Dagur - 07.04.1934, Page 1

Dagur - 07.04.1934, Page 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ávatp tilþjóðarinnar. AfgreiðsSan er hjá JöNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • • • •• • 4 I 37. tbl. armönnum, eftir því sem frekast er unnt. 5. Vinna að almennri vaxta- lækkun í landinu. Frá 4. Flokksþingi Niðurl. í uppeldis- og menntamálum hefir flokkurinn haft forystu um byggingu 30 sundlauga, um að reisa héraðsskóla, koma skipulagi á gagnfræðanám kaupstaðanna, efnt til þriggja húsmæðraskóla, bætt Menhtaskólann í Reykjavík og látið rætast draum Norðlend- inga og Austfirðinga um endur- reisn menntaskóla Norðurlands. Auk þess hefir flokkurinn beitt sér fyrir að bætt verði úr hús- leysi Háskólans, og fyrir að reist var góð útvarpsstöð, sem orðin er hin mesta menningarstofnun og auk þess sýnist ætla að verða fjárhagslega traust fyrirtæki. Með stofnun Menningarsjóðs hef- ir flokkurinn stigið stórt spor til að styðja listir, hókmenntir og vísindastarfsemi í landinu. I á- fengismálinu bætti flokkurinn löggæzluna, þurrkaði að mestu skipa- og læknavínsöluna, og hef- ir stutt eindregið bindindishreyf- ingu skólanna, sem nú er að ná til alls landsins. í réttarfarsmál- um hóf flokkurinn nýja stefnu; krafðist af embættismönnum, að þeir sýndu almenningi trúnað í starfinu, og að allir væru jafnir fyrir lögunum. Með umbótum á fangahúsinu í Reykjavík og vinnuhælinu á Eyrarbakka, hefir refsiframkvæmdum verið breytt í nútímahorf. Þá hefir flokkurinn haft forystu um að koma á fót í Reykjavík vel menntri og mynd- arlegri lögreglu. Og á þingi 1933 tókst flokknum að verja ríkissjóð fyrir stórfelldum útgjöldum við fasta lögreglu, en efla lögreglu bæjanna, svo að hún verði nógu sterk til að halda friði í landinu, án þess að baka ríkinu mikinn kostnað. Þessir drættir úr starfssögu flokksins sýna vinnubrögð hans hingað til. Hann mun enn sem fyrr halda áfram að vera alhliða umbótaflokkur, vinna að því að bæta kjör almennings í landinu. En um nokkur þýðingarmikil mál, sem sérstaklega þarf að vinna að á næstu árum, setur flokkurinn sér starfsskrá þá, sem hér fer á eftir. Framsóknarmanna. /. Landbúnaðarmál. 1. Koma á verðhækkun á land- búnaðarafurðum fyrir bænd- ur með hliðsjón af framleiðslu- kostnaði og markaðsmöguleik- um. Fyrst og fremst sé unnið að því að koma skipulagi á söluna innanlands með því að efla sölufélög bænda, fækka milliliðum, hindra undirboð á markaðinum og útiloka er- lenda samkeppni þegar unnt er að framleiða vöruna í land- inu sjálfu. 2. Efna til landnáms í samvinnu- hverfum, og fjölga heimilum í sveitum landsins, eftir því, sem fólksfjölgun krefur og þörf er á. Ríkið leggi fram meirihlutann af stofnkostnaði við landnámið og leigi býlin með erfðaábúð og með svo vægum kjörum að þau geti skapað góð Iífsskilyrði fyrir þá, sem á þeim búa. 3. Koma á löggjöf um erfðaábúð á jarðeignum, sem eru í eign ríkisins. 4. Stuðla að því aö ríkið eða sveitarfélög geti eignazt meö hæfilegu verði jarðir þær, sem einstaklingar eða lánsstofnan- ir vilja selja. 5. Vinna að því að efla Verk- færakaupasjóð, svo að sem flestir bændur geti starfað að framleiðslu sinni með heppi- legum vinnuvélum. 6. Vextir af landbúnaðarlánum séu lækkaðir og lánstími fast- eignalána lengdur. II. S/ávarútvegsmál. 1. Gjöra sjómönnum og sam- vinnufélögum þeirra kleyft að eignast veiðiskip með því að auka lánveitingar til skipa- og bátakaupa. 2. Stuðla að nýjum og bættum fiskverkunaraðferðum og öfl- un nýrra merkaða í því sam- bandi. 3. Vinna að því að fiskseljendur hafi með sér sölusamband, er sé fullkomlega skipulagt á samvinnugrundvelli. 4. Bœta landhelgisgæzluna svo að landhelgisbrot verði sem fátíðust. 5. Bæta aðstöðu sjómanna til sérmenntunar. 6. Vinna að því að koma á vaxtalækkun á lánum til út- gerðar, og sjá um, að smáút- gerðarmenn hvarvetna um land verði aðnjótandi rekstr- arlána hlutfallslega til jafns við stórútgerðina. III. Önnur atvinnumál 1. Vinna gegn atvinnuleysinu með því að: a. Hafa framlög til verklegra framkvæmda svo rífleg, sem unnt er. b. Með aukinni skipulagðri ræktun landsins. c. Með auknum og betur skipulögðum sjávarútvegi. d. Með því að vernda og efla allskonar iðnaö, einkum úr íslenzkum efnum. 2. Breyta tollalöggjöfinni iðnað- inum í hag. IV. Fjármál. 1. Afnema greiðsluhalla ríkis- sjóðs. a. Með því að spara sem mest í beinum reksturskostnaði. b. Með hátekju- og stóreigna- skatti, og með því að láta renna í ríkissjóð gróða af verzlun með einstakar, á- lagningarmiklar vöruteg- undir. 2. Halda greiðslujöfnuði lands- ins hagstæðum með nauðsyn- legum innflutningshöftum. 3. Að láta fara fram ítarlega rannsókn um viðhorf aðalat- vinnuveganna (landbúnaðar og sjávarútvegs) til gengis- málsins, og ákveða síðan verð- gildi krónunnar í sem fyllstu samræmi við niðurstöðu þeirr- ar rannsóknar. 4. Endurbæta launalögin með því að: a. Færa launakjör til sam- ræmis við framleiðslutekj- ur þjóðarinnar. b. Jafna launakjörin, einkum með þvi að lækka laun há- launamannanna. c. Fækka embættis og sýslun- Barátta næstu ára verður um nýjar framkvæmdir, fyrir að skapa sem bezt atvinnu- og menn- ingarskilyrði þjóðinni til handa. En að nokkru leyti verður þessi pólitíska barátta að vera vörn fyrir fengin verðmæti, vörn um þær miklu umbætur, sem Fram- sóknarflokkurinn hefir komið í framkvæmd, en sumir andstöðu- flokkarnir sækja á að rífa niður. Auk þess berast utan úr heimi tvennskonar ofbeldísstefnur, sem vilja brjóta niður þjóðskipulagið, svifta borgara landsins pólitísku frelsi, afnema trúfrelsi félags- frelsi, ritfrelsi, atvinnufrelsi og gjöra að engu friðhelgi heimil- anna. Alveg sérstaklega er stefnt að því, að eyðileggja samvinnu- félögin og annan mannbætandi félagsskap borgaranna. Það er stefnt að því að eyðileggja með sjálfskaparvítum allan árangur af frelsi og umbótabaráttu þjóð- arinnar frá tveim síðustu öldum. Annar þessi ofbeldisflokkur hefir nú um skeið verið í opinberu kosningasamstarfi við stærsta andstöðuflokk Framsóknarmanna íhaldsmennina. Þess vegna ætti sá flokkur að finna nú við kosn- ingarnar, að þjóðin ætli aldrei að þola neinar árásir á lýðfrelsið. Ef ofbeldisflokkarnir byi-ja innan- landsstyrjöld hvor við annan, eða gagnvart lýðræðisflokkunum, er Sturlungaöldin endurfædd að nýju. Enginn ber sigur úr býtum, allir tapa, eins og þá. Fengið frelsi og sjálfstæði verður lagt í rústir, og þjóðin kemst aftur und- ir erlenda áþján, eins og eftir of- beldisátök Sturlungaaldarinnar. En þjóðin þarf ekki og má ekki leika svo gálauslega með nýfeng- ið frelsi. Ef íslendingar halda á- fram að vera stjórnfrjáls um- bótaþjóð, þurfa þeir engu að kvíða. Landið er stórt og auðugt að náttúrugæðum. Mikill hluti þjóðarinnar er starffús og þráir framfarir og menningu. Framtíð hennar ætti að geta orðið glæsi- leg. Þjóðin þarf að halda áfram á þeirri braut, sem Framsóknar- flokkurinn hefir rutt; sækja ör- ugglega fram á vegi frelsis og mannréttinda, og vera sístarfandi að því, að gjöra þetta góða land að ánægjulegu heimili fyrir vel mennta og starfsama þjóð. En til þess að ná þessu marki

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.