Dagur - 17.04.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 17.04.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- lögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII. >-*-• -«-1 ár. t Afgreiðsían er hjá JóNI Þ. ÞÖK. Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Uppsögn, bttndin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 17. apríl 1934. i 41. tbl. inniendar fréttir. KveQjusamsæli ÁOðrumálienn. Aflabrögð. útvarpsfregnir herma, að í Grindavík, Keflavík og Höfnum hafi verið ágætur afli síðan á Skírdag, mest 25—30 skp. á dag á bát, en að meðaltali um 14—16 skp. — í Höfnum hefir verið tví- og þríróið á dag og fiskurinn rétt uppi i landsteinum. Hafa þar fengizt um 150 skp. á bát síðan á skírdag, en alls um 200 skp. síðan í vertíðarbyrjun. í Grinda- vík hafa gseftir verið mjög góðar síðan á skírdag. Hafa þar aflazt 100—250 skp. á bát. Sömuleiðis hefir síld gengið þar svo, að net hafa rifnað og sprungið utan af aflanum. Frá Sauðárkróki er símað, að' stjórn sparisjóðsins hafi m. a. samþykkt að gefa 1500 kr. til sjóðstofnunar í minningu Krist- jáns Blöndal og sömuleiðis 1200 kr. heiðursgjöf til handa síra Hálfdáni Guðjónssyni, vígslubisk- upi. Jón Sigurðsson frá Yztafelli flytur um þessar mundir fyrir- lestra um samvinnumál víða um Dalasýslu. Erlendar fréttir. Afvopnun—vigbúnaður, Afvopnunarfundur er nú loks setztur á rökstóla í Genéve. — Ekki er neinu spáandi um fram- kvæmdir hans. Að vísu hafa þeir báðir, Arthur Henderson, verka- mannaleiðtoginn brezki (»Uncle Arthur«), og Anthony Eden, inn- siglisvörður Breta, látið þá skoð- un í Ijós, að friðsamlegra útlit væri nú en lengi hefði verið, og er óskandi að trúa mætti, en slíkt hefir oft verið fullyrt á friðar- þingum áður, án þess að gildar ástæður virtust fyrir hendi. — Frá London er símað, að Eng- lendingar ætli nú að gera gang- skör að því, að grennslast eftir vígbúnaði Þjóðverja. — Þjóðverj- ar hafa, eins og áður hefir verið skýrt frá, krafizt jafnréttis við aðrar þjóðir um vígbúnað. Þeim mótmælum hefir verið hreyft, að þeir hafi þegar stórlega brotið sett skilyrði um vígbúnað og myndi því síður treystandi til þess að halda ný skilyrði, er svo væru rúm, að þeim gæti við þau vaxið fiskur um hrygg. Eru það aðallega Frakkar, er þessu hafa haldið fram, en Englendihgar aft- ur heldur dregið taum Þjóðverja. Munu þeir nú ætla að reyna að ganga úr skugga um þetta. Þá er og^ hermt, að Bandaríkja- stjórn sé með þá tillögu á döfinni, að banna algjörlega alla vopna- smíði einkafyrirtækjum, a. m. k. svo að þau hagnist á henni. — Eins og hér hefir áður verið sagt, var sama tillagan borin fram í vetur í brezka þinginu, en felld þar samkvæmt ósk stjórnarinnar. Þjóðabandalagið. Síðustu fregnir herma, að nú séu þess miklar vonir, að tvö voldugustu ríki heimsins, er að þessu hafa staðið utan Þjóða- bandalagsins, Bandaríkin og Sov- jet-Rússlahd, muni ofarlega í huga hafa að ganga í það. Kvað vera von á utanríkisfulltrúa Rússa til Genéve á næstunni. En Henry Stimson, fyrrverandi rík- isráðherra Bandaríkjanna, hefir nýlega skorað mjög á Bandaríkja- stjórn að segja sig í Þjóðabanda- lagið. Bretaveldi. Enska þingið hefir nýlega sam- þykkt lög um aukna hegningu fyrir landráðastarfsemi og móðg- anir við stjórnarvöldin. — At- vinnuleysi telur stjórnin fara rénandi og hag landsins óðbatn- andi, og er nú tekjuafgangur á fjárlögunum svo að nemur 31 milljón sterlingspunda. * * * Nýlega átti sér stað fyrsta póst- flug milli Nýja-Sjálands og Ást- ralíu. Gekk það ágætlega og var póstflygið 12 stundir á leiðinni. Vegalengdin er um 2000 kílóm. Frakkland. Síðustu fregnir þaðan herma, að stjórnin hafi ákveðið að beita heimild þeirri er þingið gaf henni til þess að lækka laun starfs- manna hins opinbera. Hefir stjórninni því tekizt fyrst nú um hélt Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu oddvita sínum, Steingrími Jóns- syni, sýslumanni, síðastl. laugar- dag, í tilefni þess að hann lætur af embætti 1. júní næstk., og er því sýslufundur sá, er staðið hef- ir yfir að undanförnu, hinn síð- asti, er Steingrímur Jónsson stjórnar og situr. Aðalræðuna fyrir minni heiðursgestsins flutti Þórarinn Eldjárn, sýslunefndar- maður, en fleiri tóku til máls. Kom það í ljós í ræðunum, að Steingrímur Jónsson hefir reynzt vinsælt yfirvald í héraðinu og að eigi hafa þó vinsældir hans sem manns verið minni. Létu ræðu- menn í ljósi ánægju sína og þakk- læti yfir forystu hans í ýmsum framfaramálum Eyjafjarðarsýslu, ekki sízt að því er til umbóta í samgöngumálum hefir komið. Kvæði það, er hér fer á eftir, var sýslumanni flutt í samsætinu, og ort hafði einn úr sýslunefnd- inni. KVEÐJA til sýslumanns og bæjarfógeta STEINGRÍMS JÓNSSONAR, R. af F.o. frá Sýslunefnd EyjafjarSarsýslu 14. apríl 1934. Velkominn á vinafundinn vinur kær í dag, ennþá varir óskastundin, allt með gleðibrag. Er þú hersir hjá oss dvelur, hjartað ekki frýs né kelur, þegninn trúr í vorsins veldi vígður helgum eldi. Austan komstu, eins og flestir andans vökumenn, sem oss reyndust góðir gestir, Hinn 14. des. síðastliðinn flutti »Dagur« upphaf greinar eftír Steingrím lækni Matthíasson, »Jörð og aðrar stjörnur«. Þar kvaðst hann þurfa að höggva fyrst ofurlítið til undirritaðs, en þó í mesta meinleysi. Varð það og orð að sönnu, því að svo lagin var læknishöndin, að ég særðist hvergi undan höggi því! i grein þessari gat hann þess, að hann óskaði fyrir sinn part, að við mættum halda áfram að vera ósammála. En ég er þar á öðru máli, því að ég kann ekki að bera fram betri ósk en þá, að Steingrímur mætti »öðlast ger- valla auðlegð þeirrar sannfæring- ar, sem byggist á skilningi, þekk- inguna á leyndardómi Guðs, Kristi«, og verða mér hjartan- gerðir þrennt í senn: Komst og sást og sigur hlauztu, sífellt nýja vegi brauztu, sterkum höndum orði og anda allan leystir vanda. Frægðarorð í félagsmálum fagurt vannstu þér, mannvits gnótt á glæstum skálum gafstu jafnan hér. Heill þér, sannur sæmdarmaður, sóknardjarfur, prúður, glaður. Heill þér — andinn innir hljóður, yfirvaldi og bróður. Nafn þitt greypt í hjarta höfum, heiðursgestur vor, það er letrað ljósum stöfum, Ijóma slær á spor. Þér skal helguð þessi stundin, þakkir greiðir viðkvæm lundin, öðru í kvöld skal ekki sinna, en á morgun vinna. D. J. langt skeið, að afgreiða fjárlögin án tekjuhalla. En embættismenn allir eru mjög óánægðir og mót- mæla sem ákafast. Italia. ítalska stjórnin hefir einnig til- kynnt starfsmönnum sínum að laun þeirra verði lækkuð um 6— 8%, en laun stjórnarmeðlima sjálfra um 20%. Þær sárabætur eru þó, að stjórnin ætlar um leið að sjá svo um, að húsaleiga lækki sem svarar launalækkun embætt- ismanna. Danmörk. Það hefir verið allmikið um verkföll vikuna sem leið. Eins og »Dagur« hefir áður skýrt frá hafa þar lengi í vetur staðið yfir alvarlegar vinnudeilur. Loks tókst þó sáttasemjara ríkisins að koma á samkomulagi. Því vildu þó nokkrir aðilar verkamanna eigi hlíta og hófu verkfall, er þegar var dæmt ólöglegt. En þrátt fyr- ir dóminn hefir verkföllunum þó farið fjölgandi síðustu viku og þykir nú töluverð blika þar S. lofti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.