Dagur - 17.03.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 17.03.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- lögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. xvn. ár. T Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 17. marz 1934. 29. tbl, I n n lendar f rétti r. Ríkisstjórnin gaf út bráðabirgð- arlög um gjaldeyrisleyfi, inn- flutning o. fl., 8. þ. m. — Gjald- eyrisnefndina eiga riú að skipa fimm menn. Skipar fjármálaráð- herra þrjá, en Landsbanka- og útvegsbankastjórn sinn manninn hvor. — Brot gegn lögunum varða sektum allt að 50,000 kr. — Lögin eru birt i Lögbirtingablað- inu, og verður »Dagur« að vísa til þess, þar sem eigi er rúm hér til þess að birta þau. Flokksfundur Framsóknar- manna í Suður-Málasýslu. »Nýja dagblaðið« bfrtir eftir- farandi fundarsamþykktir úr Suður-Múlasýslu: »Á fundi Framsóknarfél. Fá- skrúðsfirðinga 27. febr. var sam- þykkt eftirfarandi: Fundurinn tekur hiklaust á- kveðna andstöðu gegn hinum svo- kallaða Bændaflokki, þar eð öll- um er kunnugt, að stofnendur hans eru sömu mennirnir, sem ó- nýttu hinn glæsilega kosningasig- ur Framsóknar 1931 með samn- ingamakki við aðalóvininn, íhald- ið, um samsteypustjórn, sem af- söluðu fornum og dýrmætum rétti bænda með kosningalögunum uýju, og sem nú loks hafa opin- berlega lýst fullum fjandskap i garð samherja og starfsbræðra í Framsóknarflokknum og ákveðið að keppa við hann um þingsæti við næstu alþingiskosningar, sem bersýnilega verður aðallega í- haldsflokknum til ávinnings. Beinir fundurinn þeirri áskorun til allra fulltrúa á Framsóknar- þinginu 17. marz n. k., að bindast öflugum samtökum til þess að vinna að því, að Framsókn verði sem minnst tjón að þessum ó- skipulögðu hermdarverkum«. (Frh.). Erlendar fréttir. Hœsta bygging heimsins og vafalaust ein hin mesta, er Sovjethöllin í Moskva, sem nú er verið að reisa og fullgerð verður innan skamms. Hæsti tindur byggingarinnar verður 415 metra frá jörðu, eða um 35 metrum hærra en »The Empire State Building« í New York. Er það höfuð Lenins, er svo hátt ber, en stytta hans, er stendur á bygging- unni sjálfri verður 80 metrar á hæð. Byggingin er ætluð fyrir leikhús, fundarsali og fl. Stærsti fundarsalurinn tekur 20.000 m. í sæti. meisturum, nema þeir greiði á- kvæðiskaup. — Vinnustöðvunin skyldi hafin 20. þ. m., en er nú frestað um 10 daga meðan aðilar ræða með sér tillögurnar. Danmörk. Sáttasemjari danska ríkisins hefir um stundarsakir fengið af- stýrt hinni miklu vinnustöðvun, er yfir hefir vofað, en hún mundi taka til 100.000 verkamanna. Hef- ir hann nú lagt fyrir aðila tillög- ur sínar í 19 liðum. Er merkast frá þeim að herma, að hann legg- ur til, að kaupkjör verði söm og nú í eitt ár, og að skipuð skuli sérstök nefnd, er hamli ófélags- bundnum vinnuveitendum að taka verkamenn gegn undirboðskaupi, enda megi eigi félagsbundnir verkamenn ráða sig hjá slíkum Bretland. Viðskiftamagn Breta hefir auk- izt í febrúar frá því sem var í janúar, bæði inn og útflutningur. Telja þeir það enn einn vott um kreppulétti. Viðskiftasamnings- nefndir Breta og Frakka settust á rökstóla á fimmtudaginn í Lun- dúnum. f neðri málstofunni voru flota- málin á dagskrá á mánudaginn. Sir B. M. Eyres-Monsell taldi ó- gerlega þá breytingu, að hverfa frá stórskipasmíðum, þótt margir mæltu með því af ótta við að þau mundu gagnslítil reynast gagn- vart flugvélunum. Kvað hann Bretaveldi stórskipin jafn nauð- synleg og flugvélarnar. Er talið líklegt, að Bretar muni nú ganga kappsamlega að vígskipasmíðum og því fremur, sem þeir hafa und- anfarin ár ekki smíðað svo sem samningar þeirra við Japana og Bandaríkjamenn leyfa. í sambandi við þá fyrirætlun standa sjálfsagt geysimiklar a nusaviK. HUÖHEILAR PAKKIR til allra vina okkar nœr og \ f/'œr, sem sendu okkur hlý/ar kveð/ur og sœmdu okkur • veglegum gjöfum d 25 dra hjúskaparafmœli okkar, 13. þ.m. \ r • Nikolína Sölvadóttir. Arni Jóhannsson. : sem sígilt er við þenna leik. Mis- takist þetta fyrir leikendum, verð- ur Skuggasveinn á leiksviði ð- merkilegur skrípaleikur. Segja má, að þetta gildi um sýningu allra sjónleikja, að mest sé undir því komið, að leikendurnir lifi inn í þann tíma, er leikritið á að hafa gerzt á, en því má bæta við, að sjónleikir, sem annar skáldskap- ur eru mismunandi tímabundnir. Þungamiðja sjónleiks er oft og tíðum efni hans eða sú listastefna sem um er að ræða í hverju til- felli. Leikurinn Skuggasveinn til- heyrir þeirri öld, sem horfin er sjónum og liðin er úr minni flestra manna. Margir þykjast sjá þess glögg merki þegar leik- urinn hefir verið sýndur nú í seinni tíð. Enda getur það naum- ast talizt óeðlilegt, þegar litið er á hinar hröðu og gagngerðu breytingar, sem orðið hafa á ís- lenzku þjóðlífi á síðustu hálfri öld, að leikendum, sem uppaldir eru í kaupstöðum, veitist erfitt að sýna persónur úr gömlu ís- lenzku sveitalífi, hvað þá lífi lið- inna kynslóða, svo að vel fari. Þeir sem leika Skuggasvein á Húsavík nú, eru lánsamir í þessu efni. Leikendurnir munu flestir vera sveitafólk að uppeldi og standá fyrir það betur að vígi, heldur en «þeir, sem ekki þekkja sveitalíf af eigin raun. Auk þess er bersýnilegt að margir leikend- urnir hafa ótvíræða leikarahæfi- leika, og margir þeirra gefa í engu eftir æfðustu leikurunum hér á landi, að því er mér virðist. Vil eg með örfáum orðum minn- ast é meðferð leikendanna á helztu hlutverkunum í leiknum: Skuggasvein leikur Sigurgeir Aðalsteinsson mjög myndarlega. Tekst honum vel að sýna þessa hugrökku og karlmannlegu f jalla- hetju, sem fyrirlítur byggðavæfl- urnar aumar og úrkynjaðar, og heldur velli með heiðri og sóma, þrátt fyrir handtöku og dauða* dóm. ögwMndur (Sigurður Krist- jánsson) er sömuleiðis prýðilega leikinn. Virðist SigurÖi veitast Leikfélag Húsavíkur leikur þessa dagana hið þjóðkunna og vinsæla leikrit Skuggasvein, eftir Matthias Jochumsson, sem um heilan mannsaldur hefir af og til verið leikið víðsvegar í kaupstöð- um og kauptúnum landsins. Leik- rit þetta er því gamalkunnugt meðal landsmanna, svo óþarft er að skrifa um efni þess eða lista- gildi, enda hefir það oft verið gert áður. Á því tímabili, sem leikritið Skuggasveinn hefir verið á leik- skrá þjóðarinnar, hefir smekkur þjóðarinnar fyrir leiklist og þroski hennar á því sviði, eðlilega tekið breytingum og aukist. Leik- ritið er ekki háð neinu vissu lög- máli eða stefnu, gildi þess er fyrst og fremst fólgið í mjög glöggri lýsdngu á ákveðnu menn- ingarsligi íslenzku þjóðarinnar. Skuggasveinn er einskonar þjóð- lýsing og sem slíkur hefir hann hlotið þær vinsældir, sem raun ber vitni um. Leikendur, sem taka Skuggasvein til sýningar, verða að hafa þetta í huga, og þeir verða að leggja megináherzluna á, að skilja menningu þess tíma, er leikiitið er miðað við. Það er stærsta sporið sem leikendur Skuggasveins þurfa að stíga, að því marki að sýna á leiksviði það, flotaæfingar í miðju Atlantshafi. Lögðu í þær um síðustu helgi 86 herskip frá Gibraltar, með 14000 manna áhöfn. Kantötukór Björgvins Guðmundsson- ar, syngur helgikantötu hans í páska- vikunni. Verður nánar auglýst um þetta síðar. Að gefnu tilefni skal þess getið, að greinin um kirkjubyggingu, er birtist nýlega hér í blaðinu, er ekki eftir Sig- fús Elíasson. Ritstjóri »Dags«, Ingimar Eydal, tók sér far til Reykjavíkur með »Island«.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.