Dagur - 10.04.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 10.04.1934, Blaðsíða 1
D AOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. ár. | Akureyri 10. apríl 1934. I 38. tbl. Erlendar fréttir. r Alvktanir Nýja-Bíó ’Ogurlegt slys i Noregi. Flóðalda drekkir 50 manns. Rétt fyrir síðustu helgi féll skriða úr fjalli, eða jafnvel tölu- verður hluti af fjallinu sjálfu í sjó, eigi alllangt frá Álasundi í Noregi. ógurleg flóðbylgja mynd- aðist við framrás skriðunnar og gekk hátt á land í nágrenninu. Sópaði flóðbylgjan tvö þorp með- al annars og fórust þar 50 manns. Er þetta hið hræðilegasta slys, er skeð hefir í Noregi svo tugum ára skiftir. (úf.) Brezka blaðið »Sunday Chro- nicle« hermir, að flota'stjórnifi brezka hafi undanfarið á laun lát- ið gera tilraunir með nýtt vígtól. Það er einskonar tundurbátur, lítill fyrirferðar, um tíu smálest- ir, en þeim mun magnaðri til manndrápanna, troðhlaðinn afar- sterkum sprengiefnum. Tranavinda (»Kran«, »hegri«) lyftir morðtóli þessu frá geymsl- unni í stórskipunum og setur það á sjó. Búið er tundurskipið jötun- efldum rafmagnshreyflum. Skips- höfn er engin en með þráðlausu rafmagni eru hreyflarnir settir í gang og tundurbátnum beint hvert sem vill með geysihraða. Vilji óvinaskip flýja, má þráð- laust beina tundurbátnum á eftir því, hverja krókastíga sem það kann að reyna. Færi þó svo að tundurbáturinn næði ekki marki, má sömuleiðis beina honum aftur að »fósturskipinu«, leggja honum sem hægast að hliðinni og taka hann aftur í geymslu með trana- vindunni. — Blaðið hermir ennfremur, að tilraunir þær, er þegar hafa ver- ið gerðar sýni, að þetta sé lang- skæðasta vopnið, er brezki flot- inn hafi nokkru sinni eignazt. Höfundurinn er Sir W. Johns, forstjóri skipasmíðastöðva brezka flotans. Skal nú í sumar hafin þessi tundurbátasmíði. Veðráttan er um þessar mundir stillt og hreinviðri um land allt. Talsvert frost um nætur, en glaða sólskin á daginn. Á meðan svo viðrar, grær jörð lítið eða ekki. 5 tavisky-hneykslið fer sívaxandi. Allmargir merkir menn hafa þegar framið og reynt að fremja sjálfsmorð í sambandi við það. Nýlega var ákveðið að rannsaka á ný lík Staviskys, eftir að sérfræðingar, er gagnrýnt hafa filmu þá, er tekin var af herberginu og Stavisky, þegar er hann fannst dauður, hafa ótví- rætt látið í ljós, að skotinu, er varð Stavisky að bana, hafi ver- ið hleypt úr byssunni á 80 centi- metra færi að minnsta kosti. En þá er líka víst að hér er um marð að ræða, en eigi sjálfsmorð, eins og lögreglan sagði í fyrstu, og beinist þá grunurinn óneitanlega töluvert að lögreglunni sjálfri og ýmsum háttstandandi skjólstæð- ingum Stavisky. Pýzkaland. Afarmikla athygli hefir vakið um alla veröld viðskiftanna, ræða, er hinn heimskunni for- stjóri Ríkisbankans þýzka, dr. Hjalmar Schacht, hélt við ársveizlu þýzk-amerísku verzlunarskrifstof- unnar, föstudaginn 16. marz. Hann hóf ræðu sína, að því er »Politiken« hermir, með því, nð fvllyrða, að þrátt fyrir allar góð- spár færi kreppan harSnandi, þvi nt&r að sama skapi og áður. Frá alþjóðlegu sjónarmiði vseru öll viðskipti milclum erfiðleikum bundin, enn sem fyrr. Síðan á nýjári hefir Ríkisbank- inn þýzki séð á bak 122 milljón- um marka í gulli og greiðslubót- um (Dækningsdevise), þ. e. a. s. 31% af öttum gull- og greiðslu- bótaforöa bankans. Á síðustu vik- unni einni (9.—16. marz) hafði bankinn orðið á bak að sjá 25 milljónum marka i þessum verð- mætum, og þá nam alhir gull- og greiðslubótaforði bankans að 8%. Síðast hermir »Politiken« þessi orð dr. Schachts: »Þessi hnignun neyðir oss til nýrra ráðstafana öllum í hag. Endurskoðun greiðslubótarleyf- anna hlýtur beinlínis af þessu að leiða. Þýzkaland óskar ekki inni- lokunarstefnu, en hin heimsku- lega skuldapótitík knýr oss til hennar. Vér óskum einskis fram- ar en að taka þátt í alþjóðavið- skiftum, en vér getum ekki lengur keypt að framleiðsluvörw. funda. Eftirfarandi ályktanir auk þeirra, sem áður hafa verið birt- ar, voru samþykktar á flokks- þingi Framsóknarmanna: Kreppulög g jöfin. »Flokksþing Framsóknarmanna lítur svo á, að kreppulöggjöfin beri ekki nauð- synlegan og fýrirhugaðaf^ árang- ur, nema aukinn sé hinn beini stuðningur ríkisins bændum til handa. Flokksþingið skorar því á þing og stjórn að ákveða, að ríkið leggi fram fé til styrktar þeim. Jafnframt skorar flokksþingið á Framsóknarmenn um land állt, að beita sér fyrir þessu máli og fylgja því örugglega fram til sig- urs«. Ályktun fulltrúa utan Reykjavikur. Helgi Thorlacius bóndi á Tjörn í Vestur-Húnavatnssýslu bar fram á síðasta fundi flokksþings- ins eftirfarandi tillögu til álykt- unar, sem samþykkt var í einu hljóði af fulltrúunum utan Reykjavíkur: »Kjörnir fulltrúar úr kjördæm- um utan Reykjavíkur, sem mættir eru á fjórða flokksþingi Fram- sóknarmanna, votta miðstjórn Framsóknarflokksins og öðrum flokksmönnum í Reykjavík fyllsta traust sitt og þakkir fyrir örugga framkvæmd á ákvörðunum síð- asta floksþings, svo og fyrir þá ó- trauðu baráttu fyrir málefnum flokksins, sem peir hafa haldið uppi í blöðunum og á öðrum vett- vangi gegn árásum stjórnmála- andstæðinga«. Skagastrandarhöfn. Eftirfar- andi ályktun var samþykkt með samhljóða atkvæðum á aðalfundi miðstj órnar Framsöknarfokksins 22. f. m. og send ríkisstjórninni samdægurs: »Miðstjórn Framsóknarflokksins skorar á ríkisstjórnina að hefjast nú þegar handa um að hrinda í framkvæmd hafnargerðinni á Skagaströnd, með því að veita hafnarnefnd Skagastrandar á- kveðin fyrirheit um greiðslu á ríkisstyrk þeim til hafnargerðar- innar, sem aukaþingið í vetur samþykti í þingsályktunarformi og styðja skjóta framkvæmd hafnarmálsins á allan hátt«. Priðjudagskvöld kl. 9. Alpýðusýning. Niðursett verð. Miðvikudagskvöld kl. 9. káta r stelpur Það tilkynnist, að Laufey Jónasdóttir frá Laugalandi and- aðist í Kristneshæli 7. þ. m. Jarðarförin er ákveðin að Möðruvöllum í Hörgárdal þriðjudaginn 17. apríl n. k., kl. 1 e. h. Systkini. Draugalestin hefir verið sýnd hér í leikhúsinu nokkrum sinnum. Frá efni leiks- ins má enginn segja, né hvernig í draugaganginum liggur. Allir, er í leikhúsið koma, hverfa þaðan með þeirri tilfinningu, að þeir séu bundnir þagnarheiti um þetta, vegna þeirra, sem eftir eiga að sjá leikinn. Þetta þagnarheiti munu allir leikhúsgestir vel halda og hefir þó oft verið slúðrað um það, sem minna er í varið. Um meðferð leikendanna á hlutverkunum má raunar ekkert segja heldur, því það gæti ljóstað einhverju upp um efni leiksins. Allt er leyndarmál. Samt skal imprað á því, að tveir leikendurn- ir, Sigrún Mag-núsdóttir og Jón Norðfjörð, leysa hlutverk sín sér- staklega vel af hendi; þar með er ekki sagt, að öðrum farizt það illa. T. d. leikur frú Svafa Jóns- dóttir vel að vanda. Hún sefur reyndar mikinn hluta leiksins og gerir það laglega. Stolizt skal til að' skýra frá því, að yfir leiknum er ærið skugga- legt, svo að efst í huga leikhúss- gesta eru þessi orð skáldsins: »Komdu dagsljósið dýra, dimmuna hrektu brottc.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.