugerðarmaður að kjöt- báðmni, Enn gaf formaður upplýsingar um það, að stjórnin hefði ákveðið að koma því í framkvæmd að setja á fót efnarannsóknarstofu, til fóður- og jarðvegsrannsókna. Hefði það mál tafizt um hríð vegna kreppunnar. Þá gat formaður um það, að nýtt verzlunarhús væri verið að reisa á Dalvík fyrir útibú fé- lagsins þar, þar sem hið eldra væri orðið alveg ófullnægjandi. Formaður skýrði frá því, að félagið hefði á síðastliðnu vori keypt frystihúsið á Bakka við Siglufjörð af útvegsbanka íslands. Væru kaup þessi nauðsynleg til tryggingar fyrir áframhaldandi markaði félagsins á freðsíld til fiskistöðva út um land. Leyfi um lyfsöluréttindi hafði stjórnin sótt um, en ekki fengizt enn hjá stjórnarráðinu, þrátt fyr- ir eindregin meðmæli landlæknis. Þá gaf form. skýrslu um, hvað gert hefði verið í fiskiræktar- málinu. Um málið hafði fundur verið haldinn með væntanlegum þátttakendum. Einnig hafði Reykdælum í Þingeyjarsýslu ver- ið gert tilboð um byggingu klak- stöðvar, en það mál enn eigi út- kljáð. Út af skýrslu formanns spunn- ust nokkrar umræður og fram komu fyrirspurnir, er svarað var. Reikningar félagsins fyrir s. 1. ár voru nú lagðir fyrir fundinn. Tók þá framkvæmdastjóri til máls. Gat hann þess í upphafi, að nú hefði hann veitt Kaupfé- lagi Eyfirðinga forstöðu í 10 ár. í sambahdi við það hafði hann fjölrita látið og setja í línurit helztu hreyfingar á fjárhag og afkomu félagsins undanfarinn áratug og var því útbýtt meðal fulltrúa ásamt reikningunum fjölrituðum. Skýrði nú framkvæmdastjóri fyrir fundinum í ýtarlegu og fróðlegu erindi, sem stóð yfir í rúma tvo klukkutíma, reikninga starfsársins og upplýsti um rekst- ursafkomu félagsins og fyrir- tækja þeirra, sem starfrækt eru í sambandi við það. Samkvæmt skýrslu fram- kvæmdastjóra höfðu bætzt við fasteignir félagsins vegna kaupaá árinu kr. 133 þús., en vegna af- skrifta má draga þar frá 75 þús. Bókfærðar fasteignir hafa því hækkað um 58 þús. kr. Innstæður í skiftilegum sjóð- um félagsins höfðu aukist um 65 þús. kr., en í óskiftilegum sjóðum um 80 þús. kr. Eða sam- tals um 145 þús kr. Vörusalan, að meðtalinni sölu smjörlíkis og brauða, hafði numið kr. 3 milj. og hækkað á árinu um kr. 1. milj. »Brutto«-hagur af vörusölunni nam 507 þús kr., en »netto«-hagn- aður reyndist 139 þús. kr. Auk þess hafði orðið reksturs- afgangur af eftirtöldum starfs- greinum, svo sem hér segir: Af kjötbúðinni kr. 1150 Af brauðgerð — 8961 Af smjörlíkisgerð — 10722 Af skipaleigu — 12623 Af verksmiðjunum Sjöfn og Freyju — 11852 Ennfremur af sölu og frystingu síldar kr. 10625, ,sem notað var til afskriftar á frystihússbygging- unni. Innstæða ágóðareiknings nemur um 141 þús. kr., þegar frá er dregin yfirfærsla frá árinu 1932. Að þar við bættum arði frá úti- búinu á Dalvík, sem nemur 10600 kr., og að frádregnum viðskift- um utanfélagsmanna, átti að koma til ráðstöfunar 91 þús. kr. Innstæður félagsins hjá banka- stofnunum, Sambandinu og fleiri höfðu aukizt á árinu um 50 þús. krónur. Vörubirgðir höfðu aukizt á ár- inu um 280 þús. kr., og peningar í sjóði höfðu aukizt um 78 þús. krónur. Um afurðasölu félagsins upp- lýsti framkvæmdastjóri, að þótt sölu afurða s. 1. árs, væri enn ekki lokið, þá mætti þó fullyrða, að menn mættu gera sér góðar vonir um allgóða afkomu hvað það snerti. Verð afurða hefði, sem kunnugt er, hækkað að allmiklum mun. Skuldir félagsins út á við, höfðu hækkað um 150 þús. kr. á árinu, sem aðallega stafar af fasteignakaupum félagsins. En sé tillit tekið til hækkunar á bók- færðum fasteignum félagsins, aukningu á verðbréfaeign, vöru- birgðum og sjóðupphæð, er sam- tals nemur kr. 442 þús., og hækk- un skulda út á við frá dregin, þá kemur fram upphæðin 292 þús. kr., umfram aukningu skulda út á við. ! lok ræðu sinnar dvaldi fram- kvæmdarstjóri nokkuð við tíu ára yfirlit það, sem áður er um getið, Hefir félagið á þessum tug ára selt almennan búðarvarning fyrir samtals kr. 18.256,569 Kol og salt — 2.576,167 Kjötbúðarvörur — 2.438,448 Samtals kr. 23.271,184 Og flutt út innlendar vörur fyrir kr. 13.889,221 Samtals innfl. og útflutningur fyrir kr. 37.160,305 Á þessum síðustu 10 árum hefir félagsmönnum verið greitt í arði og uppbótum samtals kr. 1.161,- 629, eða nokkuð á aðra miljón. Það er sá beini hagur, sem félags- menn hafa borið úr býtum. Þegar ræðu framkvæmdastjóra var lokið, þökkuðu fundarmenn hana með almennu lófataki. Úthlutun ársarðsins. Félags- stjórnin bar fram eftirfarandi til- lögur, er allar voru samþykktar í einu hljóði: • a. »Fundurinn samþykkir að félagsmönnum sé úthlutað 10% arði af ágóðaskyldum vörum árið 1933, svo og af kornvöru, kaffi og sykri. Ennfremur kr. 1.50 á kolat.«. b. »Arður af viðskiftum utan- félagsmanna að frádregnum nauðsynlegum gjöldum og að því leyti, er fundurinn ekki ráðstafar honum á annan hátt, færist í Varasjóð«. c. »Arði af rekstri brauðgerðar- innar sé varið til að greiða fé- lagsmönnum 10% arð, gegn af- hendingu brauðmiðanna frá árinu 1933. Afgangurinn færist í brauð- gerðarhússbyggingars j óð«. d. »Hagnaði á rekstri smjör- líkisgerðar sé varið til afskriftar á vélum«. e. »Eftirstöðvum ullarreiknings sé varið til þess að bæta upp verð á vorull, innlagðri 1933, með 20 aur. nr. I og 10 aur. nr. II, III og IV«. f. »Fundurinn felur stjórninni að ákveða endanlegt verð á kjöti og gærum, innlögðum á slátur- húsið 1933 af félagsmönnum, eft- ir þeim hlutföllum, sem slátur- hússreikningur sýnir, þegar fulln- aðarsölureikningar eru komnir«. Framtíðarstarfsemi félagsins. Svohljóðandi tillaga kom fram frá Arnarnessdeild: »Aðalfundur Arnarnessdeildar K. E. A., skorar á aðalfund K. E. A., að fela félagsstjórninni að koma upp, eða hafa til umráða á hentugum stað, skýli yfir hey, er það tekur af félagsmönnum til sölumeðferðar«. Samþykkt að vísa málinu til stjórnarinnar. Næst var tekin fyrir tillaga frá stjórninni, um stofnun menning- arsjóðs og frumvarp til reglu- gerðar fyrir sjóðinn. Frá því SfffffffffffffffffffffflK Cement, timbur, masonit, husapappi allskonar, Linoleumdúkar. Leitið tilboða hjá oklcur. Byggingavörur afgreidd- ar um Iand allt gegn eftirkröfu. Kaupfélag Eyfirðinga, Byggingavörudeild. mmummmmmm 2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.