Dagur - 19.04.1934, Síða 2

Dagur - 19.04.1934, Síða 2
118 DAGUR 42. tbl. ♦-• • •-•-•• • • • •-•-•- •-• Kosningalögin. Eftir Bernharð Stefánsson, alþingismann. Fyrir alllöngu hefir verið frá því skýrt hér í blaðinu, að gömlu þingmennirnir, Einar Árnason og Bernharð Stefánsson yrðu enn í kjöri af hendi Framsóknarflokks- ins í Eyjafjarðarsýslu við þing- kosningarnar í sumar. Það var eðlilegt og sjálfsagt, að Framsóknarkjósendur í þessu kjördæmi kærðu sig ekki um skipti á þingmönnum sínum. Þeir hafa báðir setið á þingi um langa hríð kjördæmi sínu til sæmdar og jafnan notið óskipts fylgis flokks- manna sinna við hverjar kosn- ingar. Svo hefir fylgi þeirra jafn- an verið yfirgnæfandi, að vitáð hefir verið fyrirfram að ekki tjó- aði að keppa við þá með það fyr- ir augum að bera sigur úr být- um. Undir þetta mikla fylgi þeirra Bernharðs og Einars renna marg- ar stoðir. Má þar fyrst nefna auð- sæja og margreynda hæfileika þeirra til þingstarfa; þeir eru báðir ágætlega starfhæfir menn. Þeir hafa og jafnan reynzt trygg- ir stefnu og hugsjónum flokks síns. Kjördæmi þeirra hefir lengi haft orð á sér fyrir að vera mesta samvinnuhérað landsins. Samvinnumenn hafa alltaf verið í svo sterkum meiríhluta í kjör- dæminu, að engin minnsta von gat átt sér stað um það, að and- stæðingar samvinnustefnunnar gætu hreppt þar þingsæti. Þeir Einar Árnason og Bernharð Ste- fánsson hafa báðir komið mjög við sögu samvinnuhreyfingarinn- ar í Eyjafh’ði, hafa báðir setið í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga um langt skeið, og sá fyrrnefndi ver- ið formaður félagsins í mörg ár. Hafa þeir notið hins fyllsta trausts allra samvinnumanna i kjördæminu, sem sjá má á því, að þeir hafa margsinnis verið endurkosnir í stjórn K. E. A. Auk þessa eiga þeir báðir miklu persónulegu fylgi að fagna, því þeir eru ágætlega kynntir af öll- um almenningi í kjördæminu. Að Öllu þessu athuguðu, vin- sældum þeirra Bernharðs og Ein- ars í kjördæminu, hæfileikum þeirra til þingstarfa, sem reynsl- an hefir leitt í Ijós af hinni löngu þingsetu þeirra, og yfirgnæfandi fylgi við hverjar kosningar að undanförnu, þá virðist það nálg- ast óðs manns æði að nokkrum skuli láta sér til hugar koma að ráða niðurlögum þeirra við næstu kosningar. Þó er nú svo komið, að nokkrir kjósendur hér í Eyja- firði ætla að fara að stangast við staðreyndirnar og hyggjast munu fella gömlu þingmennina við kosningarnar í sumar. Þeir, sem þetta hafa þhuga, eru ekki gaml- ir andstæðingar Framsóknar- flokksins, það eru nýliðar í hin- um svo nefnda »Bændaflokk«, sem að þessu ætla að vinna. Síðastl. sunnudag héldu nokkr- ir Bjendaflokksmenn fund hér á Akureyri og ákváðu þar að hafa tvo menn í kjöri af flokksins hálfu í Eyjafirði við næstu þing- kosningar., Þeir hamingjusömu(!) er fyrir valinu urðu, eru Pétur Eggerz Stefánsson, umboðssali frá Völlum í Svarfaðardal og Stefán Stefánsson, lögfræðingur í Fagraskógi. Um þessa tvo vænt- anlegu frambjóðendur Bænda- flokksins mun persónulega ekk- ert nema gott að segja, en um framboð Bændaflokksins hér í Eyjafirði er óhætt að fullyrða það, sem nú skal tekið fram: 1. Það er fyrirfram örugg vissa fyrir því, að báðir frambjóðendur flokksins falla við kosningarnar við lítinn orðstír að því er til fylgisins kemur. 2. Hæstu vonir, sem Bænda- flokkurinn getur gert sér, eru að plokka svo mikið fylgi frá Fram- sóknarflokknum, að annarhvor eða báðir frambjóðendur þess flokks falli við kosningarnar. Að vísu má telja alveg víst, að þess- ar vonir Bændaflokksmanna reynist tálvonir. 3. Setjum nú samt svo, að Bændaflokknum takist að fella annanhvorn eða báða frambjóð- endur Fi’amsóknarflokksins, sem afleiðingu af fi’amboði þeirra Péturs Eggerz og Stefáns Ste- fánssonar, þá þýðir það ekkert annað en það, að hjálpa íhaldinu til að sigra við kosningarnar í Eyjafirði. Það er því alveg sýnilegt, og verður ekki á nokkurn hátt vé- fengt, að framboð þeirra Péturs og Stefáns stefnir að engu öðru í raunveruleikanum, en að koma Garðari Þorsteinssyni á þing eða hans nótum í stað Einars Árna- sonar og Bernharðs Stefánssonai’. Framboð Bændaflokksins stefnir með öðrum orðum að því, að koma íhaldinu í meirihluta á Al- þingi og veita því einræði yfir málum þjóðarinnar, þar á meðal málum bændanna sjálfra. Framsóknarmenn og samvinnu- bændur í Eyjafirði! Hvort trúið þið betur fyrir málefnum ykkar reyndum þingmönnum ykkar, þeim Einari á Eyrarlandi og Bei’nharð á Þverá, eða Garðari Þoi’steinssyni og hans líkum, sem sá flokkui’, er kennir sig við bændur, er nú að reyna að troða í gegn í mesta samvinnukjör- dæmi landsins við næstu kosn- ingar? Það er þessi spurning, sem þið eigið að svara við kjörborðið í júní næstkomandi. Sigurður Birkis, söngkennari, var meðal farþega á Novu, frá Seyðisfirði, þar sem hann hefir dvalið um mánað- artíma við söngkennslu hjá söngfélag- inu »Bragi«. Sigurður ferðast á milli karlakóra, sem eru í Sambandi ísl. karlakóra, og undirbýr kórana undir hið mikla söngmót, sem halda á í Rvík síðast í júní í sumar. (Frh.). IV. Kosningarathöfnin o. fl. Kjörfund skal setja á kjöi’stað eigi síðar en kl. 12 á hádegi, en í kaupstöðum kl. 10 ái’degis. Sé kjörfundur settur fyrr en kl. 12 á hádegi, skal auglýsa það á sama hátt og framlagningu kjörskrár. Á kjörstaðnum á að festa upp kosningaleiðbeiningar, er dóms- málaráðuneytið gefur út í því skyni. Er þeim kjósendum, er kynnu að vera í vafa um einhver atriði viðvíkjandi kosningunni, ráðlegt að athuga þessar leiðbein- ingar vel, áður en þeir kjósa. Sömuleiðis á að festa landlist- ana upp í kjörfundarstofunni og í kjörklefunum, svo rnenn geti séð hverjir eru í boði á listunum. Sé ágreiningur um það, í hverri röð kjósendur komist að til að kjósa, skal röðin á kjörskrá ráða. Kosningarafhöfnin sjálf fer fram með mjög líkum hætti og áður hefir verið, og er því ekki ástæða til að skýi’a nákvæmlega frá henni. Helzta breytingin er sú, að nú á að marka með ritblýi kross á kjörseöilinn fyrir framan nafn þess frambjóðanda cða þeirra frambjóðcnda beggja, ef tvo á að velja í kjördæminu, er kjósandinn vill velja af þeim, sem í lcjöri eru, en stimpill verður ekki notaður eins og áður hefir tíðkast. Ef kjósandi vill getur hann kosið landlista og setur liann þh Icross fyrir framan bókstaf þess landlista, er hann vill kjósa af þeim sem í kjöri eru. Ekki má þó gera hvoi’ttveggja, að kjósa fram- bjóðanda eða frambjóðendur og landlista líka, heldur aðeins ann- aðhvort frambjóðanda (frambjóð- endur þegar um 2 er að ræða) eða Uxndlista. Ekki má kjósandinn heldur kjósa 2 landlista, heldur aðeins einn. Ef hann kýs land- lista rná hann ekkert hagga við þeim hluta kjörseðilsins, sem nöfn frambjóðendanna standa á, og ef hann kýs frambjóðanda eða írambjóðendur í tvímenningskjör- dæmi (eða kjördæmislista í Reykjavík), má hann ekki róta við neðri hluta kjörseðilsins, senx bókstafir listanna standa á. Nokkru strangari ákvæði eru um aðstoð við kosningu, heldur en áður hafa verið. Má nú ekki veita kjósanda aðstoð nema sökum sjónleysis eða þess, að honum sé lxönd óixothæf. En ef aðstoð þarf að veita af þessum ástæðum velur kjósandinn sjálfur mann úr kjöi’- stjórixinni til þess. Sá kjörstjórix- armaður, er aðstoðina veitir, er bundinn þagnarheiti. Atkvæðagreiðslu má ekki slíta fyrr en 8 klukkustundir eru liðix- ar frá því að byi’jað var að taka við atkvæðum, og aldrei fyrr en hálf klukkustuixd er liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fi’anx. Atkvæðagreiðslu má þó slíta, er allir sem á kjörskrá standa, hafa greitt atkvæði og eftir 5 klukku- stundir, ef öll kjörstjórniix og unx- boðsmenn frambjóðenda eru sam- mála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðiix frá því kjós- andi gaf sig síðast fi’am. Nú hef- ur kjöi’fundur staðið 12 klukku- stuixdir, og má þá slíta kjöi’fundi þegar fjórðungur klukkustundar er liðinn frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Samkvæmt 110. gr. laganna á að meta atkvæði ógilt: »1. Ef kjörseðill er auður. 2. Ef ekki verður séð, við hverix frambjóðenda eða-'lista er merkt, eða ef ekki verður séð með vissu, hvort það, sem stendur á utan- kjörfundai’seðli, getur átt við íxokkuni af fi’ambjóðeixdum þeinx eða listum, sem í kjöri eru. 3. Ef nxei’kt er við nöfn fleiri frambjóðenda en kjósa á, eða fleiri listabókstafi en einn, eða tölumerkt nöfn á fleirum listum en einum, eöa skrifuð fleiri nöfn á utankjörfimdai’seðil en fram- bjóðendamxa, sem kjósa á, eða fleiri en einn listabókstafur. 4. Ef áletrun er á kjörseðli fi-am yfir það, sem fyi’ir er mælt, eða annarleg mei’ki, sem ætla má, að sett séu af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan, eða ef eitthvað er innan í utankjör- Framh. á 3. síðu. BfinHNfninfmnma NÝKOMIÐ: Karlmannaskór brúnir og svartir. Verð frá kr. 11.50. Gislaved-skóhlífarnar eru af öllum, sem reynt hafa, taldar beztar. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. w

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.