Dagur - 15.03.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 15.03.1934, Blaðsíða 4
80 DAGUR 28. tb'. -• • • • • •< FráMenntaskólanum á Akureyri. Skóverkstæðið í 1 Inntökupróf 1. bekkjar fer fram 14. og 15. maí næstk. Arspróf 1. og 2. bekkjar byrja 1. maí. Gagnfræðapróf hefst 16. maí. Menntaskólanum á Akureyri, 12. inaiz 1934. Sigurður Guðmundsson. Framh. af 1. síðu. stjórnmálaflokka nema stjórnar- saman hið bezta, þótt löggjöfin flokkinn, en það er vitanlega væri ekki að vasast í þessu. sama og að segja að fasismi sé --------- þar þá á kominn. Alvinnubœtur. útvarp hermir í gærkveldi, að sænska stjórnin hafi lagt fyrir þingið frumvarp um 9 millj. kr. veitingu til atvinnubóta nú þegar, og að ennfremur skuli á þessu ári veita 46 milljónir króna í atvinnu- bótaskyni til opinberra verka, hverju nafni sem nefnast. Raftækjaverksmiðja í Lenin- grad hefir tekið við smíði á stór- felldri vél, er nota skal til frum- einda-(atom)rannsókna, sérstak- lega til að reyna að kljúfa frum- eindir til nýtingar þeirrar ó- hemju orku, er vísindin vita að í þeim felst, en enn hefir reynzt ókleyft að beizla. Vél þessi er hin stórkostlegasta sinnar tegundar í víðri veröld og getur framleitt 15 milljón volt. Vænta menn sér mikils af henni við tilraunirnar, enda þótt beizlun frumeindanna eigi að öllum líkum enn langt f land. Rússnesk skíðaherdeild kom ný- lega til Moskva frá Irkutsk í Sí- beríu. Hafði hún farið þessa leið, 5200 kílómetra á 86 dögum, eða um 60,5 kílómetra á dag að jafn- aði, og þykir snöfurlega farið. Hernaðarástand á Eist- landi. útvarpsfregnir á þriðjudags- kvöld herma frá óeirðum á Eist- landi, og að stjórnin hafi lýst þar yfir hernaðarástandi. Er talið lík- legt að hún muni banna alla sem oft vill þó verða í kapp- glímu. Sýndi glíman það yfirleitt, að glímumennirnir höfðu notið á- gætrar tilsagnar. Þegar þess er gætt, að þessir ungu menn byrj- uðu fyrst æfingar í haust, getur maður vænzt eftir að sjá þá enn- þá tilþrifameiri næst og þá von- andi að hópurinn verði stærri. Þakka eg svo glímumönnunum skemmtun, og hinum áhugasama kennara þeirra, herra Konráð Jó- hannss^ni, sýnilega góða tilsögn. 4hQrf<mM, Afli Norðmanna. Þorskafli Norðmanna var orð- inn um síðustu helgi 30698 smá- lcstir, samanborið við 45209 smál. í fyrra um sama leyti. Af þeim afla hafa nú verið hertar 7918 smál., en 8107 í fyrra, og í salt settar nú rúmar 18000 smál. en 32.000 í fyrra. (ÚF). selur skósótningar lægra verði en nokkur annar f baenum. Fyrsta flokks vinna! Fljót afgreiðsla! Skúli Einarsson. ALFA LAVAL A. B. Separator i Stokkhólmi er eitt af þeim fyrirtækjum Svfa, er mest og best hef r slutt að þvf eð gera sænskan iðnað heimsfrægan. f meira en hálfa ðld hafa ALFA LAVAL vélarnar verið viður- kenndar sem beztu og vðnduðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum, enda hefir verksmiðjan blotið yfir 1300 FYRSTU VERÐLAUN Reynslan, sem fengist hefir við að smíða meira en 4.000.000JA>fa Laval skilvindur, er notuð út f æsar til þess að knýja fram nýjtr og verðmætar endurbætur. Hið nýjasta á þessu sviði er: Algerlega ryðfríar skilkarlsskálar og algerlega sjálfvirk smurning. Vér höfum þessar tegundir af hinum nýju endurbættu ALFA LAVAL skilvindum i boðstólum: A'fa Laval Nr. 20 skilur 60 litra i klukkustund _,_ _ 21 - 100 - - -»- —»- — 22 - 150 — - -»- _>_ _ 23 - 525 - - -»- Varist að kaipa lélegar skilvindur. — Btðjið um ALFÁ LAVÁL Samband ísl. samvinnufélaga. Rússland-fapan. FRÉTTIR TÍI SÖlU Sex rússneskir embættismenn við Mantsjúríujárnbrautina miklu er Rússar eiga, voru teknir fastir af Japönum í september síðast- liðnum og hafa verið í haldi síð- an. Alþjóðaréttarfræðingar töldu handtöku þessa gerræði, mennirn- ir höfðu ekkert annað gert en að gegna embætti sínu. Var talið víst að handtakan miðaði að því að auka á erfiðleika Rússa að reka járnbrautina og kúga þá til sölu fyrir spottverð. En' Rússar skip- uðu aðeins sex aðra menn rúss- neska í embættin, í stað að taka í þau einhverja þegna hins nýja Manchukuoríkis. Nú hafa Japan- ar sleppt föngunum og er talið að þeir muni loks hafa séð að þeir hafi skakkt reiknað og að eigi sé sem auðveldast að knésetja hinn rússneska björn. — 1 gærkveldi barst sú fregn frá Harbin (stór- bæ nálægt landamærum Manchu- kuo og Síberíu), að saman væri að ganga um sölu járnbrautarinn- ar fyrir 130 milljón yen eða um 180 millj. krónur, og jafnvel, að samningar væru þegar undirrit- aðir af hálfu Manchukuoríkis (raunverulega Japana) og Rússa. Eigi var fregn þessi þó ennþá staðfest opinberlega. En sé hún sönn, staðfestir hún þá tilgátu að Japanar hafi látið undan síga að þessu sinni. Guðmundur skáld Friðjónsson frá Sandi kom hingað til bæjarins með »Brúarfossi« síðast og bíður skips suð- ur. í gærkveldi las hann upp í Iðn- skólanum, en síðast, er hann var hér,. las hann upp í Menntaskólanum og Gagnfræðaskólanum. Asgrímur Guðmundsson, fyrrverdndi skipstjójí, veríur attr-ieAur 1 dag. Hreinviðri og frost hafa gengið hér undanfarna daga. í Þingeyjarsýslu hef- ir verið allkalt, um 18 stig, og snjór er þar sagður töluverður. Gunnar Pálsson söng í fyrrakvöld í Nýja Bíó, við ágætan orðstír. Aðsókn mátti telja sæmilega, en langt frá svo sem æskilegt hefði verið. Létu þó á- heyrendur óspart í ljós, »að enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir«. Söng hann bæði innlend og erlend lög og varð að syngja þrjú aukalög og endurtaka önnur og þó færri en áheyr- endur vildu. — Frú Else Pálsson að- stoðaði mann sinn ágætlega. Endurtaka þau söngskemmtunina í kvöld, við nið- ursettu verði og verður söngskránni líka breytt. Mannaldt í gærmorgun lézt í Reykjavík að heimili sínu Vilhelm Knudsen, eftir langa vanheilsu. Vilhelm Knudsen var gamall Akureyringur og var meðal annars vel kunnur fyrir starfsemi sína í »Leikfélagi Akureyrar«. 1 fyrradag lézt í Reykjavík Kristján Magnússon frá Skoruvík, en síðar að Skálum, 68 ára að aldri. Á mánudaginn síðdegis lézt að heim- ili sínu hér í bæ Magnús Einarsson, organisti, tæplega hálfáttræður. Er hans minnzt nánar á öðrum stað hér í blnóinu. Afm'æli: Þórður Thorarensen, g^ull- smiðui varð 75 ára 9. þ. m. Hann er einn af e'.ztu borgurum þessa bæjar, hefir húið hér freklega hálfa öld og jafnan veuð vel metinn. Næstkomandi laugardags- og sutmu- dagskveld verða tveir gamanleikir sýndir í Þinghúsi Hrafnagilshrepps, að tilhlutun kvenfélagsins j>Iðunn«. Byrj- að verður kl. 8%. Dans á eftir. Jóhann Guðjónsson spilar. tvfbjólaður fdlksvagn 4 manna (Drossf») með stoppuð sæti og bak, f góðu standi. Tæki- færisverð. Upp'ýsingar er hægt að fá hji Tryggva Stefánssyni skósmið Lundargötu 1 Ak. Kristinn Jakobsson, Espihóli. Notaður barnavagn til sölu f Oddeyrargötu 22 (m'ðri). TAKIÐ EFTIR! Hefi til sölu nokkur sterk og vönduð, kerruaktýgi, á aðeins 50.00 kr, stykkið. Sendið pantanir sem fyrst. Valtýr fóhannesson, Ytra-Holti Svarfaðardal. Húseignir lil sölu. Íbúðir til leigu. Böðvar B/arkan. Dráttarvélarstjóra og plægingamann vantar Framfarafélag Arn- arnesshrepps í vor. Væntanlegir umsækjend- ur semji við HANNES DAVÍÐSSON, Hofi. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Prentsmiðja Odda Bjijrnasonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.