Dagur - 03.05.1934, Síða 1

Dagur - 03.05.1934, Síða 1
D AGU R kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreíðslan er hjá JÓNI Þ. ÞOR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsög-n, bundin viö ára- mót, sé komin tii af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII.ár. Akureyri 3. maí 1934. 48. tb). Hvenær opið er. Opinberar stolnanir, bankar o. s. Irv< Barnaskólinn. Þar standa próf yfir þessa dagana og er öllum foreldrum heimilt að hlusta á þau. Pósthúsið virka daga kl. 10—6, helgi- daga kl. 10—11. Landssíminn milli Reykjavíkur, Akur- eyrar og Hafnarfjarðar opinn alla daga, allan sólarhringinn, einnig bæjarsímar þessara bæja. Bókasafnið : kl. 4—7 alla virka daga, nema á mánudag. Útlán miðv.- og laugardaga. Skrifstofa bæjarfógeta kl. 10—12 og 1 —5 alla virka daga. Skrifstofa bæjarstjóra kl. 10—12 og 1%—5 alla virka daga. Skrifstofa bæjargjaldkera kl. 1—5 alla virka daga nema á mánud. kl. 1—7. Landsbankinn kl. 10%—12 og 1%—3, alla virka daga. Útvegsbankinn kl. 10%—12 og kl. 1— 2%, alla virka daga. Búnaðarbankinn kl. 2—4 frá 1/10—1 /g, 1—3 frá 1/e—Yío alla virka daga. Sparisjóður Ak. kl. 3-4 alla virka daga. Afgreiðsla »Eimskips« kl. 9—12 og 1— 5 alla virka daga. Afgreiðsla »Sameinaða« kl. 9—12 og 1—7 alla virka daga. Afgreiðsla s>Bergenske« kl. 9—12 og 1 —6 alla virka daga. Skrifstofur K. E. A. kl. 9—12 og 1—6 alla virka dagá. Heimsóknartími sjúkrahúsa. Sjúkrahús Akureyrar kl. 3—4 alla virka daga og kl. 2—4 á helgidögum. Kristneshæli kl. 12%—2 virka daga, 3%—5 á helgidögum. Á þessum tím- um eru fastar bílferðir milli Akur- eyrar og Kristneshælis. Viðtals- og lækningastofa Rauðakross- ins Brekkugötu 11, kl. 1—2 virka daga. ókeypis. Viðtalstimi Ixkna. Steingrímur Matthíasson kl. 1—2, (Brekkugötu 11). Valdemar Steffensen kl. 10—12 og 4— 6 virka daga og 10—12 helgidaga. Pétur Jónsson kl. 11—12 og 5—6 virka daga Og kl. 1—2 helgidaga. Árni Guðmundsson, kl. 2—4 alla virka daga, l%-2% helgid. á 2. lofti K. E. A. Helgi Skúlason augnlæknir kl. 10—12 og 6—7 virka daga og kl. 1—2 helgi- daga á 2. lofti K. E. A. Friðjón Jensson tannlæknir kl. 10—12 1-3 og 4-6 virka daga,kl. 10-12 helgid. Engilbert Guðmundsson tannlæknir, kl. 10—11 og 5—6 virka daga á 2. lofti K. E. A. Nýja-Bíó föstudagskvöld kl. 9. Póstwr koma og fcura vikuna 3/g—10/g: Koma: 3. maf Gullfoss frá Rvfk, hrað- Frétti r. Hroðalegt slys. Á sunnudaginn var fann dreng- ur frá Meyjarhóli á Svalbarðs- strönd, ásamt öðrum dreng, er með honum var til spurninga á Svalbarði, öskju með nokkrum hylkjum í. Skiftu þeir með sér hylkjunum. Er heim að Meyjar- hóli kom, fór drengurinn, sem er sonur Tryggva Kristjánssonar, bónda, að leika sér að einu hylk- inu, er sprakk í höndum hans, tók af honum 3 fingur og braut þann fjórða, blindaði piltinn á báðum augum og særði hann auk þess í andliti. Drengurinn var fluttur hingað á sjúkrahúsið. — Hefir blaðið haft tal af Helga Skúlasyni augnlækni, og telur hann fremur litlar líkur til þess, að drengurinn fái sjónina aftur. Er óskaplegt, að dýnamithylki, sem þetta, skuli liggja á al- mannafæri, enda munu svipuð slys vera hér óþarflega tíð. Útvarpið. Fimmtud. 3. maí: Kl. 20.30 Árni Ólafs- son, cand. phil.: Erindi. — Föstud. 4. maí: Kl. 20.30 Guðm. Dav- íðsson: Erindi um skógrækt. Kl. 21 grammofónhljóml., lög úr »Meyja- skemmunni«. Kl. 21.20 Böðvar frá Hnífsdal les upp. — Guðsþjónustwr í Grundarþingapreata- lcalli: Hvítasunnudag á Grund kl.12 á hádegi (ferming). Annan í hvítasunnu Kaupangi kl. 12 á hádegi (ferming). Trinitatis, Hólum kl. 12 á hádegi (ferming). Hjúskapur. Þann 15. apríl s. 1. voru gefin saman í hjónaband af sóknar- prestinum í Grimdarþingum, þau Guð- finna Magnúsdóttir frá Bölu'm í Fá- skrúðsfirði og Tryggvi Jóhannesson frá Gilsá, bæði til heimilis að Gullbrekku í Eyjafirði. Kantötukór Akureyrm, söngstjóri Björgvin Guðmundsson, söng i Nýja Bíó í gærkvöldi. Viðfangsefni voru: —I— MMIHIII— lllillll lll !■ ferð. 4. VestanPóstur. 6. Dr. Alex- andrine frá Rvík. 8. Landpóstur frá Einarsstöðum. 10. Lagarfoss vestan af Húnaflóa. Fara: 4. Lagarfoss vestur á Húnaflóa. 4. Vestanpóstur. 5. Gullfoss til Rvík- ur, hraðferð. 5. Landpóstur til Ein- arsst, 8. Dr. Alexandrine til Rvíkur. Kantatan »Til komi þitt ríki«, eftir Björgvin Guðmundsson, og kaflar úr hátíðarkantötu eftir sama tónskáld. Söngurinn var dável sóttur og áheyr- endur tóku söngnum með mikilli hrifn- ingu, einkum hátíðarkantötunni, sem menn þreytast aldrei á að heyra. Söng- urinn í heild sinni hefir aldrei tekizt betur en í þetta skifti. Menningar- nauðsyn. Eftir Sigfús Halldórs frd Höfnnm, skólastjóra. (Þetta, sem hér fer á eftir, er samíð eftir atriðum, skrifuðum til minnis við uppsagnarræðu gagnfi-æðaskólans í vor). Ekki getur hjá því farið í hvert skipti, sem eldri kynslóð kveður nýja kynslóð til þátttöku í þjóð- félagsstarfinu, að menn í huga sér beri saman aðstöðu alla og möguleika fyrr og nú. Okkur þyk- ir vænt um ef við getum með ein- hverjum sanni sagt ungmenninu, að hann hefji þroskagöngu sína á merkilegum tímamótum, að nú séu þeir tímar komnir, eða í að- sigi, að hann geti a. m. k. verið viss um færi til þess að nota alla þá krafta sem hann hefir í köggl- um, til þjóðfélagsheilla. — En við vitum, eftir fengna reynslu full- orðinsáranna, að lífið er enginn leikur, og þess vegna vildum við iíka, um leið og við sendum æsk- una frá leikvellinum út á glímu- völlinn, geta bent henni til fleiri vega og greiðari gatna, helzt gef- ið henni betri vopn og veganesti en í okkar hlut féll. Þá fyrst get- um við kvatt hana og árnað henni fararheilla með góðri samvizku. Svo myndi nú virðast í fljótu bragði, sem okkur, er nú sitjum að völdum á búum einstaklinga og alþjóðar, ætti ekki að verða nein skotaskuld úr þessu. Á okkar æfi hafa mikil og merkileg straumhvörf orðið í þjóðlífinu. Við höfum öðlazt betri húsakynni en foreldrar okkar áttu við að búa, við borðum betri og fjöl- breyttari mat, eigum kost á að klæðast betur og hentugar eftir hvers manns þörfum. Við höfum fengið stórbættar samgöngur, kvikmyndir, útvarp. Við höfum séð þorp og bæi, sem um margar aldir hafa sofið sannkölluðum Nýja-Bíó Föstudaes-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9. Hjóna-erjur. (Kvindetæmmeren). Tal- og hljómmynd í 8 þáttum. Aðalhlutverkin leika: CÖRY COOPER OB CAROLE LOMBARD. Myndin er tekin eftir sögu MOIY Robarts Rinehart ogsegir fráríkis- mannsdóttur, sem giftist fátækum sveitamanni. Myndin gerist því að mestu uppi í sveit, en að nokkru í New York á ríkisheimili ungu stúlkunnar; Það eru átökin milli fátæktar, allsnægta og ástar, sem hér er um að ræða. Hvert aflið verður sterkast svarar myndin. I Þyrnirósu-svefni, vakna til lífs og starfa, séð stór þorp rísa upp af mölinni, á skeiði einnar kynslóð- ar, og hefjast handa til öflugrar útgerðar, og síðast jafnvel iðnað- arframleiðslu, er nú færist sem óðast í aukana. Og við vitum að á skaphöfn og menningu þeirrar alþýðu, sem nú er að alast upp í þessum framtíðarþorpum og ann- arstaðar, veltur þjóðfriður og vel- megun, — við getum í rauninni sagt, — tilveruréttur og gjörvall- ir lífsmöguleikar þjóðarinnar allrar. En um leið og við játum það, að á menningu þessa fólks velti framtíð landsins, þá játum við líka nauðsyn alþýðuskólanna. Og ef við aðeins værum öll sammála og sama skilnings á því, hversu víðtækt svið þeirra ætti að vera, og á því, hversu víðtækir þeir séu, — eða séu ekki — orðnir, þá mætti kannske gera sér í hugar- lund — þegar við þá líka hugsum til allra verklegu framfaranna — að við mættum una vel við horf- urnar. Ekki hygg ég að menn hér á íslandi greini til stórra muna á um það, að einhver skólaganga sé nauðsynleg. En hitt kynni heldur að vera, að menn greindi á um, hversu víðtæk hún ætti eða þyrfti að vera, m. ö. o., hver sú minnsta kunnátta eigi eða þurfi að vera, sem hver einstaklingur verður til brunns að bera, ef vel á að fara. Nú eru því miður þeir ekki all- fáir, sem álíta að yfirleitt sé fræðslumálum hverrar þjóðar Framhald á 3. síðw.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.