Dagur - 10.05.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 10.05.1934, Blaðsíða 2
142 DAGUR 51. tbl. Ofan úr sveitum. I. Ýmsum mætum Framsóknar og samvinnumönnum leizt miður vel á, þegar blaðið »Framsókn« hóf göngu sína. Litu margir svo á, að Dagur og Tíminn gæti nægt Framsóknarmönnum, og að í þeim blöðum gætu áhugasamir flokksmenn rætt umbótamálefni flokksins, éins og verið hafði og gefizt vel. Þá vakti það og eigi litla "undrun sumra, að sjálfur Tryggvi Þórhallsson skyldi standa fremstur manna að hinu nýja blaði, og fylgja því »úr hlaði«, með forystugrein. Varð þetta til þess, að þeir sem höfðu verið góð- ir og gegnir Framsóknarmenn, fóru að líta í kringum sig og leita að ástæðum fyrir stofnun og nauðsyn hins nýja blaðs. En fæst- ir fundu nokkrar frambærilegar ástæður fyrir tilveru blaðsins, og var þó af mörgum leitað af sönn- um góðvilja í garð þeirra, er að blaðinu stóðu, eins og líka sjálf- sagt var. En menn fundu annað hjá hinni nýju »Framsókn«, bæði beint og ekki síður óbeint, og það var þollleysi baráttunnar við and- stæðinga Framsóknarfl. — íhald- ið. Ekki voru þó málin flutt þann- ig, að trúin á málstaðinn væri orðin önnur — ekki beinlínis. En deilumálin áttu að hverfa úr sög- unni, í það minnsta í bili. Þó var tekið fram, að til þeirra mætti taka seinna, ef mönnum sýndist. — Má segja að nákvæmlega væri í sakirnar farið og tekið tillit til allra, enda gat það haft sína þýð- ingu. — En fyrst af öllu var þó að leita hvíldarinnar eftir hina löngu baráttu, og njóta friðarins. Já, í nafni friðarsins var blaðinu »Framsókn« hleypt af stokkunum. Nú áttum við Framsóknarmenn, — því til okkar var aðallega talað — að lifa í friði, í eilífum kær- leikans friði, fyrst og fremst við samsteypuráðuneytið, þar sem M. Guðmundsson átti sæti fyrir í- haldsflokkinn, og þar næst við alla íhaldsmenn og aðra andstæð- inga. — Víst hefir þetta átt að líta svo út, sem hér væri verið að boða nýja og betri trú, þar sem fögur og háleit hugsjón lægi á bak við. En þrátt fyrir allt, voru þeir þó margir, sem engan botn fundu í friðarhjali hinnar nýju »Framsóknar«, og álitu, að friðax-mærðin væri aðeins fals- vefur utanum malefnasamband við íhaldið, bara til að sýnast, — eins og líka kom á daginn síðar, og nú er augljóst orðið. Geta þeir, sem það vilja, borið saman fyrstu greinarnar, sem Tryggvi Þór- hallsson skrifaði í blaðið »Fram- sókn«, og svo aftur greinar þær, er hann hefir skrifað í sama blað eftir að hann blés hinum prest- lega anda sínum í flokk þann, er hann kennir við okkur bænd- urna. Af þeim samanburði geta menn séð það sjálfir, hvei'sú djúpar rætur friðarhugsjónin hef- ir átt í brjósti Tr. Þ., og hversu náið er aambandið milli innri hugsunar (þ. e. friðarkenningar- innar) og ytri breytni hans eður framkomu. Og þegar þið, stéttar- bræður mínir, bændur, hafið at- hugað þetta, rannsakað það alvai'- lega og hlutlaust, þá getið þið dæmt um,hversu heppilegur ráðu- nautur er nú fenginn fyrir Bænda- flokk á Islandi! Guð hjálpi ykkur, íslenzku' bændur, ef þið ætlið að láta ginna ykkur út í foraðið, og gerast ykkar eigin böðlar!------ Guð hjálpi ykkur, ef þið fáið eigi séð og skilið, að »hvert það ríki, sem í sjálfu sér er sundurþykkt, fær ekki staðizt«. — — Árangurslaust var þó eigi haf- izt handa af hálfu klofnings- manna, að því er snerti boðskap hins nýja friðar. Fóru ýmsir — útúr hálfgerðum vandræðum og í hálfgerðu fálmi, sem »Fi’amsókn« hafði þó tekizt að skapa að nokkru — að hugsa sem svo: úr því svo er nú komið, að Tr. Þ. sem staðið hefir í baráttu við skæðustu óvini bænda og sam- vinnumanna, telur nú bezt við eiga að leggja niður vopnin, hætta baráttunni, taka sér hvíld og njóta friðar, hví skyldi þá ég, bóndi upp til afdala, vera að eyða tíma og kröftum í pólitískar erj- ur við náungann, nema vera af- skiptalaus og njóta frjðarins, eins og Tr. Þ. vill. Hann ætti þó að vita hvað bezt hentar eins og nú standa sakir o. s. frv. Og sjá! Uppskei'an varð, sumstaðar, eins og til var ætlazt. Blaðið »Fram- sókn« varð þess beinlinis vald- andi, í eigi fáum tilfellum, að Framsóknarmenn sátu heima við síðustu þingkosningar. Og sá ó- sigur, sem Framsóknarflokkurinn beið við þær kosningar, er beint og óbeint verk Tryggva Þórhalls- sonar, sem fyrsta og aðalmanns að blaðinu »Framsókn«. Þess vegna eru það ein af mörgum öf- ugmælum Tr. Þ. nú í seinni tíð, þar sem hann í blaðagrein vill kenna Jónasi Jónssyni, alþm., um hrakfarir Framsóknarflokksins við síðustu kosningar. Hefði Tr. Þ. borið gæfu til að bera jafn hreinan skjöld gagnvart flokks- málunum eins og. Jónas Jónsson, og hefði Tr. Þ. átt sinn innra mann jafn hraustan og heilan eins og J. J., þá hefði blaðið »Framsókn« aldrei verið stofnað, og þá hefði Framsóknarflokkur- inn aldrei misst eins mörg þing- sæti eins og raun varð á, við síð- ustu kosningar. Þetta vita allir, og Tr. Þ. veit það bezt allra manna. Hvað sem Tr. Þ. kann að segja hér eftir, þá er hann búinn að segja svo mikið hingað til, þ. e. frá þeim tíma að blaðið »Fram- sókn« kom út, að öllum er það nú margsinnis ljóst, hvað vakað hef- ir fyrir þeim félögum með stofn- un hins nýja blaðs. Klofningurinn var kominn í hjartað, og blaðið »Fx-amsókn«« er skilgetið "af- kvæmi hans. Þetta vita allir nú, þó einstaka menn kunni að vera til, sem af einhverjum óskiljan- legum ástæðum — tilbúnum á- stæöum — telja sér og öðrum trú um allt annað. Blað þeirra klofn- ingsmanna hefir vitanlega átt að undirbúa jarðveginn og gera hann . móttækilegan fyrir hinn nýja gróður: Klofninginn út úr Framsólcnarflokknum. En vonir manna rætast ekki nema stund- u'm. Það er margföld reynsla fyr- ir því. — Þótt Tr. Þ. og félagar hans hafi »sáð og vökvað«, og neytt til þess allrar orku, þá vill drottinn ekki gefa ávöxtinn, þ. e. »klofningurinn« vill ekki festa rætur í jarðvegi bændanna, og það er sómi bændanna að láta hann aldrei festa rætur hjá sér. Það er sómi fyrir bænda- stéttina á íslandi að eiga þann metnað — heiðarlegan metnað og virðingu fyrir sjálfri sér, að hún aldrei gefi þeim mönn- um fangstað á sér, sem vilja spilla félagslegum samtökum bænda og samvinnumanna, og /veikja aðstöðu þeirra og draga úr baráttu þeirra til framgangs viðurkendra umbótamála, fyrir land og lýð. — En þetta hafa »klofningsmenn« gert. Og fyrir það eru þeir ámælisverðir, og því frekar, þar sem þeir hafa ekki 'upp á neitt að bjóða, fram yfir aðra flokka, nema þvert á móti. — Framsóknarflokkurinn hefir verið og er flokkur bænda og samvinnumanna, hann er alhliða umbótaflokkur, eins og.hann hef- ir sýnt í verkinu, og staðreyndir sanna. — Og hvað ætlar svo »klofningurinn« að gera fram yf- ir það, sem Framsóknarflokkur- inn hefir gert? Hann getur ekkert gert, sem ekki er von, því hann svífur í lausu lofti og á sér hvergi rætur, — nema ef vera skyldi í hlaðvarpa íhaldsins í Reykjavík, meðal skæðustu andstæðinga bændanna. Og sVo á að ginna okkur bændur til að ganga í svona félagsskap! Hvenær hefir bændastéttinni á íslandi verið sýnd meiri vanvirða? II. í blaðinu »Framsókn«, frá 3. febr. s. 1., birtist greinarspotti eftir Tr. Þ., er hann nefnir »Van- virða«. Kvartar hann þar yfir því, hversu Tíminn »úi. og grúi« af hrakyrðum til Þorsteins Bri'em og að »nú sé talið hið mesta nauð- synjamál að rægja af honum alla æru«. Þetta segir Tr. Þ. Og svo fer hann að telja upp eitt og ann- aö, það er prýða má Þ. Br., t. d. hvað hann »hafi gert« fyrir Framsóknarflokkinn, og hve góð- an þátt hann »hafi átt« í undir- búningi ýmsra mála fyrir flokks- ins hönd o. s. frv. En hvílíkur barnaskapur! — Hvað veldur þvi ef Tr. Þ. má eigi sjá það og skilja, að það hefir aldrei verið sveigt að Þ. Br. eða nokkrum öðrum fyrrverandi Framsóknar- manni fyrir það, er þeir hafa gert vel og drengilega gagnvart um- bói^málum Framsóknarflokksins. Nei, það er og verður aldrei fund- ið að því, sem er gert vel og drengilega. En það er fundið að því, sem Þ. Br., Tr. Þ. og fleiri fyrrverandi Framsóknarmenn hafa gert miður vel, og ver en þeir sjálfir vissu að átti að vera. Það er fundið að við þessa menn, þegar þeir fara að gæla við íhald- ið, skæðustu óvini bænda og sam- vinnumanna, — í nafni friðarins. Því þótt friðarorðin láti vel í eyr- um, þá þýða þau í reyndinni ekk- ert annað en hik, baráttuleysi, —■ uppgjöf. — Það er fundið að því, þegar »klofningsmenn« bindast félagsskap til að tvístra kröftun- um, þeim kröftum, sem þurftu og áttu að vinna saman í bróðurlegri eindrægni. — Það er alls ekki fundið að við fyrrverandi Fram- sóknarmenn, svo lengi sem þeir vinna í samræmi við sína eigin trúarjátning og þess flokks, sem þeir, ótilneyddir, kusu að fylgja og vinna og stríða með. En þegar þeir fara að hugsa og starfa í orði og verki gegn sinni yfirlýstu trú og þess flokks, er þeir hafa fylgt að málum, þá, og þá fyrst, er fundið að. — Sú lægsta krafa, sem hægt er að gera til »klofn- ingsmanna«, er, að þeir skilji þetta, af því það er í eðli sínu auðskilið mál. I áðurnefndri »vanvirðu-grein« Tr. Þ., minnist hann á ólaf heit- inn Briem í sambandi við son hans Þ. Br. En samanburður um þá feðga er villandi. ólafur Briem var trúr sinni skoðun og sínum flokki, allt til dauðadags. Þess vegna er hans ætíð getið með virðingu og minning hans í heiðri höfð, meðal allra góðra Fram- m í feikna úrvali kom með síðustu skipum. — Verð frá kr. 1.80. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.