Dagur - 14.04.1934, Síða 1

Dagur - 14.04.1934, Síða 1
.'dí M DAOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞOR. Norðurgötu3. Talsimi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII . ár. ^ Akureyri 14. apríl 1Q34. 40. tbl. Skipulagning afurðasölunnar. Kaflar úr rœðu fóns Árnasonar framkvœmda- st/'óra á fulltrúafundi samvinnufélaganna. (Framh.). Einkav erzlun: Útflutningsverzl- un með sjávarafurðir hefir jafn- an verið rekin sem einkafyrir- tæki. Innflytjendur í markaðs- löndunum hafa haft hér umboðs- menn til að kaupa sjávarafurðir og jafnframt hafa verið hér nokkrir einstaklingar og einkafé- lög, sem hafa keypt fisk og aðrar vörur og flutt út fyrir eigin reikning. í sæmilegu árferði get- ur svona verzlunarmáti verið sæmilegur fyrir framleiðendur, en hvað lítið sem út af ber, lendir allt í voða. Formælendur einka- rekstursins hafa oft komið auga á þetta. Hafa þeir reynt að ráða bót á misfellum með samtökum fárra stórútflytjenda og stór- framleiðenda. Sem dæmi þess er Fiskhringurinn , sem allir kann- ast við frá kreppuárunum 1921— 1928. Hin blinda og tilgangslausa samkeppni á fiskmarkaðnum und- anfarin ár var því nær búin að leggja í rústir fiskframleiðslu landsmanna. Árin 1930 og 1931 var fiskverðið komið niður úr öllu valdi og fór svo að lokum, að í ársbyrjun 1931 þorði enginn að kaupa fisk og var hann þá allur látinn í umboðssölu, til innlendra útflytjenda í markaðslöndunum. Árangurinn varð auðvitað sá, að öllu harðvítugri samkeppni hélt á- fram með umboðssölufiskinn, en verið hafði á meðan útflytjendur keyptu framleiðsluna, og verð það, sem framleiðendur fengu, varð alveg hörmulega lágt. Þegar hér var komið, voru for- mælendur einkarekstursins búnir að gefa upp alla von um að nokk- urt lag kæmist á fiskverzlunina með óbreyttu fyrirkomulagl, og þar með væri útgerðin lögð 1 rústir. Bankarnir áttu hér stór- kostlegra hagsmuna að gæta. Fyrir áhrif þeirra var undinn að því bráður bugur, nokkru fyrir mitt ár 1932, að koma á allsherj- arsamtökum um fiskútflutning- inn. Þrír stærstu einkaútflytjend- ur landsins, ásamt tveimur bankastjórum, stofnuðu einskonar |élag og buðu öllum fiskframleið- endum að taka fisk þeirra í um- boðssölu. Þá var ekkert framund- an annað en sama eymdin, sem verið hafði undanfarin ár, og gripu flestir úrræði þetta fegins hendi. Samin var bráðabirgða-' reglugerð fyrir þessa útflutnings- starfsemi og sölunefndinni gefið nafnið Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda. Hefir nefndin starfaö í tvö ár og komu strax í ljós kostir samtakanna i stórum hærra fiskverði og miklu meira söluöryggi, en þekkzt hafði um langt skeið. í samvinnufélögum landsins er margt smáútgerðarmanna. Sam- bandsfélögin hafa því um all- langt skeið haft mikið af fiski til útflutnings. Hefir þetta, þegar mest hefir verið, numið 10—12% af allri fiskframleiðslu lands- manna. Félögin hafa aldrei komið sér fyrir sem sjálfstæðir útflytjendur fiskjar á sama hátt og með land- búnaðarvörurnar. Ástæðan er meðal annars sú, að fiskmagnið, sem þau hafa ráðið yfir, hefir verið svo lítið, miðað við alla framleiðsluna, og ennfremur að fiskframleiðsla félaganna hefir verið aðeins fyrir vissa markaði (Barcelona og ítalíu). Ef félögin hefðu byrjað á sjálfstæðum út- flutningi, hefðu þau orðið að að geta fullnægt alhliða mark- aðsþörf og látið viðskiptamönn- um sínum í té nægan fisk allt árið, eins og aðrir útflytjendur. Þetta hafa forráðamenn félag- anna og Sambandsins talið of á- hættumikið, með því verzlunar- fyrirkomulagi, sem gilt hefir í fiskverzluninni. Sambandsfélögin urðu strax þátttakendur í Sölusamlaginu og hafa verið það síðan. í vetur skrifaði ég grein, þar sem ég sting upp á breytingum á fyrir- komulagi Sölusambandsins. (Þess- ar tillögur er að finna í 2. tbl. Tímans þ. á.). Stjórn Sölusambandsins gekk að því, þegar Sambandsfélögin lofuðu þátttöku sinni yfirstand- andi ár, að þau fengju sérstakan fulltrúa, og jafnframt samþykkti stjórnin að bera fram við þátt- takendur Sölusamlagsins frum- varp, eða uppástungur um breyt- ingu á reglugerð þess. Lét stjórn- in þess jafnframt getið, að hún vonaði, að fullt samkomulag næð- ist síðar um þær breytingar, sem fram yrðu bornar. Ég hefi ekki mikla trú á, að Fisksölusambandið verði langlíft, ef fyrirkomulagi þess verður ekki breytt í lýðræðisátt og framhald á starfinu tryggt. En verði það gert, getur sölusambandið tekið sér fyrir hendur margháttaðri starfsemi en það hefir nú með höndum. Sala á ísfiski fer mjög misjafnlega úr hendi og má telja alveg víst, að sterkt sölusamband með skrifstofur eða umboðsmenn í markaðslöndunum, gætu miklu áorkað til umbóta og öryggis. Þá má geta þess, að fundnar hafa verið aðferðir til að frysta fisk, án þess að hann skemmist, eða breytist nokkuð að ráði. Margra vikna gamall freðfiskur, frystur með þessum aðferðum, heldur ein- kennum nýs fiskjar að mestu. Þetta er staðreynd. Hinsvegar hefir ekki tekizt enn að afla þess- um fiski markaðar að neinu ráði. Einstaklingar ráða ékki við dýr- ar tilraunir með framleiðslu og sölu á svona fiski. Þó ríkið styrki fyrstu útflutningstilraunirnar, þá liggur beinast við að Sölusamband fiskframleiðenda hafi útflutning- inn með höndum. Ef hér á að geta orðið veruleg aukning á útgerð og fiskfram- leiðslu, verður að leggja áherzlu á, að koma nýjum og frosnum fiski á erlendan markað. Það get- ur líka farið svo, að smátt og smátt verði horfið frá neyzlu saltfiskjar. Er sú reynzlan t. d. með kjöt, að alltaf er horfið frá því meir og meir, að geyma það í salti. Má heita að allt kjöt, sem nú er selt á heimsmarkaðnum, sé fryst eða kælt. Það er gleðilegt fyrir samvinnu- menn landsins, að veita því at- hygli, hve samvinnustefnunni vex óðfluga fylgi við sjávarsíðuna. Að vísu eru samtökin víða laus- leg og hlýða ekki föstum reglum samvinnufélaga. En allt færist þó í þá átt. Hefi ég t. d. engan heyrt andmæla því, að gera Sölusam- bandið að samvinnufélagi eða heildsölu samvinnufélaga. Lýsis- framleiðendur hafa stofnað sam- lög og síldarframleiðendur hafa setið á ráðstefnu í vetur og haft ráðagerðir um stofnun síldarsam- lags. Erl. fréttir. Stórflóð á Skotlandi. útvarpsfregnir í gær herma að stórflóð hafi orðið á Skotlandi norðaustan-verðu upp úr illviðr- unum, er þar hafa gengið undan- farið. I Aberdeen eru fjölmargar götur undir vatni svo að víða hef- ir orðið að leggja stiga að húsa- gluggum til þess að komast inn í þau. — Er það sennilega áin Dee, er vatnsflóðið hefir gert í borg- inni. Öllum bjargað, útvarpsfregn í gærkvöldi herm- ir, að nú hafi loks tekizt að bjarga síðustu mönnunum, úr Tsjeljuskin leiðangrinum, er eft- ir voru á ísjakanum. — Rann- sóknarskipið Tsjeljuskin, skipað vísindaleiðangri undir forystu prófessor- Schmidt, sökk 13. fe- brúar í vetur, molað af hafís- þrýstingi. Leiðangursmenn, um 100, þar á meðal konur og börn, björguðust á ísfleka, með svo mikinn búnað frá skipinu, að þeir gátu búið um sig á ísnum. Rak nú flekann til austurs, alla leið til Beringshafs. Var ötullega reynt að bjarga, en afarerfitt aðgöngu. Fljótt tókst þó að bjarga konum og börnum. Voru menn orðnir mjög hræddir um leiðangurs- menn, því alltaf var ísflekinn að minnka, en síðustu dagana hefir flugmönnum tekizt að tína þá af jakanum. Hafa rússneskir flug- Samtök þessi beinast eingöngu að útflutningsvörum. í umsetn- ingu sjávarafurðanna gætir inn- anlandssölunnar (þ. e. þeirra vara, sem notaðar eru í landinu) svo lítið, að enn hefir ekkert ver- ið um það talað að bæta fyrir- komulag þeirrar verzlunar vegna framleiðendanna. Hinsvegar er líklegt, að neytendurnir reyni bráðlega að koma einhverri lag- færingu á þessi mál, einkum hor í Reykjavík, því bæjarverzlunin með fisk er einhver sá mesti skrælingjaháttur, sem þekkist í bæjarlífinu. Verðið, sem neytend- ur borga fyrir fiskinn, er þrefalt til fimmfalt, miðað við útflutn- ingsverð, og öll meðferð fiskjar- ins á fisksölustöðunum svo sóða- leg, að ótrúlegt er, að slíkt skuli liðið ár eftir ár óátalið af heil- brigðisstjórn bæjarins. (Framh.).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.