Dagur - 21.04.1934, Page 2

Dagur - 21.04.1934, Page 2
122 DAGUR 43 ib' • •« «••••••• r=i Saumavélarnar IH SQVAIíNA og JVNO eru áreiðanlega^beztar. Samband ísl. samvinnufélaga. Nokkur orð um hraðfrystistöð (skyrfrystistöð) Ingólfs 0. S. Espholins. (Hér fer á eftir aðalefni nokkurs- hluta bæklings, er hr. Ingólfur G. S. Espholin hefir gefið út og' fjallar um hraðfrystiaðferð hans, en vænta má, að mönnum leiki almennt hugur á að kynnast henni nánar). Tvímælalaust má fullyrða, að hraðfrystistöð sú, er nú hefir ver- ið fullgerð, á hvergi sinn líka. í aðalatriðunum eru nýjungarnar tvær, sem sé (1) stöðin er byggð með það fyrir augum, að nota nýja aðferð til þess að gera að markaðshæfri verzlunarvöru er- lendis þá mjólkurafurð, skyrið, sem er sérkenni íslenzkrar land- búnaðarframleiðslu; og (2) hrað- frystivél sú, sem notuð er við skyrið, er smíðuð hér á landi og eftir algerlega nýjum reglum, frá- brugðnum öllum öðrum hrað- frystivélum. Hraðfrystivélina má einnig nota til frystingar hvers- konar annarar vöru en skyrsins. Það þykir hlýða að fara- fyrst fáeinum orðum um SKYRIÐ. Skyr hefir, undantekningarlítið verið viðui’kennt af útlendingum, er lagt hafa leið sína til íslands, að vera hreinasta lostæti... Aðal- lega voru það þó ummæli hins fræga Albert Engström, ekki ein- ungis í bók hans, Át Hacklefjall, heldur og í viðtali í Stokkhólmi, sem urðu frumorsök þess, að eg fyrir mörgum árum fór að at- huga á hvern hátt takast mætti að koma því til leiðar, að skyr yrði almennt borðað erlendis á sama hátt og hér á landi. Mér var það Ijóst, að skyr hef- ir flesta þá kosti til að bera, sem neyzluvara þarf að hafa til að eft- irspurn skapist eftir henni. Skyr- ið er bragðgott, það ser mjólkur- afurð og því nærandi án þess þó að vera fitandi; það er fallegt út- lits, lyktargott og hressandi. Til þess má grípa í flýti og á borð bera með augnabliks fyrirvara. Þá hefir skyrið sína merkilegu sögu. Og loks er það ódýrari fæða en flestar aðrar... Um fjölmörg ár hefi eg átt við frystingu matvæla. Því virðist augljóst, að mér dytti í hug, hvort ekki væri hægt að frysta skyr á þann hátt, að ,það full- nægði öllum kröfum sem gera varð. Æfagömul reynsla var fyr- ir þvi, að skyr mætti ekki frjósa. Sú sama var trú manna um marg- ar aðrar matvörur, þangað til fyrir svo sem 5 árum síðan. En síðan þá hefir þekking manna breytzt mikið, og þá aðallega um frystingu á fiski og kjöti, hina svonefndu hraðfrystingu. Menn vissu, að vatnið í fiskinum og kjötinu frysi í smáa ískrystalla við fljóta frystingu, þar eð aftur á móti stórir ískrystallar mynd- uðust, er rifu í sundur hina ein- stöku celluvefi, ef um hæga fryst- íhaldsblaðið Heimdallur gerir í þessum mánuði að umtalsefni Bændaflokkinn og grein, sem Ól- afur Thors ritaði í vetur í Mbl. íhaldsblaði þessu farast meðal annars þannig orð: »Það gladdi mig mikið að finna hinn hlýja anda ólafs Thors til T. Þ. í nefndri grein, því hann átti það skilið* ásamt þeim, sem sögðu sig úr Tímaklíkunni, og' þeim, sem vikið var úr henni. Þessir menn allir hafa ekki ein- ungis gert skyldu sína gagnvart þjóðinni, sýnt þar með drenglyndi og þjóðrækni, heldur líka gefið þar með átakanlegt og fagurt for- dæmi, í því að forðast pólitískt samneyti við hina svokölluðu rauðliða. Það er því síður en svo, aö ég lái T. Þ. eða hans göfugu félögum, þó þeir til að byrja með stofnsctji bændaflokk með alís- lenzku hugarfari og með því reyni að bjarga þeim bændum til lands og sjávar, sem enn ekki styðja Sjálfstæðið, frá rauðu hættunni, og skoða ég þessa bændaflokksstofun þeirra sem nauðverju í bili, og millis'por í þá átt að sameinast í anda, sannleika og starfi, utan þings og innan, Sjálfs tæöisflokkmim, sem þeir líka fyrirfram vitað, að er eini pólitíski flokkurinn hér á landi, sem starfar með lífi og sál að þeirra bænda áhugamálum ásamt allra stétta og þegna landsins«. Yndislegt hlýtur þetta tilhuga- líf að vera! •i: Allar leturbi'eytingai' gerðar hér. Kristilegt s/omannafélag N útí ð i n. Niðurl, 3. Tekjur af bókum og blöðum. 4. Af hlutaveltum, samkomum, hljómleikum og öðrum skemmt- unum. 3.a. — a. Ef félagið leysist upp, þá skulu eignir þess renna til annars félags, sem starfar á sama hátt og að sama markmiði. b. Enginn meðlimur hefir per- sónulegan eigarrétt á eignum fé- lagsins. c. Stofnandinn er formaður fé- lagsins, svo lengi sem hann lifir og vinnur samkvæmt lögum fé- lagsins. F. h. Kristilegs sjóm.f. Nútíðin. Boye Holm. Formaður. K. F. U. M. Fundur í U-D mánu- dagskvöldið kl. 8.30. Allir piltar 13— 17 ára velkomnir. ingu er að ræða. Þessi var í höf- uðdráttum þekking manna um mismun á hægri og hraðri fryst- ingu... (Framh.) Útvarpsfregn á þriðjudagskvöld þ. 17. þ. m. hermir, að hæstiréttur hafi stað- fest undirréttardóm. í máli Lárus- ar Jóhannessonar hrm., 200 kr. sekt eða 12 daga einfalt fangelsi, en áfengi upptækt. Málskostnað greiði hann einnig. Sú breyting var á gerð, að sektin greiðist inn- an 4 vikna. til Ieigu fyrir barn* laust fólk. — Upplýs. ingar í smjörlíkisgerð K. E, A. Hrtöarveður af norðaustri hefir ver- ið nú um vikutíma og helst enn. Sum- arið heilsar kuldalega. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Prentsm. Odds Björnísonar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.