Dagur - 28.04.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 28.04.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðsian er hjá JÓNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. Akureyri 28. apríl 1934. 46. tbl. Bréf Jóns Sigurðssonar. Nýtt safn. Bókadeild Menningarsjóðs. Rvík. 1933. • í hinu mikla og stórfróðlega riti dr. Páls Eggerts ólasonar um Jón Sigurðsson, er komizt svo að orði í niðurlagskafla, að seint muni verða svo ýtarlega ritað um Jón forseta, að ekki megi jafnan einhverju þar við auká. Mundi þó mörgum sýnast sem flest kurl muni vera komin til grafar, þau er máli skipta, um þennan mesta ástgoða íslenzku þjóðarinnar á síðustu ölduni og rit Páls Eggerts sé verðugur minnisvarði yfir hann í íslenzkum bókmehntum. Hafði hans og áður verið ræki- lega minnzt á hundrað ára af- mæli hans 1911 og gaf Bók- menntafélagið þá út stórt bindi af bréfum hans. Nú kemur til viðbótar nýtt safn af bréfum Jóns frá Menn- ingarsjóði og hefir Þorleifur H. Bjarnason, yfirkennari í Reykja- vík annazt um útgáfu bréfanna að mestu leyti og gert það með þeirri frábæru vandvirkni, sem honum er lagin og ástúð við minningu höfundarins. Hefir hann ritað formála og ítarlegar athugasemdir og skýringar við bréfin, svo og látið fylgja áður óprentaðar minnisgreinar nokk- urra manna, sem forseta voru ná- kunnugir. útgáfan er öll hin prýðilegasta. f þessu safni eru alls 130 bréf til ýmissa nafnkunnra manna, en flest eða fullur þriðjungur til Ei- ríks meistara Magnússonar í Cambridge, sem var frændi hans og trúnaðarvinur. Má nærri geta, að sitt af hverju beri á góma í bréfum þessum, sem rituð eru í hita og þunga dagsins og undrast lesandinn hina geysilegu elju og alhliða áhuga J. S. á öllum mál- efnum íslands að fornu og nýju. Én hitt er ekki minna um vert, að í þessum bréfum kemur Jón, eins og gerist og gengur í kunn- ingjabréfum, öldungis hispurs- laust til dyranna eins og hann er klæddur, og gefa bréfin að þvf leyti miklu gleggri mynd af manninum Jóni Sigurðssyni, en allt ritverk P. E. ó., að því ó- löstuðu. Þegar maður les bréfin er eins og maður sjái Jón Sigurðsson lif- andi fyrir hugskotssjónum sínum, Jjetta »mesta íturmenni, sem ís- land hefir alið«, gunnreifan í bar- áttunni, og stöðugt með hnyttin- yrði og glettnisbros á vörum, en aldrei illorður í garð andstæð- ingsins. Þó að dynjandi eggjunar og kapps kenni stundum í orðum hans, þá er þó einhver skemmti- legur göfugmennskusvipur yfir hverju orði, sem flýtur úr penna hans og baráttan ávallt hin drengilegasta. »Það þykir mér verst«, segir hann við Halldór prófast á Hofi, »að þú kemur ekki sem friðarins andi til að blíðka okkar steinhörðu hjörtu og. smyrja þau með »oleo« blíðleik- ans. En hvað skal segja? — Nú vantar líka Tryggva, Daníel Thorlacius og fleiri góða drengi, svo ég held megi segja, að ef leggja skal Orminn langa mjög langt fram í orustu í sumar, þá muni verða »ávinnt um söxin«. Eg vona samt þú skipir Páli ól- afssyni að standa á öndverðan meiðinn með okkur, og yrkja þá, ef prósan dugir ekki, og lesa Buslubæn yfir konungsfulltrúa svo hann fari í kuðung ofan í há- sæti sitt og geti ekki staðið upp- réttur fyrr en hann gerir hvað Páll segir honum«. Þannig hvetur Jón lið sitt og sækir ávallt fram með óbifandi festu en bros á vörum og er ekki að undra, þótt hann væri vinsæll og þætti manna bezt til foringja fallinn. Það er öllum gott, að eiga sálufélag við slíka hrein- hjartaða stjórnmálamenn, ekki sízt nú á tímum, þegar hálfgild- ings Sturlungaöld er að renna upp á ný í okkar unga fullveldi. Við lestur bréfanna fer manni ó- sjálfrátt að þykja vænt um Jón Sigurðsson eins og kunningja og vin, sem maður hefir þekkt í lif- anda lífi, og sú ósk hlýtur að koma fram í hugann, sem Páll Eggert gerir að ályktunarorðum síns mikla og góða rits, að sem flestir Islendingar læri að skipa sér við hlið hans í dáð og dreng- skap og tengi þannig sögu sína við sögu hans. " Áreiðanlega er ekki unnt að kynnast honum bet- ur, en að lesa bréf hans. Og þess vegna hefir Menningarsjóður unnið ágætt verk með því að gefa bréf þessi út. Sýni nú þjóðin hversu vel hún kann að meta minningu sinna ágætustu sona. Benjamín Kristjánsson. Veöráttan hefir verið frekar köld þenna mánuð, en í gær breyttist til sunnanáttar og hlýju. Glugga- sýningar. Stjórn fslenzku vikunnar á Norðurlandi hefir ákveðið að þrenn verðlaun skyldu veitt hér í bænum fyrir beztu gluggasýning- ar á íslenzkum vörum. Undirrituð voru skipuð í dóm- nefndina. Dómnefndin hefir aðal- lega farið eftir þessu í dómum sínum: 1) Að vörunum sé smekkega komið fyrir, samfara því, að sýn- ingin sé góð auglýsing fyrir vör- urnar. 2) Ennfremur er tekið tillit til mismunandi aðstöðu, bæði hvað snertir gluggapláss og einnig þess, að ein vörutegund getur ver- ið hentugri til fallegrar glugga- sýningar en önnur. Hér í bænum eru það tiltölulega fáir gluggar, sem talizt geta heppilegir til sýn- inga og því fáir, sem gætu talizt samkeppnisfærir, ef ekki væri tekið tillit til þessarar mismun- andi aðstöðu. 3) Dómnefndin hefir ekkert til- lit tekið til vörugæða. Því miður virðast flestir þeir, sem hafa ráð á litlu gluggaplássi, ekki hafa talið sig samkeppnis- færa og því sýnt lítinn áhuga á því að útbúa smekklegar sýning- ar, enda þótt margir þeirra hafi sýningar á fjölbreyttum, íslenzk- um vörum, en líka eru til stórir sýningargluggar hér í bænum, þar sem ekkert sérstakt hefir ver- ið gert til þess að vekja athygli á. Vegna þess að nokkrar sýning- ar hafa orðið síðbúnar, hefir dómur nefndarinnar ekki birzt Héimeð tilkynnist að Brynja Guðlaugsdóttir andaðist á Krist- neshæli 23. þ. m. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. maí n. k, kl. 2 e. h. — Kransar afbeðnir. Aðstandendur. fyrr en nú, til þess að sem flestar sýningar gætu komið til greina. Þessi verðlaun hafa verið veitt: 1. verðlaun. Kjötbúð K. E. A.; deildarstjóri Jóhann Kröyer; gluggi í brauðbúð K. E. A. 2. verðlaun. Sýning á Kvarans skóm hjá vefnaðarvörudeild K. E. A.; deildarst. Arthúr Guðmundss. 3. verðlaun. Kaffibrennsla Ak- ureyrar (Stefán Árnason); sýn- ing í glugga hjá Jóni Guðmann. Þuríður Ragnars. Sveiribjörn Jónsson. Steinþór Sigprðsson. Röðun í glugga Kjötbúðarinn- ar mun aðallega hafa annast Benedikt Guðmundsson bjúgu- gerðarmaður; í skó-glugganum Arthur Guðmundsson deildar- stjóri; í glugga Kaffibrennslu Akureyrar, eigandinn, Stef án Árnason. Verðlaunin munu hafa verið veitt fyrir sýningar, er fram voru komnar á fimmtudagskvöld. — Mjög smekkíegar sýningar á köldu borði komu fram á föstu- dagskvöld frá gistihúsunum »Goðafossi« og »Gullfossi« í gluggum Jóns G. Guðmanns, kaupmanns. > Úivarpið. Sunnudag: Kl. 15 sr. Ragnar E. Kvar- an; kl. 18.45 sr. Friðrik Hallgríms- son: Barnaerindi; kl. 20 Magnús Jónsson, prófessor: Erindi; kl. 20.30 Guðm. Einarsson frá Miðdal: Eld- gosið; kl. 21.15 hljóml. Beethoven; 6. symfónía. Mánudag: Kl. 19.25 Ben G. Waage: Erindi; kl. 20 Vilhj. Gíslason: Er- indi; kl. 21 Alþýðulög; Pétur Jóns- son syngur. — Síðan grammófón- hljómleikar; Debussy. Skíðastaðafélagið efnir til skíðaferð- ar, fyrir félags- og utanfélagsmenn, á morgun, austur á Vaðlaheiði, ef veður leyfir. Er þar ágætt skíðafœri. Farið frá B. S. A. kl. 8%. Áskriftarlisti liggur framtni í verzl. »Norðurland<. Mannalát. f fyrrinótt varð Ingólfur Kristjánsson, skipstjóri frá Framnesi, bráðkvaddur um borð í Nova, er hún var nýfarin héðan, komin út að Hjalt- syni. Sneri skipið aftur með líkið hingað. Látinn Vestur-fslendingur. Sú fregn barst hingað með síðasta pósti, að lát- izt hefði á sumardaginn fyrsta Sígur- jón Bergvinsson frá Sörlastöðum. — Sigurjón var tvíkvœntur. Fyrri kona hans var Margrét, systir Sigtryggs Jónssonar byggingameistara ogJóninnu í Höfnum, en síðari kona hans var Anna Þorkelsdóttir, systir Þorkels Þor- kelssonar veðurstofustjóra. Meðal barna þeirra var kona Lárusar Rist leikfimi- kennara.. — Sigurjón bjó seinast aft Glæsibæ £ Skagafirði. Hann var ðvenju greindur maður og íslenzkur í anda. Hann náði hárri elli, hefir sjálfsagt orðið hérumbil hálfníræður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.