Dagur - 22.03.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 22.03.1934, Blaðsíða 1
kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII. ár •] Akureyri 22. marz 1934. • • • •• •• i Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. j 31. tbl. Jarðarför Magnúsar Cinarssonar organista fór fram í dag með hinni mestu viðhöfn og hluttekningu. „Heklau söng við hiiskveðfu og gekk síðan i fararbroddi und- ir fdna sínum til kirkju, en par söng „Geysira. í Menntaskóla og Gagnfrœðaskóla var gefið frí. Minntust þeir Sigurður Guð- mundsson skólameistari og Sigfús Halldórs frd Höfnum skóla- stjóri hins framliðna fyrir nemendur hvors skóla um sig. Fylgdu peir bdðir, kennaralið og nemendur skólanna, Menntaskólinn fylktu liði undir fdna sínum. Á eftir kistunni, nœst vandamönn- um, fylgdi bæjarstjórn með bæjarstjóra í broddi fylkingar. En líkfylgdin var afar fjölmenn, svo að ndlega sýndist sem annað- hvert mannsbarn úr bænum væri þarna komið til pess að auðsýna hinum framliðna dgœtismanni hinnztu virðingu. Yfir gröfinni flutti Snorri Sigjússon skólastjóri hugheila og fagra kveðju frá Heklungum. Innlendar fréttir. 250.000 kr. til sildar- verksmiðju. Á bæjarstjórnarfundinum á þriðjudaginn var, lagði síldar- verksmiðjunefndin fram svohljóð- andi tillögu: »Bæjarstjórnin samþykkir að taka þátt í byggingu fullkominnar síldarbræðsluverksmiðju á Odd- eyrartanga að einum fjórða stofn- kostnaðar, þó ekki yfir 250 þús. kr., og eigi þá bærinn verksmiðj- una að þeim hluta. Var þessi til- laga samþykkt í einu hljóði. — Framsögumaður, Jón Sveinsson, áleit að með því að byggja verk- smiðjuna hér myndu sparast um 200,000 kr., á við það, að byggja hana einhverstaðar á lítt byggð- um stöðvum. Slysfarir. Þriðjudaginn 20. marz s. 1. vildi sá hörmulegi atburður til að Klauf á Staðarbyggð, að bóndinn þar, Jón Helgason, var að hand- leika byssu og hljóp skot úr henhi í höfuð honum og beið hann bana af. Jón heitinn var sérlega vandað- ur og vellátinn maður og hafði búið í Klauf nær 30 ár. Hann var 63 ára að aldri og lætur eftir sig konu og dóttur uppkomna. Fyrverandi aðalgjald- keri Landsbankans. Guðmundur Guðmundsson frá Reykholti, hefir verið látinn laus úr gæzluvarðhaldi. Var það eftir yfirheyrzlu formanns »Mjólkur- félagsins«, Eyjólfs Jóhannssonar, er yfirheyrður var jafnskjótt og hann kom með »Gullfossi« heim f rá útlöndum. Bar vitnisburði hans saman við vitnisburð Guð- mundar. Verður annars nánar skýrt frá þessu síðar. Flokksfundir Framsoknarmanna. Á fundi Framsóknarfélags Reyðarfjarðar 18. febr. 1934 var samþykkt með samhljóða atkvæð- um fundarmanna: »Jafnframt því sem fundurinn lýsir sig samþykkan gerðum mið- stjórnar og þingflokks Framsókn- armanna um burtrekstur þeirra Hannesar Jónssonar og Jóns Jónssonar úr flokknum, og lætur megna óánægju sína í ljós yfir úrsögn þeirra Tryggva Þórhalls- sonar og Halldórs Stefánssonar, og átelur fastlega tilraun þeirra til nýrrar flokksmyndunar, þá skorar hann á alla Framsóknar- flokksmenn, félagsbundna og stuðningsmenn flokksins um allt land, er skipa sér undir merki framsóknar- og samvinnufélags- skaparins í landinu, að standa nú fast saman um áhugamál flokks- ins og vinna ötullega að málefn- um framleiðenda og hinna vinn- andi stétta í landinu, svo sem með: a. Skipulagningu afurðasölunnar er hefði í för með sér hækkað verðlag. b. Launalækkun opinberra starfs- manna ríkisins og stofnana er til verður náð. c. Halda fast við innflutnings- höftunum. d. Knýja fram vaxtalækkun. e. Styðja hverskonar þróun at- vinnuveganna, og umfram allt að láta ekki klofningsmenn, sem telja sig Bændaflokks- menn, blekkja sig með fortöl- um sínum, sem eingöngu hafa þau áhrif, að veikja baráttuna gegn kyrrstöðu- og andstöðu- flokknum.« (Frh.). Eins og til stóð, fór fram 1. dráttur í Happdrættinu þann 10. þ. m. í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík. Var þegar, er dráttur átti að byrja, fullt hús »spenntra« áhorfenda. Var það einnig ó- venjulegur viðburður, þar sem þetta var 1. dráttur í fyrsta opin- bera happdrætti íslands. útbúnað- ur við drættina er hinn bezti sem þekkist, og útilokar hverskonar pretti, sem hugsanlegt er að hægt sé að hafa í frammi við drættina, eftir sögn þeirra er þekkja, og á- horfenda. — Sala happdrættis- miða hafði gengið prýðilega vel er leið að 1. drætti, og yfirleitt fram yfir vonir forstöðumanna. Umboðsmaður Happdrættisins hér á Akureyri, hefir látið þess getið við blaðið, að til umboðssvæðis síns hafi komið 22 vinningar af þeim 200, sem dregnir voru í fyrsta flokki, og þar 1 af hinum stærri. Vill hann jafnframt á- minna eigendur hlutamiða um, að endurnýjun þeirra verður að vera lokið fyrir 31. þ. m., að öðrum kosti falla þeir úr gildi og kostar þá meira að halda áfram. En með hverjum flokki vaxa líkurnar fyr- ir vinningi, auk þess sem vinn- ingaupphæðunum fjölgar og þær vaxa. Nýja-Bíó H! IFöstudagskvöld fel. 9 Síðasti Mohikaninn. — H E F N D IN. — Laugardags og sunnudagskvöld kl. 9 Ihéttúðuga frúin Tal og hljómmynd i 9 þáttum. g Aðalhlutverkin leika: JOAN BENNEIT og JOHN BOLES. JOAN BENNETT er talin ein af fallegustu kvikmyndaleikkonum í Hollywood. JOHN BOLES, söngvar- ann úr >RIO RITA< munu flestir kannast við. — Myndin segir frá æfintýri ungrar stúlku úr smáþorpi, sem langar >út á lífiS< og álítur að það takist betur með því að látast vera gift frú á ferðalagi til Parísar, heldur en ógift. Segir myndin á svo skemmtilegan, fyndinn, fjörugan og eðlilegan hátt frá smábæjarslúðrinu, þegar hún kemur aftur, að flestir munu fá sér góða skemmtistund, er -----sjá þessa mynd. —-- fcST Myndin er bönnuö fyrir böm. Beejarfréttir. »Geysir« söng í gærkvöldi í »Nýja Bíó«, við húsfylli og fagnaðarviðtökur. Varð flokkurinn hvað eftir annað að endurtaka verkefni. Mestan fögnuð söngvinna áheyrenda vakti einsöngur Gunnars Pálssonar og finnsku lögin, sérstaklega lögin eftir Toivo Kuula, einkennilega fögur og sérstæð. »Geysir« syngur aftur í kvöld, í sið- asta sinni á þessum vetri. Og um leið verður það, því miður, í síðasta sinni sem vér fáum að hlusta á hina björtu og fögru rödd Gunnars Pálssonar hljóma í einsöng við undirleik fylgi- raddanna, og breiða sinn mjúka og hreina blæ hjúfrandi yfir tenór flokks- ins. lhi(jm.cnnastúican Akurlilja nr. 2 hef- ur kaffikvöld í Skjaldborg n. k. sunnu- dag kl. 8%. Aðgöngumiðar verða seld- ir í Skjaldborg (stúkustofunni) á sunnudag kl. 2—4 e. h. Mess'ur í Grunda/rþingaprestalcalli: Föstudaginn langa, Saurbæ kl. 12. s.d. Grund kl. 3. Páskadag’, Kaupangi kl. 12 Annan í páskum, Munkaþverá kl. 12. Sunnudaginn 8. apríl Möðruvöllum kl. 12. —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.