Dagur - 05.04.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 05.04.1934, Blaðsíða 4
104 D AGUR 36. tb'. •••»•••••• • • • • • • • i • • •-• • • • • • •-••• r n Saumavélarnar HTJSQVABNA og JUNO eru áreiðanlega beztar. Samband ísl. samvinnufélaqa. ■ ■ gerð, með heimtaugum og inn- tökum í 6 hús.. Stífla, inntak, renna, túrbínuhús og vélahús er allt byggt úr járnbendri stein- steypu. Er fallhæð vatnsins 9 m. Hæð túrbínuhúss er 9, 25 m., lengd rennu 20 m. og lengd stíflu tæpir 50 m., en hæð hennar 3 m. þar sem hún er hæst. Rafvélin er fullkomlega sjálfstillt (automa- tisk), þannig að spenna hennar er óháð notkun rafmagnsins og getur því stöðin gengið alveg gæzlulaust , að heita má. Eigend- ur stöðvarinar eru 4, þeir Árni Jónson á Syðri-Á, Gunnar Sig- valdason á Búðarhól og Ytriár- bræður, Anton og Finnur Björns- synir. Rafmagnsveitan á Þóroddsstöð- um er byggð við Hrúthólslæk og er 8 hestöfl að stærð. Hefir stöðin kostað um 8 þús. kr. með heim- taug, leiðslum og öllum rafmagns- tækjum innanbæjar. Hún er ætluð til ljósa, suðu og hitunar fyrir heimilið, en sökum þess, að mikil brögð urðu að vatnsskorti í vet- ur, er óvíst að hve miklu leyti það getur orðið. Hið háa verð stöðv- arinnar liggur í því, að hún er fullkomlega sjálfstillandi, eins og stöðin á Kleifum, og að túrbínu- leiðslan þurfti að vera mjög löng, eða 620? m. Er mestur hluti hennar trépípur, en neðsti hlut- inn járnpípur. Fallhæðin er mjög mikil, eða 160 m. Eigandi stöðvarinnar er bónd- inn á Þóroddsst., Þórður Jónsson. Fyrir byggingu beggja þessara rafmagnsstöðva hefir staðið Höskuldur Baldvinsson rafmagns- fræðingur í Reykjavík og var hann hér nýlega á ferð til þess að ganga frá þeim til fulls. Svein- björn Jónsson byggingameistari hefir séð um framkvæmd stein- steipuvinnunnar, ,Vi som soar Kekkenveien' Iii eftir SIGRID BOO, ii kemur mjög bráðlega til Þorst. P. Thorlacius, bóka- og ritfangaveiziun. Einnig hefir Höskuldur Bald- vinsson mælt fyrir og gert upp- drætti og áætlanir að allstórri rafmagnsstöð viö Garðsá, fyrir ólafsfjarðarkauptún og nærliggj- andi bæi. Eru þar mjög hagstæðir virkjunarmöguleikar og hafa ól- afsfirðingar mikinn hug á að koma þessu mannvirki í fram- kvæmd svo fljótt sem verða má. Sv. Eldgosið virðist fara rénandi. Varð þess lítið vart hér norðanlancls í gær, helzt frá Grímsstöðum og Hóls- fjöllum. í Hornafirði og Hóls- fjöllum rigndi aftur ösku í fyrra- dag, svo að sporrækt var orðið í gærdag. Skeiðarárhlaupið er nú fjarað, svo að riðið var um sandinn í fyrradag. Flóðið hefir verið geysimikið. Jakar sem eru um 16 metrar að hæð og 54 metr- ar ummáls, standa um 2 kílóm. frá jöklinum. Skip hafa orðið vör við íshrannir og vikurbreiður á sjó úti. Lciðrétting: 1 35. tbl. »Dags« er grein með yfirskriftinni: »»íslending- ur« og Marinó«. Dagsetning greinar- innar hefir misprentast; á að vera 19. marz. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Málningavörur Titanhvíta Dekkhvíta Zinkhvíta Blýhvíta Botnfarvi Þakmálning Járnmenja Biýmenja Kítti Krít Gibs Fernis Þurkefni Linolia Terpentina Tintura Brons Pólitúr Kopallakk Kvistlakk Gólflakk 2 teg. Japanlakk Bílalökk Hjólhestalökk Vélamálning Lagað mál Málduft Málningapenslar margar tegundir, allar stærðir í öllum litum. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. BLÁTTI er að allra dómi, sem reynt hafa, bCZtð og Ódýrasta hveitið, sem hingað flyzt. Birgðir alltaf fyrirliggjandi hjá JÓNI GUÐMANN. Enn er tími til þess að kaupa hlutamiða fyrir 2. flokksdrátt happ- drættisins, sem fer fram 10. þ.m.—250 vinningar á 10, 5, 2 og 1 þúsund. Margir á 5, 2 og 1 hundrað kr. Þorst. Thorlacius bóka- og ritfangaverzlun. Sandalar kvenna, unglinga og barna, í miklu úrvali. V ef naðarvörudeildin. koma með Detti- fossi. Jón Guðmann. Prentsm. Odds Bjömssonar, KEA Hvítkál Rauðkál Gulrætur Rauðrófur § | Purrur I Selleri L'“ < uu KEA II þurfa allir að Iesa. F*8* hjá JÓNI OUÐMANN,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.