Dagur - 01.05.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 01.05.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júll. ^aaur Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. ár. í Akureyri 1. maí 1934. 47. tbl. Innlendar fréttir. Stúdentar kl/'ást íRvík. Að því er »Nýja Dagblaðið« hermir hefir stúdentum syðra hitnað í barmi nýlega í tilefni af heimboði frá brezkum háskólum. Stúdentafélagið var að vísu áður klofnað. Eru nú gefin út tvö stú- dentablöð auk gamla 1. dez. blaðs- ins, annað af róttækum stúdent- um, en hitt af nazistum, með hakakrossi Hitlers á fremstu síðu. í Englandsförinni verða 6 stú- dentar, nýlega valdir af nefnd, sem til þess var kosin innan stú- dentaráosins. Þessir 6 eru: Bald- ur Jakobsson, Páll Hallgrímsson, Auður Auðuns, Lea Eggertsdóttir, Bjarni Bjarnason og Sigurður Sarnúelsson. Er enginn af þessum kommúnisti, en m. a. k. einn naz- isti, Baldur Johnsen, að því er »N. D.« hermir. Bar nefndin það fyrir sig um þetta val, að hún hefði ekki treyst sér til að senda neinn kommúnista, sökum þess að þeir, er til mála hefðu komið, hefðu þverneitað að taka ofan fyrir þjóðsöngvum Islands og Englands í förinni. Heimtuðu nú kommúnistar í há- skólanum kallaðan saman almenn- an stúdentafund fyrra sunnudag. Báru þeir þar fram vantraust á stúdentaráðíð, og var það fellt með 40 atkvæðum gegn 17. Var því næst borin fram tillaga um að lýsa »fyrirlitningu« á komm- únistum og öllu þeirra athæfi, og var hún samþykkt með 30 atkv. gegn rúmlega 20. Kvað nú vera ólgandi hiti i stúdentafélögunum út af öllu þessu. Kvoldmáltíð „islenzku vikunnar." Eins og getið var um í síðasta blaði, sýndu gistihúsin Goðafoss og Gullfoss matborð, hlaðin köld- um dýrindisréttum, í glugga Jóns G. Guðmanns, kaupmanns. — Á laugardagskvöldið var blaða- mönnum og fréttaritara útvarps- ins boðið til snæðings þessa lost- ætis í glugganum. Danir hafa sitt Smörrebröd, Frakkar hors d'oeuvre, ítalir antipasti, Malayar cwrry nasi og Svíarnir -»smjörgæsina«, en þegar loksins sá tími kemur, að íslenzku viðskiftaviti þóknast að kynna út- lendingum kalt borð íslenzkt, með íslenzkum þjóðréttum, þá er eng- um betur treystandi en hinum á-. gætu forstöðukonum þessara ak- ureyrsku gistihúsa, að koma mat- glöggum ferðalöngum þessa tára- dals í skilning um að hér á fs- landi geta þeir engu síður veitt sér gómsaðningu og hugsvölun í senn. Að dæma í millum framreiðslu og skreytingar er eigi vort verk, enda ofraun, auk þess sem rúmið mundi takmarka forsendurnar. En að telja fram alla réttina, eða helming þeirra, yrði sem mál- tíðalýsing Gröndals í Heljarslóð- arorustu. Og hvar ætti að byrja og hvar að enda? Á ginnandi hlaupréttum; glærum hákarlinum, »tólf ára og þrettán ára þ<5«; á kitlandi kryddsíld; á sætsíldinni, er mjólkar matvanda munnvatns- kirtla, sem ærstritlu stöðulkona; á Ijúfsárum laukréttum; á rikl- ingnum, angandi af úrsöltum suð- vestanvindum og sætolíu sjálfs síns; á sterkjufitu slagvefjunnar; ilmhita Pétursseljunnar; á gagn- sýrandi ljúffengi lundabagga og sviða; á munntömum Iaxi í »may- onnese«-ídýfu; á bleikjunni au naturel; á sættælandi súrhvalnum, mjúkum eins og meyjarhörundi; á jarðeimdri anganmunuð rjúpna- laufs og lyngheiða í rjúpubrjóst- um blíðmeyra? Nei, hér stoða engin orð, aðeins yfirnáttúrleg skynjan og tilfinning ilm- og bragðtauga matsiðaðra manna fær sungið hæfan lófsöng haf- straumalífi voru, magnkynngi ís- lenzkrar moldar og hugviti og handleikni þeirra húsmæðrasnill- inga er hér hafa um fjallað. Nœr og f/œr. Jörðin Staðartunga er EKKI laus til ábúðar eins og stóð í auglýsingu í fimmtudagsblaðinu síðasta. Bæjarnafn- ið hafði misritazt, átti að vera Búðar- nes. Sbr. augl. á öðrum stað hér í blaðinu. fslenzka vikan í barnaskólanum. Á mánudagsmorgun í vikunni sem leið fluttu kennarar smáerindi um tilgang fslenzku vikunnar í ölluni bekkjum skólans, en börnin sungu ýmsa ættjarð- arsö'ngva. Á þriðjudagsmorgun skrif- uðu börnin í elztu bekkjum skólans rit- gerð um íslenzku vikuna og þýðingu hennar. Skólinn var skreyttur fánum að innan, alla vikuna. Svar tíl i Eins og lesendum þessa blaðs er kunnugt, ver stofnað Fram- sóknarfélag í Höfðahverfi í vet- ur, fyrir forgöngu nokkurra á- hugasamra manna í sveitinni. —- Skýrði eg frá þessari félagsstofn- un í blaðinu Degi þ. 24. marz s. 1., auk þess sem eg hafði nokkr- ar setningar eftir ónafngreindum bændum þar ytra. Var allt það, sem eg sagði, rétt með farið, enda hafði eg heimildir mínar frá kunnugum mönnum.En nú hefir þó svo undarlega borið við, að það sem eg sagði frá, hefir ný- lega verið gert að umtalsefni í blaðinu fslendingi(8. þ. m.), und- irritað Höfðhverfingur. Er þar fyrst ráðist á hið nýstofnaða fé- lag með ósönnum fréttaburði, og si'ðan sjálfan mig, og mér borinn á brýn ódrengskapur, og jafnvel aðdróttanir að sögufalsi. Á þess- um vettvangi mun eg ekki víkja sérstaklega að persónulegum meiðyrðum, í minn garð, í grein Höfðhverfingsins. Læt þess að- eins getið, að eg hefi þegar gert ráðstafanir til þess að láta rit- stjóra íslendings sæta ábyrgð að lögum, þeirra ummæla vegna. En af því að grein þessi er að mestu leyti í ósamræmi við sannleikann, Iangar míg til þess að biðja rit- stjóra Dags fyrir svar þetta, svo mönnum geti gefizt kostur á að yfirvega og athuga bardagaað- ferðir og sannleiksást andstæð- inga Framsóknarflokksins I Höfðahverfi. Þessi greinarhöf- undur í Islendingi hefir að vísu ekki þorað að rita nafn sitt undir ummælin. Hefir hann efalaust vitað, hve mikil ósannindi hann fór með, og þessvegna talið það hyggilegra og hættuminna, að skríða í skugganum, fela sig á bak við heiðarlega Höfðhverfinga og vega þannig að hinu nýstofn- aða félagi og mér á bak við tjöld- in, heldur en að láta sjá sig í réttu Ijðsi. Er það ekki líka sið- ur allra þeirra, sem hafa svarta samvizku, að fara þannig að, og er þetta í nokkru ósamræmi við bardagaaðferðir íhaldsmanna — hvort sem þeir byggja borg eða sveit? En Höfðhverfingar eiga fulla heimtingu á því, að hann skríði úr skoti sínu út í dagsljós- ið, svo þeir geti athugað hann í birtunni, og þakkað honum á við- eigandi hátt, það sem hann hefir um þá sagt. En nú skal að nokkru leyti drepið á stofnun þessa áður- nefnda félags. Þegar stofnfundur Framsókn- arfélagsins var haldinn, hafði þetta verið boðað nokkrum mönn- um, sem fylgja Framsóknar- flokknum, en vitanlega ekki öðr- um, enda höfðu aðrir ekki erindi á þenna fund. Var fremur slæmt gangfæri þenna dag, og komu því færri en annars hefði orðið, en þó mættu milli 20—30 manns. Gengu 21 maður í félagið, en hinir sem ekki vildu ákveða sig á þessum f undi, lýstu því yf ir að þeir væru ákveðnir Framsóknarmenn, og hefðu alltaf kosið með þeim flokki og var það því samþykkt, að þeir fengju að srtja á fundi, þá lög voru samin, vitanlega sniðin í anda laga þeirra, sem síðasta Flokksþing Framsóknar í Reykja- vík, hafði samið og samþykkt, og með hliðsjón af lögum Framsókn- arfélags Ljósavatnshrepps, sem stofnað var 1927. Voru þau síðan rædd grein fyrir grein, og urðu litlar umræður um þau, nema S. grein b, er hljóðaði þannig: »Með því að vinna að kosningu þeirra manna, í allar opinberar trúnaðarstöður, sem eru fylgjandi stefnuskrá flokksins« (þ.e. Fram- sóknar). Mæltu aðallega tveir félags- menn lítillega á móti þessari laga- grein, og vildi annar láta fella hana alveg úr, en það var fellt, með nokkrum meiri hluta atkvæða — hinn vildi láta bæta þessum miðlunarorðum inn í: »að öðru jöfnu«, en það var sömuleiðis fellt með allmíklum atkvæðamun. Síðan voru lögin í heild sinni les- in upp og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. — Eg hefi skýrt frá þessu eins rétt og hægt er, eða nákvæmlega eins og það skeði, svo mönnum geti gefist kostur á að bera þessa 3. grein, eins og hún stendur skrifuð í lög- um Framsóknarfélagsins, saman við það, sem hinn nafnlausi Höfð- hverfingur í fslendingi skýrir frá. Og svo geta menn dæmt sjálfirum sannleiksgildi orða hans. Vægast sagt hefir hann farið þarna með allmiklar blekkingar, svo eg taki ekki dýpra í árinni, og hvað það snertir, að allt hafi ætlað í bál og brand út af þessu á f undinum, og að félagið muni klofna vegna þessarar lagagreinar, eins og bann segist hafa eftir einum af stofnendum Framsóknarfélagsins, eru tilhæfulaus ósannindi, sem við engin rök hafa að styðjast. Væri gaman, ef hann vildi benda

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.