Dagur - 17.03.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 17.03.1934, Blaðsíða 2
82 D AGUR 29. \b\. >l I •¦» • -• » •¦« « ?-••-•¦•> H ¦» ¦« » • •-*-• -•-•-•- •- • ¦•--•- létt að vekja samúð og skilning áhorfenda á hinum tortryggna en tilfinningaríka útlaga, sem fallið hefir í ónáð hjá mannfélaginu. Haraldur (Friðþjófur Pálsson) er mjög trúlega leikinn og af góð- um skilningi, en mætti vera ung- legri í útliti. Kristján ólason leik- ur Ketil víða af list, sérstaklega sem þræl, þó er hugleysið full- mikið. Lárenzims sýslumann leik- ur Pétur Sigfússon mjög sóma- samlega sem yfirvald röggsamlegt á yfirborðinu, er ekki flækir sig í vitinu. Sigurð bónda í Dal leikur Ingólfur Helgason. Það hlutverk mun ekki vera neitt sérlega skemmtilegt eða vinsælt af áhorf- endum, þó tekst Ingólfi sæmilega að leysa það af hendi. Ástu dótt- Sigurðar leikur Halldóra Guð- johnsen ágætlega. Getur engum dulizt, sem horfir á leik hennar í þessu hlutverki, að hún er efni í glæsilegan leikara. Halldóra hefir prýðisfagran málróm, hún hefir ekki mikla söngrödd en beitir henni vel. Þá eru þau Gudda (Guðbjörg óladóttir) og Jón sterki (Egill Jónasson) bæði leik- in af snilld, þau hlutverk eru tæmd, þar er hvorki of eða van. Gvenéwr smali (Benedikt Jóns- son) er og ágætur. Sýnir Bene- dikt heimskuna og hjárænuskap- inn hjá Gvendi svo eðlilega, að á- horfendum gleymist næstum því að um leik sé að ræða. Hin smærri hlutverk, sem hér er ekki getið sérstaklega, eru öll sæmilega af hendi leyst og sum ágætlega. Útbúnaður leiksins er góður. Leiktjöld hefir málað Jóhann Björnsson, listfengur maður en ólærður á því sviði. Eru tjöldin sérkennileg. Búningar leikenda eru í bezta lagi og ekki óeðlilega finir eins og oft vill við brenna hjá leikendum í stærri kaupstöð- um. Ljósaútbúnaðurinn er ekki fullkominn en þó viðunandi, enda ekki sanngjarnt að gera háar kröfur í því efni við þau skilyrði, sem þarna eru fyrir hendi. Leik- stjórn hefir annazt Júlíus sýslum. Havsteen. Leikfélag Húsavíkur á þökk skilið fyrir sýninguna á Skugga- sveini að þessu sinni. Hvorki fé- lagið né einstakir leikendur virð- ast nokkuð hafa til sparað að gera leikinn sem bezt úr garði, enda ljóst, að félagið á yfir að ráða meiri leikkröftum og betur æfðum en völ mun á vera víða hér á landi jafnvel á fjölmennari stöðum en Húsavík er. Leikkraft- arnir á Húsavík svara til stærri verkefna en Skuggasvein er og meiri skilyrða en þeirra, sem fyr- ir hendi eru þar. ¦B. H. Skipaferðir. Lagarfoss, ísland, Nova og Goðafoss hafa öll verið hér að garði i einu að heita má. Farþegar frá út- löndum og að sunnan, voru m. a. þess- ir: Jón Stefáhsson, kaupmaður, frú Gunda Steingrímsson, frú Þóra Magn- úsdóttir frá Pagraskógi, Guðjón Sam- úelsson húsameistari, Einar Bjarnason, cand. jur. Messur. Messað ver§ur á morgun kl. 2 á Akureyrí, í íslenzkum þjóðsögum er getið um menn, sem sekir urðu um ým- iskonar alvarleg brot á lögum og venjum og almennu velsæmi. — Dómstólar og almenningsálit dæmdi menn þessa óalandi og ó- ferjandi og margir þeirra fyrir- gerðu jafnvel lífi sínu. Lýð þess- um tókst oft að flýja hinar hörðu örlagasnörur, sem þeim voru snúnar í byggð, leituðu sér hælis í faðmi öræfanna og nefndust úti- legumenn eða stigamenn. Og þótt sakarefnin væru ekki öll jafn mikilfengleg, og málavextir mis- jafnir, var það jafnan sameigin- kgt með öllum ódrenglyndum stigamönnum, að draga að sér fylgi æfintýragosa og glæfra- rokka, sem alltaf gerðust liðugir á hlaupum til óbyggða, tilefnislít- ið, að öðru leyti en því, að hið slæma eðli þeirra vísaði löppum leið. Þá var það og samkennandi fyrir alla ódrenglynda útilegu- menn, að hefja stríð á hendur sínum fyrri meðbræðrum í byggð- inni, láta afleiðingar lífsbaráttu sinnar og hugða koma svo illa niður á þeim, sem frekast varð við komið, og bera þannig eigin reynslu, þrek og starfskrafta sem fórn á altari ógöfugmennsku og eyðileggingar. Sagnirnar um þessi óþekku börn auðnanna, rifjast óþægilega vel upp, þegar fregnir berast af því, að tveir alþingismenn, sem lengi hafa notið trausts margra góðra kjósenda, hafi hörðum höndum verið reknir úr sveit samstarfsmanna sinna, fyrir mörg svo alvarleg og vítaverð brot á stefnuskrá hins þróttmesta og glæsilegasta stjórnmálaflokks, sem starfað hefir meðal íslenzkr- ar þjóðar á síðari tímum, þ. e. Framsóknarflokksins. Og svo ná- legar, sem fréttirnar af atferli þessara tveggja manna, er tekið hafa að sér að leika ódrengileg útilegumanna-hlutverk í íslenzk- um stjórnmálum, eru, þá vekur hitt þó Iangtum meiri óbeit, að fá í kjölfar þessara fregna vitneskj- una um, að aðrir tveir alþingis- menn, og einn ráðherra, sem einn- ig hafa hins mesta trausts notið, hafi sjálfviljugir hlaupizt á brott úr fylkingum ágætra manna og á- samt hinum tveimur stofnað stigamannaflokk, til höfuðs fyrr- verandi samherjum og vinum. (Frh.). Sigurður Kristinn Harpann. Jwrðarför Magnúsar Einarssonar organista, fer fram á fimmtudaginn 22. þ. m. — Jarðarförin fer fram á kostnað bæjarins. — Gamlir »Heklung- ar« syngja yfir líki hins látna við húskveðjuna, og heiðra þannig minn- ingu hins aldna forystumanns og fé- laga, en »Geysir« syngur í kirkjunni. Fyrir llkfylgdinni verður borinn hinn skrautlegi fáni Heklunga, er Norð- menn sendu þeim forðum með þakk- læti fyrir heimsóknina. Aðalfundur Félags verzlunar- og Rkrifstofufólks á Akureyri, verður í Nýkomið. Orœnmeti, Hvítkál, Rauðkál, Gulrœtur, Rauðrófur, Purr- ur, Tomatar. — Kaupfélag Eyfirðinga. Kjötbúðin. U p p b o ð. Priðjudaginn 27. marz n. k., kl. 4 e. h., verður upp- boð haldið í afgreiðslustofu vorri hér á Akuieyri og þar selt: — Tvö verðskuldabréf að upphæð kr. 18000.00 og kr. 5000.00. Landsbanki ísiands. Utibúið á Akureyri. Hofum til: Handverkfæri allskonar og garðyrkjuverkfæri. Amerísk, sænsk og norsk. Beziu gerðir og bezta verð. Samband ísL samvinnufélaga. Uppboð. Miðvikudaginn 4. apríl verður opinbert uppboð haldið að Arnarhóli í Öngulstaðahreppi og hefst kl. 12 á. hád. Selt verður meðal annars: 2—3 kýr, hænsni, húsgögn, hey, bækur og eldhúsgögn. Hreppstjórinn í Öngulstaöahreppi. Stefán Stefánsson. Skjaldborg, mánudagihn 19. þ. m., kl. 8!/2 e. h' — Zion. Samkomur á morgun, sunnud. Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Öll börn hjartanlega velkomin. Almenn samkoma kl. 8l/2 e. h. Allir velkomnir. Trúlofun. Frk. Anna Bjömsdóttir frá Ólafsfirði og Baldur Guðlaugsson, K, E. A. — Aðventkirkjan. Prédikun á morgun kl. 8 síðdegis." Voröld heldur fund kl. 8'/2 á morgun, (sunnudag), Hamarstíg 1. Bitstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Prentsmiðja Odds Björhssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.