Dagur - 03.04.1934, Page 1

Dagur - 03.04.1934, Page 1
DAGUR kemur út á -þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. -• • • ••• XVII. ár •T -• • • # • • • #-# • • • »- Akureyri 3. apríl 1934. Stórkostlegt eldgos í Stórflóð í Á páskadagsmorgun, er menn vöknuðu, hvíldi allþykk mistur- móða yfir héraðinu og hélzt allan páskadaginn. Veður var annars hið fegursta. Gátu menn sér þeg- ar til að um eldgos væri að ræða, er stæði í sambandi við Skeiðará, er útvarpsfregnir höfðu sagt hlaupna. Nú hafa fengizt nokkuð greini- legri fregnir af eldgosinu. Gosið hefir sennilega brotizt út á föstudag. Hefir síöan til þess sézt úr flestum héruðum landsins, en mið víðast orðið nokkuð ó- glögg. Frá Reykjavík virtist mökkinn bera norðanvert við Mosfell eða um 11° norður; frá Vestmannaeyjum yfir hábungu Eyjafjallajökuls; frá Þjórsártúni yfir sömu stöðvar og gosið 1913; frá Akureyri sést gosið yfir Byggðarfjalli syðst; frá Reykja- hlíð yfir Sellandsfjall austanvert, þar sem fjallið tekur fyrst að lækka; frá Grímsstoðum yfir Kollóttu Dyngju; frá Möðrudal yfir Herðubreiðartögl syðst. Eftir öllum þessum miðum, hafa þeir Pálmi Hannesson rek- tor og Steinþór Sigurðsson, stjörnufræðimeistari á Akureyri, ályktað, að gosið hljóti að vera í Vatnajökli, alllangt norðan Grænuvatna, í stefnu milli þeirra og Kistufells, sem næst miðja vega. Stavisky-hneykslið. Ný stórkostleg fjársvik ? Ekki verður enn hljótt um Sta- visky-hneykslið mikla. Sérstaklega hamast nú helzta blað konungs- sinna á Frakklandi »L’Action Francaise« að Chautemps, fyrr- verandi forsætisráðherra, svo að jafnvel þykir dæmalaust á Frakk- landi, þar sem menn kalla þó ekki allt ömmu sína í ádeiluskrifum og þingræðum. Morðingi og þjófur er^Chautemps þar daglega kall- aður, auk annars góðgætis. Er krafizt af Cheron dómsmálaráð- herra, að láta taka Chautemps fastan og telur blaðið að borið Skeiðará. »Dagur« hefir haft tal af Stein- þóri Sigurðssyni og þykir honum sennilegt að gosið sé á langri sprungu eða gígjaröð í jöklinum, og hafi heldur færzt til norðurs. Iíæð mökksins gizkar hann á að muni hafa orðið um 16 kílómetr- ar yfir sjávarmál. Bendir það til þess, að hér sé um mikið gos að ræða. Engir jarðskjálftar hafa enn orðið þessu gosi samferða, svo kunnugt sé og öskufall enn eigi mikið í byggðum. Sporrækt hefir þó orðið í Hornafirði og Breið- dalsvík og því nær sporrækt í Mývatnsveit. Hér á Akureyri hef- ir aðeins orðið vart við ösku, svo að botnfall varð í vatnsíláti, við athugun Steindórs Steindórsson- ar, menntaskólakennara. f dag er vindur suðlægur og leggur gosmökkinn norðuryfir. Er þó álitið, að eigi muni að tjóni verða hér norðanlands, auk- ist eigi gosið því meira. Sunnan- lands væri auðvitað frekar hætt við tjóni, ef áttinni sneri í norðr- ið. Dansknr jarðfrœðingur kemur til rannsókna. Dr. Niels Nielsen, danskur jarðfræðingur, er allmikið hefir hafi verið undir Doumergue for- sætisráðherra og hann lofað að verða við þeirri kröfu. En svo hafi hann á síðasta augnabliki séð sig um hönd, af því, að ef hróflað væri við Chautemps, þá myndi Herriot verða svo flekkað- ur og með honum mestur hluti hins frjálslynda flokks hans, að eigi væri framar viðreisnar von. — Ritstjóri L’Action Francoise, er Leon Daudet, sonur skáldsins fræga Alphonse Daudet, er margir íslendingar kannast við. — Leon Daudet er mjög gáfaður maður og þykir með af- brigðum pönnafær, jafnvel á Frakklandi, gróðurstöð ritsnilld- arinnar, en að sama skapi illvígur Vatnajökli. ferðast hér á íslandi og mörgum er hér kunnur, hefir með skeyti tilkynnt komu sína hingað og hef- ir æskt samvinnu við fornkunn- ingja sína Stei'nþór Sigurðsson meistara og Pálma rektor Hann- esson. Mun hann hafa í hyggju að reyna að komast á gosstöðv- arnar. Skeiðarárhlaupið. Samkvæmt útvarpsfregnum fór Skeiðará vaxandi vikuna sem leið, og er af þeim helzt að ráða að hlaupið hafi orðið mest á föstu- dag eða laugardag. Hefir flóðið orðið afarmikið, samfeldur vatns- flaumur um 16 kílóm. á breidd. Símasamband slitnaði auðvitað fljótlega og vita menn það eitt, að mjög miklar skemmdir hafa orðið á símalínunni, en hversu miklar þær hafa orðið, vita menn auðvitað eigi fyrr en svo er hlaup- ið úr ánni, að fært verði um sandinn. Frá Skaftafelli barst út- varpinu sú fregn á páskadag kl. 16,40 (4,40 síðdegis) að frá kl. HVz á laugardag hefði hlaupið fjarað óðfluga. Eins og áður er sagt stafar hlaup þetta frá eldgosinu. Er há- bunga Vatnajökuls vestan við gosið svo að vatnsaginn frá hin- um bráðna jökli hefir fallið fram austan við Skeiðarárjökulinn og þá í farveg Skeiðarár.. Nú segist Daudet hafa komizt fyrir nýtt fjársvikahneyksli, þar sem aðalmennirnir séu Chau- temps og fyrrverandi skrifstofu- stjóri hans, Dubois. Sé þar um að ræða hvorki meira né minna en 1 milljarð og 800 milljónir franka. Hafi þeir stolið þessu af ríkinu í sambandi við hervarnirnar. Kveðst Daudet hafa óræk sönn- unargögn í höndunum fyrir þessu og muni fylgja þessu máli eftir til hins ýtrasta. Að því má ganga vísu, að Dau- det færi eitthvað til »betra máls« fyrir Chautemps og þeim félögum en þetta er nú eitt helzta umtals- efni blaða um allan heim. -----o... »lsleiidiif r« 09 Marinó. Blaðið íslendingur á Akureyri er lítið þekkt hér norður í sveit- unum, en þó helzt að því, er það flytur stundum skammir og sví- virðingar um beztu menn héraðs- ins. í sambandi við það blað kem- ur því helzt í hugann gamla vís- an um annað blað: ... Hann er bara blað, sem brúkast ætti á vissum stað; en sá er galli á hon- um einn, að hann er varla nógu hreinn. í islendingi frá 16. f. m. birtist greinarkorn með fyrirsögninni: »úr Norður-Þingeyjarsýslu«, og er eftir Marlnó ólason íhalds- og útgerðarmann í Þórshöfn. Aðal- efni þessa pistils á að vera um stjórnmál, en þau eru ekki nefnd, heldur er ritsmíð þessi mest rót- arskammir og svívirðingar um vinsælasta mann þessa héraðs, al- þingismann okkar, Björn á Kópa- skeri. En skrif þetta er í þeim anda samansett, að það dæmir sig að mestu sjálft, því þar er öllu snúið svo öfugt, enda höf- undurinn alþekktur að því hér um pláss, að sjá »ekki neitt frá almennu sjónarmiði«. Eitt er þo í þessu skrifi, sem kjósendur Björns geta ekki látið ómótmælt. Það, að Björn hafi sagt sig úr þingflokki Framsókn- armanna, til þess að geta verzl- að með atkvæði sitt, náð sér í bita og svikið kjósendur sína. Þetta er margendurtekið í grein- inni, en að þessum ummælum öll- um vil ég lýsa Marinó ólason op- inberan, vísvitandi ósanninda- mann, því ég veit, að þótt hann vanti ekki vilja til, getur hann ekki bent á, að Björn hafi reynt að fá, eða fengið, borgun fyrir nokkur aukastörf sem alþingis- maður. Björn Kristjánsson verður þing- maður okkar vorið 1931, við hinn glæsilega sigur Framsóknar- flokksins þá, eftir djarfa og drengilega áhlaupið hans Tryggva Þórhallssonar með þingrofinu um vorið. Framsóknar- og samvinnu- menn þessa kjördæmis treystu Birni þá bezt allra til að fram- fylgja með festu og alvöru þeirri stefnu, er þjóðin kvað upp í kjördæmamálinu og stærri stefnu- málum, er þá var kosið um. Það kom líka fljótt í ljós, að Björn átti traustið skilið, því þegar hann sá að þingflokkur Fram- sóknar sem heild hélt of linlega á málefnum héraðanna og bænd- Erlendar fréttir. og miskunnarlaus sínum. andstæðingum

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.