Dagur - 10.05.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 10.05.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr.9.00árg. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Áfgreiðslan er hjá JONI Þ. ÞOB. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. ár ¦J Akureyri 10. maí 1934. f 51. tbl. Þrír fylgdarmenn dr. Nielsen komnir fram. Hafin leit að hinum f jórum. í gærmorgun hermdi útvarpið, að komnir væru til byggða þrír fylgdarmenn dr. Nielsen, þeir Helgi Pálsson, Sigmundur Helga- son og Guðlaugur ?-son. Kváðust þeir hafa skilið við dr. Nielsen, Jóhannes Áskelsson og hina tvo hjá Pálsfjalli á Vatnajökli 28. apríl, er þeir (þessir þrír) sneru aftur til tjaldsins við jökulrönd- ina til þess að sækja skíði og mat- væli og koma því, í tjaldstaðinn hjá Pálsf jalli. En sögu alls ferða- lagsins segja þeir í stuttu máli á þessa leið: Frá Kálfafelli var farið 24. apríl. Voru þá alls 9 saman, en af þeim fóru 2 aldrei nema að jökulröndinni, og tóku hestana þaðan til baka. Að kveldi hins 25. var lagt á jökulinn. Var hald- ið áfram næsta dag til kl. 12 á hádegi. Þá v'ar orðið dimmt af hríð og var þá haldið kyrru fyrir til kl. 8 um kveldið. Þá var hald- ið áfram í tvo tíma og sá þá fyr- ir Pálsf jalli. Tjölduðu þeir þar og lágu af um nóttina og næsta dag allan, því að þá var blindhríð. Næsta dag skildu leiðir. Hélt þá dr. Nielsen, ásamt Jóhannesi Ás- kelssyni, Kjartani Stefánssyni frá Kálfafelli og Jóni Pálssyni frá Seljalandi til gígsins, en þeir þrír, er nú eru komnir til byggða til tjaldstaðsins við jökulröndina, til þess að sækja vistir, og skíði og koma því í tjaldstaðinn við Pálsfjall. Þeir dr. Nielsen höfðu með sér 6 daga vistir, 1 sleða, tjald og annan farangur, en eng- in skíði. f tjaldinu við Pálsfjall , var skilinn eftir fatapoki og olla. Ferð þremenninganna að tjald- inu við jökulröndina gekk mjög vel, voru þeir 12 klukkustundir á leiðinni, en þar lágu þeir hríð- artepptir allan 29. apríl og fram að hádegi þann 30. Þá lögðu þeir aftur á jökulinn. Gekk ferðin nú mjög seint, sökum illviðra. Urðu þeir tvívegis að tjalda og halda kyrru fyrir heflan dag í hvort skifti, sökúm blindbylja. Komu þeir ekki í tjaldstaðinn við Páls- fjall fyrri en á laugardag, en lagt höfðu þeir af stað á mánu- Þegar að tjaldinu kom var það því nær komið í kaf í snjó. Eng- in merki sáust þess, að dr. Niel- sen eða félagar hans hefðu aftur þangað komið. í tjaldinu voru þremenningarnir kyrrir til sunnudags, sneru þeir þá heim- leiðis aftur. í tjaldinu við Páls- fjall skildu þeir eftir tvenn skíði, tvenna snjóskó pg vistir til 5 eða 6 daga fyrir dr. Nielsen og félaga hans. Álítur Guðlaugur, sem er heimildarmaður útvarpsins, enga ástæðu til þess að óttast enn um þá félaga. Þó mun í gær hafa verið lagt á stað frá Kálfafelli, til þess að komast til þeirra dr. Nielsen. — Ennfremur bað atvinnumálaráð- herra í fyrradag þá Guðmund Einarsson frá Miðdal, ásamt Jóni frá Laug og Guðmundi Gíslasyni, er báðir hafa verið á Grænlands- jöklum, að leggja af stað í gær, ef ekkert fréttist til dr. Nielsen í fyrrakvöld. Einnig mun ósvald Knudsen verða með í förinni og líklega einn maður enn. útvarps- fregn í gær um hádegi kvað Guð- mund frá Miðdal og þá félaga vera farna austur. Eins og sagt var frá í síðasta bl. »Dags«, er Pálmi rektor Hann- esson kominn austur ásamt frú Nielsen. Að því er útvarpið hermir ber Pálma saman við Guð- laug um það, að enn muni engin ástæða til að óttast um dr. Niel- sen og þá félaga, svo framarlega sem þá hafi ekki eitthvert sér- stakt slys hent á jöklinum. Bíða menn nú óþreyjufullir frekari frétta. — Það sem þeir þremenning- arnir kalla Pálsfjall, hyggur Pálmi rektor að muni að réttu lagi vera Vatnajökulsgnýpa. Frásögn um fundahöld, sem birtist í síðasta blaði, var rituð á laugardaghm var og ætlast til að hún kæmi í laugar- dagsblaðinu, en komst þá ekki vegna þrengsla. Þetta ber frásögnin með sér á tveimur eða þremur stöðum. Á laugardaginn vóru gefin saman í hjónaband ungfrú Kristín Konráðsdótfc- ir og Aðalsteinn Tryggvason og ung- fxú Gefn Geirdal og Jén Ingimarsson, Erl. fréttir. Frá London er símað á þriðju- dag, að Ponsonby lávarður, mál- svari stjórnarandstæðinga í lá- varðadeild, hafi ráðizt hart á stjórnina fyrir afskiftaleysi henn- ar um ástandið í Austur-Asíu og um afvopnunarmálin. í Austur- Asíu kvað hann stjórniná hafa verið afskiftalausa um ótrúlegt ofbeldi Japana. í afvopnunarmál- unum hefði hún ekkert gagn unn- ið, enda væri nú svo korr' v>, að England, jafnt sem önnur /stór- veldi, væri komið á stað í full- komið hervæðingarkapphlaup. Laugardaginn 21. apríl hélt Rómaborg hátíðlegan 2688. af- mælisdag sinn. í tilefni af því skipti ítalska stjórnin lífeyris- skírteinum, að upphæð 50 mill- jónum líra, milli gamalla og dyggra verkamanna. Atvinnuleysingjar í Danmörku voru nú um miðjan Apríl um 100.000 manns. í miðjum apríl í fyrra nam tala þeirra 155.490. Hinn heimsfrægi danski vís- indamaður, Niels Bohr prófessor, sérfræðingurinn um »atom«-kerf- in, hefir þegið heimboð til Rúss- lands og er farinn þangað ásamt konu sinni. Á hann að flytja fyr- irlestra um »atomin« við háskól- ann í Leningrad og því næst sitja allsherjarfund eðlisfræðinga úr Evrópu, er haldinn verður í Khar- koff. Er gert ráð fyrir að hann verði margar vikur í þessari ferð. Prófessor Pinkevitsj, forystu- maður rússneskra uppeldisfræð- inga, er gist hefir Kaupmanna- höfn undanfarið, og þar verið mjög vel tekið, flutti prófessor Bohr þetta heimboð og kvað mega telja hann sannkallaðan heiðursgest rússnesku þjóðarinn- ar, þar eð áhugi upprennandi kynslóðar um eðlisfræði væri feiknarlegur, enda þekkti hver slíkur rússneskur unglingur nafn þessa mikla danska vísindamanns. — Meðal annars gat prófessor Pinkevitsj þess, að ákaflega atalt væri unnið að því í Rússlandi, að gera hvern einasta þegn bókfær- an, enda væri nú svo komið fræðslukerfinu, að börnin byrj- uðu í leikskólum (Börnehave) 3 ára gömul, síðan í barnaskóla, en í framhaldsskóla þaðan og væru þar unz þau væru fitUm 18 ára að aldri, Nýja-Bíó Fimtudagskvöld kl. 9. Tákn krossins. Heimsfrœg tal- og hljóm mynd í lOþáttum. Aðalhlutverkin leika: Charles Laughton, Claudette Colbett, Frederick March og Elissa Landi, auk þess 35 aðrir leikarar og 7500 aðstoðarleikarar. Myndin gerist ádögum NERÓS. Er sýndur bruni Rómaborgar og afleiðingar hans, ofsóknir kristna safnaðarins, ástaræfintýr Marcus Surberbus og kristnu stúlkunnar, Merciu. — Myndin er stórkost- legt meistaraverk, sem enginn kvikmyndavinur má láta óséð. Börn fdekki aðgang. Söngfélagið Geysir syngur í dag, kl. 5 e. h., í Nýja Bíó. Verða á söngskránni margir gamlir kunningjar, fjörug lög' og alþýðleg, en eftir valda höfunda, t. d. »Einu sinni svanur fagur«, »Hae tröllum», »Þú komst í hlaðið«, »Vakir aftur vor í dölum«, »Stjönulagið« og >Bádn Lát«. Heyrst hefir, að félagið hafi fengið hr. Unndór Jónsson tíl þess að taka að sér hina vandasömu en sprenghlægi- legu »mjálmsóló« í »Bádn Lát«. Geysir hefir aldrei sungið betur en í vetur, og líklega aldrei eins vel. Hefir verið þar um stöðuga framför að ræða, bæði um raddval, meðferð og efnisval, eins og vel kom í ljós við síðustu sam- scngva, sérstaklega í hinum nýbreytnu, vandasömu, en yndisfögru lögum eftir finnska tónskáldið Toivo Kuula. S. H. f. H. FYRIRSPURN. Að því er heyrzt hefir, mun þetta vera í fyrsta skiptið, sem niðurjöfnun- arnefnd Akureyrar hefir haft einhvern skattstiga til hliðsjónar við nið.urjðfn- unina, Mundi nú ekki niðurjöfnunar- nefndin vera fús til að birta hann, svo áð hægt sé að sjá hvaða reglum hefir. verið fylgt. Nokkrir borgarar*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.