Dagur - 12.04.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 12.04.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞóB. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII, ár ¦j Akureyri 12. apríl 1934. I 39. tbl. Norræna félagið. Félag þetta, sem mjög hefir eflzt nú hin síðari ár, starfar meðal allra þjóða Norðurlanda, að aukinni samvinnu og vfn'áttu meðal Norðurlandaþjóða, og að aukinni þekkingu á löndum þeirra og menningu. Félagið efnir til móta og námskeiða fyrir skóla- fólk, kennara, blaðamenn, verzl- unarmenn, verkamenn o. fl., og eru námsskeiðin haldin til skiftis í hinum ýmsu norrænu löndum. Einnig gengst félagið fyrir ódýr- um ferðalögum fyrir félaga sína, þeim til fróðleiks og skemmtunar. Það gengst fyrir hinum svo- nefndu »vikum«, sbr. »ísl. vik- una«, svo og fræði- og skemmti- kvöldum fyrir félaga sína, þar sem það hefir starfandi deildir, en það er í allflestum stærri bæj- um norræna landa. Félagið hefir kennara í Norðurlandamálum við þrjá háskóla á Norðurl., gengst fyrir fyrirlestrum um ýms menn- ingarmál er snerta þau, gefur út bækur og þar á meðal mjög vand- að ársrit, sem ýmsir helztu vís- indamenn og rithöfundar Norður- landa skrifa í. Loks gefur félagið út skugga- myndaseríur — 25 myndir frá hverju landi — til afnota fyrir félagsdeildir sínar og félög þau, sem standa í sambandi við starf- semi þess. Hver félagi hefir full- komin félagsréttindi allstaðar á Norðurlöndum, þar sem félagið starfar, án tillits til þess, hvar hann er skráður félagi. Félags- menn fá ársrit félagsins. Þeir geta fengið að taka þátt í mótum, námskeiðum og skemmti- og fræðsluferðum, sem félagið gengst fyrir, og fengið á þann hátt tækifæri til að kynnast stétt- arbræðrum sínum á Norðurlönd- um og högum þeirra. Þeir sem farið hafa ferðir þeslar, hafa fengið, að tilhlutun félagsins, allt að helmings afslátt af fargjöldum með skipum milli landa og með járnbrautum. Dvölin á mótunum eða námsskeiðunum hefir ýmist verið ókeypis eða mjög ódýr. Skólar og félög, sem ganga í félagið, fá auk þessa skugga- myndaseriur og tímaritin »Nor- disk Tidskrift« og »Samtida nor- disk Konst«. Árgjaldið er fyrir einstaklinga 5- kr., fyrir skóla, bókasöfn og félög 25 kr. Konur og karlar, sem hefðu í hyggju að ganga í félagið, ættu að gefa upp nafn sitt, stöðu og heimilisfang til undirritaðs. Að fenginni nægilegri þátttöku, mun stofnuð verða sérstök félagsdeild hér á Akureyri. 10. apríl 1934. Sveinn Bjœrman. » isienzKra « Skátarnir hafa unnið vel að sínum hugsjónum síðastliðið ár til eflingar starfinu og sjálfum sér og er þetta markverðast: Tekin hafa verið 18 skátapróf, 14 sérpróf. Þeir hafa farið í 29 gönguferðir, legið 51 nótt í tjöld- um með 36 þátttakendum, síð- ustu útilegunætur 28. og 29. des- ember, upp á Vaðlaheiði. 30 næt- ur var auk þess dvalið í Fálka- felli yfir árið og þágu góðgerðir 470 manns. Þessir 10 skátar gengu á nám- skeið er Rauði krossinn hélt og tóku sérprðf í því að stöðva blóð- rás, binda um sár, beinbrot og lærðu ýmsar nauðsynlegar ráð- stafanir þá er slys ber að hönd- um og ekki næst í lækni sam- stundis: Jón Norðfjörð, Ásgrímur Ragnars, Þórður V. Sveinsson, Gísli Kristjánsson, Jón Karlsson, Magnús ólafsson, ólafur Stefáns-. son, ólafur Daníelsson, Agnar Stefánsson, Snorri Rögnvaldsson, Arnaldur Þór, Þórður Jónsson, allir með góðri einkunn, hæstur varð Jón Norðfjörð sveitarfor- ingi, 8 stig. Prófdómendur voru Stgr. Matthiasson, héraðslæknir og kennari Rauðs krossins, Sig- ríður Backmann. Þá hafa skátarnir sýnt hjálp- semi sína með því að aðstoða ýms félög í bænum, svo sem Rauða krossinn, Slysavarnafélag- ið, séð um jólasöfnun Hjálpræðis- hersins og tekið góðan þátt í starfi íslenzku vikunnar. Enn- fremur hafa þeir stungið upp jarðeplagarða og sáð í þá, fyrir fátækt og farlama fólk, farið berjaferðir með fátæk" börn og margt fleira. Við þetta hefir kvenskátasveitin verið fremst í flokki, auk þess sem hún hefir lagt stund á ýmsar skátaíþróttir, en hún er ekki í skátasamband- inu og ekkert af þeirra ferðalagi eða útiveru er talið hér með. Allir mætir menn og konur hafa sýnt skátastarfinu velvilja, og bæjarstjórnin sýndi þann höfðingsskap að láta girða af mikið og fallegt svæði í miðjum bænum, sem skátarnir eiga að fá til trjáræktar og fyrir tjaldbúðir. Garðurinn á að heita »Skátagarð- urinn« og verða einn af skemmti- görðum bæjarins. Reynir nú á karlmennsku og dugnað skátanna »að gera garðinn frægan«. Skátasveitin þakkar hinni hátt- virtu bæjarstjórn fyrir auðsýnd- an höfðingshátt og sérstaklega hr. skrifstofustjóra Gísla R. Magnússyni sem allra bezt af bæjarfulltrúunum gekkst fyrir þessu, svo þá er myndastyttur koma í garðinn mega skátar er þá lifa ekki gleyma Gísla, en landslaginu er þann veg háttað, að þetta verður fegursti garður og í hjarta bæjarins. í apríl fór eg til ólafsfjarðar og stofnaði þar skátadeild, sem nú er í mesta uppgangi og meg- um við hér vara okkur, því þar eru margir frískir drengir og meðlimatalan hefir tvöfaldast yf- ir árið. Skátarnir héldu hátíðlegan sumardaginn fyrsta, St. Georgs- dag, sem er hátíðisdagur skáta um allan heim, ennfremur hafði brezki ræðismaðurinn hér í bæ boð fyrir 100 skáta á afmælis- degi yfirskátaforingjans, Lord Baden Powells. Skátastarfinu miðar vel áfram, en samt verður að fjölga útiferð- um, því þær eru aðalþátturinn og það sem þeim fylgir. Mörg heim- ili hafa þó Ijótan beig af þessu ferðalagi, og þykir mun hollara að vita af ungum sínum á göt- um bæjarins og þekkja sjálft ekki betra að líkindum, hafa alls enga hugmynd um skátalífið eða hræðast það. Af öllum þeim hundruðum sem með mér hafa verið í útilegum, er mér ekki kunnugt um að nokk- ur hafi svo mikið sem fengið kvef í sig af því, og er þó oft kalt. Ekki heldur munu margir skátar héðan finnast á berklalist- anum, og er rétt að álykta að skátalífið eigi sinn þátt í því. Ekki lifa skátarnir og láta eins og þeim lízt í útiferðum, þvf á Nýja-Bíó Fimmtudagskvöld kl. 9. » ÉIÍSÉlÍIK Alpýðusýning. Hiðursett veið. Siðasta tækilæiið að sfa pessa mynd. Föstudags, laugardags og sunnudagskvöld kl. 9 Bros gegnum tár. Tal og hljómmynd í 12 þáttum. Aðalhlutverkin leika: NORMA SHEARER og FREDRIC MARSH. Mynd þessi hiaut heiiurspening úr gulli sem bezta mynd gerð I U.S.A. 1933. Þetta er önnur myndin, sem fær verðlaun af þeim er Frederic Marsh hefir leikið í. Norma Shearer lék aðalhlutverkið í fllt Heidelberg, sem flestir munaeftir. Hún hefir nú hlotið mikla frægð fyrir leik sinn í þessari hrífandi fögru mynd. »Bros gegimm tár« er mynd sem seint gleymist. hverjum morgni er vaknað 5 mín. fyrir kl. 7, en kl. 7 verða allir að vera klæddir, þá er liðinu fylkt, lesin morgunbæn, þvínæst eru líkamsæfingar, svo þvottur, kl. 7l/2—8 er morgunverður, 8— 9 eru tjöldin ræstuð, kl. 9 er fán- inn dreginn upp og sungnir morgunsöngvar, til kl. 11 eru svo ýmsar æfingar, 11—12 ér baðað, 12—1 er miðdegisverður, 1—2 er almenn hvíld (allt samtal bann- að), 2—4 skátaæfingar, kl. 4 ca- cao eða te, en frá ^y2—6 hafa allir frí, kl. 6 er undirbúið undir nóttina en kl. 6,30 kvöldverður, 7.30 ræsting, kl. 8 liðinu fylkt, fáninn dreginn niður, kvöldsöng- ur. 8.30 eldar kveiktir, sagðar sögur og æfintýri, kl. 10 allir inn að sofa, kvöldbænir, söngur. Þessum reglum er stranglega fylgt, enda hafa jafnvel drengir frá miður reglusömum heimilum fyllstu mætur á þessum aga, og er tiltölulega lítil fyrirhöfn þess foringja er vörð hefir og ætli einn snáði sér að leika þátt úr hlýðni sinni heima fyrir eða í skólanum, þá skellur tjaldið fljótt, og það kemur áreiðanlega ekki upp aft- ur. — Framlu á 4. síðu,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.