Dagur - 15.05.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 15.05.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur i út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. -•-•-•-•-• • -•-• •-?-•-•-• f»H XVII. ár. I Akureyri 15. maí 1934. lnnlendar fréttir. Annað verkbann komm- únista misheppnast al- gerlega. Á laugardagsmorguninn kom »Dettifoss« hingað frá Siglufirði og hafði éigi fengizt afgreiddur þar, sökum verkbanns kommún- ista (VSN). Þótt svo færi þar, mun víst fæstum hafa til hugar komið, að sömu mennimir, er daginn áður hafði áþreifanlega misheppnazt verkbannið gegn »Lagarfossi«, mundu gera aðra tilraun við »Dettifoss«. Þó varð sú raunin á. Undir forustu sömu manna og áð- ur skipuðu nokkurnvegin jafn- margir menn sér (um 40 full- orðnir karlmenn) á Torfunefs- bryggjuna í gær, til að hindra uppskipun úr »Dettifoss«. Um hádegi fréttist að lögreglu- stjóri mundi ætla að láta til skar- ar skríða, eins og daginn áður. Var safnað um 150 manns í Sam- komuhúsið og hélt sá flokkur það- an um kl. iy% mn , á Bæjar- bryggju. Um sama leyti leysti »Dettifoss« landfestar frá Torfu- nefsbryggju og hélt inneftir. Á Bæjarbryggjunni ofanverðri vargirt yfir bryggjuna með tunn- um og síldarkössum, beggja meg- in við geymsluhúsið, sem þar er, og röðuðu varnarliðsmenn sér þar bak við, og biðu þess, að verk- bannsmenn kæmu utan að til úr- slita-átaka. Stóðst það á endum að fullhlaðin var girðingin og" »Dettifoss« lagstur við bryggj- una, en eigi sást bóla á verk- bannsmönnum. Var nú þegar byrjað að afferma .skipið, sem hafði meðferðis hingað mjÖg mik- ið af vörum. Gekk það alveg slindrulaust því svo leið allur dagurinn og hálf nóttin, unz lok- ið var affermingu, að eigi bólaði á verkbannsmönnum. Héldu þeir sig sem fastast á Torfunefs- bryggjunni. Töldu sumir að þeir dokuðu þar svo lengi sökum þess, að þeir tryðu því fastlega, að »Dettifoss« hlyti að koma aftur að Torfunefsbryggjunni, eða fara á burt með um 90 tonn af vélum til Gefjunar ella, sökum þess að bryggjan innfrá myndi eigi þola þunga þeirra, ef reynt væri að afferma þær þar. Eigi reyndist þó svo, og var öllum vélum slysa- laust ekið á land. — Þá gátu aðr- ir sér þess til, að verkbannsmenn myndu ætla að hamla því, að all- miklu heyi, er ekið hafði verið' niður á Torfunefsbryggju, yrði ekið til skips innfrá, en eigi várð þó sú raunin á. Var heyið vand- ræðalaust flutt inneftir og var því lokið kl. 2 um nóttina. Stóðst það á endum, að síðustu sátunum var ekið burt og að verkbanns- menn gengu af heyverðinum. Var veður þá orðið kalt mjög og f júk- andi. Blönduós-sœttin. Sætt sú, er gerð var á Blöndu- ósi milli Verklýðsfélagsins og Kaupfélagsins, er í aðaldráttum á þá leið, að kaup skal vera í upp- skipun kr. 1.15 um tímann á virkum dögum, en kr. 1.65 á helgidögum og í yfirvinnu. Verk- lýðsfélagar skulu ganga fyrir öðrum um vinnuna, enda skal fé- lagið ábyrgjast nægan mannafla. Stórmeiðingar á Siglufirði er »Dettifoss« var afgreiddur á suðurleið. Þegar »Dettifoss« kom héðan afgreiddur á sunnudagsmorgun, höf ðu Siglfirðingar safnað liði til þess að afgreiða hann. Söfnuðust fyrst um 100 manns, er tóku bryggjuna og héldu þar stöðu, en jókst svo að nær 200 er talið að verið hafi til varnar. Um kh 10i/2 drifu verkbannsmenn undir for- ustu kommúnista að, én fengu ekki að gert. Hafði varnarliðið slöngur og sprautur sér til varn- ar. Hófu kommúnistar þá árás með grjóthríð og kolakasti og meiddust þá margir illa af varn- arliðinu. Þó tókst kommúnistum eigi að hrekja það burtu. Um kl. lli/2 hættu þeir árásinni og héldu heim, en höfðu í hótunum að koma aftur kl. 1. En til þess kom eigi, því að þá var uppskipun lok- ið og skipið farið. Meiðsli urðu mjög mikil í varn- arliðinu eins og áður er sagt. Var læknir meðal þess á bryggjunni, og hafði jafnan nóg að gera. Páll í Lindarbrekku og Jón Krist- jánsson, verkamaður, meiddust mikið á höfði, sömuleiðis Sófus Blöndal, , óle Herttervig, Aage Schiöth, Sveinn Kristjansson(?) og Hjálmar Kristjánson. Eigi mun talið að líftjón hljótist af, en svo hroðalega meiddur er þó t. d. Páll í Lindarbrekku, að hann verður að liggja rótlaus í 4 daga áður en skipta megi á honum. Af kommúnistum vissi tíðinda- maður »Dags« eigi um aðra en Þorstein Loftsson, er meiðzt hafði. Handtekin voru Aðalbjörn Pét- ursson og' Anna Guðmundsdóttir, kona Sveins Þorsteinssona'r, skip- stjóra. Aðalbjörn var um tíma settur í járn. Var mikið af grjóti í vös- um hans og hníf tók lögreglan af honum, er hann játaði að hafa haft til þess að skera á slönguna. Konurnar höfðu verið hvað grimmastar til grjótkastsins og var tekinn hamar af einni og eitt- hvert barefli af annari. Framboð. í Barðastrandarsýslu verður í kjöri af hálfu Framsóknarflokks- ins Bergur sýslumaður Jónsson, en í Austur-Skaftafellssýslu Þor- bergur Þorleifsson, bóndi í Hól- um, sonur Þorleifs alþingismanns, er nú óskar að láta af þingsetu. .Er báðum þessum frambjóðendum talin vís kosning af þeim, er kunnugastir eru. Af hálfu Alþýðuflokksins verð- ur í kjöri \ Skagafjarðarsýslu Kristinn Gunnlaugsson, verka- maður á Sauðárkróki og Pétur Jónsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum; á ísafirði Finnur Jóns-. son, útgerðarstjóri. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins verður í kjori í Mýrasýslu Gunn- ar Thoroddsen, á ísafirði Torfi Hjartarson, bæjarfógetafulltrúi á Akureyri, og í Vestur-Húnavatns- sýslu dr. Björn Bjarnason. Eldur kom upp á laugardaginn í húsinu nr. 23 í Aðalgötu á Siglufirði, þar sem bjuggu eig- endur hússins, Matthías ^Hall- grímsson og Gústaf Blöndal. Brann húsið að mestu og varð ná- lega engu bjargað nema íbúunum. Að því er »Nýja Dagblaðið« hermir, samkvæmt viðtali við for- sætisráðherra, nýkominn ú>, ferð 53. tbl. um England, Danmörku og Sví- þjóð, hefir hann tekið 1 milljón króna lán í London, til að reisa síldarverksmiðju á Norðurlandi, samkvæmt lögum frá síðasta þingi. Lánið er veitt til 20 ára með 5% ársvöxtum og hefir þeg- ai verið útborgað, svo að nú má hvenær sem er byrja á fram- kvæmdum, þegar öðrum undir- búningi og ákvörðunum um stað- inn er lokið. Auk þess tók forsætisráðherra, í Danmörku, samtals um 350.000 kr. lán með ríkisábyrgð, til ým- issa fyrirtækja, samkvæmt fjár- lögum og þingsályktunum. Voru öll þau lán tekin með sömu kjör- um, "5% og affallalaus. FríPiiievinii 30. april 1934. Jónas Jónsson, alþm., hefir undanfarna viku haldið fundi með kjósendum. Verður hann í kjöri hér við næstu alþingiskosningar fyrir hönd Framsóknarflokksins. J. J. hefir þegar haldið þrjá al- menna fundi, og auk þess hefir hann haldið fundi í flestum hreppum sýslunnar með Fram- sóknarmönnum og öðrum þeim er fylgja stefnu Framsóknar í aðal- málum. Fyrsti fundurinn var í Skógum í Fnjóskadal. Var fundur sá sæmilega sóttur. Þó fannst þar enginn mættur, er vildi koma fram fyrir hönd andstæðinga Framsóknarflokksins. Þar'af leið- andi kom eigi til neinna veru- legra átaka á fundi þeim. Næsti f undur var í skólahúsinu á Laugum. Var fundur sá allvel sóttur af kjósendum úr Reykja- dal og nærliggjandi sveitum. Þar mætti fyrir hönd Alþýðuflokksins Sigurjón Friðjónsson á Laugum. Hefir hann fyrir nokkrum árum síðan boðið sig fram til þings fyr- ir jafnaðarmenn, með tilstyrk í- haldsmanna, en þrátt fyrir hið tvöfalda fylgi, náði hann ekki kosningu í það skifti. Nú er sagt að hann verði hér í kjöri fyrir Alþýðuflokkinn einan. — Samt mun hann, enn sem fyrr, hafa að ýmsu leyti góða trú á Jóni Þor- lákssyni. Varð hann að gera grein fyrir þeirri trú sinni þar á fund- inum og er mál manna að honum hafi tekizt það, eins og ástæður voru til. — Þá mætti á fundinum af hálfu hins svokallaða Bænda-»

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.