Dagur - 10.05.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 10.05.1934, Blaðsíða 3
51. tbi. DAGUR 143 sóknarmanna. Tr. Þ. á ekki að vera það barn að hugsa það, að sonurinn fái lifað á minninguföð- urins, nema hann lifi og starfi í anda föðurins. Það gerir gæfu- muninn. Annars væri það ekki úrhendis fyrir Tr. Þ. að kynna sér nánar sambandið milli föður og sonar, og gera sér vel ljóst, hvað til þess útheimtist, að sonurinn fái notið virðingar og trausts föðurins. Hann gæti haft gott af því sjálfur. III. Eg hefi skrifað grein þessa til að sýna fram á það, hversu sveitabændur líta á þau ágrein- ingsmál, sem komið hafa upp inn- an Framsóknarflokksins. Er hér ekki einungis um skoðun þess að ræða, er grein þessa hefir skrif- að, heldur byggist hún og á skoð- unum fleiri manna, og þar á með- al ýmsra málsmetandi bænda. Tel ég það engu síður hafa nokkuð að segja, hversu þeir líta á mál- in, sem að jafnaði standa utan við eldinn, eins og hinir, sem í eldinum standa. — Tr. Þ. var vinur okkar og naut trausts og fylgis allra Framsókn- arbænda. Hann var heiðraður og virtur í hvívetna- af okkur bænd- um. Hann var hin sí-blikandi skæra stjarna á him$i vona okk- ar, — næst á eftir Jónasi Jóns- syni. Nú er þessi vonarstjarna hröpuð af himni niður, svo við eygjum hana ekki lengur. Ham- ingjan má vita, hvort hún nokkru sinni fær risið á loft upp aftur. Við minnumst Tr. Þ. með þakk- læti fyrir allt það, er hann het'ir gert vel og drengilega fyrir okkur bændurna. Annað væri rangt. En því sárara er það mörgum nú að vita hann í andstöðuflokki og heyra bann bera brigsl á gamla samherja sína, þá menn, sem nú gera ekki annað en halda á lofti því sama merki, sem Tr. Þ. studdi og barðist fyrir, fyrir skömmum tíma. Svona er heimurinn hverfull. En nú skiptast leiðir. — Þótt nafn Tr. Þ. hafi látið vel í eyr- um okkar bænda, áður fyrr, þá má enginn láta það villa sér sýn, eins og nú er komið. — Nú er það ekki lengur hinn gamli, góði Tryggvi, sem talar til lýðsins, heldur hin hrapandi stjarna, — hinn fallni engill. Eg veit, að Tr. Þ. vill ekki op- inberlega kannast við fráhvarf sitt og skoðanaskipti. Er auð- heyrt á sumum skrifum hans, að hann er dálítið hreykinn út af af- stöðu sinni til Framsóknarflokks- ins. En úr því að Tr. Þ. hefir ekki þorað að leggja út í það að and- mæla með rökum grein Eysteins Jónssonar, alþm., er birtist í Tím- anum 18. des. f. á., þá hefir hann sjálfur kveðið upp dauðadóm yf- ir sinni eigin pólitík. — Hefði Tr. Þ. viljað halda óskertu áliti, þá bar honum skylda til að sýna með óhrekjandi, Ijósum rökmti, að Ey- steinn Jónsson færi með stað- lausa stafi. — Eysteinn tók til umræðu og rökræddi aóaA-de<itur atriðin. Og fram hjá þeim atrið- um mátti Tr. Þ. ekki ganga þegj- andi, en það hefir hann þó talið sér sæmandi, og álitið sér bezt henta, og þar með skipað sér á bekk með Valtý, Páli, Henrik o. fl. slíkum. Og svo eiga bændur að gapa við flugunni og ganga í bændaflokk! — Sennilega hefir oft verið beitt brögðum í íslenzkri pólitík, og þau brögð ekki ætíð verið hrein eða sorafaus. En sennilega hefir aldrei verið verr á stað farið, en í þetta sinn, af hálfu þeirra klofningsmanna. — — Mættum við bændur hafa ráð á einni ósk til handa Tr. Þ., þá myndum við samt, þrátt fyrir allt, óska þess, að hann nú þegar yfirgæfi þá stefnu, er hann illu heilli hefir upp tekið, og að hann gengi heill og óskiptur inn í Framsóknarflokkinn, þar sem hann áður var. Myndi eigi standa á framréttum höndum fyrrver- andi vina og flokksbræðra, hve- nær sem einlægni er sýnd og full samúð. Er það meiri sæmd góð- um drengjum að kannast við eig- in yfirsjónir og bæta fyrir þær, heldur en sífellt berja höfðinu við * steininn og hljóta meiðsli af á meðal almenningsálitsins. — Þetta vil ég að Tr. Þ. athugi. — Ef Tr. Þ. vildi af einlægum hug sveigja aftur inn á fornar slóðir, myndi eigi verða minnst þess, er á milli hefir borið um stund, en fögnuður okkar Fram- sóknarbænda og annara gamalla samherja, verður að sínu leyti eins og góðu englanna, sem gleðj- ast yfir einum syndugum, sem bætir ráð sitt. Bémdi. Fundar- ályktanir. Á flokksfundi Framsóknar- manna, er haldinn var í Svarfað- ardal sunnudaginn 28. apríl síð- astliðinn og getið var um í sið- asta blaði, voru bornar fram eft- irfarandi fundarályktanir, er all- ar voru samþykktar í einu hljóði: 1. »Fundurinn telur réttmætt, að þingmenn og miðstjórn Fram- sóknarflokksins framfylgdu flokkslögunum frá 1933, gagn- vart þeim Jóni í Stóradal og Hannesi Jónssyni í vetur sem leið«. 2. »Fundurinn telur rétt, að Framsóknarflokkurinn hafi sam- vinnu við frjálslynda umbóta- flokka í þinginu, þegar þörf er sjáanleg til þeirrar samvinnu, en er hinsvegar andvígur sam- starfi við ofbeldis- og byltinga- f!okka«. 3. »Fundurinn lýsir yfir megnri óánægju sinni yfir stofn- un Bændaflokksins og marghátt- uðum tilraunum hans til að kljúfa og eyðileggja það pólitískt sam- starf, bænda og annars sveita- fólks, sem verið hefir«. 4. »Fundurinn telur sjálfsagt, að þing og stjórn haldi sem fast- ast við innflutningshöft á vörum þeim, sem framleiddar eru i land- Sko — hörundið er dásamlegt! Filmsijörnur vita að mjúkt hörund er meginþáttur fegurðarinnar; yndislegt andlit hlýtur að hafa frábært hörund. Hvernig halda filmstjörnur andlitsblæ sínum í hita og ofbirtu leikstöðvanna? Nær allar nota þær Lux Hörundssápu. Af 713 höfuðstjörnum filmunnar nota að vísu 705 þessa ilmsápu. Árum saman viðurkennd á helztu leikstöðvum. Fylgið sjálf fordæmi filmstjarnanna. Látið Lux Hörundssápu halda [andlitsblæ yðar unglegum og Iýtalausum. Fáið hana í verzlun yðar í dag. X-LTS 29 1-50 LUX TOILET SOAP LEVER BROTHERS LIMITED, PORT SUNLIGHT. ENGLAND inu, og leggi bann við innflutn- ingi óþarfavarnings«. 5. »Fundurinn lýsir yfir ánægju sinni við flokksstjórn og fram- kvæmdaráð Framsóknarflokksins fyrir að kalla saman flðkksþing, einmitt nú á þessum breytinga- tímqm«. litsvor í Akureyrarkaupst. 1934. '650: Stefán Stefánsson, járn- smiður. Svanbjörn Frímannsson. 625: Brynleifur Tobiasson. 600: Einar Einarsson. Ingimar Eydal. Vélaverkstæðið Oddi. Odd- ur Björnsson, Sverrir Ragnars, Rannveig Bjarnadóttir, Sigtrygg- ur Benediktsson, Sigfús Baldvins- son. 565: Pétur A. ólafsson. 550: Hallgr. Jónsson, járnsm., Guðbrandur Hákonarson, vélstj., Jón Guðmndsson, byggingameist- ari, Jón Jónatansson, járnsm. 530: Þórsteinn Sigvaldason. 520: Jakob Frímaimsson. 500: H. f. Carl Höepfner, Ing- var Guðjónsson, Jón Kristjánss., Sjóvátryggingafélag íslands, Carl Tuliníus, Steindór Jóhannesson, járnsmiður, Guðm. Pétursson, út- gerðarmaður. U80: Sigurjón Sumarliðason frá Ásláksstöðum. U75: Ágúst Kvaran. U70: Erlingur Friðjónsson. U60: Árni Þorvaldsson, Sig. 0. Björnsson. 450: Friðrik Rafnar, Steingr. Jónsson. Vigfús Þ. Jónsson, mál- arameistari. Hin konunglega í Kaupmannahöfn tilkynnir háttvirtum almenningi, að BRAUNS VERZLUN Páll Sig,urgeir8son hefir AÐALÚTSÖLU á Akureyri, á hinum heimsfrægu vörum verksmiðjunnar og pantar hann ennfremur fyrir lysthafend- ur þá hluti og vörur, sem hann hefir ekki fyrirliggjandi: 440: M. H. Lyngdal, kaupm., 410: Sigurjón Oddsson, verkstj. 400: Davíð Sigurðsson, Pétur H. Lárusson, Gunnar Guðlaugs- son, Hallgrímur Hallgrímsson, Hjalti Sigurðsson, Jón Þorsteins- son, vélsmiður, Laufey Pálsdóttir, Nýja Kjötbúðin, óskar Sæmunds- son, Samúel Kristbjamarson, Sápubúðin, Tryggvi Hallgríms- son, Steinþór Sigurðsson, kenn- ari, Þóra Matthíasdóttir, Þorv. Vestmann, Valgerður og Halldóra Vigfúsdætur. 375: Sig. Ein. Hlíðar. 360: Jónatan M. Jónatansson, skósmiður, Sigurður Guðmundss., skólameistari, Stefán Árnason kaupmaður. 350: óli P. Kristjánsson, póst-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.