Dagur - 15.03.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 15.03.1934, Blaðsíða 3
I 28. tbl. DAGUR 79 máli var skýrt hér í blaðinu á laugardaginn var, og er því sleppt hér. Hreinn Pálsson, deildarstjóri í Hrísey, flutti eftirfarandi tillögu: »Fundurinn samþykkir að heimila stjórn K. E. A., að setja á stófn verzlunarútibú í Hrísey, þegar á þessu ári«. Tillagan samþykkt. í tilefni af erindi úr Hrafna- gilsdeild kom fram svofelld til- laga: »Fundurinn felur framkvæmda- stjóra K. E. A., að kaupa fyrir félagið vél til að blanda saman kjarnfóðri, sérstaklega handa mjólkurpeningi, í samræmi við niðurstöður hinnar væntanlegu efnarannsóknastofu félagsins«. Tillagan samþykkt. Frá Skriðudeild var samþykkt í einu hljóði eftirfarandi tillaga: »Fundurinn samþykkir, að leggja til, að verðlag á dilkakjöti verði miðað við sama þyngdar- grundvöll eins og að undanförnu, að því viðbættu, að léttari kropp- ar en 13Í/2 kg. geti náð í úrval eftir mati matsmanna«. Framkvæmdastjóri skýrði frá því, að 15 meðlimir félagsins í Grímsey hefðu stofnað með sér sérstaka félagsdeild, samkvæmt stofnfundargerð, sem hann jafn- framt las upp, og að þeir óskuðu eftir upptöku deildarinnar í fé- lagið. — Var samþykkt upptaka deildarinnar, er nefnist Gríms- eyjardeild. Svohljóðandi tillaga var sam- þykkt í einu hljóði: »Fundurinn lítur svo á, að stefna beri að því, að félagsmenn framleiði alla þá garðávexti, sem hér geta þroskast og K. E. A. þarf að hafa til sölu, en jafn- framt séu gerðar ráðstafanir til þess, að vörur þessar verði sam- keppnishæfar, hvað gæði snertir. Telur fundurinn brýna nauðsyn til, að komið verði upp nægilegri og öruggri geymslu á garðávöxt- um í sambandi við kjötbúðina, svo hægt verði að nota bezta markað ársins félagsmönnum til hagsbóta«. Frá allmörgum deildum höfðu fram komið endurteknar óskir um að aðalfundur og stjórn beiti sér áfram fyrir því, að komið verði á rekstri lyf jabúðar, og kom fram svohljóðandi tillaga: »Fundurinn telur mjög æski- legt, að K. E. A. starfræki lyfja- búð á Akureyri, og skorar á stjórn félagsins, að gera allt, sem verða má, til þess að svo megi verða«. Tillagan var samþykkt með 54 atkvæðum gegn 2. önnur móX. Eiður Guðmunds- son flutti eftirfarandi tillögu: »Fundurinn skorar á stjórn K. E A., að fylgja þeirri meginreglu við samningagerð út af kreppu- lánum bænda, að stuðla að því, eftir megni, að lánbeiðendur fái eigi minni eftirgjöf á skuldum, en stjórn Kreppulánasjóðs kann að leggja tik. Mál þetta var afgreitt með svo- hljóðandi rökstuddri dagskrá: »1 því trausti, að stjórn K. E. A. taki viðeigandi ákvarðanir í skuldamálum félagsmanna í hvert sinn, tekur fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá«. Dagskráin var samþykkt með 52 atkv. gegn 7. Þá skýrði framkvæmdastjóri, eftir venju, nokkuð frá ástæðum Sambands ísl. samvinnufélaga og Klæðaverksmiðjunni Gefjun. Verksmiðjan hafði á síðasta ári reist allstóra byggingu fyrir kam- garnsvinnslu og munu kamgarns- vélar taka til starfa á næsta sumri. Þá var svohljóðandi till. sam- þykkt í einu hljóði: Aðalfundur telur heppilegt, að K. E. A. láni félagsmönnum til- búinn áburð, sáðvörur og girð- ingarefni út á væntanlegan jarð- ræktarstyrk þeirra«. Er eigi lágu önnur mál fyrir, en lokamál dagskrár, kvaddi skólastjóri Snorri Sigfússon sér hljóðs og bar fram svohljóðandi yf irlýsingu: »Jafnframt því, sem aðalfund- ur K. E. A. 1934 vottar stjórn félagsins og starfsfólki öllu alúð- arþakkir fyrir mikið og gott starf á liðnu ári, vill fundurinn sér- staklega votta framkvæmdastjóra félagsins, Vilhjálmi Þór, virðingu sína og traust og tjá honum hug- heilar þakkir fyrir framúrskar- andi ötula forystu og mikið og ó- eigingjarnt starf í þarfir félags- ins á sl. 10 árum, og óskar þess jafnframt að félagið fái að njóta ágætra starfskrafta hans sem lengst«. Var yfirlýsingu þessari tekið með fögnuði og almennu lófataki og risu allir fundarmenn úr sæt- um sínum yfirlýsingunni til stað- festingar. Þá tók til máls formaður fé- lagsins og flutti framkvæmda- stjóra, fyrir hönd stjórnarinnar, þakklæti fyrir glæsilegt og drengilegt starf í félagsins þágu. Gat hann þess í því sambandi, að félagsstjórnin hefði ákveðið að auðsýna framkvæmdastjóra sýni- legan þakklætisvott og væri hún öll örugg um, að eigi þyrfti að leita álits fundarins um slíkt. Var máli formanns tekið með almennu lófataki. Tók þá framkvæmdastjóri til máls, og þakkaði sæmd þá og virðingu, er fundurinn hefði sýnt sér. Jafnframt bar hann fram þakklæti sitt til starfsfólks og stjórnar, en þó einkum til allra félagsmanna fyrir ánægjulegt samstarf um undanfarandi 10 ára skeið og árnaði félaginu vaxtar og viðgangs í framtíð. Kosningar. Endurkosnir voru 1 stjórn félagsins til næstu þriggja ára: Stefán Jónsson á Munkaþverá, með 60 atkv. Benedikt Guðjóns- son á Moldhaugum með 71 atkv. 1 varastjórn var endurkosinn Kristján Sigurðsson kennari, með 58 atkv. Fyrsti endurskoðandi endur- kosinn til næstu tveggja ára Ste- fán Stefánsson á Varðgjá með 47 Undirróður. MÖnnum hefur gefizt kostur á að lesa bókmenntir manna þeirra, sem vilja nú stofna »Bændaflokk« — Fyrst kom »stefnuskrá«, síðan og jafnframt persónulegar árásir á samvinnumenn, aðallega þó á Jónas Jónsson. — Höfundarnir hafa verið svo greinilega inn- blásnir af andagift Morgublaðs- ins, að íhaldsblöðin hafa að miklu leyti getað borið ritsmíðar þessar óbreyttar á borð fyrir sína lesend- ur. — Getur hver, sem nennir að lesa blöðin, sannfærzt um þessa staðreynd. — Grein Tryggva Þór- hallssonar, sem birtist í blaði »Bændaflokksins«, »Framsókn«, og hann nefndi »óheilindi«, hefur þó alveg sérstaklega gert lukku hjá kaupmönnum og spekúlöntum og sýnist óþrjótandi vizkubrunn- ur handa Morgunblaðinu. En Framsóknar- og samvinnu- menn hafa lesið bókmenntir þess- ar með undrun. — Þeir hafa spurt, yfir lestrinum, um verk- efni og »hugsjónir« »Bænda- flokks« þessa, lesið og aftur lesið í »Framsókn«, lesið hvert orð og komist að þeirri niðurstöðu, að það aleinasta, sem fyrir mönnum þessum vakir af því tægi — fyrir utan bjánalegar tilraunir til þess, að tileinka sér verk og hugsjónir samvinnumanna — er vegavinnu- kaupið — það mál hefur að vísu verið sótt fast og skal eg ekki lasta það, því að það er þó mál- efni. — Þrír aðalleiðtogarnir, Tr. Þ., Svafar G. og Jón í Stóradal, hafa allir skrifað um málið i Framsókn, með þeim árangri, að það er gjörtapað. — Engir að- hyllast skoðanir þeirra á málinu, nema örfáir stórbændur, sem í bili eru ruglaðir í ríminu og standa í þeirri meiningu, að hundrað eigi að líða fyrir einn. »Bændaflokkurinn« verður því fremur nestislítill í stjórnmála- baráttunni, ef marka skal fyrstu sporin. Flestir bændur eru á móti og allir umbótamenn í landinu. Hvar á flokkurinn þá að taka næringu til þess að vera starfs- hæfur? Hver er tilgangur hans og blaðsins? Á mannfundi, sem haldinn var á Akureyri s. 1. vor, hóf einn fundarmanna umræður um styrk til samvinnublaðanna, frá Sam- bandinu, og vildi að blaðið Fram- sókn nyti styrks til jafns við Tímann og Dag. Allmiklar umræður urðu um mál þetta, bæði um einstakar rit- smíðar, birtar í blaðinu »Fram- sókn«, og einnig um, af hvaða toga blaðið væri spunnið. Undir umræðum þessum sann- aðist, að Jón í Stóradal kaus í- haldsmanninn Pétur Magnússon í stjórn Kreppulánasjóðs. Því nær öllum fundarmönnum ógnuðu hin ófyrirleitnu flokkssvik Jóns. — Þá kvaddi sér hljóðs Svafar Guð- mundsson frá Reykjavík, einn af leiðtogum hins nýstofnaða »Bændaflokks«, og gaf þær upp- lýsingar, að Jón í Stóradal hafi kosið Pétur Magnússon, af því, að Jón hafi ekki náð kosningu í stjórn Sambandsins 1932, þetta sé hefnd, og bætti svo orðrétt við: »því fólskuverk kemur fyrir fólskuverk«. Þessi síðasta setning og for- saga hennar, varpar kannske ljósi á hinar ógjörlu hugsjónir hins nýstofnaða »Bændaflokks«. Þ. J. atkv., og annar varaendurskoð- andi, Þórarinn Eldjárn, einnig endurkosinn með 66 atkv. Þá voru kosnir til að mæta á næsta aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga þessir fulltrúar: Vilhjálmur Þór með 74 atkv. Brynl. Tobiasson — 43 — Helgi Eiríksson — 42 — Bernh. Stefánsson — 38 — Hólmg. Þorsteinsson — 33 — Magnús Árnason — 27 — Þórarinn Eldjárn — 26 — Einar Árnason — 25 — Til vara: Baldvin Jóhannsson, Árni Jóhannsson, Valdimar Pálsson, Eiður Guðmundsson. Að kvöldi fyrra fundardagsins skemmti karlakórinn Geysir fund- armönnum og allmörgum öðrum félagsmönnum með söng. Að því loknu var sýnd kvikmynd mönn- um til skemmtunar. Að öllu fór aðalfundurinn vel fram. Silfurbrúðhmp. Hinn 13. þ. m. áttu hjónin Árni Jóhannsson, gjaldkeri, og Nikolína Sölvadóttir 25 ára hjúskapar- afmæli. lþróttafélagið Pór. Á sunnudagskvöldið 11. þ. m. hélt íþróttafélagið Þór kvöld- skemmtun í samkomuhúsi bæjar- ins. Var meðal annars þar á skemmtiskrá hin þjóðlega íþrótt, íslenzka glíman. Þetta eina atriði á skemmti- skránni kom mér til að dvelja þar um kvöldið. Eg fagnaði yfir því, að ennþá væru þó til hraust- ir drengir, sem þyrðu að koma í eina »bröndótta». Glímumennirnir voru átta, allt ungir menn, og því byrjendur í íþróttinni. Voru þeir þessir: Karl Aðalsteinsson, Guðmundur Árna- son, Hafliði Guðmundsson, Ágúst Halblaub, Jónas Hallgrímsson, Þorvaldur Stefánss., Gísli Magn- ússon og Jón Ingimarsson. Veitt voru tvenn verðlaun, verðlaun fyrir flesta vinninga og fegurðarglímu-verðlaun. Hlaut hvorutveggja verðlaunin Guð- mundur Árnason, og hafði hann 6 vinninga. Jafnir voru þeir Á- gúst og Jónas, með 5 vinninga hvor. Það, sem einkenndi glímu þessara ungu manna var, hvað þeir glímdu yfirleitt drengilega, aldrei brá fyrir minnstu tilraun að níða^ mótstöðumanninn niður,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.