Dagur - 27.03.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 27.03.1934, Blaðsíða 2
94 D AGUR 33. tbl. Ingimar Eydal, ritstjóri, Akur- eyri. Þórólfur Sigurðsson, bóndi, Baldursheimi. Björn Kristjánsson, alþm. Halldór Ásgrímsson, kaupfélags- stjóri, Borgarfirði. Pétur Jónsson, bóndi, Egilsstöð- um. Jón fvarsson, kaupfélagsstjóri, Hornafirði. Bjarni Runólfsson, bóndi, Hólmi. Séra Sveinbjörn Högnason, Breiðabólstað. Bjarni Bjarnason, skólastjóri, Laugarvatni. Upplestur kosningaúrslita för fram að morgni miðvikudagsins 21. marz. Þann dag var fundar- stjóri Björn Sigtryggsson, bóndi á Brún. Að upplestrinum loknum hóf Jón Sigurðsson bóndi í Yztafelli framsogu af hálfu kosningaundir- búningsnefndar. Var þá um leið útbýtt nefndaráliti. Að umræðum loknum voru tillögur nefndarinn- ar samþykktar, óbreyttar að mestu. KI. 1 e. h. hófst fundur að nýju. Var þá tekið fyrir álit allsherjar- nefndar. Framsögumaður nefnd- arinar var Hermann Jónasson. Að loknum umræðum voru sam- þykktar eftirfarandi ályktanir. Kaupgjaldsmál. í kaupgjcildsmálinu var sam- þykkt svohljóðandi tillaga: »FIokksþing Framsóknarmanna legg- ur sérstaka áherzlu á, að sveitamönnum sé eigi greitt lægra kaup fyrir sömu vinnu, en kaupstaðarmönnum og utan- sveitarmönnum, þegar um opinbera vinnu er að ræða, og jafnframt sé sam- ræmt betur en nú er, kaupgreiðsla í slíkri vinnu í hinum ýmsu héruðum landsins, þar sem aðstaða. og lífskjör eru svipuð, og að opinber vinna verði unnin á þeim tímum, þegar hagkvæm- ast er fyrir íbúana á hverjum stað, enda séu héraðsbúar látnir sitja fyrir vinnunni«. Kreppumál. í kreppumáhimim voru svohljóð- andi tillögur samþykktar: 1. »Flokksþing Framsóknarmanna krefst þess, að fullnaðarreglugjörð um lánastarfsemi Kreppulánasjóðs verðl birt nú þegar. Og ennfremur að stjórn Kreppulánasjóðs birti fyrir almenningi þær starfsreglur, er hún að öðru leyti hyggst að fylgja við útlán úr sjóðnum«. 2. »Flokksþing Framsóknarmanna skorar á stjórn Kreppulánasjóðs, að gera nú þegai' þær ráðstafanir, sem henni eru heimilaðar í 6. grein laga, nr. 79, frá 19. júní, 1933, um heimild- ir til ýmsra ráðstafana vegna fjár- kreppunnar, og hlutast þannig' til um, að sá 5 ára greiðslufrestur á afborgun- um veðdeildarlána, sem stjórn Lands- banka Islands í 2. grein laganna. er heimilað að veita, komi þar til fram- kvæmda. Verði þetta ekki gert, krefst flokksþingið þess, að Alþingi tryggi það, að þessu verði framfylgt«. Kl. 8 hófst fundui' að nýju. Þá var tekið fyrir ávarp kosninga- ávarpsnefndar og því máli lokið þá um kvöldið. Fimmtudag-inn 22. marz kl. 9 árdegis, hófst enn fundur og var þá álit blaðanefndar fyrir tekið og því máli lokiö fyrir hádegi. Kl. 5 síðdegis komu fundarmenn enn saman og var þá flokksþinginu slitið. Hafði það staðið yfir 5 daga. Þenna síðasta dag flokksþings- ins var Sigurður Bjarklind, kaup- félagsstjóri, fundarstjóri. Að kvöldi sama dags var sam- kvæmi Framsóknarmanna að IIó- tel Borg, og sátu það nokkur hundruð manna. Að öllu fór flokksþingið vel fram, og ríkti þar samhugur og einbeittur áhugi fyrir því, að leggja grundvöll að nýju starfi og leiða umbótamálin til sigurs í framtíðinni. Tun til leigu. Spildur í Kjarnanýrækt bæjarins verða seldar á leigu til næstu tveggja ára. — El'tirgjald 14 — 18 kr. á ári fyrir dagsi. eftir nánari satnningi og skulu leig- endur bera á löndin eftir fyrirmælum jarðeignanefndar. Þeir, sera áður hafa haft spildur á leigu, sitja fyrir framhaldsleigu að öðru jöfnu. Umsóknum skal skilað á skrifstofu mína fyrir 10: apríl n. k; og verða þar einnig gefnar nánari upplýsingar. Bsejarstjóiinn á Akureyri, 26. marz 1934. Steinn Steinsen. Hefum til:- Handverkfæri allskonar og garðyrkjuverkfæri. Nýjuoð i iönaði á flkureyri. írins — hólmar og flæðar — verða seld á leigu á upp- boði laugardaginn 31. þ. m., kl. 3 e h., í bæjar- stjórnarsalnum. Uppboðsskilmálar birtir á uppboðsstaðnum. Bæjarstjórinn á Akureyri, 24. marz. 1934. Steinn Steinsen. Amerísk, sænsk og norsk. Bezíu gerðir og bezta verð. Samband ísl. samvinnufélaga. Fyrstu „dönskuu skórnir gerðir á Islandi. í júlímánuði 1932 stofnsetti J. S. Kvaran skóverksmiöju hér á Akureyri. Fékk hann til hjálpar sér þýzkan kunnáttumann, en auk hans hafa stöðugt starfað í verk- smiðjunni 2—4 stúlkur héðan úr bænum. Fram að þessum tíma hefir verksmiðjan eingöngu búið til inniskó af ýmsum gerðum. Sú framleiðsla og sala hefir gengið mjög vel og nú færist Kvaran í aukana. Hefir hann fengið ágætt húsnæði fyrir verksmiðju sína i hinu nýbyggða steinhúsi Hjalta Sigurðssonar við Hafnarstræti og nýjar vélar til nýrrar og aukinn- ar framleiðslu. Er verksmiðjan þegar byrjuð að búa til viðhafn- arskó (luxusskó) kvenna, með há- um hælum og úr ýmsum leðurteg- undum, s. s. lakkleðri, rúskinni, geitaskinni (chevreaux) og kálfs- skinni (Boxcalf). Bráðlega verð- ur farið að búa til lághælaða kvenskó og lakkskó (ballskó) karla. Kemur danskur kunnáttu- maður með næsta skipi, til að vinna að þessari framleiðslu. Gæði þessa skófatnaðar Kvar- ans, munu vera þau sömu og á dönskum skófatnaði, sem hér er á markaðnum, en verðið verður nokkru lægra, eða sem svarar innflutningstollinum. Hér er um að ræða mjög merki- legan viðburð í sögu íslenzks iðn- aðar: Fyrstu »dönsku« skórnir gerðir á íslandi og seldir lægra verði en jafngóðir skór erlendir. Það er öllum sönnum íslending- um gleðiefni, þegar innlend iðn- fyrirtæki færast í aukana, þótt smá hafi verið í byrjun. Skóiðn- aður Kvarans á það fyllilega skil- ið að vera gaumur gefinn, en það gera menn bezt með því að at- huga um framleiðslu hans og kaupa hana frekar að öðru jöfnu. Sv. □ Rún 50343278 - Fr.\ Aðventkirkjan: Prédikun Föstudag- inn langa, kl. 8 síðdegis. Páskadaginn kl. 8 síðdegis. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Prentsm. Odds Björnssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.