Dagur - 24.04.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 24.04.1934, Blaðsíða 2
124 DAGUR 44. tbl. Hérmeð tilkynnist að okkar hjartkæra eiginkona, móðir og tengdamóðir, húsfrú Gur.nlaug Gunnlaugsdóttir, andaðist föstudaginn 20. apríl a'ð heimili sínu, Skipalóni og er jarðarförin ákveðin 3. maí n. k. og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu, kl. 12 á liádegi. Porsteinn Daníelsson. Porsteinn Porsteinsson Margrét R. Þorsteinsdóttir. Sigurjón Kristinsson. 18. Rósa Jóhannsdóttir 7.86 14. Steindór Jónsson 5.13 15. Þorsteinn S., Austmar 5.88 Á laugardagskvöldið kemur koma kennarar og nemendur skól- ans saman til kveðjusamsætis. var sagt upp á laugardaginn var. 9 iðnnemar, allir úr 4. bekk skól- ans, luku burtfararprófi, og fara einkunnir þeirra hér á eftir: Aðaleink. Ágúst Halblaub, vélsm. 8.50 Bened. Benediktsson, málari 8.31 Siggeir Péíursson. Minningarorð. Þú góði og trúi þjónn, þú varst trúr yfir litlu, ég mun setja þig yfir mikið, gakk inn í fögnuð herra þíns. Matt. 25. 21. Ég get ekki varizt því að mér fljúga þessi orð í hug við lát Siggeirs Péturssonar á Oddsstöð- um. Mér finnst svo eðlilegt að hugsa sér að sá, sem sendi hann inn í þessa tilveru, mundi nú, er hann hverfur héðan aftur eftir langa æfi og gott starf, fagna honum eitthvað á þessa leið. Til að fyrirbyggja misskilning vil ég taka það fram að það má ekki draga það af orðum þeim, sem ég tilfærði í upphafi, að. Sig- geir heitinn væri fátækur maður, eða umkomulítill. Hann var um mörg ár heimilisfaðir, og var heimili hans í stærra lagi, bæði að fólksfjölda og efnahag. Það sem fyrir mér vakti við tilfæring þessara orða var, að hann hefði reynzt trúr sem maður, eftir því sem mér finnst ég skilja það hlut- verk bezt. Það má svo heita að ég þekkti Siggeir heitinn frá því að ég fór fyrst að muna eftir mér, fluttist þá í nágrenni við hann, og hefi verið þar síðan. Hann var þá að vísu af léttasta skeiði, en þó við góða heilsu og með fullum starfs- kröftum. Betri nágranna held ég að vart verði á kosið. -*Eins og allir þekkja, sem í sveit hafa ver- ið, er það algengt að nágrannar liafi ýms viðskipti, láni hver öðr- um ýmislegt eftir því sem á stendur o. m. fl. Var ég sem unglingur oft sendur í slíkum er- indagerðum; var ég óframfærinn og uppburðarlítill oft að bera upp erindin; höfðu ljúfmennska og góðar undirtektir því enn meiri áhrif á mig. Eru mér í fersku minni nokkrar stundir, er ég kvaddi bóndann á Oddsstöðum með hugann fullan af þakklæti að afloknu erindi, Er ég vi§s um, að Björn Júlíusson, rörleggjari 8.31 Eðvarð Jónsson, rakari 7.79 Jón A. Kristjánssy rafvirki 8.31 Jóhann Sigurðss., húsgagnas. 8.25 Ólafur H. Oddsson, málari 5.88 Sigtryggur Júlíusson, rakari 8.29 Valdim. Pétursson, bakari 5.21 70 nemendur, að meðtöldum öllum óreglulegum nemendum, hafa stundað nám í skólanum í vetur, þar af 28 iðnnemar. Margt hinna óreglulegu kveldnema hef- ir þó aðeins tekið þátt í fáum námsgreinum. Að skólaslitum loknum hélt skólinn fjölmennt samsæti í »Skjaldborg«, með dansleik á eft- ir. ef menn almennt gerðu sér ljóst hvílíkrar blessunar þeir afla sér með því að leysa vandkvæði ann- ara, ekki sízt þeirra, sem lítið eiga að sér, þá mundu færri fara »bónleiðir til búða«. Ef ég ætti að nefna eitthvert orð, sem bezt lýsti skapgerð Sig- geirs heitins, þá væri það orðið trúleiki. 'Hann var trúr heimili sínu, sveitinni sinni, þjóð sinni, í einu orði sagt, trúr lífinu. - Allir, sem bornir eru í þennan heim, koma fyrr eða síðar, ef þeim verður lífs auðið, að ein- hverju starfi, sem verður þeirra lífsstarf. Er þá undir manngildi hvers og eins komið, hvernig hann reynist á þeim vettvangi. Siggeir heitinn var af bændum kominn og varð sjálfur bóndi, eftir að hann náði fullorðins aldri, og það er víst óhætt að segja að hjá honum var sameinað flest það, sem prýtt hefir íslenzka bændastétt og verið aðalsmerki hennar á liðnum öldum, og þar mun hafa mátt finna flest þau einkenni, sem verið hafa líftaug- ar hinnar íslenzku þjóðar gegnum margra alda hörmungar. Það verða víst tæplega skiptar skoðanir um það, að því þjóðfé- lagi væri vel borgið, þar sem hver einstaklingur hugsaði um það fyrst og fremst að reynast trúr í því starfi, sem hann væri settur í, skipa vel sitt rúm; þess vegna eiga þeir menn þakklæti skilið, sem þar eru til fyrirmynd- ar. Siggeir heitinn var ekki mikill að vallarsýn, eðá miklum líkam- legum burðum búinn, en hann hafði traust hjarta, og þess vegna stóðst hann þrekraunir þær, sem jafnan verða hlutskipti þeirra sem eiga afkomu sína undir ó- blíðu íslenzkrar veðráttu, betur mörgum þeim sem burðameiri sýnast, og æðru mun hann ekki hafa kennt um dagana.. Enn er ótalinn einn þáttur í fari Siggeirs heitins, sem sízt má Kjörskrá til Alþingiskosninga í Akureyrarkaupstað, gildandi frá 23, júní 1934 til 22. júní 1935, Iiggur frammi, almenningi til sýnis, á skrifstofu bæjarstjóra frá 24. apríl til 21. maf n, k., að báðum dögum meðtöldum. Kærum út af skránni skal skilað á skrifstofu bæjarstjóra fyrir 3. júnf næstkomandi. Bæjarstjórinn á Ákureyri, 20. apríl 1934, Steinn Steinsen. Hofum til: Handverkfæri aliskonar og garðyrkjuverkfæri. Amerísk, sænsk og norsk. Beziu gerðir og bezta verð. Samband isl. samvinnufélaga. Ef þú notar SJAFNAR Cold-krem á undan rakstri en Sjafnar Matt krem á eftir rakstri, þarftu aldrei að kvarta um sárt hörund. Kauptu strax sína túbuna af hvorri tegund og reyndu, en mundu að það á að vera Sjafnar Cold-krem Og Sjafnar iVlatt-krem þó gleyma, en það er hin frábæra gestrisni hans. Lýsa því bezt orð, er maður nokltur sagði, er oft kom í Oddsstaði, en orðin voru þessi: »Það er aldrei þröngt á Oddsstöðum«. Voru þar þó lítil húsakynni lengi vel, en hjörtu húsbændanna voru rúmgóð, og því varð þrengslanna ekki vart. Siggeir heitinn var kvæntur Borghildi Pálsdóttur, sem lifir mann sinn. Naut hann þar sem hún var öruggrar aðstoðar í starfi sínu öllu, og mun hún sízt hafa dregið úr gestrisni eða góð- gerðasemi manns síns, enda er hún hin mesta sómakona í hví- vetna. Nágranni. Fegurð og hreysti fylgir fallegum tönnum — Notið SJAFNAR tannkrem og styðjið með því íslenzk- an iðnað um leið og þér tryggið sjálfum yður það bezta. — Biðjið um S/AFNAR- tannkrem Prnitsm, Odds Björns*on»r, Ny grein í ilenduoi iðnaðí. Sjafnar Dag-krem Sjafnar Nætur-krem Heldur hörundinu hvitu og mjúku Sápugerðin SJÖFN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.