Dagur - 21.04.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 21.04.1934, Blaðsíða 1
D AGU R kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 21. apríl 1934. 43. tbl. Þökkum auðsýnda samúð og hjálp við andlát og jarðarför Hólmfríðar sál. Jónatansdóttur, í Kristnesi. Aðstandendur. XVII. ár. j Aðalfundur sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu var settur 10. þ. m. og1 lauk 17. s. m. Skal hér drepið á nokkur mál, er fundurinn hafði til meðferðar. Slysavwrnir. út af erindi slysa- varnardeildarinnar »Siglufjarðar- sveit« samþykkti sýslunefndin eftirfarandi: »Sýslunefndinni er það fullljóst, hve afarþýðingarmikið það er fyrir vélbátaútveginn hér í sýslu og annarstaðar á Norðurlandi, að sæmileg;a fullkomið björgunarskip sé til og starfi allt árið út frá miðstöð á Siglufirði, og á slysa- varnasveit Siglufjarðar miklar þakkir skilið fyrir að hafa hafizt svo myndarlega handa í þessu nauðsynjamáli. Sýslunefndin samþykkir því að verja úr sýslusjóði kr. 5000.00 styrk til þessa fyrirtækis. En þar sem hún sér sér ekki fært að taka upphæð þessa eða nokkurn veru- legan hluta hennar upp á þessa árs áætlun sýslusjóðs, ákveður sýslunefndin að styrkurinn verði greiddur með 1000 kr. á ári, árin 1935—1939. Þó verður fyrsta greiðsla eigi innt af hendi, fyrr en fest eru kaup í björgunarskip- inu«. Rafveitmnál. Út af erindi frá bæjarstjóra Akureyrar um raf- veitumál, samþykkti sýslunefnd- in eftirfarandi yfirlýsingu: »Þar sem gjaldþol sýslusjóðs er mjög takmarkað og margvíslegar kröfur um greiðslur úr sjóðnum eru nú sérstaklega aðkallandi, sér nefndin sér eigi fært að svo stöddu að skuldbinda sýslusjóðinn til að greiða % hluta eða ein- hverja verulega upphæð af und- irbúningskostnaði þeim, er um ræðir í bréfi bæjarstjórans. Lýsir sýslunefndin yfir því, að hún telur mjög æskilegt að sem □ Rún 59344248 - Frl.\ Jónas Jónsson alþingismaður var meðal farþega á Goðafossi, er hingað kom í gærkveldi. Er hann á leið til Suður-Þingeyjarsýslu til fundahalda þar. Áttneð varð í geer frú Anna Krist- jánsdóttir, móðir þeirra bræðra Jóns og Eggerts Stefánssona. Hún er mjög far- in að heilsu. Bamaskólinn. Fullnaðarpróf og bekkjapróf byrja 3. maí. fyrst verði gerð nákvæm rann- sókn á möguleikunum fyrir því, að virkja Hraunsvatn til fram- leiðslu rafmagns og helzt að gerð yrði ábyggileg áætlun um kostn- aðinn. Er nefndin fús til að taka þátt í kostnaði við slíkan undir- búning«. Jafnframt samþykkti sýslu- nefndin að kjósa þriggja manna nefnd, til þess fyrir hennar liönd að semja við Akureyrarkaupstað og aðra hlutaðeigendur um þessi rafmagnsmál. Kosningu hlutu: Steingr. Jónsson, sýslumaður. Benedikt Guðjónsson, Moldh. Þórarinn Eldjárn, Tjörn. Húsnvæðraskóli. í því máli sam- þykkti sýslunefndin: »a. Að skora á ríkisstjórn og næsta Alþingi að láta reisa svo fljótt sem kostur er á einhverjum heppilegum stað í héraðinu heima- vistar-húsmæðraskóla fyrir minst 25 nemendur. b. Að skora sömuleiðis á ríkis- stjórn og þing að veita nægilegt fé á fjárlögum til reksturs þessar- ar skólastofnunar, þegar eftir að skólahús og aðrar nauðsynlegar byggingar eru reistar. c. Að leggja til hins fyrirhug- aða skóla kvennaskólasjóð sýsl- unnar, sem nú er fullar 15 þús. kr. og ennfremur kr. 10.000.00 úr sýslusjóði, til þess að héraðið geti greitt sinn hluta af kostnaði við byggingu skólans, húsgögn og kennsluáhöld, þó ekki yfir helm- ing. d. Að kjósa þriggja manna nefnd, til þess í samvinnu við kvenfélög sýslunnar að gangast fyrir fjársöfnun í héraðinu til skólastofnunarinnar og að öðru leyti hafa á hendi forgöngu máls- ins, bæði inn á við í héraðinu og gagnvart ríkisstjörn og Alþingk. í nefndina voru kosnir: Davíð Jónsson, Kroppi. Stefán Stefánsson, Varðgjá. Valdimar Pálsson, Möðruvöllum. 2 e. h. Misprentast hefir eitt orð í 3. vísu kvæðis þess, er birtist í þessu blaði 17. þ. m.: »hér« fyrir »her«. Zíon. Samkomur sunnudaginn 22. apríl. Kl. 10. f. h. Sunnudagaskólinn. Öll börn, sem sótt hafa skólann í vet- ur beðin að mæta. Kl. 8.30 e. h. Almenn samkoma. Allir velkomnir. 1 baksýn. Ein af fjármálaráðstöfunum í- haldsmanna var »óskapalánið« frá 1921. Vextir af því voru 7% að viðbættum 16% afföllum við útborgun. Þó var stærsti smánar- bletturinn sá, að tolltekjur ríkis- ins voru veðsettar fyrir láninu. Nú hefir smánarblettur þessi verið þveginn af þjóðinni á þann hátt, að nýtt lán hefir verið tek- ið og enska lánið frá 1921 borgað upp. Af lánstímanum voru eftir 17 ár. Á þessum 17 árum græðir rík- ið 2 millj. kr. í vaxtalækkun við afnám smánarblettsins, sem Magnús Guðmundsson sletti á þjóðina 1921. Af þessu geta menn gert sér nokkra grein fyrir því, hversu ÍHALDIÐ heimtar pólitískt útvarp. Fyrir skömmu voru tilkynntar útvarpsumræður um »dagskrá út- varpsins« með þátttöku frá full- trúum félags útvarpsnotenda ann- arsvegar og útvarpsráðs og út- varpsstjóra hins vegar. Við umræður þessar kom það í Ijós, eins og öllum hlustendum er kunnugt, að þessir svokölluðu fulltrúar útvarpsnotenda brugð- ust flestir þeim trúnaði, er út- varpsráðið treysti á, því þeir töl- uðu alls ekki um dagskrá útvarps- ins, heldur um pólitík. Meðal annars báru þeir þær sakir á út- varpið, að það talaði ekki hlýlegt orð um Sjálfstæðisflokkinn. íhaldsmenn vilja fá umráð yfir útvarpinu. Það er sýnilegt, hvers- vegna þeir heimta þetta. Þeir ætla að gera útvarpið pólitískt sér í hag. Þeir ætla að láta tala hlýlega um íhaldið; þeir ætla að nota þessa stofnun til þess að hæla íhaldinu. Ekki mun standa á framkvæmd þessarar fögru hugsjónar(!) íhaldsmanna, ef þeir komast til valda eftir næstu kosningar. Þessi frekja íhaldsmanna varð til þess, að útvarpsiiotendafélagið hið fjárhagslega tap er mikið í þau 13 ár, sem lánið hefir staðið, vegna hinna óskaplegu vaxta og gífurlegu affalla í upphafi. Bráðlega verður gengið til kosninga. íhaldið biður að kjósa sig og lofar sparnaði og góðri fjármálastjórn. Þá er hollt fyrir kjósendur að hafa í baksýn ó- skapakjaralániðfrál921 og minn- ast þess, að þjóðin græðir tvær millj. kr. á því að hafa getað velt af sér einni einustu íhaldsráðstöf- un. Mun kjósendum sýnast ráðlegt að fela íhaldinu völdin, svo að það geti tekið ný »óskapalán« og sett að nýju smánarblett á heiður landsins með veðsetningu toll- teknanna? Undir þessi íhaldsafrek hillir í baksýn. í Reykjavík klofnaði, og er nú stofnað nýtt félag þar í borginni, sem er laust við menn eins og Magnús dósent, Magga Magnús og þvílíka íhaldsdela, sem vilja nota útvarpið til þess að hæla sér og »Sjálfstæðinu«. S umarfagnaður Framsóknarmanna í samkomu- húsinu Skjaldborg á laugardags- kvöldið var fór hið bezta fram og var hinn ánægjulegasti á allan hátt. Auk félagsmanna voru þar samankomnir margir gestir þeirra, bæði konur og karlar. Yf- ir borðum skemmtu menn sér við fjörug ræðuhöld, söng og samtal. Eftir að staðið var upp frá borð- um, var stíginn dans fram eftir nóttinni, einkum af hinu yngra fólki, sumir skemmtu sér við spil og fleira. Var það almenn skoðun þeirra, er samkvæmi þetta sátu, að það væri eitt hið bezta, er þeir hefðu tekið þátt í, og óskuðu eftir fleiri slíkum skemmtikvöldum í fram- tíðinni. Hjónaefni: Á sumardaginn fyrsta opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guð- björg Bergsveinsdóttir frá Hólmavík og Marinó Stefánsson, kennari. Messur á morgun: í Glerárþorpi kl. 12 á hádegi og í Akureyrarkirkju kl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.