Dagur - 19.04.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 19.04.1934, Blaðsíða 3
42. tbl. DAGUR 119 Skipulagning afurðasölunnar. Kajlar úr rœðu Jóns Árnasonar framkvœmda- stjóra á fulltrúafundi samvinnufélaganna. Niðurl. Sala landbúnaðarvara innanlands. Þegar kaupfélögin hófu starf- semi sína hér á landi um og eftir 1880, var annað aðalviðfangsefni þeirra, að selja framleiðsluvörur félagsmanna. — Þessar fram- leiðsluvörur voru því nær ein- göngu landbúnaðarvörur, því það er ekki fyrr en á tveimur síðustu áratugum, sem framleiðendur við sjávarsíðuna fara að taka veru- legan þátt í samstarfi kaupfé- lagsmanna. Með vexti útgerðar- innar á undanförnum áratugum, hefir fólkinu fjölgað mjög ört í sjóþorpum og bæjum. Er nú svo komið, að íbúatala sveitanna stendur í stað ár eftir ár, en í- búum bæja og sjóþorpa fjölgar um 1500 manns á ári, Þessi breyt- ing atvinnulífisns hefir haft þær afleiðingar, að innanlandsverzlun með landbúnaðarafurðir hefir -aukizt mjög mikið, og mest síð- asta áratuginn. Er nú svo komið, að ætla má, að af aðalframleiðslu- vöru bænda sé ekki flutt út hin síðari ár nema um y3 hluti kjöt- framleiðslunnar. — Samvinnufé- lögin hafa af eðlilegum ástæðum lagt meiri áherzlu á útflutninginn en innanlandssöluna. Samtök bænda um afurðasöluna beindust í upphafi eingöngu að útflutn- ingnum. Innanlandssalan var aukaatriði, nema þá helzt hér i Reykjavík. Eftir því, sem innlendi mark- aðurinn hefir aukizt, hin síðari ár, hafa komið í Ijós skipulags- gallar hjá félögunum, sem orsaka glundroða á framboðum og til- tölulegta lágt vöruverð til fram- leiðenda. Það sem mestum ófarn- aði veldur í þessu efni, er sá galli á skipulagi félaganna, að aldrei hefir verið innleidd eða fram- kvæmd söluskylda hjá félags- mönnum. Þetta hefir ekki haft mjög skaðlegar afleiðingar fyrir verzlun með þann hluta fram- leiðsluvaranna, sem fluttar eru til útlanda. Þar treysta félagsmenn yfirleitt á félögin, enda eiga þeir ekki hægt um vik með að losna við vörurnar á annan hátt af eig- in ramleik, og kaupmenn hafa yf- irleitt lagt litla alúð við þessa verzlun. T. d. hefir enginn kaup- maður komið upp frystihúsi til að geta flutt út frosið kjöt. Félagsmenn í kaupfélögum og sláturfélögum geta aftur á móti auðveldlega boðið vörur sínar til sölu á innlendum markaði, án milligöngu félaganna. Eru þessi skipulagslausu framboð bænda á framleiðsluvörunum, helzta orsök- in til viðskiptaglundroðans og M R K Sjaínar sápa. í Sjafnar sáputn eru einungis hrein og óblönduð olíu- efni. Notið eingöngu SJAFNAR SÁPUR, þær eru ínnlend framleiðsla, sem stendur fyllilega jafnfætis beztu erlendum sáputegund- um. Hvert stykki, sem selt er af Sjafnar sápum, sparar þjóðinni erlendan gjaldeyri og eykur atvinnu í landinu. Það er þegar viðurkennt, að SJAFNAR SÁPAN er bæði ódýr og drjúg. Sjafnar handsápur gera húðina mjúka og eru tijbúnar fyrir hið viðkvæmasta hörund. Hver hyggin húsmóðir, sem vill fá hreinan og blæfallegan þvott, notar ein- göngu SJAFNAR ÞVOTTASÁPU, Sjöfn. hins lága verðlags, sem einkum hefir verið áberandi 2—3 síðustu árin. Á þessu verður að ráða bót. Það er á valdi landsmanna sjálfra að tryggja bændum það hátt verð fyrir það af framleiðsluvörunum, sem selt er innanlands, aö hægt sé að lifa viðundandi lífi á land- búnaði, og það er hagsmunamál allrá stétta þjóðfélagsins, að tak- ast megi að finna leið til þess. En fyrst og fremst eru það bændurn- ir sjálí'ir, sem verða að sýna þann þroska og skilning, sem gerir það mögulegt að koma þessum málum í viðundandi horf. — Þær fram- leiðsluvörur bænda, sem ég geri hér á eftir aö umtalsefni, eru kjöt, mjólk og mjólkurafurðir, kartöflur og egg. Framleiðsla á eggjum og kart- öflum hefir aukizt mjög. mikið seinni árin, en þó vantar talsvert á, að nægilega mikið sé framleitt til að fullnægja þörf landsmanna. Þó gengur mjög illa að selja þess- ar vörur, af því að þær geymast illa og mikið berst að á skömmum tíma ár hvert. Einfaldasta ráðið til að létta fyrir framleiðendum, er að ríkið taki einkasölu á kartöflum og eggjum. Með því móti er hægt að gera framleiðendum unnt að losna við þessar vörur, og þó rík-< ið borgaði ekki hátt verð, þá er ó- líkt meiri trygging í því fyrir framleiðendur heldur en með nú- verandi fyrirkomulagi, þar sem allt er í óvissu með söluna, af því að verzlanir vilja heldur kaupa útlendar kartöflur og egg, þar sem oftast nær er hægt að selja þessar innfluttu vörur með miklu meiri hagnaði. Fyrir neytendur ætti þetta að koma í sama stað niður, því engin ástæða er til að ætla, að útsöluverð til almennings þyrfti að hækka. Einkasalan mundi líka geta gert miklu betri innkaup á þeim vörum, sem flytja þyrfti inn, heldur en með núver- andi fyrirkomulagi, þar sem inn- flutningurinn er dreifður á marg- ar hendur. Geymsla á eggjum og kartöfl- um er þvínær óhugsandi, ef hver framleiðandi þarf að annast hana sjálfur.Hinsvegar gæti ríkiseinka- sala komið upp 2—3 geymslu- stöðum á landinu, án þess að kostnaður af því yrði óbærilegur. Eðlilegast virtist mér, að Á- burðareinkasalan og Kartöflu- og Eggjasalan yrðu undir sömu stjórn. Erlend löggjöf. , Að loknum framangreindum ræðuköflum gaf framkvæmda- stjórinn yfirlit um ráðstafanir nágrannaþjóðanna til að halda uppi verði á landbúnaðarvörum. — Hafa þessar þjóðir lagt geysimikla vinnu í rannsókn þess- ara mála, og ættum við íslending- ar að geta mikið af þeim lært í þessu efni. Ræðu sína endaði Jón Árnason á þessa leið: »Það sem ég alveg sérstaklega vil leggja áherzlu á, er að menn gleymi því ekki, að samvinnufélög bxnda eru sá grundvöllur, sem hyggja verður á, þegar um er að ræSa umbætur á skipulagning af- tarðasölunnar, og að án samvinnu- félagsskapar bændanna er með ölhi ómögulegt að koma neinum umbótum í framkvæmd. Til sölu. Erfðafesíuland, 5 dagsláttur að stœrð, vel rœktað, með góðri girðingm Ennfremur 4 góðar mjólkur- kýr og 1 kvíga. Komið getur til mála, að eg vilji leig/'a 2 tún, sem eru ca. 9lh dagslátta að stœrðt Akureyri 16. apríl 1934. fóhanna Sigurðardóttir, Brekkugötu 7. reyrar heidur aðalfund i bæjarstjórn- arsalnum f Samkomuhúsinu, iöstud. 20 þ. m. k). 8 e. h. ólafur Jónsson frkvslj. flytur erindt á íundmum. Stjórnin. — IPIIIH IIIIIKM3—WHIIW'HMTIimWMlll—WtWPf Krisiilegt sjómannafélag Nú tíd i n. Framb. 3. Með að stofna líknarstarf handa sjómönnum og selja þeim mat, kaffi og húsnæði. 4. Ennfremur stofna aðra líkn- arstarfsemi, eftir því sem þörf krefur og geta leyfir. 3. Fé til að koma þessu mann- úðarstarfi í verk, á að afla þann- ig: 1. Tillög meðlima. 2.Frjálsar gjafir, dánargjafir, samskot, áheiti frá einstaklinguíh og félögum o. s. frv. (Frh.). ÍSLENZKA VIKAN. Eins og skýrt var frá hér K blaðinu fyrir skömmu, hefir stjórn »íslenzku vikunnar á Norð- urlandi« ákveðið að veita þrenn verðlaun fyrir beztu útstillingar á innlendri framleiðslu yfir ís- .lenzku vikuna, sem haldin verður að þessu sinni frá 22. til 29. apríl. Dómnefnd þá, sem ákveður um hverjar útstillingar skuli hljóta verðlaunin, skipa þau: Steinþór Sigurðsson, mag. Frk. Þuríður Ragnars. Sveinbjörn Jónsson, bygginga- meistari. Kosningalögin. Framh. af 2. síðu. fundarseðli, sem ætla má að hafi verið sett þar í því skyni. 5. Ef merkt er á sama kjör- seðli við landlista eins flokks og frambjóðanda annars flokks eða utan flokka, eða ef merkt er á sama kjörseðli við fleiri en einn landlista, 6. Ef kjörseðill er annar en kjörstjórn eða kjörstjóri hefir löglega afhent. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús HaUdórs frá Höi'num. Frentsm. Odds Bjðrnssonu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.