Dagur - 29.03.1934, Side 1

Dagur - 29.03.1934, Side 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jðhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • • • Akureyri 29. marz 1934. 34. tbl. Páskaiyid Nyja Síó verður: Við sem vinnum eldhússtörfin. Tvær sýningar 2. páskadag. kl. 5 og 9. Tekið á móíi pöntunum laugard. 31. þ. m. kl.l —4 í síma285. Innlendar fréttir. Framsóknarmenn í kjöri Ákveðið hefir verið að Jörund- ur Brynjólfsson alþm. og- Bjarni Bjarnason skólastjóri á Lauga- vatni verði í kjöri í Árnessýslu af hálfu Framsóknarflokksins. í S.- Þingeyjarsýslu kemur ekki til prófkosningar, þar er fulltrúaráð Framsóknarfélagsins óskaði ein- um rómi að Jónas Jónsson yrði þar í kjöri, en Ingólfur í Fjósát. gaf ekki lengur kost á sér til þingmennsku. Skagasirandarhöfn. Miðstjórn Framsóknarflokksins hefir samþykkt tillögu um að skora á ríkisstjórnina að hefjast þegar handa um hafnargerð á Skagaströnd. Aflabrögð. Frá Vestmannaeyjum er símað, að þar hafi fengizt af netjafiski Erlendar f Rooseveli sigrar. Síðustu fréttir frá Bandaríkj- unum herma, að aflýst hafi verið hinu stórkostlega verkfalli, er vofði þar yfir. Orsök hins fyrir- hugaða verkfalls var harðvítug deila milli verkamanna og vinnu- veitenda um rétt verkamanna til þess að vera í óháðum verklýðs- félögum. Vinnuveitendur hafa æ- tið áður neitað að viðurkenna þann rétt, enda tekizt að halda verkamönnum fullkomlega tvístr- uðum, með því að reka jafnan þá, er í slíkan félagsskap gengu, eða beittu sér fyrir samtökum til þess að stofna óháð verklýðsfélög. Nú hefir Roosevelt forseti und- anfarið sett hverri stóriðjugrein- inni á fætur annarri reglugerð um iðjurekstur. Hafa þær verið misjafnlega strangar eftir þvl hversu langt forsetinn treysti sér til þess að sveigja stóriðjuhöldana í hverri grein, stórillindalaust. En allir stóriðjuhöldarnir hafa átt sammerkt í því, að taka þessum mest 3300 þorskar og 2000 ufsar á bát. Hér á Akureyri aflaði Sigvaldi Þorsteinsson, formaður á vélbátn- um »Svan«, um 16 skp. af full- orðnum þorski, á djúpmiðum, nú um helgina. Um 10000 manns hafa nú séð leikinn »Mann og konu«, er Emil Thoroddsen hefir tekið saman úr hinni vinsælu samnefndu sögu afa síns. Mun það vera met fyrir leik- hússókn á íslandi. Hin þjóðkunna hagleikskona, frú Gunnhildur Jónsdóttir frá Kirkjubæ í Húnavatnssýslu, kona Ásmundar Sveinssonar, mynd- höggvara, er sjálf hefir síðustu árin lagt stund á myndhöggslist sigldi í haust til frekara náms I þeirri grein. Hefir nú frétzt að hún hafi viðstöðulaust fengið að- gang að listaháskólanum í Kaup- mannahöfn. r é 11 i r. reglugerðum sem fjandsamlegast, spyrna af alefli á móti því að þær yrðu þeim settar, en síðan reynt af fremsta megni að fai'a í kring- um þær og jafnvel brjóta þær. Hefir þeim víða tekizt þetta, því að vandi er að setja svo lög að eigi megi kringum þau fara af óbilgjörnum mönnum. Vildu vinnuveitendur ráða því sjálfir í hverskonar verklýðsf élögum verka- menn væru; vildu að í hverri verksmiðju væri félag, er allir starfsmenn hennar væru skyldir að vera í einu saman, en engin sambönd hafa við önnur félög. Gátu því vinnuveitendur haft hemil á þessum einangruðu félög- um, hver hjá sér. Var nú svo komið, að vérkamenn hótuðu verkfalli ef ekki gæti bót á þessu fengizt, En vinnuveitendur þótt- ust hafa rétt til þess að túlka reglugerðirnar samkvæmt eigin skilningi. Til þess að afstýra verkfallinu og rétta hlut verkamanna, er rétt- an skilning höfðu í reglugerðirn- ar lagt, hefir Roosevelt forseti undanfarið setið á fundum með bílsmiðjuhöldunum. Voru þeir hinir þverustu, en þó fór svo að þeir urðu að láta í minni pokann og viðurkenna að fullu samtaka- rétt verkamanna. Tilkynnti for- setinn vinnuveitendum skýlaust, að þeim væri gersamlega óheimil hverskonar vinnuhömlun af þeim orsökum að verkamenn væru i einhverjum öðrum verkamanna- félagsskap en vinnuveitendum geðjaðist að. Að fenginni þessari viðurkenn- ingu vinnuveitenda, samþykktu verkamenn að aflýsa verkfalli því, er þeir voru búnir að til- kynna, en höfðu fyrir bænastað forsetans frestað um nokkra daga, meöan hann ræddi málið við bílsmiðjuhöldana. „Aftakau Pu Yi. Á miðöldunum og lengur fram kom það fyrir, að menn voru dæmdir til táknlegrar (in effigie) aftöku, þeir er eigi náðist í, eða svo hátt voru settir, að lög næðu tæpast til þeirra eða jafnvel ekki (t. d. ríkjandi konungar), en höfðu þó framið líflátsglæp. Var þá líkneski þeirra, venjulega úr vaxi, hálshöggvið opinberlega. Nú hefir kínverska stjórnin lát- ið hálshöggva Pu Yi, er nýlega var krýndur leppkeisari Japana í Manchukuo, síðasta afspreng hinnar kínversku keisaraættar. Pu Yi var kornungur rekinn frá stóli, 12. febrúar 1912, er Kín- verjar komu á hjá sér lýðveldi. Sat hann þó í keisarahöllinni í Peking (er nú heitir Peiping), unz hann var þaðan rekinn 1924 og um leið algerlega sviptur keis- aratitlinum. Leitaði hann þá á náðir Japana. Um leið og kínverska stjórnin skipaði fyrir um táknlega aftöku Pu Yi fyrir að hafa undir vernd- arvæng Japana setzt á veldisstól í því landi, er þeir með ofbeldi hafa frá Kínverjum tekið, lét hún það boð út ganga, að hver sá Kín- verji, er gengið hefði á hönd stjórninni í Manchukuo, skuli vægðarlaust tekinn af innan tveggja stunda frá því að hann kann handsamaður að verða inn- an landamæra Kínaveldis. Enn- fremur skuli allir góðir kínversk- ir borgarar telja slíka menn rétt- dræpa hvar og hvenær sem er, takist aðeins að ná til þeirra. * * * í Peiping hafa kínverskir stú- dentar rifið niður marmarahellu þá, er var á grafhýsi keisaraætt- arinnar og á voru letruð nöfn þeirra, en sett i staðinn aðra með þessari áletrun: »Hér hvíla feður og forfeður föðurlandssvikarans Pu Yi, er seldi þjóð sína fyrir japanskt fé«. Frakkland. Tilkynnt er að ákveðið hafi ver- ið að innflutningar Frakka í ár skuli eigi nema meiru en ]/4 af innflutningi þeirra árið 1932. Sumar þjóðir fá þó leyfi til þess að flytja inn jafnmikið og áður, en öðrum eru algerðar hömlur settar. * * * Nýtt fjársvikahneyksli kvað vera að komast upp í París um gasfélag þar og er talað um að þegar sé vitað að eigi muni vera um minna að ræða en 50 milljónir franka. Pýzkaland. í tilefni af ársafmæli nazista, er sagt að um 600 pólitískir fang- ar hafi verið látnir lausir í Bay- ern. Bœjarfréitir. Skipaferðir. Meðal farþega er komu með skipunum nú um helgina, voiu þeir Jón Kristjánsson útgerðarmaður, Óskar Sæmundsson, kaupmaður, séra Friðrik Friðriksson frá Reykjavík og Vilmundur Jónsson landlæknir. — Séra Friðrik mun hafa 'komið til þess að stofna hér K. F. U. M. deild, en land- læknir til þess að athuga stað og á- ætlanir fyrir hinn nýja spítala. Með Gullfossi fóru áleiðis til Reykjavíkur Guðjón Samúelsson húsa- meistari, Vilmundur Jónsson, land- læknir, hjónin frú Else og Gunnar Páls- son söngvarí, frú Guðmunda Stefáns dóttir, ungfrú Margrét Þór, frú Jó- hanna Þór og dóttir henar. Áleiðis til útlanda fór frú Rannveig Þór, er verð- ur samferða manni sínum, Vilhjálmi Þór, kaupfélagsstjóra, frá Reykjavík,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.