Dagur - 05.05.1934, Side 1

Dagur - 05.05.1934, Side 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 5. maí 1934. 49. tbl. Innlendar fréttir Framboð í Norður-Pingeyjarsýslu. Björn Kristjánsson á Kópaskeri gaf ekki kost á sér til framboðs á ný í kjördæmi sínu. Þar fór því fram prófkosning nýlega. Þátt- takan var geysimikil. úrslitin urðu greinileg. Gísli Guömunds- son, ritstjóri Tímans, fékk yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða. Pétur bóndi á Oddsstöðum hafði og allmikið fylgi. Gísli Guðmunds- son verður því í kjöri í Norður- Þingeyjarsýslu af hendi Fram- sóknarflokksins og á þar vísa kosningu. Sveinn Benediktsson, sem þekkt- ur er á Siglufirði, verður þar í kjöri af hendi íhaldsflokksins. M enningar- nauðsyn. Eftir Sigfús Halldórs frd Höfnum, skólastjóra. (Frh.) Á eitthvað svipað og það fram- anskráða hefir áður verið drepið í stuttri en ágætri hugvekju af samkennara mínum, Konráð Vil- hjálmssyni, í »íslendingi« í vetur. Hann mun líka, ef ég man rétt, hafa vikið að því, sem vitanlegt er, að hér á Akureyri er um fjölda unglinga að ræða, sem ekki ætla sér embættisleiðina, né sér- fræðinám til fullkomins iðnrekst- urs, og sem lítið hafa fyrir stafni yfir vetrartímann, frá barna- skóla aldri til þess tíma, að þeir fara fyllilega að vinna fyrir sér. Vitanlega væri æskilegt, og í raun og veru alveg sjálfsagt, að sá bið- tími væri notaður til hins ýtrasta náms, sem kostur er á, þegar þá líka er hér völ á ókeypis kennslu. Eg vil taka það fram í þessu sambandi, að æ meir virðist stefna að því, að nemendur, eða aðstandendur þeirra, sækist eftir »óreglulegri« kennslu, þ. e. a. s. að nemendurnir fái leyfi til þess að taka þátt í fáum námsgrein- um aðeins, venjulega íslenzku, dönsku, reikningi og jafnvel ensku. Þetta er næsta óheppilegt fyrir- komulag og helzt óhafandi, ef öðru verður viðkomið. Nemendum Áfengisverzl. sýknud. Hæstaréttárdómur er fallinn í máli því, er Lárus Jóhannesson, fyrir hönd Guðm. Þórarinssonar, gegn Guðbrandi Magnússyni fyrir hönd Áfengisvei’zlunar ríkisins og Ásgeiri Ásgeirssyni fyrir hönd ríkissjóðs. Hafði stefnandi fyrir hönd skjólstæöings síns, krafizt þess, að sér yrðu endurgreiddar allálitlegar upphæðir fyrir óleyfi- lega álagningu á vín á árunum 1928—1931. Verður nánar skýrt frá kröfu og forsendum síðar. En dómurinn féll á þá leið, að stefnd- ir voru með öllu sýknaðir af kröf- um ákæranda, en málskostnaður í héraði og fyrir hæstarétti falli niður. á þessum aldri hættir til þess, mörgum hverjum, að taka slíkt nám ekki alltof hátíðlega, þar sem ekki þarf að óttast prófin, og þessvegna aðhald að náminu miklu minna en ella. — Að vísu er svo ástatt fyrir mörgum ung- lingum, að þeir vei’ða að vinna á daginn í vistum, úti eða heima og þeir neyðast auðvitað til þess að leita á kvöldskóla. En um kvölddeild Gagnfræðaskólans fór því miður svo, að eftir fyrsta ár- ið treysti Akureyrarbær sér ekki til þess að halda henni uppi. Mun hún þó ekki hafa kostað bæinn nema um 1000 kr. Síðan, meðan Iðn- og Gagnfræðaskólinn voru saman, var þeim, er eigi gátu stundað dagnám, skotið inn í ýmsa bekki iðndeildar. Og þang- að verða þeir auðvitað enn að leita, gegn dálitlu gjaldi, meðan bærinn treystist ekki til þess að halda uppi kvölddeild við Gagn- fræðaskólann. En hvað sem um það er, þá vona eg, af því sem á undan er sagt, að mönnum hér, ekki síður en annarstaðar, í jafnvel miklu smærri bæjum á íslandi, skiljist nauðsyn þess að bærinn eigi sér verulega myndarlegan gagnfræða- skóla. En til þess að slík stofnun megi koma að sem beztum notum þarf tvennt, svo fljótt sem auðið er. I fyrsta lagi, að bætt sé 3. bekk (og kvölddeild aftur), við Gagnfræðaskólann og í öðru lagi, að byggt sé sem allra fyrst yfir hann. Að því er við víkur fyrra at- riðinu, er það vitanlegt, að ó- mögulegt er á tveimur stuttum námsárum að komast yfir það nám, sem tvímælalaust verður að teljast minnsta veganesti nauð- synlegt hverjum æskumanni. En á hinn bóginn er eiginlega helzt ógerningur að halda skólanum lengur á vorin, þar sem vorat- vinna hér við fjörðinn byrjar svo snemma, en til hennar þurfa fiestir nemendur þessa skóla þeg- ar að grípa, er hún gefst. Mér er líka kunnugt um það, að margir nemendur hafa undanfarið verið mjög óánægðir með að geta ekki haldið áfram skólagöngunni til þess, sem síðan um aldamót, a. m. k. hér norðanlands, hefir rétti- lega verið skoðað sem fullkomið gagnfræðapróf, eða í þessum nýju gagnfræðaskólum kaupstaðanna samsvarandi því. Sumir af þess- um nemendum, sem bezta aðstöðu hafa átt, hafa brotizt í Mennta- skólann. En flestum verður sú leið ókleif af ýmsum ástæðum. Nú er líka svo, að aðrir bæir hér á íslandi miklu smærri en Ak- ureyri, hafa frá byrjun viður- kennt þessa nauðsyn og fúslega lagt fram fé til 3. bekkjar, sam- kvæmt þeim skilningi. í þeim bekk gerir hið nýja fyrirkomulag ráð fyrir frjálsara námi; nemend- ur eiga þar að geta lagt meiri stund á það sem þeir eru bezt lag- aðir fyrir, eða mest hneigðir til, og þess, sem þeim, að sinni skoð- un og aðstandenda þeirra, mætti mest að praktisku gagni verða. Um annað atriðið er það að segja, að byggingin er svo nauð- synleg, að hana má telja lífsskil- yrði fyrir skólann að öllu leyti, sérstaklega skóla sem þarf að ná tilgangi sínum samkvæmt hinu nýja, nauðsynlega skipulagi. Fyrst er það að telja, að húsa- kynni skólans eru á óhentugum stað, að því leyti að þar er eng- inn almennilegur útivistarmögu- leiki, enginn leikvöllur, nema í stökustu veðurblíðum — og þó svo að bæði sé auð jörð og frost — tún, sem þó er eigi alveg við skólann og því óhentugt afnota milli kennslustunda. Sömuleiðis eru húsakynni mjög erfið öllu fé- lagslífi í skólanum, af svo skorn- um skammti, að ómögulegt er að bjóða á samkomur aðstandendum nemenda, eða jafnvel kunningj- um til muna. Þá er auðvitað held- ur ekki að ræða um nokkurt rúm fyrir söfn, til stuðnings við kennslu, er þessum skólum ekki sízt eru svo nauðsynleg, en sem að nokkru leyti má annars ná saman með engum tilkostnaði, nema góðvilja nemenda, sem jafn- an er fús til slíkra hluta. Því síð- ur er nokkurt rúm fyrir vinnu- stofur, sem lífsskilyrði eru þess- um skólum, hvað þá íþróttasal, og er einmitt nemendum mjög erfið hin langa leið milli kennslustunda (en öðru verður ekki við komið) upp í íþróttasal Menntaskólans, þótt af stakri góðvild lánaður sé. Líka skiptir þó nokkru máli lega skólahússins, sem þarna er aðþrengt af öðrum húsum, en sjálft smávaxið, svo ekki ber á. Æskan hefir hér fyrir sér tvo aðra skóla, vegleg hús, á fögrum og áberandi stöðum, svo að þau gnæfa yfir bæinn, og úr öðrum þeirra, Barnaskólanum nýja, hinu vistlegasta húsi, með öllum ný- tízku þægindum, eiga nemendur að koma til svo lágra kynna. En sá hefir ekki mikið kynnzt skap- höfn barna og unglinga, sem vildi neita því að þetta hafi mikil á- hrif, eða því, að það sé örvun nemendum einmitt á þessum aldri, aðgetaveriðdálítiðstoltir af útliti skólans, þessa dagheimilis síns, að það sé álitlegt og að öllu vist- legt. Nú þarf það eigi að standa byggingu skólahússins í vegi, að eigi sé því ætlaður staður af húsameistara ríkisins, er um skipulagsuppdrátt Akureyrar fjallar. Svæðið er móaflesjan, sem nú er milli Oddeyrargötu og gils- ins, rétt neðan við sundlaugina nýju. Er það nábýli eitt mikill kostur. En auk þess verður að byggingunni hin mesta bæjar- prýði, andspænis Barnaskólanum og kirkjunni. Þá fyrst, er slík bygging er fengin fyrir skólann, fær hann möguleika til að gegna til fulls hlutverki sínu, að veita í senn bóklega og praktiska fræðslu. Þá fyrst fást stofur til handavinnu- náms pilta og stúlkna og aðrar smá tilraunir verklegar, fyrir nauðsynlegustu söfn, fyrir í- þrótta-, söng- og samkomusal í senn, og gott skólaeldhús, þar sem kenna ætti matreiðslu, í sam- bandi við aðra inniverkakennslu, svo sem að sauma, bæta, stoppa og prjóna, o. s. frv., en á því er hin mesta nauðsyn hér, svo til- finnanlega sem Akureyri vantar hússtjórnarskóla, en þeir eru í raun og veru tilvaldir í sambandi við stofnanir sem þá, er hér um ræðir, enda taldir sjálfsögð grein þeirra, og er það þá líka í sam- ræmi við þá skoðun, er ein hin

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.